Morgunblaðið - 24.03.2021, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Hið íslenska biblíufélag
Aðalfundur
Hins íslenska biblíufélags verður haldinn
í nýja húsnæði Hjálpræðishersins,
Suðurlandsbraut 72 miðvikudaginn 21. apríl
nk. klukkan 17:00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Tilkynningar
Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028
– Efnistaka- og iðnaðarsvæði í landi Fagradals og Víkur
Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með
auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps
2012-2028.
Breytingin felur í sér að núverandi efnistökusvæði er afmarkað
nákvæmar, skilgreint er nýtt efnistökusvæði í Fagradalsfjöru
og nýtt iðnaðarsvæði í fjörunni austan við Vík í Mýrdal í landi
Fagradals og Víkur.
Breytingartillagan og umhverfisskýrsla liggja frammi hjá
skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17,
870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá
24. mars 2021 til og með 10. maí 2021.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrif-
stofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á
bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út
mánudaginn 10. maí 2021.
Deiliskipulag fyrir efnisvinnslusvæði í landi Fagradals
og Víkur
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með
auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir efnisvinnslusvæði í landi
Fagradals og Víkur.
Deiliskipulagstillaga skilgreinir uppbyggingu, frágang og áhrif
á umhverfi af vinnslusvæði í fjörunni austan Víkur.
Deiliskipulagstillagan og umhverfisskýrsla liggja frammi hjá
skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17,
870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá
24. mars 2021 til og með 10. maí 2021.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrif-
stofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á
bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út
mánudaginn 10. maí 2021.
George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshrepps
Auglýsing um skipulagsmál
í Mýrdalshreppi
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mat á umhverfisáhrifum
Álit Skipulagsstofnunar
Aukin urðun í landi Fíflholta, Borgarbyggð
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam-
kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun,
Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Sorpurðunar Vestur-
lands er einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Söngstund við
píanóið með Helgu kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni
kl. 15. Grímuskylda er í Samfélagshúsinu og bera gestir ábyrgð á að
koma með eigin grímu og að passa upp á sóttvarnir. Nánari upp-
lýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12.
Stóladans með Þóreyju kl. 10. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl.
12.55. Spænskukennsla kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala
kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það
þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411 2600.
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 13-16, skráning í síma 441 9779.
Munið sóttvarnir. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16.
Bústaðakirkja Félagsstarf eldriborgara verður í dag, opið hús frá kl.
13-16. Spil, handavinna og prestur verður með hugleiðingu og bæn.
Spilað verður Bingó frá kl. 13.15-14.15, enginn göngutúr verður í dag í
þetta sinn. Kaffið góða Frá Sigurbjörgu er kl. 14.30. Gott spjall og
samvera er gulls ígildi og við hlökkum til að sjá ykkur. Siðasta sam-
vera fyrir páska. Starfsfólk Bústaðakirkju
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8.10-16. Línudans kl.
10-11. Upplestarhópur Soffíu kl. 10-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.
Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allir vel-
komnir óháð aldri og búsetu. Hjá okkur er grímuskylda og vegna
fjöldatakmarkanna þarf að skrá sig fyrirfram. Nánari upplýsingar í
síma 411 2790.
Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl.
10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10 og 11.
Málun, Smiðja, Kirkjuh. kl. 13. Zumba í sal í kjallara Vídalínskirkju kl.
16.30 og 17.15. Litlakot opið kl. 13-16. Munið sóttvarnir og
grímuskyldu.
Gjábakki Kl. 8.30-10.45 handavinnustofan opin fyrir handverk og
spjall. Muna að tilkynna komu sína! Kl. 8.45-10.45 postulínsmálun.
Kl. 14-15.15 leshópur. Kl. 14.30-16 kaffiveitingar. Enn gildir 2ja metra
reglan og grímuskylda í húsinu.
Guðríðarkirkja Félagsstarf eldriborgara Það verður opið hús hjá
okkur í dag kl. 12. Við pössum uppá millibilið og virðum sóttvarnir.
Byrjum með hugvekju og bæn inni í kirkju. Hrönn organisti kemur og
spilar nokkur lög og við syngjum undir hjá henni. Boðið verður upp á
súpu og brauð kr. 1000.- Síðan verður spilað páskabingó. Spjaldið
kostar kr. 200.- Sr. Karl, Sr. Leifur, Hrönn og Lovísa
Gullsmára Myndlist kl. 9. Postulínsmálun kl. 13. Munið sóttvarnir,
tveggja metra regluna og grímuskyldu.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr dagurinn og
allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30.
Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10. Dansleikfimi með Auði
Hörpu kl. 10. Handavinnuhópur kl. 13-16.
Korpúlfar Morgunleikfimi útvarpsins kl. 9.45. Glerlist kl. 9 í Borgum,
ganga kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll. Gaman saman í Borgum
og kvikmyndasýning kl. 13. Sýnd kvikmynd Ágústar Guðmundssonar,
Land og synir eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, hámark 50
manns og grímuskylda í allt félagsstarf, virðum fjarlægðarmörk.
Minnum á bókmenntaklúbbinn á morgun kl. 13 í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er postulínsmálun í handverks-
stofu 2. hæðar milli kl. 9-12. Bókband verður í smiðju 1. hæðar, fyrir
hádegi kl. 9-12.30, og eftir hádegi, kl. 13-16.30. Lagt verður af stað í
gönguferð úr móttöku kl. 15. Verið velkomin til okkar á Lindargötu 59.
