Morgunblaðið - 24.03.2021, Qupperneq 14
Í ágúst í fyrra kom
upp Covid-smit á Hót-
el Rangá, þar sem
ráðherrar höfðu setið
fund. Þurfti því að
skima ráðherra, en
ekki náðist í utan-
ríkisráðherra, því
hann var í fríi á Aust-
urlandi.
Fríið gekk út á það,
eins og í ljós kom við
eftirgrennslan, að veiða hreindýr,
sér til tómstundagamans og
skemmtunar, því varla voru þarfir
til drápsins til staðar hjá ráðherr-
anum.
Eins kom það í ljós, að með í för
var aðstoðarmaður félagsmálaráð-
herra. Virðist sá hálfgerður at-
vinnumaður í hreindýradrápi, enda
sýnir hann sig á Facebook með
drepið dýr annars vegar og skot-
vopn allmikið hins vegar, glaðbeitt-
ur að sjá og skælbrosandi; að því
er virðist einn þeirra, sem telja sig
hetju, ef þeir geta drepið saklaust
og varnarlaust dýrið, úr mikilli
fjarlægð, með hljóðdeyfðum riffli.
Ef þeir þá hitta dýrið, en særa
það ekki aðeins, til þess eins, að
það kveljist og þjáist, kannski vik-
ur eða mánuði – e.t.v. kom skot í
höfuð eða trýni og gerði dýrinu
ókleift að éta, kannski lenti skot í
fæti, þannig, að dýrið varð að
bjargast, jafn lengi og slíkt gengur,
á þremur fótum – en
af þeim hreindýrum,
sem felld voru sumarið
2018, höfðu 33 dýr
verið skotin og limlest
áður, en tórðu, misilla
á sig komin, og voru
svo endanlega drepin
það sumar.
Flott sport og tóm-
stundagaman það! Það
er von, að utanríkis-
ráðherra og aðstoð-
armaður félagsmála-
ráðherra njóti sín í
þessum óþörfu og vægðarlausu
árásum á saklaus og varnarlaus
dýr.
Nefna má hér, að aðstoðarmað-
urinn er í Félagi leiðsögumanna
með hreindýraveiðum, en það félag
var einmitt að mæla sterklega með
því, að veiðar hreindýra með boga
og örvum yrðu leyfðar.
Undirrituðum verður stundum
hugsað til þess, að það eru ekki
dýrin, sem eru skepnur, heldur
mennirnir. Önnur eins hugmynd og
annað eins stefnumál; að murka líf-
tóruna úr hreindýrum með boga og
örvum. Illskiljanlegt miskunn-
arleysi gagnvart saklausum og
varnarlausum dýrum!
Hví er um þetta skrifað hér og
nú!?
Í janúar 2020 héldu Mat-
vælastofnun, Umhverfisstofnun,
Umhverfisráðuneytið og Nátt-
úrustofa Austurlands fund, þar sem
þau tilmæli lágu fyrir og sú stefna
virtist hafa verið mörkuð, að mjólk-
andi hreindýrskýr yrðu ekki felldar
frá kálfum sínum.
Þar sem hreinkýr eru mjólkandi
í minnst fimm mánuði og hreinkálf-
ar fæðast um mánaðamótin maí/
júní, hefði þessi stefnumörkun átt
að þýða, að kúaveiðar hefðu ekki
mátt hefjast fyrr en 1. nóvember,
þegar kálfar væru fimm mánaða.
Á þeim tíma hefði fengitími
hreindýra, sem er í október, líka
komið inn í þetta ferli, en á fengi-
tíma losnar nokkuð um tengsl
hreinmóður og kálfs, sem hefði
gert kálfum móðurmissinn nokkru
bærilegri, þó að móðir og kálfur
séu áfram nátengd og fylgist að
fram á næsta vor, ef bæði lifa.
Ofangreind stefnumörkun, frá
janúar 2020, var því okkur, Jarð-
arvinum, mjög að skapi, en við höf-
um verið að berjast fyrir því, að
griðatími hreinkálfa yrði lengdur,
en fram til þessa hafði dráp á kúm
Þegar ekki náðist í utanríkisráðherra
Eftir Ole Anton
Bieltved » Í okkar huga var og
er þetta dráp hrein-
kúa, frá litlum og hjálp-
arvana kálfum, hreint
dýraníð og stjórnvöld-
um, sem það leyfa, og
veiðimönnum, sem slík-
ar veiðar stunda, til
mikillar skammar.
