Morgunblaðið - 30.03.2021, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021
Við fráfall móður
flykkjast að minn-
ingar, margar og
ljúfar. Hún lagði allt
sem hún gat í upp-
eldi okkar barnanna, sjö að tölu.
Þrátt fyrir miklar annir á stóru
sveitaheimili gaf hún sér tíma til
að sinna okkur, m.a. með því að
hjálpa okkur að læra að lesa,
skrifa og reikna. Hún sinnti list-
fengum hugðarefnum á kvöldin
og um nætur er hún saumaði á
okkur og prjónaði föt sem við
bárum á bæ og af bæ. Við vorum
listasýningar hennar. Hún hlúði
að mér, ef þörf var á, með kyrrð
og ró og vandaði um við mig með
festu og ástúð ef ég hafði gert
eitthvað af mér. Ég fann samt
alltaf að umhyggja hennar var
skilyrðislaus og varanleg.
Mamma var greind, þrautseig,
ósérhlífin og ráðagóð. Skóla-
ganga hennar var stutt en þau
pabbi studdu skólagöngu okkar
barnanna eftir mætti. Mamma
var búkona og bar hag búsins,
landbúnaðarins og þjóðarhag fyr-
ir brjósti. Kynslóð hennar ól upp
börnin sín upp úr miðri seinustu
öld, kynslóð sem nú er að hverfa.
Stundum er sagt að það þurfi
þorp til að ala börn upp. Mamma,
pabbi og sveitungar þeirra á
sama reki mynduðu „þorp“ í
sveitinni sem mótaði gildismat
okkar jafnaldranna og lífsviðhorf.
Þau bjuggu okkur gott umhverfi
til að alast upp í og fyrir það er ég
ævinlega þakklátur. Mér þótti
æska mín hversdagsleg á sínum
tíma en sé nú að hún var sérstök,
á einstökum tímum sem koma
ekki aftur. Þeir einkenndust af
hraðri tækniþróun en einnig var
mikil þörf á vinnuframlagi okkar
barnanna, m.a. með vinnu á tækj-
unum sem gátu verið svo hættu-
leg. Ég minnist varnaðarorða
mömmu; „farðu varlega á trak-
tornum nálægt skurðunum“. Við
lærðum að framlag okkar í bú-
skapnum skipti máli. Það styrkti
sjálfsmynd okkar, tengdi okkur
við landið og bjó til rætur sem
eru sterkar. Í búskapnum þurfti
að kljást við náttúruöflin og frelsi
var til athafna á eigin jörð. Þetta
kunni mamma að meta, „þú upp-
skerð eins og þú sáir“. Hún sáði
fram á síðasta dag, tómatfræjum,
agúrkum og umhyggju í prjóni og
pönnukökum sem seint gleymast.
Minningar mínar um mömmu
eru hlýjar og fullar virðingar –
takk fyrir allt.
Sofðu rótt.
Júlíus Birgir Kristinsson.
Ættmóðir er aldeilis réttnefni
á Ástu ömmu. Hún vissi allt um
sitt fólk, passaði vel upp á hvern
og einn. Frá því ég man eftir mér
gekk ég í saumuðum flíkum frá
henni, hvort sem það voru jólaföt,
fingravettlingar, ullarsokkar,
skíðagallar eða annað. Niðri í
kjallara sat hún dögum saman að
stússast í kringum saumavélina.
Það var þar sem ég átti margar
Sigurást
Indriðadóttir
✝
Sigurást Indr-
iðadóttir, Ásta
á Leirá, fæddist 29.
júní 1928. Hún lést
13. mars 2021. Út-
för Ástu fór fram
29. mars 2021.
góðar stundir með
henni og lærði að
sauma sjálfur og
hafði gaman af. Síð-
asta flíkin sem hún
prjónaði var til mín
og þykir mér óend-
anlega vænt um
það. Sem ungur pilt-
ur fór ég mörg sum-
ur í sveit til ömmu
og afa. Forréttindi
sem ég áttaði mig
fljótt á að ég hafði. Ekki bara að
komast í sveit, því lærdómurinn
sem ég öðlaðist hjá ömmu er ekki
sjálfgefinn. Boðskapinn um til-
gang lífsins ræddum við oft og
var einstaklega gaman og gott að
spjalla við hana. Ég bý að því í
dag, þökk sé henni. Fyrir stuttu
átti ég gott spjall við systur mína,
Þórunni, þar sem við ræddum
hvaða viðhorf hún hafði til lífsins,
og pakkar það vel inn hvaða boð-
skap amma hafði til lífsins. Hún
var nefnilega alltaf svo heppin
með sitt líf og talaði oft um það.
Heppin með börnin, barnabörnin
og barnabarnabörnin. Strax í
upphafi sambands míns við konu
mína, Elsu Margréti, komumst
við að því að platamma Elsu,
Þóra, og amma Ásta þekktust
vel. Heimsóknir okkar voru fjöl-
margar og með samþykki Ömmu
Ástu fengum við að skíra dóttur
okkar Sigurást Júlíu.
Ásta amma, Sigurást Indriða-
dóttir, bjó á Leirá nánast fram að
dánardegi, 92 ára, og síðustu árin
bjó hún þar ein. Hver og einn sem
til hennar kom ber henni sömu
söguna. Einstaklega gott að
koma til hennar, ávallt með hnall-
þórur á borði, girnilegar og fjöl-
margar sortir. Þetta gerði hún
fram á síðasta dag.
Minning ömmu Ástu lifir í
sterkri sálu, orðum hennar,
gjörðum, orku, myndum og fjölda
ullarklæða.
Kveð þig amma Ásta með ljóði
Elsu Margrétar Böðvarsdóttur,
2021.
Þúsund tertur
Þá nótt mig dreymdi
Að þú sóttir mig heim
Sagðir mér fréttir af heimunum tveim.
Ég hváði og spurði
Hvort værir þú þá
Farin á brott jafnvel fallin í dá
Ég er nú farin
Eftir langan dag
Sungið mitt síðasta dægurlag
Í myndunum brosið
Og hláturinn er
Smitandi gleði eins og sértu hér
Allir þínir Sigrar
Og veisluhöld
Þín ást í næstum því heila öld
Þúsundir tertna
Hundruð peysa
Í kaffiboðsskrafi heimsmálin leysa
Jöklarnir hlýna
Eldarnir slokkna
Fuglarnir þagna, augun mín vökna
Heiðin þig faðmar
Þú höfðinu hallar
Heilsu þú berð til þeirra, ég kalla.
Arnar Björnsson.
koma til þín í besta knúsið, vera
kölluð engladrottning og fá svo
fallega vinkið frá þér úr gluggan-
um þegar út í bíl er komið. Takk
fyrir að hafa alltaf verið best,
með endalausu ástina fyrir mig,
strákana mína og okkur öll.
Elska þig og sakna þín svo mikið.
Þín sonardóttir,
Elísabet Gunnarsdóttir.
Það er með miklum söknuði
sem ég skrifa þessi hinstu orð til
hennar Margrétar Gunnarsdótt-
ur eða Möddu ömmu eins og ég
kallaði hana alltaf.
Þegar ég var sautján ára að
aldri kynntist ég Margréti Rós
eiginkonu minni. Stuttu síðar var
ég tekinn með í heimsókn til
ömmu hennar og afa í Gautlandið
og formlega kynntur fyrir þeim
hjónum Magnúsi og Margréti.
Það er skemmst frá því að segja
að þau tóku á móti mér með mik-
illi hlýju, líkt og ég væri barna-
barn þeirra, og upp frá því hef ég
alltaf kallað þau Magga afa og
Möddu ömmu.
Madda var einstaklega barn-
góð og hlý og þótti öllum barna-
börnunum og langömmubörnun-
um hennar ávallt gott að koma í
heimsókn til hennar og Magnús-
ar. Dætur mínar Karlotta og
Natalía eyddu mörgum stundum
með langömmu og langafa að
spila, baka, elda, púsla eða bara
að skrafa um allt milli himins og
jarðar. Svo var alltaf eitthvað
spennandi í kexskápnum í Gaut-
landinu.
Alltaf fannst mér gott að fara í
heimsókn til þeirra í Gautlandið,
en þar eyddi ég ófáum stundum.
Madda var vön að segja: „Óskar
minn, viltu bara ekki halla þér
snöggvast inn í sófa.“ Hún vissi
hvað mér fannst gott að fá mér
blund í sófanum hjá þeim. Á með-
an léku stelpurnar sér við ömmu
og afa. Þegar ég vaknaði svo af
blundinum var Madda búin að
breiða yfir mig teppi og halla
hurðinni inn í stofu til að ég fengi
svefnfrið.
Hún Madda var létt í skapi,
geðgóð og með góðan húmor.
Hún tók öllum vel og aldrei
heyrði ég hana tala illa um neina
manneskju. Við áttum einstak-
lega gott samband og gat ég rætt
við hana um allt sem mér datt í
hug, alveg sama hvað það var.
Það var bara eitthvað svo gott að
tala við hana.
Seinustu árin eftir að Magnús
féll frá áttum við mörg samtöl
þar sem við hlógum saman, skoð-
uðum gamlar myndir og ræddum
liðna tíma. Madda talaði mikið
um ástina sína hann Magnús og
hvað hún hlakkaði til að hitta
hann aftur.
Nú er sá tími kominn og ég
veit elsku Madda mín að þér líður
vel hjá ástinni þinni.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gefið mér og þeim sem þú elsk-
aðir svo heitt.
Hvíldu í friði elsku Madda
amma mín og skilaðu kveðju til
Magga afa.
Þinn
Óskar.
Minningin um elsku Möddu
okkar er einstaklega ljúf. Alltaf lá
eftirvænting í loftinu þegar
Madda var heimsótt í Gautlandið.
Lyktin sem tók á móti manni í
stigaganginum og tilhlökkunin að
ganga upp á þriðju hæðina þar
sem Madda stóð með opinn faðm-
inn. Minningin um að liggja á
stofuteppinu í Gautlandi sem
barn að púsla eða fylgjast með
Möddu leysa krossgátur vermir.
Seinna bættust við minningar um
að sitja við eldhúsborðið og
spjalla um daginn og veginn,
hlæja saman, skoða gömul
myndaalbúm og rifja upp gamla
góða daga eða bregða sér inn í
stofu að spjalla við Magga um
boltann og jafnvel skella sér út á
bestu svalirnar í bænum á góð-
viðrisdögum.
Tíminn virtist standa í stað
þegar maður kom í heimsókn í
Gautlandið og oftar en ekki hitti
maður fólkið þeirra Möddu og
Magga því mikill samgangur var
þeirra á milli og allir ávallt vel-
komnir. Madda var mjög náin
ömmu- og langömmubörnunum
sínum og stolt var hún af þeim.
Henni þótti vænt um sitt fólk og
hún kunni að sýna og deila þeirri
ást og væntumþykju. Það lýsir
Möddu svo vel að skírnargjafir
sem hún gaf voru ætíð hálsmen
með táknum um trú, von og kær-
leika.
Þegar Tótla amma, systir
Möddu, lést má segja að Madda
hafi á vissan hátt tekið að sér
ömmuhlutverkið með sínu ein-
læga og ástríka viðmóti. Hún
hafði svo stórt hjarta.
Þegar við vorum börn fórum
við alltaf í jólagleðskap til Möddu
í eftirréttinn á aðfangadag. Jóla-
ömmurnar eins og við kölluðum
þær, amma Tótla og amma
Madda, fóru þá á kostum með
gjöfum og ótrúlegu hnallþór-
uboði og var þetta hápunktur
jólahátíðarinnar. Mikið voru
þetta skemmtilegir tímar.
Madda lagði alltaf mikið upp
úr því að veifa okkur í kveðju-
skyni úr glugganum í Gautlandi.
Elsku Madda, nú veifum við þér í
kveðjuskyni á leið þinni til Magga
þíns og þökkum þér fyrir alla
þína ást, hlýju og umhyggju. Við
sendum fjölskyldu þinni innileg-
ar samúðarkveðjur.
Ásthildur og Þórhildur.
Við sitjum tvær vinkonurnar í
kyrrðinni, úti er blankalogn, eng-
ar mannaferðir, engin umferð,
það er líkt og tíminn standi í stað.
Madda opnar augun örskamma
stund, brosir út í annað og leggur
svo aftur augun. Friðsæld, ró og
værð fyllir loftið, ég rýf þögnina
með því að rifja upp löngu liðna
atburði eða til þess tíma sem leið-
ir okkar lágu fyrst saman. Við
fetum minningaslóðann, brosum
og hlæjum, þegjum og fellum
nokkur tár.
Ég var kornung, 17 ára gömul,
þegar leiðir okkar Möddu lágu
fyrst saman. Þvílík gæfa fyrir
mig. Strax frá fyrstu stundu
tókst með okkur náin og einlæg
vinátta sem aldrei bar skugga á.
Madda var skemmtilega stjórn-
söm, hreinskiptin og mikill húm-
oristi, því var það þannig að þeg-
ar hún siðaði mann til, sem hún
þurfti ósjaldan að gera, var það í
léttum og gamansömum tón og
alltaf með hlýju. Hún hitti nagl-
ann auðvitað ansi oft á höfuðið og
ég græddi alltaf á þessum um-
vöndunum. Þegar mikið lá við,
einhverjar breytingar voru í upp-
siglingu eða stórar ákvarðanir
sem þurfti að taka, var enginn
ráðgjafi betri en Madda. Einlæg-
ur og sannur áhugi á öllu því sem
maður var að fást við, gagnlegar
spurningar og hvatning gerði það
að verkum að ráðleggingarnar
voru alltaf uppbyggilegar og
hvetjandi. Þótt hún bætti stund-
um við í gamansömum tón: „þú
ert nú meiri kerlingin, skil ekki
hvernig þú nennir þessu“ og svo
hlógum við saman.
Madda var amma barnanna
minna Magnúsar Þórs og Sigrún-
ar, hún var líka amma Söru Mar-
grétar sem átti alla sína föður-
fjölskyldu í öðru landi. Sara var
barnabarnið hennar og átti alltaf
eins og hin barnabörnin athvarf í
stórum og hlýjum faðmi ömmu.
Enda sótti Sara í að fara til ömmu
rétt eins og öll hin barnabörnin
og var samband þeirra ákaflega
fallegt og innilegt. Madda elskaði
fólkið sitt, börn, tengdabörn,
barnabörn, maka þeirra og lang-
ömmubörn og allir elskuðu hana.
Hún fór aldrei í manngreinarálit,
sýndi öllum sama áhuga, velvild
og hlýju, algjörlega fordómalaus.
Hún kunni að meta mannkosti
sem fólu í sér manngæsku, um-
hyggju og heiðarleika, hún kunni
að meta gott fólk. Maður fann
alltaf að hún bar hag manns fyrir
brjósti, það litaði allt sem hún
sagði, hvernig hún var og hvernig
hún horfði á mann. Brosið henn-
ar, fallega brosið hennar, það
birti til í hvert sinn sem hún
brosti. Stundum sagði hún ekkert
heldur bara brosti.
Nú er Madda amma komin til
Magga afa, en undir það síðasta
þráði hún það heitast af öllu.
Samverustundir verða ekki fleiri
í bili, en við sem eftir sitjum eig-
um hafsjó góðra minninga til að
ylja okkur á. Við erum öll ríkari
af því að hafa átt Möddu að, hún
lifir áfram í hjarta okkar.
Ég minnist þess
er mér var sagt
að á hafi úti stæði klettur
settur ótal litbrigðum
geislandi af fegurð
hefði að geyma
ótal leyndardóma um lífið.
Straumþungi hafsins
ágangur brimsins
hvínandi stormar
styrktu hann í sessi.
Ylur sólarljóss
mjúk hafgola
tregafullt mánaskin
hjúpuðu hann töfrum.
Mér var einnig sagt
að menn fyndu þar athvarf
jafnt á erfiðum stundum
sem og tímum friðar og gleði.
(Anna María Jónsdóttir)
Anna María Jónsdóttir.
Margrét Gunnarsdóttir
✝
Svava Þuríður
Árnadóttir, f. 9.
júní 1927 í Snjall-
steinshöfðahjáleigu í
Landsveit, nú Rang-
árþingi ytra. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Lundi 17. febr-
úar 2021.
Foreldrar hennar
voru Árni Sæmunds-
son, f. 27. júní 1897
að Lækjarbotnum í
Landsveit, d. 17. des. 1990, og
kona hans Margrét Loftsdóttir, f.
27. jan. 1899 að Neðra-Seli í
Landsveit, d. 12. ágúst 1981. Þau
hófu búskap 1921 og fyrst að
Snjallsteinshöfðahjáleigu (nú Ár-
bakka) til 1938 er þau seldu jörð-
ina og fluttu að Bala í Þykkvabæ,
bjuggu þar til dauðadags.
Systkini Svövu eru Lovísa
Anna, Sæmundur, Sigríður
Theodóra, Guðlaugur og Rut. Af
þeim er aðeins Guðlaugur enn á
lífi.
Maður Svövu var
Jón Árnason, fædd-
ur 12. ágúst 1926 í
Bjarneyjum á
Breiðafirði, hann
lést 10. apríl 1998.
Foreldrar hans
voru Árni Jónsson,
f. 2.7. 1892 á Auðs-
haugi, d. 21. maí
1956, og kona hans
Ragnheiður Ágúst-
ína Jónsdóttir, f.
9.5. 1899 í Múlakoti í Reykhóla-
sveit, d. 4. júlí 1979.
Börn þeirra eru: Sæmundur, f.
25.10. 1948, Árni, f. 9.6. 1950, d.
5.6. 2018, Margrét, f. 16.2. 1952,
Ragnheiður, f. 26.4. 1954, d.
30.10. 2019, Elín, f. 4.6. 1956,
Loftur Andri, f. 18.9. 1957, og
Pálmi, f. 11.11. 1958. Barn Jóns
er Guðrún Lára, f. 12.4. 1944, d.
28.11. 1997.
Útför Svövu fór fram frá frá
Þykkvabæjarkirkju 27. febrúar
2021.
Þau voru sex móðursystkini
mín, börn Árna og Margrétar í
Bala í Þykkvabæ sem komust
til fullorðinsára. Elst var
Lovísa Anna, þá Sæmundur
sem lést ungur 19 ára, þá Sig-
ríður Theodóra, svo tvíburarnir
Guðlaugur og Svava Þuríður og
yngst var Rut. Systurnar fóru á
Húsmæðraskólann að Laugar-
vatni og lærðu þar undirstöðu-
atriði í heimilishaldi og margs
konar handavinnu. Þessi grunn-
ur nýttist Svövu vel þar sem
hún var afbragðsmatmóðir og
allt handverk lék í höndum
hennar. Hún giftist Jóni Árna-
syni, þau bjuggu lengst af í
Bala og ólu þar upp börnin sín
sjö.
„Hún Svava systir,“ sagði
mamma (Sigga) þegar hún tal-
aði um hana. Svava var rétt
rúmu ári yngri en mamma og
það var hlýja í röddinni. Fyrstu
minningar mínar um Svövu
voru þegar styttist í að hún
eignaðist börnin sín, þá kom
hún til okkar á Laufásveginn og
beið þess að „hennar tími
kæmi“. Svava var hæglát og
hefur örugglega notið þess að
hvílast og undirbúa sig fyrir
nýtt barn í fangið. Ég var fjög-
urra ára þegar Ragnheiður
fæddist. Það var spennandi
þegar þær komu heim og lítill
dökkhærður kollur lá á kodd-
anum í vöggunni. Ég fór út og
sótti alla vini mína og sýndi
þeim hróðug þessa litlu fallegu
frænku. Svava sagði ekki
margt, en hún lét gott heita.
Mamma sagði hins vegar ým-
islegt og ég fékk ekki að sýna
fleirum litla barnið.
Ég fékk oft að vera í sveit-
inni hjá Lúllu og Óskari í
Húnakoti. Þaðan var ekki nema
steinsnar að skreppa upp að
Bala, til að leika við frænd-
systkinin og ég sótti auðvitað
mikið í þau og margt var brall-
að. Alltaf tók Svava mér vel.
Lífið heldur áfram og Bala-
krakkarnir urðu fullorðið fólk
og við hin líka. Þá kom meira
rými og meiri tími og gott að
hugsa til þess, að þær systurn-
ar náðu að ferðast saman til út-
landa, bæði til Kanada og Evr-
ópu meðan þær voru báðar við
góða heilsu og nutu sín vel.
Svava lagði mikið upp úr því að
vera vel og fallega klædd og
eiga skó og fylgihluti sem fóru
vel við fötin. Hún var alveg með
þetta, eins og sagt er.
Það er ekki mitt að segja
söguna hennar Svövu og örugg-
lega fékk hún sín verkefni eins
og flestir, en einhvern veginn
tókst henni svo vel að vinna úr
því og leyfa gleðinni og áhug-
anum fyrir lífinu og afkomend-
um sínum að verða ofan á. Þar
var hún okkur góð fyrirmynd.
Á seinni árum ferðaðist hún
mikið innanlands með eldri
borgurum í Rangárvallasýslu
og fór m.a. upp á Heklutind,
líklega á 70 ára afmælinu sínu.
Það fannst mér flott. Þegar
mamma var komin á hjúkrunar-
heimilið hringdi Svava oft í
hana og þær spjölluðu. Þetta
voru dýrmætar stundir: „Hún
Svava hefur alltaf frá svo
mörgu skemmtilegu að segja,“
sagði mamma.
Í minningunni um Svövu
móðursystur okkar mun standa
upp úr gleðin, hlýjan og þessi
lífsglampi í augunum sem
gladdi þann sem mætti henni.
Við Nína þökkum samfylgd
og biðjum Guð að blessa minn-
ingu Svövu og sendum hlýjar
samúðarkveðjur til frændsystk-
ina okkar og allra sem hún
elskaði.
Margrét Eggertsdóttir.
Svava Þuríður
Árnadóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar