Morgunblaðið - 24.03.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.03.2021, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Yfirstandandi eldgos í Fagradals- fjalli, sem er í óskiptu landi Hrauns- bæja við Grindavík, er að minnsta kosti hið þriðja hér á landi sem kem- ur upp á landsvæði í einkaeigu. Hin dæmin eru úr Kröflu og Vestmanna- eyjum. Hraun er skammt austan við meginbyggðina í Grindavík. Alls eru eigendur Hraunsjarðanna, sem eru í svonefndu Þórkötlustaðahverfi, um 20 talsins. Lönd þeirra ná talsvert til norðurs inn á hásléttuna og þeim til- heyrir meðal annars Fagradalsfjall og Geldingadalir, þar sem eldgosið er nú. Þrátt fyrir eignarhaldið hefur Grindavíkurbær skipulagsvald á svæðinu, sbr. að bæjaryfirvöld ætla nú að leita til íbúa um hvað gosstöðin skuli heita. Ýmsar hugmyndir að nafni hafa komið fram, svo sem að eldstöðin verði með einhverju móti kennd við Hraun. Kröflueldar hófust rétt fyrir jól árið 1975. Þá kom lítið eldgos, sem stóð stutt. Í kjölfarið, það er fram í september 1984, urðu alls átta eld- gos þar sem glóandi hraun kom upp á yfirborð jarðar. Þá urðu á tíma- bilinu 24 sinnum kvikuhlaup þar sem hluti kvikunnar hljóp í opnar sprungureinar. Gosin í Kröflu voru öll í landi Reykjahlíðar, sem hefur verið sögð landmesta jörð á Íslandi. Gosið í Vestmannaeyjum, sem hófst 23. janúar 1973, var í landi Kirkjubæja; en svo hét þyrping bæja á austureynni sem fór öll undir hraun. Upptök gossins voru neðan við Axlarstein við Helgafell. Gos- sprungan var löng og hraun og gjall frá henni fór yfir og eyddi byggð og breytti landi. sbs@mbl.is Nokkur eldgos á einkalandi - Í landi Hrauns - Krafla og Eyjar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjávarbyggð Hraunsbærinn við Grindavík og í baksýn er Festarfjall. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ekki verða útbúin sérstök stæði fyr- ir bíla þeirra göngugarpa sem fara af Suðurstrandarvegi að eldstöðinni í Geldingadölum við Fagradalsfjall. Einstefna er nú á Suðurstrandarvegi og hafa ökumenn, sem aka leiðina úr Grindavík til austurs, lagt bílum sín- um í hægri akrein. Einstefna verður á veginum þannig að eftir göngu þarf fólk að aka áfram austur á bóginn og á höfuðborgar- svæðið með því að fara veginn við Kleifarvatn eða Þrengslin við Þorlákshöfn. Braut mörkuð stikum er nú komin úr Borgarhrauni við Suður- strandarveg að eldstöðinni í Geld- ingadölum við Fagradalsfjall. Alls er þessi leið um 3,5 km löng og ætti að vera flestum greiðfær. Gott er þá að gefa sér eina og hálfa klukkustund hvora leið í gönguna. „Gönguleiðin er greið og örugg,“ segir Otti Sigmars- son hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík „Fyrst og síðast erum við slysavarnafélag og því fórum við í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að setja þessa stikur upp. Einnig verður leiðin sett inn á netið í gegnum sa- fetravel.is og víðar eftir atvikum.“ Ferð með jarðfræðingum Ferðafélag Íslands mun ef að- stæður leyfa bjóða upp á skoðunar- ferðir að gosstöðvum með reyndum fararstjórum og jarðfræðingum. Fyrirkomulag ferðanna verður kynnt á vefsetri félagsins fi.is. Þar er einnig að finna margvíslegar leið- beiningar um góðan og nauðsyn- legan búnað ætli fólk að ganga þessa leið. „Við finnum að margir vilja á þess- ar slóðir og hafa þá traust utan- umhald og fá fróðleik um hvað þarna er raunverulega að gerast. Ferða- félag Íslands svarar því kalli. Nú ber að taka fram að gasmengun er við- loðandi á svæðinu og við förum ekki nema aðstæður séu góðar og al- mannavarnir segi að öllu sé óhætt. Vonandi