Ole Anton Bieltved
Höfundur er stofnandi og formaður
Jarðarvina.
frá 1. ágúst verið leyft og stundað.
Þetta þýddi auðvitað, að kálfa-
skinnin rétt standa í fæturna, þeg-
ar mæðurnar eru drepnar frá þeim,
og þá mjólkurlausir, leiðsagn-
arlausir og verndarlausir frá þeim
tíma.
Í okkar huga var og er þetta
dráp hreinkúa, frá litlum og hjálp-
arvana kálfum, hreint dýraníð og
stjórnvöldum, sem það leyfa, og
veiðimönnum, sem slíkar veiðar
stunda, til mikillar skammar.
Stefna stjórnvalda um griðatíma
kálfa til 1. nóvember hefði því verið
mikið framfaraspor fyrir blessaða
kálfana. Þeir hefðu haldið mæðrum
sínum í minnst fimm mánuði í stað
tveggja.
En hvað gerist!? Fylgdi um-
hverfisráðherra, sem á að vera
grænn, nú varaformaður Vinstri
grænna, þessari línu um lengdan
griðatíma!?
Nei, aldeilis ekki. Í millitíðinni
komu auðvitað veiðimenn, sem
munu vera um 10.000 í þessu landi
– þar af sækjast um 3-4.000 veiði-
menn eftir gleðinni af því að fá að
fella saklaus og varnarlaus hrein-
dýrin, sér til gleði og skemmtunar
– að málinu og höfðu greinilega síð-
asta orðið.
Eins og fram kom í byrjun þessa
máls, eru margir veiðimenn hátt-
settir í þjóðfélaginu, svokallaðir
hvítflibbar, efna- og áhrifamenn,
enda kostar þessi drápsskemmtun
mikla fjármuni, sem lægra settir
ráða vart við, og er ráðherra – sem
á að vera grænn, en virðist því
miður í reynd grár og gugginn –
engin fyrirstaða fyrir vaska veiði-
menn og Skotvís.
Gegn þessu ofurefli veiðimanna
og ráðamanna, beygði umhverfis-
ráðherra sig svo í duftið og úr-
skurðaði:
Hreindýr má áfram fella frá og
með 1. ágúst (þegar yngstu hrein-
kálfar eru átta vikna), en nú er
þeim tilmælum beint til veiðimanna
og leiðsögumanna þeirra, að þeir
drepi mest geldar kýr fram til 15.
ágúst.
Þetta er auðvitað helber skrípa-
leikur, því að geldar kýr eru ekki
nema 10-15% af kúahópnum og
nánast ómögulegt að greina þær
frá hinum kúnum, munur nánast
enginn, nema helzt á júgrum, en
hvernig á að sjá hann úr 200-300
metra fjarlægð?
Þessi ljóti leikur heldur því
áfram, líka nú í ár; sami skrípa-
leikurinn.
Í haust eru kosningar. Allir
hugsandi menn, ekki sízt þeir, sem
láta sér annt um dýr, umhverfi og
náttúru – lífríki þessarar einu jarð-
ar sem við eigum – ættu að skoða
frambjóðendur vel; kynna sér, hvað
leynist á bak við breitt brosið og
fögur orð, hverjir þeir eru í reynd,
áður en þeir kjósa.
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021
Nú er langt liðið á
mars, mottumars,
sem er tileinkaður
karlmönnum til að
vekja okkur til um-
hugsunar um þann
möguleika að við
gætum verið með
krabbamein. Þetta
er lofsvert framtak
hjá Krabbameins-
félaginu sem það
hefur gert undanfarin ár. En
ágætu karlmenn, það er ekki
bara í mars sem við þurfum að
halda vöku okkar heldur alla hina
mánuði ársins líka. Eins og
ástandið hefur verið að und-
anförnu er ekki auðvelt að vekja
athygli á einhverju sérstöku og
mikilvægu þar sem fréttir snúast
nánast einvörðungu um stöðuna á
Covid og svo koma jarðskjálftar í
ofanálag og nú hefur eldgos bæst
við. Staðreyndin er engu að síður
sú, hvað sem öðru líður, að karl-
menn greinast með krabbamein á
ýmsum stigum. Það eru liðin
rúmlega 12 ár síðan undirritaður
greindist með krabbamein í
blöðruhálskirtli og er enn að
glíma við eftirköst þess. Þekking-
arleysi á þeim tíma
og að skynja ekki
þær breytingar sem
áttu sér stað í lík-
amanum gerði það að
verkum að meinið var
komið út fyrir hann.
