Morgunblaðið - 20.03.2021, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 20.03.2021, Qupperneq 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég er sífellt að gera tilraunir og kanna möguleika efnanna en það er mér mikilvægt að sköpunarferlið sé skemmtilegt. Ég hef kannski mynd af útkomunni í huganum en alls ekki fyrirframgefna leiðarlýsingu á hvernig ég eigi að ná þangað. Ég vinn út frá ljósmyndaaðferðum fyrri tíma og þegar vel tekst til á næ ég nokkurn veginn á áfangastaðinn sem ég stefni að,“ segir myndlistarkonan Claudia Hausfeld þar sem við skoð- um verk hennar í Hverfisgalleríi neðst við Hverfisgötu. Rumours of Being er heiti þess- arar fyrstu einkasýningar Claudiu í galleríinu og verður hún opin frá kl. 16 í dag, laugardag. Á sýningunni eru tólf ný verk unnin í ýmsa miðla, til að mynda kolaprent, prent á hör, steinflísar, sem og ýmiss konar ljós- myndaprent unnin í myrkraher- bergi. Í listsköpun sinni einbeitir hún sér, eins og segir í tilkynningu, „að rýmum sem við tilheyrum og leggur áherslu á hliðræna þætti miðlanna sem hún notar. Í verkun- um gerir hún tilraunir með efni og yfirborð sem leiða til ljósmynda- verka sem oft eru í formi skúlptúra.“ Claudia Hausfeld býr í Reykjavík en fæddist í Austur-Berlín árið 1980 og stundaði nám í ljósmyndun í Listaháskólanum í Zürich og síðar myndlistarnám við Listaháskóla Ís- lands. Claudia hefur verið við stjórn fjölmargra listviðburða á Íslandi, í Danmörku og í Sviss. Auk þess að sinna listsköpun sinni stýrir hún ljósmyndavinnustofu Listahá- skólans. Myndir þrívíðar í huganum Verk Claudiu hafa vakið athygli á undanförnum árum, til að mynda á samsýningum í Gerðarsafni og í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar sem hún hefur leikið með tvívítt eðli ljósmyndarinnar og teygt þær út í rýmið í þrívíðum prentverkum. Þar sem hún sýnir mér verkin á sýning- unni hef ég orð á því að hún sé í vinnuferlinu eins og gullgerðarmenn fyrri tíma, geri tilraunir með ýmis efni og gamlar ljósmyndaaðferðir, í leit að réttri útfærslu hugmyndanna. „Þessi verk mín snúast mjög mik- ið um ferlið sjálft,“ segir Claudia. „Þess vegna hef ég líka áhuga á að vinna með þá spennandi ferla sem analóg-ljósmyndatækni og fram- köllun býður upp á; galdrar myrkra- herbergisins.“ Í verkunum birtast byggingar, bæði hrörlegar og slitnar raunveru- legar byggingar en líka hús sem Claudia hefur mótað í leir og síðan tekið raðir mynda af. Í einu horni salarins er til dæmis myndapar þar sem hún hefur prentað myndir af tveimur hliðum sama húss saman á hvort verk og gefur þannig tilfinn- ingu fyrir raunverulegri þrívídd byggingarinnar í hinum annars tak- markaða tvívíða myndfleti. Í annarri röð mynda af byggingum hefur hún varpað myndformum ofan á þær í vinnslunni, til dæmis búið til glugga- tjöld á hálfhrunið hús. „Allar þessar byggingar hafa haft raunverulegt notagildi í sinni þrí- vídd,“ segir Claudia, til að geta skýlt einhverju og einhverjum. „Ljós- myndir gefa alltaf tilfinningu fyrir þrívídd og raunverulegu rými – en við sem áhorfendur bætum þeirri þrívídd þó alltaf við því vitaskuld er hún ekki til staðar í tvívíðum flet- inum. Við gerum myndir þrívíðar í huganum. Hér tek ég flatar myndirnar og vinn með hugmyndina um að blása þær út í þriðju víddina,“ segir hún og bendir á verk í salnum. „Annað sem ég vinn með er við- kvæmni. Hús eru venjulega traust og standa lengi en með ljósmyndun reyni ég að sýna niðurbrot bygging- anna, hús sem eru að gefa sig eða eru að færast til. Eitthvað sem mað- ur tengir venjulega ekki við hús sem eiga að vera traust og stöðug.“ Mistekst auðvitað sífellt Rannsóknin á þrívíðum mögu- leikum tvívíða flatarins tekur á sig ýmiss konar form í verkunum. Claudia segist sem ljósmyndari sem skoðar byggingar og form frá ýms- um hliðum vera eins konar flâneur sem gengur um og örvast af um- hverfinu og tekur myndir af strúkt- úrum, arkitektúr og byggingum. „Svo bregst ég á ýmsa vegu við myndunum, leik mér með þær,“ seg- ir hún. „Stundum læt ég þær vera áfram í tvívíðu formi prentsins en í öðrum tilvikum leik ég mér með að breyta strúktúrunum aftur í þrívídd af tvívíðri tökunni. Auðvitað mistekst mér sífellt í því ferli því ljósmyndun er bara tvívíð,“ segir hún og brosir. Claudia vinnur ekki með ljós- myndina sem skráningartæki veru- leikans. Hún segir ljósmyndun vera alls staðar í umhverfi okkar, við höf- um samskipti gegnum myndir – lif- um næstum gegnum ljósmyndir. Og hún spyr hvert sé raunverulegt gildi og innihald mynda í slíku myndflæði. „Ég nota myndir meira sem efnivið í sjálfu sér, frekar en að ég reyni að segja eitthvað með ljósmyndunum sem slíkum,“ segir hún til skýringar. „Ekkert er varanlegt, ekki í ljós- myndum, ekki í arkitektúr, og í þessum verkum tekst ég meðal ann- ars á við það, á minn hátt.