verður það á allra næstu dögum og nú segja jarðfræðingar að gosið geti staðið í talsverðan tíma. Allt mun þetta svo auka áhuga fólks á ferðalögum og landinu okkar,“ seg- ir Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Stikuð leið að gosstöðvunum G ru n n ko rt /L o ft m yn d ir eh f. Gönguleiðin frá Suður- strandarvegi að Geldingadöl- um er um 3,5 km og um einnar og hálfrar klst. ganga fyrir vel búið fólk Fagradals- fjall Stórihrútur Festarfjall Borgar- fjall Ná tth ag i Ísólfsskáli Nátthagakriki Geldingadalir Suður strandarvegur Gri nda vík, 7 k m Krísuvík, 10 km Gönguleiðin er örugg - Braut úr Borgarhrauni - Með jarðfræðingum í eldgos Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stikað Leiðin sem nú er mælst til að fólk fari að eldgosinu er frá Suður- strandarvegi. Björgunarsveitarmenn hafa sett upp stikur og allt er klárt. Páll Guðmundsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum að reyna að afgreiða alla sem vilja fá mæla á sem skemmstum tíma en það er mikið álag núna. Það er svo sem hefðbundið við þessar að- stæður,“ segir Steindór Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri verslunar- innar Dynjanda. Mikil ásókn hefur verið í verslun- ina eftir að eldgos hófst í Fagradals- fjalli. Margir huga að ferðum að gos- stöðvunum og spyrjast fyrir um búnað, svo sem gasmæla og gas- grímur. Steindór segir að gasmælar séu uppseldir í augnablikinu en von sé til þess að ný sending verði til reiðu eftir næstu helgi. Eitthvað er eftir af gasgrímum í versluninni en verulega hefur þó gengið á birgð- irnar. „Við vorum svo sem byrjuð að undirbúa þetta þegar umræða um gos hófst en þetta hefur engu að síð- ur gerst hratt. Það hefur verið mjög erfitt að fá eins mikið og maður vill af búnaði, Covid hefur truflað alla af- greiðslu, en við komumst þó í góðan skammt af grímum og filterum.“ Svokallaður SO2-gasmælir kostar rétt tæpar 70 þúsund krónur hjá Dynjanda. Steindór segir að vissu- lega hafi margir einstaklingar spurst fyrir um kaup á slíkum mæl- um, enda sé um túristagos að ræða. Hins vegar sé meira um að björg- unarsveitir, ferðaþjónustuaðilar og fjölmiðlar kaupi mælana. „Stofnanir og eftirlitsaðilar eiga enn mæla frá síðasta gosi og margir komu með mælana til okkar og létu kanna ástandið á þeim áður en gosið hófst.“ Gasmælarnir seldust fljótt upp - Ásókn í búnað fyrir eldfjallaferðir Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Vinsældir Steindór segir að margir séu áhugasamir um kaup á gasmæl- um og grímum fyrir eldgosaferðir. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að óskað verði eftir tillögum frá bæjarbúum um nafn á hrauninu sem er að mynd- ast í Geldingadal í Fagradalsfjalli. „Það var ákveðið á fundi í dag að efna til könnunar meðal Grindvíkinga hvaða nafn þeir vildu hafa. Það verður send út spurning til íbúa um það hvaða nöfn þeim detta í hug,“ segir Fannar. Engar tillögur hafa borist bæjaryf- irvöldum enn um sinn. Fannar segir að örnefnanefnd taki í kjölfar íbúakönnunarinnar við tillögunum og vinni úr þeim. Að lokum er það ráðherra sem stað- festir nafnið, þannig að þetta er ákveðið ferli sem nú er hafið, segir Fannar. „Það er svolítið gaman að leita til Grindvíkinga um þetta og menn hafa verið að kasta ýmsu fram,“ segir bæjarstjórinn. Hann tekur sjálfur ekki afstöðu til nafngift- arinnar. Gaman að leita til Grindvíkinga um nafn Fannar Jónasson ELDGOS Í FAGRADALSFJALLI SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is Marrakesh kjóll frá ZIZZI 6.990 kr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.