Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Qupperneq 2
Hvað ertu að bardúsa? Það er búið að vera mjög rólegt hjá mér í tónlist síðan ég var í Söngvakeppninni 2019 en ég hef einnig verið að reka veitingastaðinn minn Súpufélagið í Vík. Rétt áður en Covid skall á var ég farinn að íhuga að hætta þessu söngvarabrölti og einbeita mér alfarið að veit- ingarekstri. Hvað breyttist? Vinir mínir og fjölskylda sögðu við mig að það hætti enginn í tónlist fyrr en að hafa gefið út eina plötu. Svo kom Covid og ég ákvað að eyða ekki þessu leiðindaári í ekki neitt og fór að semja. Þannig að Covid átti hlut að máli? Covid gaf mér tíma til að setjast niður og hugsa um hvað ég vildi gera og hvað ég vildi segja með plötu. Ég fékk góðan tíma til að leita inn á við. Komast að því hver ég væri og hvað ég vildi. Um hvað fjallar platan? Ég fór beint í það að skrifa um ástina; alls konar mismunandi vinkla. Þetta er poppplata með jákvæðum boðskap og per- sónulegum sögum. Tónlistin er undir áhrifum frá áttunda og níunda áratugnum. Hvenær kemur platan út? Platan kemur öll út síðla sumars en fyrsta lagið verður frumflutt á Spotify næsta föstudag. Það heitir Feels like home. Mig langar svo að fara upp á svið og finna fílinginn aftur, því ég er bara búinn að vera að elda súpur síðustu árin. Ég er ekkert að binda vonir við að verða poppstjarna en langar að gera tónlist sem fólki finnst gaman að hlusta á. Af hverju má ég ekki bara vera kokkur sem syngur? Mig langar að gera bæði. DANÍEL ÓLIVER SITUR FYRIR SVÖRUM Syngjandi súpukokkur Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.3. 2021 Margrét Lilja Pétursdóttir Ég myndi segja Pálmi Gestsson. SPURNING DAGSINS Hvaða íslenski leikari er í uppáhaldi? Sigurður Sigurðarson Edda Arnljótsdóttir. Guðbjörg Ingólfsdóttir Mér finnst hún Ilmur æðisleg! Gísli Jónsson Nú er úr vöndu að ráða. Ég hef ekki myndað mér skoðun um það. Daníel Óliver er söngvari og einn eiganda Súpufélagssins í Vík. Lagið hans Feels like home kemur út föstudaginn 19. mars á Spotify. Er ekki merkilegt hvað einstök orð geta skyndilega orðið frek til fjörsinsog sópað öðrum orðum út af borðinu án þess að hafa nokkurn skap-aðan hlut fyrir því? Orðið innviðir er gott dæmi. Upp úr miðjum síð- asta áratug óx því snarlega fiskur um hrygg og á tímabili opnaði enginn stjórnmálamaður munninn án þess að minnast á innviði eða öllu heldur skort á þeim. Þetta er sérstaklega eftirminnilegt fyrir kosningarnar 2016 og 2017. Við verðum að muna að spyrja pólitíkusana okkar um stöðuna á þessum ágætu innviðum áður en kosið verður í haust. Innviðir eru svo sem víðar, ekki síst í viðskiptum og rekstri. Þannig var hermt af því í fréttum í vikunni að Sýn hefði selt óvirka innviði fyrir- tækisins á sex milljarða króna. Hreint ekki slæmt. Hvað fengist þá fyrir virka innviði? Það kom ekki til af góðu en alls konar gömul og guggin orð komust aftur í tísku í fyrra, svo sem sóttkví. Skyndilega var það á allra vörum. Sóttkví kom aðeins við sögu í tutt- ugu greinum í Morgunblaðinu árið 2019 en 909 greinum árið 2020. Það segir sína sögu. Mér er ljóst að ekki er einu sinni liðinn hálfur þriðji mánuður af árinu 2021 en orð ársins er eigi að síður komið – sviðsmynd. Það ágæta orð átti að vísu góða spretti á seinasta ári enda almannavörnum tamt og þríeykið hélt því hátt á lofti meðan sóttin stóð sem hæst. Fyrst keyrði þó um þverbak þeg- ar land fór að skjálfa á Reykjanesi fyrir hálfri þriðju viku. Eftir það hefur líf- ið verið ein allsherjar sviðsmynd. Ég meina, það fer ekki nokkur maður út úr húsi lengur án þess að vinna með að minnsta kosti þrjár sviðsmyndir. Vísindamenn eru augljóslega miklir áhugamenn um sviðsmyndir og helsti talsmaður þeirra í þessari skálfta- og gostíð, Kristín Jónsdóttir, fagstjóri á sviði náttúruvár hjá Veðurstofunni, setti Íslandsmet í notkun orðsins á örfá- um dögum – og það án atrennu. Í dag er nóg að sjá hana á skjánum til þess að maður bregði ósjalfrátt upp fjórum eða fimm sviðsmyndum í sínu eigin lífi. Annars hefur Kristín staðið sig eins og hetja í stöðugreiningu og miðlun upplýsinga og í henni hefur þjóðin fundið sér nýjan Þórólf. Móður sem róar þandar taugar barna sinna af yfirvegun, umhyggju og hlýju. Jafnvel mætti kalla hana ljósmóður í öllum þessum hríðarverkjum þarna suður frá. Hvern- ig er það annars, fer fjallið ekki að taka jóðsótt? Jæja, látum þetta gott heita. Ég er farinn í kaupstaðarferð að fá mér svið á BSÍ. Sendi ykkur mynd. Í hvaða sviðsmynd eru innviðirnir? Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Mér er ljóst að ekki er einu sinni liðinn hálf- ur þriðji mánuður af árinu 2021 en orð ársins er eigi að síður komið – sviðsmynd. Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika Sími 555 3100 www.donna.is Heildsöludreifing Type II 3ja laga medical andlitsgríma FFP3 Respirator Comfort andlitsgríma með ventli FFP3 High-Risk andlitsgríma Andlitshlíf móðufrí C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.