Morgunblaðið - 30.03.2021, Page 14
Með því að víkja frá fjármála-
reglum til ársins 2025 eru sveit-
arfélög ekki bundin af skulda-
reglunni um að heildarskuldir
séu ekki hærri en 150% af
tekjum. Í greinargerð frum-
varpsins sem lögfest var fyrir
helgi eru birtar sviðsmyndir um
möguleg áhrif á fjármál þeirra.
Við 10% hækkun skulda og 10%
lækkun tekna megi búast við að
fjöldi sveitarfélaga með skulda-
viðmið á bilinu 120-150% verði
níu og þrjú sveitarfélög verði
með hærra skuldaviðmið en
150%. Aldís segir að vissulega
sé ákveðin hætta á því að skuld-
ir sveitarfélaga fari yfir 150%
viðmiðið. „Það er búið að af-
tengja þessa fjármálareglu
tímabundið en eftir sem áður þá
held ég að flestir sveitarstjórn-
armenn geri sér grein fyrir því
og þekkja það reyndar vel á eig-
in skinni, hvað það er mikill
munur þegar skuldir eru ekki of
háar. Ég held því að langflest
sveitarfélög muni reyna eins og
þau mögulega geta að halda
skuldaaukningu í lágmarki.“
Gætu farið
yfir 150%
SKULDIR SVEITARFÉLAGA
É
g held að ríkisstjórnin og fjár-
málaráðherra séu búin að stinga
hausnum í sandinn. Með því telja
þau sig ekki þurfa að sjá fátækt
og hvað þá sárafátækt. Þau sjá
ekki allt fólkið sem stendur í biðröð eftir mat
eða þann fjölda fólks, sem þarf að leita sér
heitrar máltíðar á hverjum degi, en hann hefur
nær tvöfaldast.
Fjármálaráðherra hefur sagt að það séu bara
örfáir einstaklingar í þeirri ömurlegu aðstöðu
að vera í fátækt, en samt tekst honum að
gleyma þeim. Enn færri í sárafátækt, en samt
eru þeir ekki hluti af því sem hann eða rík-
isstjórnin hefur metnað til að hjálpa.
Hvers vegna í ósköpunum er ríkisstjórnin
ekki með áætlun um að útrýma fátækt? Fá-
mennur hópur segir fjármálaráðherra, en samt
ekki hægt að hjálpa honum. Þessi litli hópur
fólks sem samanstendur af öryrkjum, eldri borgurum og
láglaunafólki.
Þá bætist við sá fjöldi atvinnulausra sem detta út af at-
vinnuleysisskrá og beint í sárafátækt. Ömurlegast við það
er að þetta snertir fjölda barna sem lenda í fátækarpytt-
inum með foreldrum sínum.
Svarið sem fjármálaráðherra gefur, spurður um fram-
taksleysi ríkisstjórnarinnar við að útrýma fátækt, er;
„hvar á að finna peninga til þess?“ Já, það er til fjármagn í
flestallt nema til að útrýma þjóðarskömminni fátækt. Fá-
tækir verða að bíða lengur og jafnvel í fjögur ár í viðbót ef
þessi ríkisstjórn verður áfram við völd eftir kosningar.
Sjáum til þess að það verði ekki, því annars heldur áfram
misskiptingin og þá einnig stéttaskipting sem
af fátæktinni leiðir á Íslandi og hún bitnar
hvað verst á börnunum.
Enn og aftur í boði ríkisstjórnarinnar þarf
veikt fólk með undirliggjandi sjúkdóma að
lokast inni á heimilum sínum og það jafnvel
peninga- og matarlaust. Getur ekki staðið í bið-
röð og hefur ekki efni á að panta mat eða aðrar
nauðsynjar á netinu og hvað þá að fá vörurnar
sendar heim.
Á sama tíma er ríkisstjórnin að borga fyrir
erlenda ferðamenn í sóttkví, en segist ekki eiga
fjármagn til að hjálpa fátækum, sem er fárán-
legt. Vitanlega eiga túristarnir að borga sína
sóttkví sjálfir, eins og Bretar og Norðmenn
láta ferðamenn gera.
Þá er óþolandi hið fjárhagslega ofbeldi sem
viðgengst hefur ár eftir ár, ríkisstjórn eftir rík-
isstjórn, gagnvart fötluðu fólki. Ég geri þá
kröfu að hætt verði ómannúðlegum skerðingum á kjörum
fatlaðs fólks. Vegna þeirra á stór hópur ekki lengur fyrir
mat á diskinn sinn nema rétt fyrstu daga hvers mánaðar.
Það er kominn tími til að ríkisstjórnin sýni fötluðu fólki
virðingu og lögfesti samning Sameinuðu þjóðanna og við-
auka hans strax.
Fólkið fyrst, svo allt hitt, segir Flokkur fólksins. Því
miður er það ekki hjá þessari ríkisstjórn. Hún segir: Allt
hitt fyrst og smámolar handa fólkinu og þeir verst settu fá
ekki neitt.
Guðmundur
Ingi
Kristinsson
Pistill
Hvar á að finna fjármagnið
til að útrýma fátækt?
Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Gudmundurk@althingi.is
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Evrópusam-bandið hef-ur lent í
ýmsum ógöngum
að undanförnu og
þar hafa sjálfskap-
arvítin verið því
þungbærust, eins og verða vill.
Á föstudaginn var bættist
við að Stjórnlagadómstóll
Þýskalands úrskurðaði með
hraði að forseta Þýskalands
væri að svo stöddu óheimilt að
staðfesta lög sem samþykkt
höfðu verið í alríkisþinginu í
Berlín. Löggjöfin var til stað-
festingar á ákvörðun ESB um
Uppbyggingarsjóð vegna af-
leiðinga kórónuveiru í ein-
stökum ríkjum þess. Frestunin
tekur til þess tíma sem stjórn-
lagadómstóllinn tekur sér til
að útkljá áfrýjun málsins. Í til-
kynningu hans voru engin
tímamörk tiltekin.
Fimm aðilar áfrýjuðu málinu
til dómstólsins og eru þar á
meðal AfD (Annar kostur fyrir
Þýskaland) sem fjömiðlar
segja vera yst til hægri á væng
stjórnmálanna. Sjaldan er þó
talað um að einhver þýskur
flokkur teljist yst á vinstri
kanti þeirra. Þá áfrýjaði hópur
sem kallar sig „Vilji borg-
aranna“ sem heldur því fram
að nefnd ákvörðun brjóti í bága
við þá sáttmála um Evrópu-
samstarfið sem Þýskaland sé
löglegur aðili að.
Olaf Scholz, fjármálaráð-
herra Þýskalands og leiðtogi
sósíaldemókrata, styður sjóð-
inn og telur ákvörðunina um
hann vera fyrsta skref í átt til
þess að breyta ESB í fjár-
lagalegt sambandsríki, og það
séu aðildarríkin að gera vit-
andi vits með samþykktum um
sjóðinn. Það er einmitt meg-
inatriðið af hálfu kærenda sem
segja að slíkar heimildir felist
alls ekki í þeim sáttmálum sem
Þýskaland hafi samþykkt.
Þýskaland setur í sínum
stjórnlögum hömlur við þjóð-
aratkvæðagreiðslum. En lík-
legt er að kröfur um staðfest-
ingu þessarar gerðar færu í
þjóðaratkvæði í ýmsum aðild-
arlöndum ESB, ef allt væri
með felldu. ESB hefur hingað
til meðhöndlað þjóðaratkvæði
þannig að endurtaka verði
þjóðaratkvæði uns villuráfandi
þjóðir taki sönsum og segi já!
VG og Samfylking á Íslandi (og
loks fleiri) fetuðu þæg og auð-
mjúk þessa ógeðfelldu braut
þegar reynt var ítrekað að
koma Icesave-ómyndinni ofan í
kok íslensku þjóðarinnar.
