Morgunblaðið - 24.03.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.03.2021, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2021 England C-deild: Blackpool – Peterborough ..................... 3:1 - Daníel Leó Grétarsson var ónotaður varamaður hjá Blackpool. D-deild: Oldham – Exeter...................................... 2:1 - Jökull Andrésson varði mark Exeter. 50$99(/:+0$ Evrópudeild karla 16-liða úrslit, fyrri leikir: Pelister – Magdeburg ......................... 24:32 - Ómar Ingi Magnússon skoraði 10 mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist- jánsson er frá keppni vegna meiðsla. - GOG – CSKA Moskva ..................... 33:31 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot í marki GOG. Nexe – RN Löwen................................ 25:27 - Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Löwen. Montpellier – Kadetten....................... 27:27 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. Medvedi – Nimes.................................. 30:25 Kristianstad – Ademar León ........... frestað Aon Fivers – Füchse Berlín ................ 27:35 Sporting Lissabon – Wisla Plock........ 25:29 Danmörk Ringsted – Aalborg ............................. 28:33 - Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. _ Efstu lið: Aalborg 39, GOG 39, Aalborg, Holstebro 36, Bjerringbro/Silkeborg 31. Frakkland B-deild: Nice – Cherbourg ................................ 31:32 - Grétar Ari Guðjónsson varði 9 skot í marki Nice. Nancy – Angers ................................... 28:24 - Elvar Ásgeirsson skoraði 7 mörk fyrir Nancy. .$0-!)49, VÍS-bikar karla Dregið til 1. umferðar: 9.4. Skallagrímur – Hamar Dregið til 2. umferðar: Selfoss – Vestri Sindri – Skallagrímur/Hamar Álftanes – Fjölnir Breiðablik – Hrunamenn _ Leikið 18. apríl. Dregið til 16-liða úrslita: Tindastóll – Álftanes/Fjölnir Höttur – Keflavík Haukar – Þór Akureyri ÍR – Þór Þorlákshöfn Stjarnan – KR Selfoss/Vestri – Sindri/Skall/Hamar Njarðvík – Valur Grindavík – Breiðablik/Hrunamenn _ Leikið 22. apríl. VÍS-bikar kvenna Dregið til 16-liða úrslita: Stjarnan – Tindastóll Keflavík B – Vestri Haukar – Hamar-Þór Valur – Skallagrímur Fjölnir – Breiðablik KR – ÍR Grindavík – Njarðvík Keflavík – Snæfell _ Leikið 21. apríl. Meistaradeild karla 16-liða úrslit, L-riðill: Bamberg – Zaragoza ........................ 117:76 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig fyrir Zaragoza og tók sjö fráköst á rúmlega 20 mínútum. _ Zaragoza 2/1, Nymburk 2/0, Bamberg 1/2, Sassari 0/2. NBA-deildin Cleveland – Sacramento .................. 105:119 Minnesota – Oklahoma City ............ 103:112 San Antonio – Charlotte .................... 97:100 Chicago – Utah ................................... 95:120 Houston – Toronto ............................. 117:99 Memphis – Boston .................... (frl) 132:126 Milwaukee – Indiana........................ 140:113 LA Clippers – Atlanta...................... 119:110 57+36!)49, KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Origo-höllin: Valur – KR...................... 17.30 Smárinn: Breiðablik – Fjölnir ............. 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Haukar ...... 19.15 Borgarnes: Skallagrímur – Keflavík .. 20.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Höllin Ak.: Þór – Valur ........................ 18.00 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Varmá: Afturelding – Selfoss .............. 