Breytingarnar voru
aðallega fólgnar í því
að maður þurfti oftar
að pissa og það var
eins og blaðran
tæmdist ekki. Með þá
þekkingu sem er til
staðar í dag var aug-
ljóst að þetta væru dæmigerð
einkenni sem sýndu að ekki væri
allt í lagi með blöðruhálskirtilinn,
enda kom það á daginn. Eftir að
hann var tekinn tók nokkur ár að
finna hvar meinið sem var komið
út fyrir væri og nokkrum árum
seinna kom í ljós að það væri
komið í beinin. Þetta er búið að
vera langur og strangur gangur
og ýmislegt á dagana drifið.
Hormónasprautur á þriggja mán-
aða fresti í allan þennan tíma og
svo sterk krabbameinslyf dag-
lega. Svo eru það allar aukaverk-
anirnar sem þessu fylgja sem
ekki eru á heilbrigðan mann
leggjandi, sem er of langt mál til
að rekja hér. Enn er maður uppi-
standandi. Ég verð að geta þess í
þessu sambandi að allt það heil-
brigðisfólk sem ég hef þurft á að
halda, hvort heldur sem er
læknar eða hjúkrunarfólk, hefur
verið frábært í alla staði. Svo vil
ég einnig minnast á starfsfólkið í
Ljósinu, það hefur tekið mér ein-
staklega vel og alltaf tilbúið þeg-
ar á þarf að halda. Þessu fólki vil
ég senda mitt innilegasta þakk-
læti. Þetta hér að framan sýnir
hversu mikilvægt það er að koma
tímanlega til skoðunar svo hægt
sé að greina meinið í tíma. Því vil
ég hvetja alla karlmenn sem eru
komnir á miðjan aldur til að fara
og láta skoða sig. Munið að eftir
því sem bíllinn ykkar eldist þurf-
ið þið að fara með hann oftar í
skoðun. En hvað með ykkur?
Að greinast með krabbamein
Eftir Jón H.
Guðmundsson
Jón H. Guðmundsson
»En ágætu karlmenn,
það er ekki bara í
mars sem við þurfum
að halda vöku okkar
heldur alla hina
mánuði ársins líka.
Höfundur er ellilífseyrisþegi og
krabbameinssjúklingur.
jonhgud@simnet.is
Undanfarin ár hefur
vægi ferðaþjónust-
unnar í efnahagslífi
landsins aukist til mik-
illa muna. Þetta er öll-
um ljóst og blasir við
nú þegar heimsfar-
aldur kórónuveiru hef-
ur orðið þess valdandi
að þjónusta við erlent
ferðafólk hefur tíma-
bundið svo gott sem
lagst af með tilheyrandi tekjufalli.
Miklu skiptir að nýta það andrými
sem skapast hefur við þessar að-
stæður, huga að mögulegum sókn-
arfærum í greininni í framtíðinni,
þeirri verðmætasköpun og viðspyrnu
sem þau geta veitt ef vel er á málum
haldið.
Gangi fyrirætlanir stjórnvalda eft-
ir varðandi aukna dreifingu erlendra
gesta sem sækja landið heim er ljóst
að fjöldi áfangastaða bíður þess að
verða uppgötvaður vítt og breitt um
landið. Fram til þessa hefur það oft
verið handahófskennt og jafnvel
undir erlendum stórstjörnum og
samfélagsmiðlum komið hvaða staðir
njóta mestra vinsælda hverju sinni.
Má af því tilefni nefna t.d. flugvél-
arflakið á Sólheimasandi, Fjaðr-
árgljúfur og nú síðast Stuðlagil sem
öllum að óvörum og án formlegrar
markaðssetningar hefur fest sig í
sessi sem áfangastaðurinn sem allir
verða að heimsækja.
