Morgunblaðið - 30.03.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.03.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021 vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum hafðu það notalegt Stefán E. Stefánsson Andrés Magnússon Þann 28. janúar 2016 barst Mark Keatley símtal frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Erindið var að Keatley bæri vitni í máli Björgólfs Thors Björgólfssonar gegn Róberti Wess- man. Keatley var fjármálastjóri Act- avis á árunum 2005 til 2012, m.a. á þeim tíma er Róbert var forstjóri sama fyrirtækis. Nokkrum klukkustundum eftir að hann bar vitni í málinu reyndi Róbert Wessman tvívegis að ná sambandi við hann í síma en Keatley svaraði ekki. Í kjölfarið hófst atburðarás sem ekki hefur verið upplýst um fyrr en nú, hálfum áratug síðar, þegar Halldór Kristmannsson, einn nánasti sam- starfsmaður Róberts til 18 ára hefur stigið fram og lýst því sem kalla má alvarlegar brotalamir í samskiptum sínum og annarra við hann á síðustu árum. Svaraði ekki símtölum Þótt Keatley hafi ekki rætt við Ró- bert þann 28. janúar kom sá síðar- nefndi afstöðu sinni gagnvart þeim fyrrnefnda kirfilega til skila í fjölda smáskilaboða sem hann sendi í síma hans en einnig í síma Claudio Al- brecht, viðskiptafélaga Keatleys og fyrrum forstjóra Actavis Group. Í skilaboðunum til Keatleys lætur Róbert móðan mása og sakar hann um að hafa sagt ósatt, eiðsvarinn fyr- ir dómi auk þess sem hann sakar hann um önnur óheilindi í sinn garð. Þá blandar hann fjölskyldu Keatleys inn í málið og heitir því að „eyði- leggja“ (e. destroy) hann og hana um leið. Bendir hann sérstaklega á að meint ósannindi Keatleys hafi kostað sig milljónir dollara og að hann muni „fara á eftir honum“ vegna þess. Fyrri hrina skilaboðanna stóð yfir milli 17:23 og 17:59 þann 28. janúar. Seinni hrinan stóð svo yfir aðfaranótt 29. janúar milli 04:06 og 4:38. Þá sendi hann einnig tvenn skilaboð í hádeginu þann sama dag á sömu mínútunni. Annars vegar með orðunum „Fucker“ og hins vegar „Say hi to yo- ur wife“.Virðast Keatley og Albrecht hafa brugðist skjótt við loftárásum samstarfsmannsins fyrrverandi. Þannig barst Róberti bréf þann 2. febrúar, um þremur sólarhringum eftir skeytasendingarnar, frá bresku lögmannsstofunni Grosvenor Law þar sem fyrrnefnd skilaboð eru tíund- uð. Er þar bent á að framganga hans varði jafnt við hegningarlög í Bret- landi og á Íslandi og geti varðað fang- elsisrefsingu. Kallar stofan eftir því að Róbert bregðist skjótt við og biðj- ist afsökunar á framgöngu sinni auk þess sem hann er krafinn um að láta af öllum samskiptum við mennina tvo. Áskilur lögmannsstofan sér einnig rétt til þess, í umboði skjólstæðinga sinna, að gera yfirvöldum viðvart um framgöngu Róberts og einnig þess að krefjast skaðabóta. Gaf stofan Ró- berti 24 klukkustundir til þess að bregðast við málaleitaninni. Fleirum gert viðvart Grosvenor Law lét ekki þar við sitja heldur gerði sama dag stjórn Alvogen og nokkrum af helstu fjár- festum fyrirtækisins viðvart um framgöngu Róberts. Sýna bréf sem Morgunblaðið hefur undir höndum að þannig hafi forsvarsmönnum fjárfest- ingarfélaganna CVC Capital Part- ners Ltd. og Temasek International Ltd. verið gert viðvart í þessu skyni. Virðist hinn skammi frestur sem lögmannsstofan veitti Róberti hafa hreyft málum fljótt. Þann 3. febrúar bárust lögmannsstofunni a.m.k. tvö bréf. Annars vegar frá Róberti sjálf- um og hins vegar frá Alvogen, sem undirritað var af Árna Harðarsyni, lögfræðingi og helsta samstarfs- manni Róberts. Í fyrrnefnda bréfinu biðst Róbert skilyrðislaust afsökunar á fram- göngu sinni. Þá heitir hann því að hafa í engu tilliti samband við Keat- ley og Albrecht, hvorki gegnum síma, með textaskilaboðum né nokkrum öðrum hætti. Segist hann í lok bréfsins vona að þau viðbrögð sín leiði til þess að málið teljist til lykta leitt milli aðila. Í síðarnefnda bréfinu þakkar Árni lögmannsstofunni fyrir að hafa vak- ið athygli fyrirtækisins á málinu og að það sé litið alvarlegum augum á vettvangi þess. Þá staðfestir hann að fyrirtækið eða fulltrúar þess eigi í samtölum við Róbert vegna þess. Hins vegar sé það skilningur þess að þótt Róbert sé forstjóri fyrirtækis- ins sé það álit þess að málið varði hann persónulega og sé það því hans að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Bendir Árni í kjölfarið á að fyrirtækið hafi vitneskju um að