“ Morgunblaðið/Einar Falur Efniviður „Hér tek ég flatar myndirnar og vinn með hugmyndina um að blása þær út í þriðju víddina,“ segir Claudia Hausfeld um verk sín. „Ekkert er varanlegt“ - Á sýningu sinni í Hverfisgalleríi vinnur Claudia Hausfeld með gamlar ljós- mynda- og framköllunaraðferðir - Vinnur með tvívítt eðli mynda í þrívídd Sakna nefnist myndlistarsýning sem Elín Þóra Rafnsdóttir opnar í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 í dag og stendur til 21. apríl. „Verkin eru unnin þannig að ég byrja að setja lit á tóman strigann eftir því hvernig mér líður þann daginn. Síðan koma upp myndir í huganum af einhverju sem ég veit aldrei fyrir fram hvað verður. Oft- ast eru þetta minningarbrot úr gönguferðum og söknuður. Undir lokin hefur myndin yfirleitt tekið miklum breytingum frá upphafinu og oft tekið óvænta stefnu. Hver mynd er óvissuferð þegar ég byrja og öðlast svo smá saman sitt sjálf- stæða líf,“ segir Elín um sýning- una. Óvissuferð Eitt verka Elínar Þóru. Elín Þóra opnar Sakna hjá Ófeigi Interiors nefnist sýning sem bandaríski raunsæismál- arinn David Molesky opnar og sýnir í Deigl- unni á Akureyri í dag, laugardag, kl. 14-17 og á morgun, sunnu- dag kl. 13-17. Í tilkynningu kemur fram að Molesky bjóði upp á úrval verka sem endurspegli heimsfar- aldurinn sem geisað hefur síðasta árið. Molesky hefur síðustu fjóra mánuði dvalið í listabúsetu hér- lendis og búið til seríu málverka sem sýna einmana fígúrur sem lýsa þrá eftir samskiptum við umheim- inn. „Frekar en að fullvinna allan flötinn skín í teikninguna og ógrunnað hör. Þessi hrái stíll virkj- ar áhorfandann og leyfir honum að klára myndina í huganum.“ David Molesky sýnir í Deiglunni David Molesky Þorpið í bakgarðinum, nýjasta kvikmynd leikstjórans Marteins Þórssonar, var frumsýnd í Há- skólabíói á miðvikudag en handrit hennar skrifaði Guðmundur Ósk- arsson. Myndin var tekin í og við Hveragerði og segir í henni af Brynju sem dvalið hefur á heilsu- hæli í Hveragerði og treystir sér ekki til að snúa aftur til daglegs lífs í Hveragerði. Hún leigir kofa á gistiheimilinu Backyard Village og kynnist þar enskum manni, Mark, sem í fyrstu virðist vera á ferðalagi um Ísland. Í ljós kemur nokkru síð- ar að hann á líka erfitt með að yfir- gefa bæinn. Brynja og Mark verða vinir og aðstoða hvort annað við að takast á við þrautir lífsins en hvort um sig hefur sína djöfla að draga. Laufey Elíasdóttir og Tim Ples- ter fara með hlutverk Brynju og Mark en Plester gat ekki verið við- staddur frumsýninguna. Aðrir leik- arar og tökulið mættu hins vegar og var góður rómur gerður að kvik- myndinni. Svo vildi til að eiginkona Mar- teins, Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur, átti afmæli þennan dag og sungu bíógestir afmælis- sönginn fyrir hana. Þakkaði afmælisbarnið kærlega fyrir sig. Morgunblaðið/Elsa Katrín Ólafsdóttir Frumsýningargleði Laufey Elíasdóttir, Guðmundur Óskarsson og Marteinn Þórsson. Kvikmynd Marteins frumsýnd Tónleikar undir yfirskriftinni Ilmur af rósum við lækjarnið verða haldnir í dag á vegum 15:15 tón- leikasyrpunnar í Breiðholtskirkju og vísar heiti hennar til þess hve- nær tónleikarnir hefjast. Á tónleikunum koma saman Aldavinir, þau Magnea Árnadóttir flautuleikari, Hildigunnur Hall- dórsdóttir fiðluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari sem leitast við að leika á sagnréttan máta á upprunahljóðfæri, eins og segir í tilkynningu. Leikin verða verk frá barokktímanum eftir þýsku meistarana Johann Sebast- ian Bach, Johann Rosenmüller og G. Ph. Telemann, bæði tríósónötur og einleiksþættir. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af því að um þessar mundir eru 400 ár frá fæðingu J. Rosenmuller, 340 ár frá fæðingu Telemanns og um helgina verður haldinn hátíðlegur evrópski Early Music-dagurinn á afmælisdegi J.S. Bach. 15:15 tónleikasyrpan er vett- vangur grasrótar í tónlist þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og til- raunastarfsemi og tónlistarmenn geta flutt og kynnt þá tónlist sem þeim er hugleikin hverju sinni, seg- ir í tilkynningu. Aldavinir Sigurður, Magnea, Hildigunnur og Guðrún leika verk frá barokktímanum. Ilmur af rósum við lækjarnið í 15:15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.