Í tilkynningu þýska stjórn-
lagadómstólsins á föstudag
sagði að honum hefði borist
„neyðaráfrýjun og stjórnskip-
unarleg kæra“.
Dómstóll þessi hefur nokkr-
um sinnum látið mál um ESB
til sín taka og stundum bókað
athugasemdir, sem
túlkaðar hafa verið
sem aðvaranir, við
einstaka þætti, án
þess þó að ógilda
kærðar ákvarð-
anir. Ráðamönnum
ESB er því sennilega ekki
mjög brugðið nú, þótt þeim
þyki málið óþægilegt eins og
upplitið er á því vegna klúðurs
í bóluefnamálum.
Ákvörðunin um „Uppbygg-
ingarsjóð“ vegna veiruskaða er
rökstudd með sama hætti og
önnur heimildarákvæði fram
að þessu, og telur ESB að fyrir
því séu fordæmi til áratuga.
Það hljóti því að standast at-
hugun dómstólsins.
Á móti er bent á að efri mörk
framlaga einstakra þjóða séu
nú hækkuð úr 0,6% af brúttó-
þjóðarframleiðslu þeirra upp í
2%, sem sé gríðarleg hækkun.
Sú hækkun skuli standa til árs-
ins 2058 eða í tæp 40 ár! Það sé
óhjákvæmileg trygging þess að
ná megi að endurgreiða þá
skuldsetningu sem ráðist sé í,
ef fyrirhugaðar skattahækk-
anir dugi ekki til.
Dómstóllinn setti ekki tíma-
mörk fyrir ákvörðun sinni og
honum eru ekki sett bein
mörk. En fréttaskýrendur
benda á að ætla megi að hann
taki sér um þrjá mánuði til
verksins. Verði sú raunin gæti
forseti Þýskalands ekki stað-
fest gerninginn fyrr en í júní.
Er þá gengið út frá að dóm-
stóllinn láti þetta, eins og ann-
að áður, yfir sig ganga. Á það
hefur verið bent að Stjórnlaga-
dómstóllinn hefur stundum
virst sýna í fyrri niðurstöðum
um málefni er varða ESB að
langlundargeð hans fari þverr-
andi. En fram að þessu hefur
hann látið nægja að þusa án
þess að hafast að.
Fræðimenn á þessu sviði
benda sumir á að dómstóllinn
sé sennilega orðinn órólegur
yfir þeim ásökunum sem orðn-
ar eru nokkuð áberandi, að
hann sé ekki sá öryggisventill
sem stofnað var til, en aðeins
heldur þægur meðreiðarsveinn
þeirrar þróunar sem sneiðir sí-
fellt meir að fullveldi Þýska-
lands. Aðrir benda hins vegar á
að þar sem Þýskaland ræður
því sem það vill í ESB, að
nokkru með Frakklandi, þá
komi fullveldisskerðingin eink-
um niður á smáþjóðunum (og
fjölmennari, en veikum þjóð-
um), þar sem áhrifaleysið er
himinhrópandi. Bretar þakka
nú hins vegar sínum sæla fyrir
að vera sloppnir út og eins
vegna bóluefnaklúðursins, sem
þeir neyddust ekki til að taka
þátt í. En svo eru til þær þjóðir
sem þurftu ekki að ganga
ólánsgötuna þá en gerðu það
„svo léttir í lundu“. Hvers
vegna er óskiljanlegt.
Þeir, sem er sífellt
ögrað, en bera ríka
ábyrgð, enda með
því að fá upp í kok}
Dómstóll hikstar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þ
essi lagasetning var unnin í
samráði við sveitarstjórnar-
stigið og hún skiptir heil-
miklu máli,“ segir Aldís Haf-
steinsdóttir, formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga, um lög sem Al-
þingi samþykkti fyrir helgi um heim-
ildir sem veita sveitarfélögunum aukið
svigrúm til að ráðast í fjárfestingar og
auðvelda þeim að mæta aðsteðjandi
vanda í rekstri vegna Covid-19.
Sveitarfélögum er veitt heimild til
að víkja frá fjármálareglum sveitar-
stjórnarlaga til ársins 2025. Lánasjóði
sveitarfélaga verður heimilað að lána
þeim vegna rekstrarhalla og sveitar-
félögum er veitt heimild til að fram-
lengja greiðslufresti fyrirtækja í veru-
legum rekstrarerfiðleikum vegna
fasteignaskatta um allt að tvö ár og að
lækka eða fella niður dráttarvexti af
fasteignasköttum á atvinnuhúsnæði á
árunum 2020-2022.
„Þetta er mikilvægt fyrir sveitar-
félögin til þess að við getum komið til
móts við rekstraraðila á þessum tím-
um,“ segir Aldís. „Við vonumst öll til
þess að ferðaþjónustan taki við sér
þannig að við sjáum fram á bjartari
tíð,“ segir hún, spurð hvort þessar að-
gerðir muni ekki minnka tekjur sveit-
arfélaganna. „En þetta mun auðvitað
hafa áhrif á tekjustreymið en aftur á
móti eru sveitarfélögin ekki að afskrifa
þetta. Sveitarfélögin þurfa þá vænt-
anlega meira lánsfé til að mæta skuld-
bindingum og þess vegna var mikil-
vægt að Lánasjóður sveitarfélaga
fengi betri viðspyrnu í sínum störfum.“
Staðan sögð góð í Garðabæ
Lánasjóðurinn fær nú heimild
sem hann hafði ekki áður til þess að
veita sveitarfélögum lán vegna rekstr-
arvanda. „Áður fyrr var eingöngu lán-
að til fjárfestinga en núna fær lána-
sjóðurinn heimild til að veita lán vegna
rekstrarvanda hjá sveitarfélögunum
og það held ég að skipti miklu máli,“
segir Aldís.
Í greinargerð frumvarpsins var
áætlað að auknar lánveitingar sjóðsins
vegna þessa gætu numið um fimm
milljörðum kr. Aldís segir erfitt að
segja til um þetta á þessari stundu.
Sveitarfélög muni hvað úr hverju fara
að birta ársreikninga fyrir síðasta ár
og nokkrir hafi þegar litið dagsins ljós.
„Þeir vekja manni örlitlar vonir um að
þetta sé kannski ekki jafn svart eins og
við óttuðumst. Garðabær var til dæmis
að skila mun betri niðurstöðu en þar
var gert ráð fyrir,“ segir hún. „Von-
andi erum við að sjá að mörg sveit-
arfélög eru að skila betri niðurstöðu en
búist var við,“ segir Aldís.
Í ljós kom þegar ársreikningur
Garðabæjar fyrir síðasta ár var lagður
fram fyrr í þessum mánuði að fjár-
hagsstaða sveitarfélagsins er sterk.
Restrarafgangur bæði A- og B-hluta
var meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir
eða 774 milljónir og er betri rekstrar-
afkoma sögð stafa af því að rekstrar-
tekjur voru 4% hærri en áætlun gerði
ráð fyrir og sala byggingarréttar nam
tæplega 1,1 milljarði. Gjöldin fóru
2,6% fram úr fjárhagsáætlun en hlut-
fall skulda lækkaði frá árinu á undan.
LS veitti 34 milljarða í ný lán
Fram kemur í nýbirtum ársreikn-
ingi Lánasjóðs sveitarfélaga að sjóð-
urinn sér fram á áframhaldandi kröft-
uga spurn eftir útlánum, bæði vegna
faraldursins og ýmissa framkvæmda.
Um seinustu áramót námu útlán sjóðs-
ins 136 milljörðum kr. samanborið við
110 milljarða í árslok 2019. Veitti sjóð-
urinn 34,2 milljarða í ný lán í fyrra
samanborið við 17,2 árið áður, sem er
99% aukning milli ára.
Merki um betri stöðu
en óttast var í fyrra
Morgunblaðið/Ómar
Byggingaframkvæmdir Tímabundin heimild sveitarfélaga til að víkja frá
skuldareglu á að veita þeim meira svigrúm til að ráðast í fjárfestingar.