lög- mannsstofunni muni berast bréf frá Róberti, þ.e. bréfið sem hér að ofan er minnst á. Baðst afsökunar á hótunum - Róbert Wessman lét fúkyrðum og hótunum rigna yfir tvo fyrrum samstarfsmenn í janúar 2016 - Mennirnir tveir höfðu borið vitni í dómsmáli sem Björgólfur Thor Björgólfsson höfðaði gegn Róberti Morgunblaðið/Kristinn Meðan allt lék í lyndi Í ágúst 2008 hætti Róbert Wessman skyndilega störf- um sem forstjóri Actavis þar sem Björgólfur var meðal stærstu hluthafa. Róbert hafði verið forstjóri Actavis frá árinu 2002 og Delta frá 1999. Claudio AlbrechtMark Keatley Átök Róberts Wessmans og Björg- ólfs Thors Björgólfssonar teygja sig langt aftur en upp úr sauð í ágúst 2008 með þeim hætti að ekki hefur gróið heilt á milli síðan. Forsaga málsins var sú að árið 2007 náði félags Björólfs ráðandi hlut í Actavist, félaginu sem Róbert stýrði. Var það skráð af markaði hér á landi. Voru samskipti þeirra nokk- uð brokkgeng í kjölfarið. Hið sama átti við um samskipti Róberts við Sigurð Óla Ólafsson aðstoðarfor- stjóra Actavis sem komið hafði til starfa hjá fyrirtækinu árið 2003. Í ágústmánuði sló í brýnu milli Sigurðar Óla og Róberts sem varð til þess að sá síðarnefndi sagði að- stoðarforstjóranum upp störfum símleiðis. Bárust þau tíðindi Björg- ólfi Thor til eyrna sem var allt ann- að en sáttur við ákvörðunina og sagði Róberti upp störfum en réð Sigurð Óla sem forstjóra í stað hans. Á yfirborðinu var látið sem brotthvarf Ró- berts úr stóli forstjóra hefði gerst í fullri sátt og fór nýi forstjórinn fögrum orðum um búið sem hann tók við af manninum sem hafði rekið hann nokkru áður. Þá var Róbert látinn verma sæti í stjórn Actavis í nokkra mán- uði í kjölfar þess að honum var sparkað og var því beinlínis flaggað nokkuð til þess að undirstrika þá miklu sátt sem átti að ríkja milli manna. Þrátt fyrir það var mjög grunnt á hinu góða og hafa deilur Róberts og Björgólfs oftar en einu sinni ratað í dómsal, en það var einmitt eitt slíkt sem leiddi til hinna óheppilegu skeytasendinga í janúar 2016. Fauk í og fauk í kjölfarið KOM TIL UPPGJÖRS Á SÍÐARI HLUTA ÁRS 2008 Sigurður Óli Ólafsson Andrés Magnússon andres@mbl.is Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, hefur ekki veitt viðtöl frá því Morg- unblaðið greindi í gær frá ásökunum Halldórs Kristmannssonar, eins nánasta samstarfsmanns hans til tveggja áratuga, á hendur honum. Þar var hann m.a. sakaður um of- stopa gagnvart samstarfsfólki, að hafa slegið tvo undirmenn, sent tveimur vitnum í dómsmáli svívirði- legar hótanir og lagt á ráðin um rógsherferðir. Róbert sendi hins vegar frá sér stutta yfirlýsingu í gær, þar sem hann vísaði til niðurstöðu rann- sóknar á vegum stjórnar fyrir- tækisins á umkvörtunum Halldórs, þar sem hann hafi verið hreinsaður. Ásakanirnar segir Róbert vera gerðar í fjárhagslegum tilgangi, enda hafi Halldór haft uppi fjár- kröfur. Halldór neitar því og segist aðeins hafa áskilið sér kröfu á Ró- bert, en afsalað sér öllu slíku á hendur fyrirtækinu. Róbert sagði í yfirlýsingunni, að ásakanirnar hefðu valdið sér mikl- um vonbrigðum, „enda vegið að starfsheiðri mínum og persónu“. Þá lýsir hann eftirsjá hvað varðar brotthvarf Halldórs: „Mér þykir mjög miður að samstarfi okkar Halldórs til 18 ára hafi lokið með þessum hætti.“ Lára Ómarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Alvogen, segir í samtali við Morgunblaðið að Róbert veiti ekki viðtöl að sinni að ráði lögfræðinga. Sér mikið eftir hótunum Meðal þess sem mesta athygli hefur vakið í umkvörtunum Hall- dórs eru skeytasendingar Róberts til þeirra Mark Keatly og Claudio Albrecht, tveggja fyrrum samstarfs- manna hjá Actavis, snemma árs 2016. Þeir voru vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar á hendur Róberti sem þá var í dómi. Í skeytunum hafði Róbert í hót- unum við þá með þeim hætti að þeir óttuðust um öryggi sitt og fjöl- skyldna sinna, líkt og lesa má um hér að ofan. Lára segir ekki deilt um þær skeytasendingar, sem hafi verið mjög óviðeigandi, Róbert hafi áttað sig á því skjótt á eftir að þau hefðu verið mikil mistök, send í bræði, sem hann iðraðist innilega og hefði beðist afsökunar á. Ekkert slíkt hefði átt sér stað aftur. Hún tók jafnframt fram, að þeirri afsök- unarbeiðni hefðu engar fjárbætur fylgt. Eftirsjá efst í huga Róberts Wessmans - Harmar samstarfslok og hótanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.