Morgunblaðið - 30.03.2021, Blaðsíða 4
ELDGOS Í FAGRADALSFJALLI4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Kynnisferðir bjóða upp á sætaferðir
milli Umferðarmiðstöðvarinnar BSÍ
og upphafs gönguleiðarinnar að gos-
stöðvunum í Geldingadölum austan
við Grindavík. Farnar verða tvær
ferðir á dag næstu daga, nema á
föstudaginn langa og páskadag
verða engar ferðir.
Fyrri ferð hvers dags er klukk-
an 11.00 að morgni og svo síðdeg-
isferð klukkan 16.30 fyrir þá sem
vilja sjá eldgosið eftir að dimmir.
Ferðir til baka frá Suðurstrand-
arvegi eru klukkan 18.00 fyrir morg-
unferðina og svo klukkan 23.30 fyrir
seinni ferðina. Björn Ragnarsson,
framkvæmdastjóri Kynnisferða,
sagði að undanþága vegna fjöldatak-
markana gildi fyrir hópferðabíla, al-
menningssamgöngur, innanlands-
flug og ferjur.
„Til að byrja með var töluverð
aðsókn, svo dró aðeins úr henni,“
sagði Björn. Fyrst voru notaðar
stórar rútur en nú er yfirleitt farið á
19 sæta bílum. Það hefur aðallega
verið fólk búsett hér sem hefur not-
fært sér ferðirnar, enda ekki margir
erlendir ferðamenn á landinu.
„Við ætlum að sjá til hvernig
aðsóknin verður varðandi fram-
haldið á þessum ferðum. Þeim fjölg-
ar sem eru búnir að sjá þetta,“ sagði
Björn. „Við erum í sambandi við al-
mannavarnir og fylgjum öllum til-
mælum í tengslum við mengun og
annað.“
Grímuskylda er um borð í bíl-
unum auk þess sem þeir eru sótt-
hreinsaðir eftir hverja ferð. Bóka
þarf far á vefsíðunni re.is og kostar
það 4.999 krónur báðar leiðir. Far-
þegar þurfa að vera skráðir ef kem-
ur til smitrakningar.
Tvær rútuferðir
á dag að gosinu
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Gosferðalangar Stöðugur
straumur hefur verið að gosinu.
- Kynnisferðir
með áætlunarferð-
ir frá Reykjavík
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Mælingar, sem Gylfi Árnason, að-
júnkt í verkfræði við Háskólann í
Reykjavík, hefur gert, sýna að gos-
efni, ryk og aska, úr eldgosinu í
Geldingadölum hafi ekki áhrif á flug-
umferð Keflavíkurflugvallar og
Reykjavíkurflugvallar, eins og sakir
standa.
Hann segir að mælingar á gösum í
háloftunum sýni einnig að engin
hætta sé fyrir flugumferð og að þær
mælingar séu í samræmi við mæl-
ingar Veðurstofunnar. Gylfi hefur
áður unnið slíkar rannsóknir, meðal
annars vegna eldgossins í Holu-
hrauni.
„Ég hef bara farið eina ferð eins
og er, en þá flugum við gegnum gos-
mökkinn og mældum efnasambönd
og rykagnir og meginniðurstaðan er
að við erum á sömu línu og veð-
urstofan þegar kemur að hve mikið
brennisteinsdíoxíð kemur frá eld-
fjallinu. En við vorum kannski einir
að mæla ryk eða ösku og hún er
langt fyrir neðan það sem gæti ógn-
að flugumferð, þótt við séum í ná-
lægð við tvo stóra flugvelli, Reykja-
víkurflugvöll og Keflavíkurflugvöll,“
segir Gylfi við Morgunblaðið.
Mæla ókyrrð yfir Hvassahrauni
Gylfi vinnur einnig að rann-
sóknum á flugkviku á því svæði þar
sem fyrirhugaður flugvöllur í
Hvassahrauni á að rísa. Það verkefni
er unnið í samstarfi við Þorgeir Páls-
son, prófessor emeritus í verkfræði
við HR og fyrrum flugmálastjóra.
Flugkvika er það sem á ensku kall-
ast turbulance og gæti einnig útlagst
sem flugókyrrð. Gylfi og Þorgeir
segja að þær rannsóknir séu á byrj-
unarstigi og að niðurstöður séu
væntanlegar í árslok 2022, ef allt
gengur að óskum. Notast er við
leysigeislamælingar auk þess sem
þeir fljúga flugvélum yfir svæðið til
að kanna veðuraðstæður. Rannsókn-
irnar eru unnar fyrir samgöngu- og
sveitastjórnarráðuneytið, sem mun
nota væntanlegar niðurstöður Gylfa
og Þorgeirs við ákvörðun um hent-
ugustu staðsetningu flugvallar í
Hvassahrauni.