Stuðlagil er á margan hátt dæmi-
gert fyrir náttúruperlur víða um
land. Það er úr alfaraleið, landeig-
endur eru fleiri en einn, samgöngur
geta verið erfiðar, aðstaða fyrir
ferðafólk af skornum skammti og
áfram mætti telja.
Með það að markmiði að búa til
ferli fyrir uppbyggingu á áfanga-
staðnum Stuðlagili sótti sveitarfélag-
ið Múlaþing, í samstarfi við Aust-
urbrú og landeigendur, um styrk til
sértækra verkefna á sóknaráætl-
unarsvæðum, í samræmi við stefnu-
mótandi byggðaáætlun fyrir árin
2018-2024. Markmið verkefnisins var
að samþætta hagsmunaðila, op-
inbera stefnumótun,
staðbundna stefnumót-
un, sjálfbærni og
ábyrga nýtingu og gæði
og fagurfræði í hönnun
innviða. Þriggja manna
valnefnd fór yfir um-
sóknir og gerði tillögur
til samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðherra
sem ákvað að styrkja
verkefnið ekki.
Í framhaldinu leituðu
Múlaþing og Austurbrú
eftir samstarfi við atvinnu- og ný-
sköpunarráðherra sem brást vel við
og hefur nú verið gengið frá samn-
ingi vegna verkefnisins. Líkt og fram
hefur komið er Stuðlagil lýsandi
dæmi um sjálfsprottinn áfangastað
sem nýtur mikilla vinsælda. En þótt
gilið sé einstakt þá er það ekkert
einsdæmi. Víða um land eru nátt-
úruperlur sem enn hafa ekki fengið
þá athygli sem þeim ber. Þegar og ef
það gerist skiptir máli að hægt sé að
bregðast hratt við með það fyrir aug-
um að varna skemmdum á viðkvæmu
náttúrufari, tryggja öryggi ferða-
manna og atvinnu- og verðmæta-
sköpun í heimabyggð. Stuðningur
ráðuneytisins nú gerir okkur kleift
að ganga skipulega til verks. Með
þessum hópi öflugra samstarfsaðila
verður til reynsla og þekking sem
vonandi mun nýtast um land allt í
framtíðinni og leggja þannig grunn-
inn að verklagi við uppbyggingu
nýrra áfangastaða sem sómi er að.
Eftir Gauta
Jóhannesson
Gauti Jóhannesson
Höfundur er forseti
sveitarstjórnar Múlaþings.
Áfangastaðir
framtíðarinnar
» Gangi fyrirætlanir
stjórnvalda eftir
varðandi aukna dreif-
ingu erlendra gesta sem
sækja landið heim er
ljóst að fjöldi áfanga-
staða bíður þess að
verða uppgötvaður vítt
og breitt um landið.
Það hefur ríkt manndrápskuldi á meginlandi Evrópu
síðustu viku sem sér ekki fyrir endann á. Frost meira
en menn eiga að venjast, allt niður í 26 stig með byl og
roki. Flutningabílar hafa staðið fastir hundruðum sam-
an á hraðbrautum og hefur þurft að færa bílstjórum
mat. Bílalestirnar náðu 35 km lengd. Fólki er sagt að
halda sig heima og svo bætist ofurhálka við með ís-
ingu.
Þetta þykir ekki fréttaefni á Íslandi fyrr en óveðrið
færist austur í Rússaveldi. Þá kemur vænn pistill um
ástandið í Moskvuborg, þar sé hörkufrost og fimbul-
vindur, mikil ófærð á götum og búið sé að senda að ég
held þúsundir traktora út á strætin til að hreinsa.
Maður hefði haldið að það væri fréttnæmara ef
skipaskurði leggur í miðri Evrópu og lestarferðir
leggjast af dögum saman en bylgusa í Moskvu og
frostakafli, en það sögðu menn að væri árvisst hvern
vetur þegar ég var þar á ferð um árið. En þetta er nú
einu sinni fréttamatið gagnvart meginlandinu, sem
sumir vilja þó umfram allt sameinast.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Sérstætt fréttamat