19.30 Hertz-höll: Grótta – Fjölnir/Fylkir .... 20.00 Framhús: Fram U – ÍR ....................... 20.15 Origo-höll: Valur U – HK U ................ 20.15 Í KVÖLD! RÚSSAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Rússar verða með sitt sterkasta mögulega lið þegar þeir mæta Ís- landi í Györ í Ungverjalandi á morg- un í fyrsta leiknum í úrslitakeppni Evrópumóts 21-árs landsliða í fót- bolta. Enginn af leikmönnum 21-árs liðs- ins var kallaður inn í A-landsliðshóp Rússa sem mæta Möltu, Slóveníu og Slóvakíu í undankeppni HM á sömu leikdögum og 21-árs liðin spila í úr- slitakeppninni. Íslenska 21-árs liðið verður hins- vegar án Arnórs Sigurðssonar og Alfonsar Sampsted sem verða á sama tíma með A-landsliðinu í leikj- unum gegn Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Reyndar er einn leik- maður fæddur 2003 í rússneska A- hópnum en honum var bætt við hann eftir að 21-árs liðið var valið. Samherjar Arnórs lykilmenn Arnór hefði annars mætt fjórum liðsfélögum sínum frá CSKA í Moskvu sem leika með 21-árs liðinu. Þar fer fremstur í flokki Fjodor Cha- lov, aðalframherji CSKA, sem hefur skorað 40 mörk í 115 leikjum liðsins í rússnesku úrvalsdeildinni, þar af fimm mörk í 20 leikjum á yfir- standandi tímabili. Chalov hefur mest skorað 15 mörk í deildinni á einu tíma- bili, varð markakóngur hennar 2018- 2019, og hann hefur skorað 10 mörk í 20 leikjum með 21-árs landsliðinu. Auk hans eru varnarmaðurinn Igor Divejev, og miðjumennirnir Ivan Obljakov og Nair Tiknizyan fasta- menn í liði CSKA. Spila allir í Rússlandi Raunar leika allir leikmenn rúss- neska 21-árs landsliðsins með rúss- neskum félögum, flestallir eru þeir fastamenn liða í úrvalsdeildinni og eru margir orðnir afar reyndir þar, eins og áðurnefndur Chalov. Hann á þrjá A-landsleiki að baki og þeir Divejev og Obljakov hafa líka spilað með rúss- neska A-landsliðinu, sem og varnar- maðurinn Roman Jevgenjev frá Di- namo Moskvu. Rússar eru með eldra og reyndara lið en Íslendingar í þessari keppni. Nítján af 23 leikmönnum í þeirra hópi eru á elstu tveimur árunum, fæddir 1998 og 1999, á meðan aðeins tíu leik- menn í íslenska hópnum eru á þeim aldri. Áðurnefndir Obljakov og Cha- lov eru leikjahæstir með 27 og 20 landsleiki í þessum aldursflokki. Unnu riðilinn sannfærandi Rússar hafa aðeins einu sinni áður frá aldamótum komist í lokakeppni Evrópumótsins í þessum aldurs- flokki, árið 2013, og enduðu þá í sjö- unda sæti. Þeir komust á afar sann- færandi hátt í þessa lokakeppni, unnu sjö af tíu leikjum sínum í undan- keppninni og urðu efstir í sínum riðli, þremur stigum á undan Pólverjum. Þar á eftir voru Búlgarar, Serbar, Eistar og Lettar. Sannkallaður Aust- ur-Evrópuriðill. Rússar skoruðu 22 mörk og fengu aðeins fjögur á sig, þrjú þeirra gegn Pólverjum. Leikur Rússlands og Íslands í Györ hefst kl. 17 að íslenskum tíma á morgun. Hin tvö liðin í riðlinum, Frakkland og Danmörk, mætast í Szombathely klukkan 20 um kvöldið. Rússar með sitt sterkasta lið gegn Íslandi - Arnór hefði mætt fjórum samherjum AFP Lykilmaður Fjodor Chalov er í aðalhlutverki hjá Rússum en hann hefur m.a. verið orðaður við ensku liðin Arsenal, Chelsea og West Ham. Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik fyrir Zaragoza þegar liðið heimsótti Bamberg í L-riðli Meist- aradeildarinnar í körfuknattleik í gær. Leiknum lauk með 117:76- sigri Bamberg en Tryggvi Snær skoraði 4 stig og tók sjö fráköst á þeim rúmu tuttugu mínútum sem hann lék. Tryggvi var frákasta- hæstur í sínu liði en Zaragoza var fimmtán stigum undir í hálfleik og tókst ekki að snúa leiknum sér í vil í síðari háfleik. Þrátt fyrir tapið er Zaragoza í efsta sæti L-riðils með 5 stig eftir þrjá leiki. Tryggvi öflugur í Meistaradeildinni Ljósmynd/FIBA Frákast Tryggvi var öflugur undir körfunni í Þýskalandi í gær. Toni Kroos, miðjumaður Real Mad- rid og þýska landsliðsins í knatt- spyrnu, hefur dregið sig úr lands- liðshópi Þýskalands sem mætir meðal annars Íslandi í undankeppni HM hinn 25. mars í Duisburg. Þetta staðfesti þýska knatt- spyrnusambandið á samfélagsmiðl- inum sínum í gær en Kroos var leikjahæsti leikmaðurinn í hópnum með 101 landsleik á bakinu. Kroos er að glíma við meiðsli en hann hefur leikið með Real Madrid frá árinu 2014 og hann varð heims- meistari með Þjóðverjum árið 2014. Kroos ekki með gegn Íslandi @DFB_Team_EN Reynslumikill Toni Kroos á að baki 101 landsleik fyrir Þýskaland. Fjölnir tryggði sér annað sætið í Hertz-deild kvenna í íshokkí í gærkvöld og þar með réttinn til að leika til úrslita við Skauta- félag Akureyrar um Íslandsmeist- aratitilinn með því að sigra SR, 10:3, í Skautahöllinni í Laug- ardal. Fjölnir er þá með 9 stig en SR er án stiga. SA er með 21 stig og var fyrir nokkru búið að tryggja sér efsta sætið og heimaleikja- réttinn í úrslitunum. Tveimur leikjum í deildinni er ólokið en Fjölnir á eftir að mæta báðum liðunum. Sigur Fjölniskvenna var aldrei í hættu en Harpa Kjartansdóttir og Mariana Birgisdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Fjölni og Kristín Ingadóttir, Steinunn Sig- urgeirsdóttir, Karen Þórisdóttir, Elísa Sigfinnsdóttir, Sigrún Arn- ardóttir og Elín Alexdóttir sitt markið hver. Hjá SR skoraði Brynhildur Hjaltested tvívegis og Mariana Birgisdóttir eitt mark. Morgunblaðið/Eggert Úrslit Fjölnir mætir Skautafélagi Akureyrar í úrslitum Íslandsmótsins. Fjölnir vann stórsigur Íslendingaliðin í Evrópudeildinni í handknattleik eru öll í vænlegri stöðu eftir fyrri leiki sína í sextán liða úrslitum keppninnar í gær. Ómar Ingi Magnússon fór á kostum þegar lið hans Magdeburg vann átta marka stórsigur gegn Eurofarm Pelister en leiknum lauk með 32:24-sigri þýska liðsins. Magdeburg var með tögl og hagldir á leiknum allan tímann og náði mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik. Staðan var 15:9 og Magdeburg jók forskot sitt hægt og rólega í síðari hálfleik. Ómar Ingi skoraði tíu mörk úr ellefu skotum og var markahæsti maður vallarsins en Gísli Þorgeir Krist- jánsson lék ekki með Magdeburg vegna meiðsla á öxl. Þá varði Viktor Gísli Hall- grímsson tíu skot í marki GOG þegar liðið vann tveggja marka sigur gegn CSKA Moskvu í Dan- mörku. Viktor Gísli var með 25% mark- vörslu í leiknum sem lauk með 33:31-sigri GOG eftir að danska liðið hafði leitt með þremur mörk- um í hálfleik, 18:15. Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Rhein-Neckar Löwen þeg- ar liðið vann 27:25-útisigur gegn Nexe í Króatíu en Króatarnir leiddu með einu marki í hálfleik, 14:13. Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfs- sonar í svissneska liðinu Kadetten gerðu svo 27:27-jafntefli gegn Montpellier í Frakklandi en staðan var 15:13 í hálfleik, Montpellier í vil. Síðari leikirnir í sextán liða úr- slitum keppninnar fara fram eftir viku. Íslendingaliðin í vænlegri stöðu AFP 10 Ómar Ingi Magnússon, til hægri, fór á kostum í Norður-Makedóníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.