Eins og fyrr segir eru rannsóknir
þeirra Gylfa og Þorgeirs enn á frum-
stigi og enn er verið að undirbúa þau
tæki og tól sem þarf til rannsókn-
anna. Í þeim flugferðum sem þeir fé-
lagar hafa farið, hefur gefist kostur
á að prófa búnaðinn. Gylfi og Þor-
geir njóta fulltingis tveggja nema
við Háskólann í Reykjavík, Orra
Steins Guðfinnssonar og Jóhannesar
Bergs Gunnarssonar.
Gosefni ógna
ekki flugi á
Suðvesturlandi
- Rannsóknir á veðurskilyrðum við
Hvassahraunsflugvöll á frumstigi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eldgos Gosefni frá Geldingadölum
trufla ekki flugumferð.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Vinna við að bæta aðstöðu til að
leggja bílum nálægt gönguleiðinni að
eldgosinu í Geldingadölum hófst fyrir
helgina og var haldið áfram í gær.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í
Grindavík, sagði að bílastæði utan
Suðurstrandarvegar hefðu verið
skipulögð og merkt. Mikil örtröð hef-
ur oft verið á svæðinu og jafnvel 800-
1.000 bílum lagt þar í einu.
Lögð hafa verið drög að því að setja
upp salernisaðstöðu. Fannar sagði að
það kallaði á regluleg þrif og sótt-
hreinsun, ekki síst vegna hættu á Co-
vid-smiti. Björn Teitsson kynningar-
stjóri lagði til í Morgunblaðinu í gær
að tekin yrðu upp stöðugjöld á svæð-
inu. Fannar sagði að það hefði verið
skoðað að innheimta bílastæðagjöld
og eins þjónustugjald vegna salerna.
„Það þarf mannskap til að sinna
þessu og björgunarsveitirnar hafa
ekki endalaust fólk. Það er meðal ann-
ars verið að skoða hvort ekki þurfi að
ráða fólk,“ sagði Fannar. Hann benti
á að svæðið væri á einkalandi og hefur
verið rætt um að gjöldin renni að ein-
hverju leyti til björgunarsveita og til
landeigenda sem hafa lagt í kostnað.
Funda með FETAR í dag
Grindavíkurbær mun funda með
FETAR í dag. Félagsmenn FETAR
ráða yfir breyttum bílum og reyndum
ökuleiðsögumönnum og hafa lýst
áhuga á að aka fólki nær gosstöðv-
unum en nú er unnt. „Menn eru já-
kvæðir fyrir því að sem flestir eigi
þess kost að komast á svæðið og
skoða þetta merkilega fyrirbrigði. En
landið er viðkvæmt og ekki margar
leiðir í boði. Við getum ekki teppt leið-
ir sem lögregla, björgunarsveitir og
fjölmiðlar nota til að komast að gos-
inu. Við skiljum viðhorf FETAR en
það blasir ekki alveg við hvernig er
best að gera þetta,“ sagði Fannar.
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræð-
ingur og stofnandi Elfjallasafnsins í
Stykkishólmi vill flytja safnið á Suð-
urnes. Fannar sagði að Grindavíkur-
bær hefði fengið erindi þess efnis og
að frístunda- og menningarnefnd
bæjarins væri að skoða málið.
Tækifæri fyrir ferðaþjónustuna
„Við lítum á eldgosið sem tækifæri
fyrir Grindavík og að ferðaþjónustan
geti notið góðs af þessu. Ferðamenn
munu vilja skoða eldstöðina og nýj-
asta hraun á Íslandi. Við erum líka
með Bláa lónið og þessir sterku seglar
á ferðamenn í næsta nágrenni við
Keflavíkurflugvöll eru einstakir. Við
þurfum að nýta okkur það þegar um-
ferðarmál og öryggismál eru komin í
traustan farveg,“ sagði Fannar.
Hann sagði að íbúarnir fyndu mik-
inn mun eftir að sterkir jarðskjálftar
hættu að hrella þá í tíma og ótíma.
„Fólk er farið að geta sofið ótruflað og
það munar miklu. Menn finna það
best eftir á hvað þetta olli miklu
álagi,“ sagði Fannar. „Meðan þetta
gos er þetta langt frá okkur og hraun
rennur án þess að valda óskunda þá
eru menn bara rólegir.“
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Gosslóðir Komin er rýmri aðstaða til að leggja bílum nálægt gönguleiðinni.
Verið að bæta að-
stöðu fyrir ferðafólk
- Bílastæði skipulögð og merkt - Þjónustugjöld til skoðunar
Lögreglan á Suðurnesjum
stefnir að því að gossvæðið
verði opið daglega klukkan
9.00-21.00 næstu daga. Bílum
og gangandi fólki verður vísað
frá lokunapósti klukkan 21.00.
Þá er mælst til þess að
göngufólk leggi tímanlega af
stað frá gosstöðvunum svo það
verði komið niður á þjóðveg
tímanlega fyrir miðnættið. Ekki
er mælt með því að hafa ung
börn meðferðis og hunda.
Lögreglan verður með stöðv-
unarpóst austan við Grindavík.
Þar verða allir stöðvaðir og at-
hugað sérstaklega með ferða-
menn vegna sóttvarnareglu.
Tilmæli frá
lögreglunni
OPIÐ 9-21 DAGLEGA