Morgunblaðið - 30.03.2021, Page 24

Morgunblaðið - 30.03.2021, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021 Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is VANDAÐIR STÓLAR fyrir ráðstefnu-, veislu- og fundarsali Fastus býður upp á mikið úrval af húsgögnum og innréttingum fyrir hótel, mötuneyti, veitingastaði, ráðstefnur, fundi o.fl. Komdu og kynntu þér úrvalið. Við sérpöntum eftir þínum óskum! Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Taktu frá tíma fyrir hugleiðslu – það er of mikið í gangi í þínu lífi þessa dag- ana. Gríptu öll tækifæri til að gera þér glað- an dag. 20. apríl - 20. maí + Naut Haltu ró þinni á hverju sem gengur og líttu bara á bjartar hliðar tilverunnar. Gakktu frá lausum endum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þér lætur betur að láta verkin tala en að setja á langar ræður um hlutina. Hvernig væri að velta fyrir sér aðferðum til þess að bæta heilsuna? 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Misstu ekki sjónar á takmarkinu þótt einhverjir smámunir séu að vefjast fyr- ir þér. Enginn vinnur verkin fyrir þig. Þú átt það til að detta í dagdrauma. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ert svo samdauna vissu umræðu- efni að þú sérð ekki það augljósa í málinu. Búðu þig undir skemmtilega viku fram und- an. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Reyndu að ferðast þér til skemmt- unar fljótlega í næsta mánuði. Það er engin ástæða til að fara á taugum þótt þú lendir í smá mótvindi. 23. sept. - 22. okt. k Vog Reyndu að komast hjá því að taka að þér of mörg verkefni, þú sérð bara eftir því síðar. Þú kemst að gömlu leyndarmáli. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Afbrýðisemi er eyðileggjandi. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur. Þú færð frábæra hugmynd sem mun kollvarpa öllu í þínu lífi til hins betra. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Staldraðu við og líttu um öxl svo þú lendir ekki í því að gera sömu mis- tökin aftur. Einhver er að misnota vald sitt og þér líkar það ekki. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Stundum er það svo, að því meir sem maður leggur á sig, þeim mun minni verður árangurinn. Vertu vakandi og taktu vel eftir því sem fram fer í kringum þig. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú nýtur þess að ferðast innan- lands þér til ánægju á næstu vikum og mánuðum. Slakaðu á og ekki spyrja of margs. Stundum er ekkert betra að vita svörin. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Hugmyndir eru á hverju strái, vinn- an er skemmtun og allt flæðir án hindrana. Allt er gott sem endar vel. ehf. „Ég hafði vanist góðri þjónustu rannsóknavörufyrirtækja bæði í Bandaríkjunum og Svíþjóð, en slíkri þjónustu var verulega ábóta- vant hér. Ég ætlaði aldrei að vinna hjá fyrirtækinu, en örlögin höguðu því þannig að ég tók við rekstri þess síðsumars 1985 og stýrði því samfleytt í nær 30 ár.“ Ari hefur fengist við skrif gegn- um tíðina. „Ég skrifaði greinaflokk um veirufræði í Morgunblaðið, M.Sc.-gráðu í örverufræði 1978. Hann hélt svo til Stokkhólms og lauk þar doktorsnámi í veirufræði 1982 frá Karolinska Institutet. „Ég er fyrsti höfundur og meðhöfundur fjölmargra vísindagreina um við- fangsgefni mitt þar, Epstein-Barr- veiruna.“ Eftir heimkomuna frá Stokk- hólmi vann Ari hjá Rannsóknastofu í veirufræði, en 1983 stofnuðu hann og bræður hans fyrirtækið Gróco A ri Kristján Sæmundsen fæddist 30. mars 1951 í Reykjavík og bjó fyrstu sjö árin í Ból- staðarhlíð, flutti svo yfir Klambratún á Guðrúnargötu. Fjölskyldan var þar í 10 ár og flutti þá á Háteigsveg. „Ég bjó þar þang- að til ég gifti mig og flutti að heim- an, en ég kvæntist eiginkonu minni, Sirrý, 14. ágúst 1976.“ Ari eyddi flestum sumrum hjá föðurömmu sinni og frændfólki á Blönduósi fram til 12 ára aldurs. Eftir það var hann í ýmiss konar sumarvinnu: sendill, í byggingar- vinnu, verkamannavinnu, þrjú sum- ur í álverinu í Straumsvík, land- vörður í Skaftafelli í Öræfum og vann svo m.a. við efnagreiningar á mjólk og mjólkurvörum og rann- sóknir á saltbúskap laxaseiða. Ari sótti grunnnám í Hlíðaskóla og tók landspróf í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, af náttúrufræðibraut, 1971, og lauk B.Sc.-námi í líffræði frá Háskóla Ís- lands 1974. ,,Ég vann svokallað 4. árs verkefni undir handleiðslu Mar- grétar Guðnadóttur prófessors á Rannsóknastofu HÍ í veirufræði. Ég framfleytti mér m.a. með stundakennslu hjá HÍ, Tækniskól- anum og Hjúkrunarskólanum, auk forfallakennslu hjá MR.“ Ari fékk Fulbright-styrk og styrk frá Virg- inia Tech og útskrifaðist með 1983-1984, ætlaðan almenningi, undir styrkri stjórn Matthíasar Jo- hannessen. Ég sendi frá mér smá- sagnasafnið „Með stein í skónum“ 2008 við litlar undirtektir. Verð sennilega að sætta mig við að ég verð ekki rithöfundur úr þessu.“ Ari hefur setið í stjórnum nokk- urra félaga og fyrirtækja og var í starfshópi Rannsóknaráðs ríkisins um möguleika líftækni á Íslandi og nefndarformaður nefndar iðnaðar- ráðuneytisins sama efnis, 1984- 1985. Hann er nú stjórnarmaður hjá MEDOR ehf. í Hafnarfirði. „Árið 2008 keyptum við hjónin bústað í Hálsasveit í Borgarfirði og við erum þar öllum stundum, jafnt sumar sem vetur. Við spilum golf þegar vel viðrar á sumrum á milli þess sem við dyttum að eigninni og gerum vel við okkur og okkar fólk. Ég er mikill áhugamaður um veiði- skap. Við feðgar förum árlega í Laxá í Mývatnssveit og svo reyni ég að ganga til rjúpna með yngri syni mínum a.m.k. einu sinni á hverju hausti, en mest er ég í lax- veiði með bræðrum mínum og í góðum félagsskap vina og vanda- manna. Ég hef líka gaman af brids og er í spilaklúbbi með fimm vinum mínum úr barnaskóla, en við hitt- umst nokkuð reglulega yfir vetr- armánuðina. Og svo lesum við hjón- in reiðinnar býsn af bókum. Við hjónin höfum gaman af ferðalögum, farið víða bæði innan- Ari Kristján Sæmundsen, veirufræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri – 70 ára Fjölskyldan Ari og Sirrý ásamt börnum og tengdabörnum árið 2020. Fór úr veirunum í rekstur Barnabörnin Ari Baldur, Ísabella Rún, Bragi Kristján og Huginn Rafn.Bræðurnir Ari, Evald og Grímur á veiðum í Laxá í Aðaldal. Til hamingju með daginn 60 ÁRA Jóhann Ásmundsson er Reykvíkingur, en á ættir að rekja til Borgarfjarðar og Seyðisfjarðar. Hann er tónlistarkennari að mennt frá FÍH og hefur starfað sem tónlist- armaður og upptökustjóri, en hann á og rekur Stúdíó Paradís ásamt fjöl- skyldu sinni. Hann byrjaði að spila á bassa um þrettán ára og fjórum árum síðar, eða 1977, stofnaði hann hljómsveitina Mezzoforte ásamt félögum sínum. Hún er enn starfandi, hefur gefið út 14 hljómplötur, DVD-tónleikadisk og hefur spilað úti um allan heim. Mezzoforte komst í 17. sæti á breska vinsældalistanum árið 1983 með lagið Garden Party. Jóhann hefur sent frá sér tvær sólóplötur, sú fyrri kom út 2001 og sú seinni 2016. „Það var nóg að gera í stúdíóinu hjá mér í fyrra, en það er búið að vera rólegt undanfarið,“ en síðasta verk- efnið sem hann tókst á hendur var upptökustjórn á plötu með söngkon- unni Sigríði Guðnadóttur. „Ég spila líka á henni með fleiri góðum mönn- um. Ég hef annars ekki spilað op- inberlega síðan í mars 2020, en ætlaði að vera með gigg á djasskvöldi í Sandgerði rétt fyrir lokunina, eða 24. mars.“ Tónlistin er að sjálfsögðu aðal- áhugamál Jóhanns. „Og allt sem við- kemur henni, upptökustjórn og fleira. Ég hef gaman af allri tónlist en hlusta kannski helst á tónlist sem er svipuð Mezzoforte, og gospeltónlist og djass. Ég hef líka gaman af flugu- veiði og svo er ég áhugamaður um flug.“ Eiginkona Jóhanns er Sigrún Júlía Kristjánsdóttir, f. 1959, snyrtifræð- ingur og var með snyrtistofuna Para- dís í 40 ár en er nýhætt að reka hana. Foreldrar hennar voru hjónin Krist- ján Kristjánsson, tónlistarmaður og stjórnandi KK-sextettsins, og Erla Wigelund, eigandi Verðlistans, en hún er nýlátin. Börn Jóhanns og Sigrúnar eru Auður Elísabet, f. 1982, Ásmundur, f. 1986, og Ragnar Pétur, f. 1994. Foreldrar Jóhanns: Ásmundur Jó- hannsson, f. 1941, d. 2020, bygginga- fræðingur, og Íris Elísabet Arthúrs- dóttir, f. 1941, húsmóðir. Hún er búsett í Reykjavík. Eiginkona Ás- mundar er Rúna Didriksen og eigin- maður Írisar er Ólafur Kristjánsson. Jóhann Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.