Morgunblaðið - 30.03.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.03.2021, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021 Þórólfur sóttvarna- læknir hefur fullyrt að sérstaklega mikið sé nú komið undir því að kom- ið verði í veg fyrir út- breiðslu breska af- brigðis kórónuveirunn- ar. Hann segir það vegna þess að börn veik- ist oftar og verr af þessu afbrigði en öðrum. Því verði nú að grípa til hörðustu aðgerða sem gripið hafi ver- ið til hérlendis. Þessi röksemdafærsla er ekki svo galin ef við gefum okkur að þetta sé rétt hjá honum, enda gjör- breytir það stöðunni ef börn eru farin að veikjast af samskonar alvarleika og tíðni og eldri hópar. Við erum flest sammála um að líf barna er allra verð- mætast og við ættum að standa vörð um þau. Breska tölfræðin hlýtur að endurspegla þessa miklu tíðni alvar- legra veikinda enda hefur veiran gengið nokkuð stjórnlaust yfir þar undanfarið ár. Nú er það svo að Covid-tölfræði Breta er mjög aðgengileg eins og ís- lenska tölfræðin. Ef við skoðum hana kemur í ljós að samtals eru 13 börn, 0- 14 ára, skráð látin eða með Covid á Bretlandseyjum, það kann að hljóma skelfilega há tala en við skulum muna að þetta er rúmlega 60 milljón manna þjóð. Við getum sett þetta í samhengi árlegrar flensu en um 30 börn í þess- um aldurshópi eru skráð látin af flensu árlega í Bretlandi. Við getum líka yfirfært töluna á íslenskan mæli- kvarða með smá útreikningum; ef Bretar væru 350 þúsund manna þjóð væri talan 0,07 börn. Við getum jafn- framt leitt líkum að því að undirliggj- andi heilsufar þessara barna hafi haft mikil áhrif. Þessi tölfræði er keimlík þeirri sem við höfum kynnst hér heima og erlendis á undanförnu ári, það er afskaplega fátítt að börn veik- ist illa af kórónuveirunni. En hvað með það? Ef þetta bjargar 0,07 börnum, er það ekki þess virði? Það mætti kannski færa rök fyrir því, ef sóttvarnaaðgerðir af þessu tagi hefðu ekki afleiðingar í för með sér. Djúp og mik- il kreppa, atvinnuleysi og skerðing á skóla-, íþrótta- og frístundastarfi barna. Sum börn flosna upp úr íþróttum eða skóla og ná sér aldrei á strik aftur. Þá eykst tíðni heimilis- og kynferðisofbeldis sem og fíkni- og vímuefnaneysla og sjálfsvígum fjölgar. Tugþúsundir fjölskyldna eru að tapa öllu. Hver dagur í kreppunni kostar ríkissjóð um milljarð króna. Það er milljarður sem þarf fyrr eða seinna að skera nið- ur, meðal annars í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Holan sem við þurf- um að grafa okkur upp úr verður dýpri með hverjum degi sem líður. Allt kostar þetta, peninga og manns- líf, þar á meðal líf barna. Það á að tala um hlutina eins og þeir eru. Sóttvarnaaðgerðirnar eru ekki til verndar börnum, þær eru á kostnað þeirra. Stefna Þórólfs og rík- isstjórnarinnar er að öllu skuli fórna til að halda aftur af smitum og það þýðir að við erum að fórna lífi og lífs- gæðum barnanna okkar til að koma í veg fyrir að eldra fólk veikist. Mér finnst það ekki í lagi. Börnin eiga að vera í forgangi. Það er vel hægt að fara millileið í sóttvörnum þar sem allur kraftur er lagður í að vernda þá sem sannarlega þurfa á vernd að halda í stað þess að leggja allt samfélagið í rúst. Við þurf- um ekki að fórna börnunum okkar. Nánar er fjallað um það í Great Barr- ington-yfirlýsingu fremstu lýðheilsu- fræðinga og sóttvarnalækna heims: https://gbdeclaration.org/ Eftir Alexander Inga Olsen » Það á að tala um hlutina eins og þeir eru. Sóttvarnaaðgerð- irnar eru ekki til vernd- ar börnum, þær eru á kostnað þeirra. Alexander Ingi Olsen Höfundur er atvinnulaus faðir. Munu sóttvarnaað- gerðirnar kosta fleiri börn lífið en breska afbrigðið hefði gert? Það hefur verið væg- ast sagt undarlegt að fylgjast með aðgerðum flokksins sem ég byrj- aði að kjósa rúmlega tvítugur og hélt því áfram fram að banka- hruni með þeim undan- tekningum þó, að ég skilaði auðu þegar mér fannst líklegt að fram- sóknarmaðurinn í öðru sæti á lista sjálfstæðis- manna í Austurlandskjördæmi kæm- ist inn með mínu atkvæði. Ég er að tala um aðgerðir flokksins í krepp- unni sem Kínaveiran Covid-19 hefur valdið, óhemjumikla skuldsetningu ríkissjóðs og ótrúlegar takmarkanir á atvinnufrelsi fólks, umskipti á afstöðu flokksins gagnvart því að orkumál skuli vera utan við áhrifavald Evr- ópusambandsins en það var ein aðalforsenda þess að margir flokks- menn sættust á aðild að EES og loks það hvernig reyndum þingmönnum er haldið frá ráðherraembættum og þeim hreinlega ýtt út í horn og óreyndir þingmenn með ókunnar skoðanir eru hafnir til valda. Ég tek afstöðu til flokka einkum eftir því hvernig þeir vilja halda í sjálfstæði þjóðarinnar og hvaða af- stöðu þeir hafa til at- vinnurekstrar lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Reyndar er það þannig að frá því að núverandi formaður tók við hef ég ekki getað kosið Sjálf- stæðisflokkinn á lands- vísu. Það er geymt en ekki gleymt að hann hélt því fram í Frétta- blaðinu fyrir u.þ.b. 15 árum að hann væri þeirrar skoðunar að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Þó að margt gott megi segja um manninn og þó að hann hafi ýmislegt gott gert í fjármálaráðuneytinu þá er það afar ótrúverðugt að flokkur hafi formann sem hefur öndverðar skoðanir við grundvallarstefnu flokksins. Ég hef skynjað orð hans um sjálfstæðismál þannig að hann hafi ekki skipt um skoðun á málinu – bara að það henti ekki að ganga inn um þessar mundir. Sjálfstæðisflokkurinn verður að standa undir nafni, annars er ekki hægt að kjósa hann. Mér virðist að hann sé að breytast í krataflokk. Kannski heldur forysta flokksins að þeir nái inn krötunum sem gengu út og stofnuðu Viðreisn. Þá gleyma þeir fólkinu sem hefur kosið flokkinn vegna þess að hann hefur staðið vörð um sjálfstæði landsins. Ég hef reyndar haft það á tilfinn- ingunni í mörg ár að forsætisráð- herra og heilbrigðisráðherra séu líka þeirrar skoðunar að Íslendingar eigi að ganga í ESB – bara ekki strax. Að- gerðir ríkisstjórnarinnar við pöntun bóluefnis gegn Covid-19 styrkja þessar grunsemdir mínar, þar sem samþykkt var að ganga í eina sæng með ESB og ríkisstjórnin afsalaði þeim sjálfsagða rétti frjáls og full- valda ríkis að geta keypt bóluefni eft- ir öðrum leiðum. Það var ekki við hæfi að Sjálfstæðisflokkurinn tæki þá afstöðu. Það var að mínu mati eðlilegt að fara varlega og taka fast á sóttvörn- um þegar veira sem enginn vissi mik- ið um barst hingað fyrir rúmu ári. Það skilaði því að margir gátu átt nokkuð eðlileg samskipti síðastliðið sumar. Þegar önnur bylgja skall á í haust (ég er nógu góður í stærðfræði til þess að vita að þessi smit sem greindust í ágúst voru ekki bylgja – það eru miklar ýkjur; horfið bara á grafið á vefsíðunni um veiruna) var aftur gripið hart til varna en nú í vik- unni þegar greinst höfðu þrjú smit utan sóttkvíar var gripið til harðari aðgerða en nokkru sinni. Hvernig stendur á því að Sjálfstæðisflokk- urinn tekur þátt í því að loka atvinnu- fyrirtækjum einn ganginn enn? Nú er þó búið að sprauta bóluefni í stærstan hluta þeirra sem eru við- kvæmir fyrir því að deyja af völdum veirunnar. Það geta auðvitað margir veikst en það er ekki hægt að loka þjóðfélaginu út af því; það er ekki gert vegna annarra sjúkdóma. Það er hamrað á því réttilega að landið geti aldrei orðið laust við veiruna en samt miðast aðgerðirnar að því að gera þjóðfélagið veirulaust. Svo finnst mér skrítið að heilbrigðisráðherra og rík- isstjórn hafi ekki kallað fleiri að borð- inu við ákvarðanir um sóttvarnir en lögfræðinga ráðuneytisins og sótt- varnalækni, sem sjálfur bað um það í fyrra að ráðherra tæki ábyrgð á mál- inu. Rekstrarleg og hagfræðileg sjónarmið hafa verið algerlega út undan og það er ljóst að margar ákvarðanir um takmarkanir og inn- kaup bóluefna hafa sýnt hve lítið vit á rekstri ráðherra hefur. Ráðherra og ríkisstjórn hefðu átt að kalla til reyndan rekstrarráðgjafa eða „bis- nessmann“ auk Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands varðandi áhrif að- gerða á hag fyrirtækja og þjóðarinn- ar. Þó að veiran komi frá Kína þurfa aðgerðir Íslendinga gegn veirunni ekki að vera í kommúnískum anda. Ríkisstjórnin hefði líka átt að gera þjóðinni miklu betri grein fyrir því hve mikið tjón það er fyrir þjóðarbúið að hafa mörg fyrirtæki lokuð eða nánast lokuð og fjölda fólks atvinnulausan mánuðum saman og hve skuldasöfnun ríkissjóðs vegna greiðslna til fyrirtækja í dái og fólks í einangrun og sóttkví er gríðarlega mikil. Þegar ég fer á rakarastofuna skynja ég að fólk gerir sér enga grein fyrir vandanum. Ætli þessir nýju 19. aldar foringjar í ASÍ og verkalýðs- félögunum sem eru að verða verð- bólgufélög á ný komi ekki aftur með ýktar kröfur og verkföll innan fárra missera? Þeir munu gera það ef fólk er ekki upplýst um raunverulega stöðu. Það sást í nýlegum kosningum í Verðbólgufélagi verslunarmanna. Íslensk ráðstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn Eftir Guðjón Smára Agnarsson » Þó að veiran komi frá Kína þurfa að- gerðir Íslendinga gegn veirunni ekki að vera í kommúnískum anda. Guðjón Smári Agnarsson Höfundur er viðskiptafræðingur á eftirlaunum. gudjonsmari@outlook.com Hildur Björnsdóttir ritaði greinina „Úr sveit í borg“ í Morg- unblaðið 18. mars sl. Þar færir hún fram rök fyrir þungri borg- arlínu án alls þess auglýsingaskrums sem einkennt hefur það mál frá því það kom upp fyrir nær 6 árum. Þennan tón hef- ur vantað í umræðuna og hafi Hildur þökk fyrir. Hún lítur á mál- in frá ýmsum sjónarmiðum en þar vantar þó eitt, hið efnahagslega sjónarmið, einmitt það sjónarmið sem hún vildi gæta í borgarstjórn. Hér er um háar upphæðir að tefla, hærri en sjóðir sveitarfélaganna ráða við. Hin efnahagslega hlið málanna hefur heldur ekki verið fullrannsökuð og enn vantar nokk- uð á að sérfræðingum sem vinna að borgarlínu sé það kleift. Von er þó til að úr því rætist fljótlega. Umferðartafir Hildur minnir á þá áætlun Sam- taka iðnaðarins að hvern virkan dag (2015) færu í súginn í umferð- artöfum á höfuðborgarsvæðinu 19.000 stundir (ekki 9 milljónir á ári eins og stendur í greininni). SI taldi að þar væri sóað 15 millj- örðum króna á ári. Hildur minnist ekki á kostnaðinn af töfunum, sem er raunverulegur, hefur sett fyrir- tæki í gjaldþrot og er nú kominn upp í 20 til 30 milljarða á ári áður en auka bensínkostnaður og kostn- aður vegna þeirra vandkvæða sem verða í allri áætlunargerð er tal- inn. Hugsanlega þarf að bæta 75% ofan á framangreindan kostnað. Þarna fer orðið meira en ein loðnu- vertíð í hafið árlega og upphæðin vex tvöfalt hraðar en hagvöxtur á landinu. Þetta er kostnaður sem maður blæs ekki til hliðar í ákvörðun um opinberar fram- kvæmdir. Það væru svik við fólkið í landinu sem endanlega borgar brúsann. Umferðarlíkön Umferðarlíkön hafa lengi verið mikilvæg við hönnun og skipulagn- ingu umferðarmannvirkja og þau eru í stöðugri þróun. Nýtt slíkt lík- an var keypt í fyrra- haust og vitnað er í niðurstöður frá því í frumdragaskýrslunni um 1. lotu borgarlínu. Þetta líkan hefur þó enn ekki verið aðlagað aðstæðum og umferð höfuðborgarsvæðisins og því verða sumar niðurstöður þess óná- kvæmar. Þótt umferð- arsérfræðingar geti notað þær með aðgát við sína vinnu eru niðurstöðurnar um umferðartafir sem birtast í skýrslunni svo langt frá réttu lagi að þær duga ekki til skynsamlegs efnahagsmats. Þótt niðurstöður líkansins um tafir séu nógu háar til að staldra við, 11.400 stundir á dag, eru þær allt of lágar miðað við áðurnefndar niðurstöður SI fyrir 2015, hvað þá eftir hækkanir fram til 2021. Ástæðurnar eru væntanlega að hluta þær að líkanið er ekki full- aðlagað en einnig að umferðarlíkön hafa ekki verið hönnuð til að reikna umferðartafir af þeirri nákvæmni sem efnahagssérfræðingar þurfa. Þau reikna aðeins hlutfallslegan ábata fjárfestingarkosta. Úr þessu þarf að bæta. Að ákveða borgarlínu án þessara upplýsinga er eins og að kaupa hana án þess að sjá verðmið- ann. Létt borgarlína Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS) hefur sett á heimasíðu sína (samgongurfyriralla.com) til- lögur um létta borgarlínu. Áætlað er að þær spari stofnkostnað upp á um 80 milljarða króna. Hildur telur þennan kost fullrannsakaðan og ekki standast gæðakröfur. Nú er það svo, eins og að framan segir, að hvorki hin þunga né létta borg- arlína hafa verið fullrannsakaðar í efnahagslegu tilliti og þær þarf að bera saman á vandaðan hátt. Mað- ur blæs ekki 80 milljörðum til hlið- ar í ákvarðanatöku án efnislegs rökstuðnings. ÁS hefur einnig sett fram til- lögur um einstakar framkvæmdir í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Þeim tillögum fylgja áætlanir um ábata, en engar slíkar áætlanir liggja fyrir varðandi framkvæmdir samgöngusáttmálans. Tillögur ÁS eru bæði ódýrari og gefa meiri ábata en hliðstæðar framkvæmdir samgöngusáttmálans. Þar munar mörgum milljörðum í stofnkostn- aði og einnig mörgum milljörðum í meiri árlegri lækkun tafakostn- aðar til frambúðar, sem er veru- legur ávinningur til lengri tíma lit- ið. Svona upphæðum blæs maður heldur ekki til hliðar við töku ákvarðana. Sem dæmi má nefna að mislæg gatnamót við Bústaðaveg spara tafakostnað sem er hærri en stofnkostnaður strax á fyrsta ári og síðan vaxandi á hverju ári eftir það. Svona framkvæmd setur mað- ur ekki til hliðar án umhugsunar, heldur leitast við að gera hana eins lítt áberandi í landslagi og unnt er. ÁS hefur engar tillögur gert varðandi göngu- og hjólastíga, enda eru það verkefni sem koma fullt eins strætó til góða og á ekki að tengja ábata þar af við borg- arlínu sérstaklega. Lokaorð Vonandi þurfa sveitarfélög höf- uðborgarsvæðisins ekki að segja borgarlínu til sveitar upp á fram- færslu ríkis og landsbyggðar en efnahagslegum undirbúningi hennar er verulega ábótavant. Við upplýsingagjöf um borgarlínu hef- ur með auglýsingaskrumi verið miklast af samfélagslegum áhrif- um hennar sem þó eru óviss, því niðurstöður umferðarlíkans gefa ekki til kynna meiri fjölgun far- þega en strætó annar vel á hennar leiðakerfi. Markaðsmál borgarlínu eru því í ólestri. Jafnframt er reynt að dylja hve götóttur hinn efnahagslegi undirbúningur er og háum gæðastaðli hampað í staðinn. Um allt þetta verður ekki sakast við Hildi, en hún veit manna best að gæði kaupir maður ekki fyrir óútfylltan en undirritaðan tékka. Segja sveitarfélögin borgarlínu til sveitar? Eftir Elías Elíasson »Hildur minnist ekki á kostnaðinn af töf- unum, sem er raun- verulegur, hefur sett fyrirtæki í gjaldþrot og er nú kominn upp í 20 til 30 milljarða á ári. Elías Elíasson Höfundur er verkfræðingur. eliasbe@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.