Ath. að grímuskylda er í félagsmiðstöðinni.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla kl. 9. og 13. á neðri hæð félags-
heimilisins. Leir, Skólabraut kl. 9. Botsía, Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í
króknum á Skólabraut. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Handavinna,
samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Ath. á morgun fimmtu-
dag 25. mars verður félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30.
Páskalegir vinningar. Allir velkomnir. Grímuskylda og almennar
sóttvarnir.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-369
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
Laga ryðbletti á
þökum og tek að
mér ýmis smærri
verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
✝
Margrét Jóna
Finnbogadóttir
fæddist 7. nóv-
ember 1934 í
Reykjavík. Hún lést
á hjartadeild Land-
spítalans 28. febr-
úar 2021. Foreldrar
hennar voru Guð-
björg Jónsdóttir, f.
31.12. 1896 á Þverá
á Síðu, d. 19.6. 1966,
og Finnbogi Helgi
Finnbogason, f. 5.11. 1897 í
Krossdal við Tálknafjörð, d. 10.7.
1968.
Margrét var eina barn for-
eldra sinna en átti fjögur hálf-
systkini samfeðra.
Margrét giftist á sumardaginn
fyrsta 1956 Runólfi Runólfssyni,
f. 12.9. 1934, d. 9.2. 2016. Börn
þeirra eru: 1) Guðbjörg, f. 7.10.
1954, börn hennar eru Daði
Georgsson, Láretta Georgsdótt-
ir, Kári Georgsson og Ragnheið-
ur Georgsdóttir. 2) Magnús Rún-
ar, f. 20.11. 1955, dætur hans eru
María Helga og Sandra. 3) Mar-
grét, f. 6.6. 1962,
eiginmaður hennar
var Guðmundur
Sigurhansson, f.
23.7. 1953, d. 9.3.
2020, börn þeirra
eru Júlía Dögg Har-
aldsdóttir, Bjarki
Freyr og Gunn-
hildur. 4) Sigurður
Heimir, f. 15.2.
1964, sambýliskona
hans er Gerður
Helga Ásgeirsdóttir, f. 23.9.
1965, börn þeirra eru Hildur og
Bragi.
Margrét ólst upp í Reykjavík
og var öll sumur fram á ung-
lingsár á Keldunúpi á Síðu hjá
afa sínum og ömmu. Þaðan átti
hún sínar allra bestu æskuminn-
ingar, sérstaklega með frænkum
sínum, þeim Mattheu Jónsdóttur
og Hönnu Þóru Bergsdóttur.
Margrét var alltaf útivinnandi og
lengst af vann hún á Loftleiða-
hóteli við ýmis störf.
Útför Margrétar fór fram 16.
mars 2021.
Á tímamótum er helst að við
gefum okkur tíma til að staldra við
og ylja okkur við minningar. Sag-
an er miklu lengri en hér er getið
en við sem þetta setjum á blað
höfum haldið hópinn í vel rúm 25
ár – undir nafni Gleðibankans.
Nafnið er satt því í okkar hópi
var svo sönn gleði. Við unnum
saman þessi ár og öllum stundum
var skrafað og skipulagt - næsta
ferð eða skemmtun var alltaf
handan við hornið.
Ferðirnar urðu margar og æv-
intýrin óteljandi. Við fórum ýmist
vestur um haf í smá verslun eða
austur til Köben í julefrokost.
Margrét var alltaf rödd öryggis
og skynseminnar, passaði „ung-
linginn“ í hópnum og gekk alltaf
svo ótrúlega fallega fram, fyrir-
mynd allra.
Við urðum vitni að því oftar en
einu sinni að hún laumaði seðlum
eða mat til einhvers sem á þurfti
að halda, gaf kannski eina flík til
einhvers sem var kalt og alltaf
sendi hún hlýtt augnaráð til þeirra
sem þurftu helst á að halda.
Margrét og Runólfur tóku líka
á móti okkur í bústaðnum á Flúð-
um og heima á Barðastöðum. Fal-
legar móttökur og höfðinglegar
veislur.
Þegar vinskapur hefur varað
svo lengi sem okkar þá er í raun
ekki hægt að gera upp á milli allra
minninganna, en eitt er víst við
munum alltaf skála fyrir Margréti
okkar þegar við hittumst og skoð-
um myndir, hlæjum saman og
söknum saman.
Fáum að láni fallegt lag sem við
heyrum í huga okkur sungið af
Ragga Bjarna:
Heyr mína bæn mildasti blær
berðu kveðju mína’ yfir höf
syngdu honum saknaðarljóð.
Vanga hans blítt vermir þú sól
vörum mjúkum kysstu hans brá
ástarorð hvísla mér frá.
Syngið þið fuglar,
ykkar fegursta ljóða lag
flytjið honum, í indælum óði,
ástarljóð mitt.
Heyr mína bæn bára við strönd
blítt þú vaggar honum við barm
þar til svefninn sígur á brá.
Draumheimi í, dveljum við þá
daga langa, saman tvö ein.
Heyr mínar bænir og þrá.
Syngið þið fuglar,
ykkar fegursta ljóða lag
flytjið honum, í indælum óði,
ástarljóð mitt.
Heyr mína bæn
bára við strönd
blítt þú vaggar honum við barm
þar til svefninn sígur á brá.
Draumheimi í, dveljum við þá
daga langa, saman tvö ein.
Heyr mínar bænir og þrár.
Aðstandendum öllum sendum
við okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Gleðibankinn
Alda Wessman,
Brynhildur Guðmundsdóttir,
Brynja Guðmundsdóttir,
Ellen Einarsdóttir,
Kristín Bertha Harðardóttir,
Svanhildur Ólafsdóttir.
Margrét Jóna
Finnbogadóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar