Morgunblaðið - 30.03.2021, Page 32

Morgunblaðið - 30.03.2021, Page 32
Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fös: 11-18 lau: 11-15 LURDES BERGADA VOR 202 1 Sýningarstjórinn Mónica Bello hefur verið ráðin sem sýningarstjóri íslenska skálans í Feneyjum árið 2022. Hún mun starfa með myndlistarmanninum Sigurði Guðjónssyni, fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Bello hefur frá árinu 2015 gegnt stöðu sýningarstjóra og listræns stjórnanda hjá CERN, evrópsku kjarnorkurannsóknarstofnuninni í Genf, og í störfum sínum sem sýningarstjóri hefur hún beint sjónum að tækni- og vísindamenningu nútímans og því hvernig listamenn kveikja nýjar spurningar um upp- götvanir sem koma fram á sjónarsviðið, svo sem um hlutverk vísinda og nýja þekkingu á skynjun veru- leikans, segir í tilkynningunni. Sigurður starfar með Mónicu Bello ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 89. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Liechten- stein í undankeppni HM 2022 í Vaduz á morgun. Ís- lenska liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni til þessa, gegn Þýskalandi í Duisburg og Armeníu í Jereven, og þarf því nauðsynlega á sigri að halda á morgun. „Eftir þessa tvo ósigra gegn Þýska- landi og Armeníu er ljóst að íslenska liðið má ekki mis- stíga sig í leiknum í Liechtenstein,“ sagði Helgi Kol- viðsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Liechtenstein og aðstoðarþjálfari Íslands á árunum 2016 til 2018. »26 Íslenska karlalandsliðið má ekki misstíga sig gegn Liechtenstein ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Handverksfólk leynist víða og í Kópavogi situr Hrefna Aradóttir önnum kafin við að tálga ferming- arstyttur og búa til skúlptúra auk þess sem hún er á námskeiði hjá þýska brúðugerðarmeistaranum Bernd Ogrodnik. „Ég er að læra að að tálga og skera út strengjabrúður og alla vega brúð- ur,“ segir Hrefna, en verk hennar má sjá á Facebook og Instagram (HrefnaA-handverk). Eftir að hafa verið á grunnnámskeiði í haust og út- skrifast í nóvember hafi Bernd boðið upp á framhaldsnám í ár, þar sem unnið sé í ýmsum verkefnum í mánuð og næsti mánuður sé síðan notaður til þess að vinna upp það sem ekki hafi náðst að gera í fyrra mánuði. „Þetta er frábært nám, sem veitir innsýn í tækni og aðferðir, tól og tæki, alveg magnað.“ Hrefna fæddist og ólst upp í Nes- kaupstað. Árið 1998 fór hún með systur sinni í heimsókn til Hákonar Aðalsteinssonar, móðurbróður þeirra fyrir austan. Þar féll hún fyrir litlum, útskornum búálfum, sem héngu á bit- um í loftinu, og tónninn var sleginn. Í fótspor afans „Föðurafi minn, Bergþór Hávarðs- son, var mikill hagleiksmaður, tálgaði ýmislegt eins og skútur, mynda- ramma, rokka, box og fleira og fyrstu fimm árin mín fylgdist ég með honum vinna,“ segir hún. Hún hafi alist upp við það að hægt væri að tálga allt úr hvaða spýtu sem væri, að hægt væri að skapa eitthvað úr hverju sem væri. „Þegar ég sé eitthvað spennandi er ég viss um að ég geti gert það líka,“ segir hún um fyrstu viðbrögðin við þessu norska handverki heima hjá Hákoni. Síðan hafi hún spurt systur sína hvort hún væri ekki með vasa- hníf á sér; þær gætu náð sér í greinar í Hallormsstaðaskógi og byrjað að tálga. „Mér tókst ekki að tálga sam- bærilega álfa en úr urðu jólasveinar, sem ég þróaði síðan, málaði og breytti og bætti.“ Í kjölfarið hafi hún farið á nám- skeið, þar sem hún hafi meðal annars lært ýmislegt um vöruþróun. Þar með hafi hún verið komin inn hjá Handverki og hönnun og byrjað að selja framleiðsluna, m.a. hjá Máli og menningu, í Rammagerðinni og víð- ar. Samfara því hafi hún tekið þátt í samsýningum heima og erlendis, bætt við sig fleiri námskeiðum og svo koll af kolli. „Ég er stöðugt að afla mér meiri þekkingar til þess að geta gert betur.“ Jólasveinarnir urðu að fermingar- styttum. „Vissulega þarf að rækta hæfileikana en fyrst ég gat tálgað jólasveina fannst mér að ég gæti líka gert fólk. Ég einsetti mér strax að vinna eftir myndum af krökkunum og hef gert það, líki eftir fötunum sem þeir eru í, hvernig þeir standa og svo framvegis. Hver stytta er því einstök, hönnuð fyrir ákveðið barn. Í stórum dráttum hef ég verið í jólasveinunum frá sumri og fram í desember og síð- an í fermingarstyttum fram á vor.“ Samhliða þessu búi hún til skúlptúra, steypi undirstöðuna og festi tré- skúlptúr með járnpinna í steypuna. Þegar Hrefna byrjaði að tálga fí- gúrur bjó hún á Blönduósi og var þar í hálfu starfi. Árið 2013 flutti fjöl- skyldan suður, en þar fékk hún ekki hlutastarf og gat ekki sinnt hand- verkinu með fullri vinnu. „Ég vann yfir mig, var ekki ánægð með það og einsetti mér að fara að vinna í mínum málum, byrja aftur að tálga og skapa og gera það sem mér líður vel með og gerir mig glaða. Það er það sem ég er að gera.“ Sköpun og lífsgleði - Hrefna tálgar styttur og býr til skúlptúra - „Þegar ég sé eitthvað spennandi er ég viss um að ég geti gert það líka“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Í Kópavogi Hrefna Aradóttir hefur nóg að gera í sköpuninni. Hver með sínu lagi Stytturnar og fígúrurnar eru mismunandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.