Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.3. 2021 Óttast var að mögulegt hóp-smit væri í uppsiglingu eft-ir að tveir greindust með pláguna utan sóttkvíar, annar þeirra starfsmaður dag- og göngudeildar Landspítalans, sem fór á píanó- tónleika í Hörpu á föstudag þrátt fyrir að hafa orðið einkenna var. Sem enginn virtist kippa sér upp við. Ekki hefur komið fram hvers vegna heilbrigðisstarfsmaðurinn hafði ekki verið bólusettur, en samkvænt reglu- gerð er hann í 2. flokki bólusetn- ingar, á undan öldruðum sem þó hafa verið bólusettir í miklum mæli. Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir varpaði engu ljósi á það af hverju ekki væri farið að reglugerðinni. Jarðórói á Reykjanesskaga hélt áfram og þjóðin hélt áfram að bíða eftir eldgosi, sem þó hefur enn ekki látið á sér kræla (þegar þetta er ritað á föstudagseftirmiðdegi). Forsætisnefnd Alþimgis ræddi mögulegan trúnaðarbrest í stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd eftir að Jón Þór Ólafsson, formaður nefnd- arinnar, og Andrés Ingi Jónsson, báðir þingmenn Pírata, töldu vitnis- burð lögreglustjórans á höfuðborg- arsvæðinu gefa tilefni til frekari rannsóknar á máli, sem hún hafði opinberlega sagt að ekki væri grund- völlur til. Þolinmæði foreldra í Fossvogsskóla gagnvart borgaryfirvöldum virtist vera á þrotum, en skólinn er heilsu- spillandi vegna þrálátrar myglu. Þrátt fyrir að koma fram á myndum herskara almannatengla ráðhússins með borðaskæri og gjafabréf handa fasteignaspekúlöntum vannst Degi B. Eggertssyni borgarstjóra aldrei tími til þess að svara símtölum fjöl- miðla um málið. Áhugafólk um samgöngur fyrir alla kynnti breytingartillögur við borg- arlínuna, sem gerir ráð fyrir mun minni kostnaði og raski vegna henn- ar. Er engu líkara en það átti sig ekki á að einmitt kostnaðurinn og raskið eru meginmarkmið borgaryfirvalda. Kyrrsetningu á Boeing MAX- flugvélum var aflétt og hyggst Ice- landair taka þær í gagnið senn. Svo er að sjá hvort farþegar vilji þiggja far með þeim. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var haldinn víða um heim, en allt það misrétti féll þó í skuggann af yfirvof- andi viðtali Opruh Winfrey við her- togahjónin af Sussex, sem telja sig jaðarsett í tveggja milljarða króna útlegðarskýli sínu í Kaliforníu. . . . Loks náðist í borgarfulltrúa (borgar- stjóri er enn ófundinn) vegna mygl- unnar í Fossvogsskóla, þegar Skúli Helgason, formaður Skólaráðs, opn- aði sig loksins um málið og kynnti að setja ætti á laggirnar hóp um málið. Mestu skipti þó að héðan í frá yrði gott samstarf við foreldra og starfs- menn skólans. Myglan og veiku börnin auðvitað aukaatriði. Samræmdum prófum í 9. bekk þurfti að fresta vegna bilunar í tölvu- búnaði, enda græjurnar víst jafn- gamlar þeim sem reyndu að þreyta prófin. Þetta er sama dótið og bilaði 2018 og hefur margverið bent á að myndi bila aftur, en engin fjárveiting fengist. Áður en vikan var öll gafst menntamálaráðherra upp og aflýsti samræmdum prófum. . . . Lagt er til að öryggissvæði ratsjár- stöðvarinnar á Gunnólfsvíkurfjalli verði stækkað til mikilla muna vegna hugsanlegrar stórskipahafnar í Finnafirði. Sjö þúsund manns voru bólusett í vikunni og jukust vonir um að úr tæki að rætast, ekki þó síður þar sem bóluefni Janssen (Johnson & John- son) öðlaðist bráðamarkaðsleyfi, en íslensk stjórnvöld hafa pantað ógrynni af því, þótt eitthvað sé óljós- ara um afhendingu. Mjög þétt smáskjálftavirkni hófst við Fagradalsfjall og héldu menn áfram að bollaleggja eldgos, sem samt lét á sér standa. . . . „Gera þarf ráð fyrir gosi“ gól forsíðu- fyrirsögn Morgunblaðsins og birgðu landsmenn sig upp af kóki, appelsíni og tóniki af því tilefni. Og eins gott, því við nánari lestur fréttarinnar kom fram að fræðimenn töldu að eldgos kynni að verða nær fyrir- varalaust og alls óvíst hvort menn næðu út í sjoppu. Íslandspóstur útilokar ekki útboð á bréfaútburði, ekkert mæli gegn því, sem vafalaust er rétt en vekur enn spurninguna til hvers fyrirtækið sé eiginlega. Meira en helmingur háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna segist af- kastameiri í fjarvinnu heima hjá sér, en á móti komi að einmanaleikinn sé mikill. Þá vilja þeir fá rétt til þess að aftengjast í kjarasamninga. Atvinnuleysi mjakaðist örlítið niður, í fyrsta sinn frá því í maí í fyrra. Hins vegar fjölgaði áfram í hópi langtíma- atvinnulausra. Atvinnuleysi í land- inu öllu mældist í fyrri mánuði 11,4% á landinu öllu og er höfuðborgar- svæðið alveg í því meðaltali. Suður- nes skáru sig hins vegar algerlega úr með 24% atvinnuleysi. Starfsfólk Skattsins sagði mikið ann- ríki hjá sér vegna framtalsskila, en fresturinn rann út á föstudagskvöld til þess að menn freistuðust ekki til þess að nota rúman tíma um helgina til þess. Óljóst er í hverju annríkið á Skattinum felst þar sem skilin eru öll meira og minna rafræn, svo mannshöndin þarf þar hvergi að koma nálægt nema til þess að seilast í vasa skattgreiðenda. Seltjarnarnes þykist nú vera stór- borg og hefur ráðið sér stöðumæla- vörð. Vonast er til þess að á næstu árum verði einnig settur upp stöðu- mælir. . . . Breiðafjarðarferjan Baldur bilaði á siglingu og þurftu farþegar og skip- verjar að hírast í skipinu yfir nótt meðan hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson dró það til Stykkis- hólms. Notkun á bóluefni AstraZeneca var stöðvuð tímabundið vegna ótta Dana og Þórólfs Guðnasonar sótt- varnalæknis við að það kynni að tengjast blóðtöppum. Hvorki Lyfja- stofnun Íslands né Lyfjastofnun Evrópu var sama sinnis, en hvorug hafði uppburð í sér til þess að and- mæla einvaldinum. Notkun hins snjalla, eftirminnilega og þjála heitis Air Iceland Connect var hætt í vikunni og verða vélar þess eftirleiðis aðeins merktar Ice- landair. Vonir standa til þess að nota megi styttri flugvélar fyrir vikið. Sem kunnugt er hefur heimsfarald- urinn dregið töluvert úr umferð eyj- arskeggja, auk þess sem landið hefur verið meira og minna laust við er- lenda ökumenn undanfarið ár. Slys- um og óhöppum í umferðinni fækk- aði enda verulega í fyrra og hafa raunar ekki færri slasast í umferð- inni síðan 1992. Ríkisstjórnin fylltist örlæti og lagði fram 215 milljónir króna til þess að örva atvinnulíf á Seyðisfirði, sem enn er í sárum eftir aurskriðurnar í fyrra. Stjórn Íslandspósts greindi hástöf- um frá því að fyrrverandi forstjóri hefði lækkað gjaldskrá án samráðs við stjórnina. Um leið var hvíslað að sama stjórn hefði hækkað launin við sjálfa sig. Afkoma fyrirtækisins er hins vegar trúnaðarmál. Borgarstjórinn sem hvarf Hinn myglaði Fossvogs- skóli, þar sem heilbrigði barna er stefnt í hættu sakir fálætis borgaryfir- valda. Eins og sjá má á myndinni er borgar- stjóri hvergi nærri. Morgunblaðið/Eggert 7.3.-11.3. Andrés Magnússon andres@mbl.is Forgangssvið við úthlutun í ár eru: Efling starfs- og tæknináms í framhaldsfræðslu. Þróun starfstengds tungumálastuðnings í framhaldsfræðslu. Stafræn og/eða græn hæfniuppbygging í framhaldsfræðslu. Við mat á umsóknum er m.a. litið til þess hvernig þær falla að markmiðum 2. greinar laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu, faglega þekkingu og reynslu umsækjanda af að vinna verkefni sem sótt er um styrk til. Að auki þurfa umsóknir að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Vera vandaðar og skýrt fram settar. Skýr tenging við markhóp laga um framhaldsfræðslu. Mæti sýnilegri þörf fyrir úrræði í framhaldsfræðslu. Hafi skýr skilgreind markmið og skilgreinda verkefnastjórn. Hafi skýra kostnaðar-, verk- og tímaáætlun. Skili hagnýtri afurð og verði vel kynnt. Verkefnin skulu vera opin öllum fræðsluaðilum, mega ekki gera kröfu um umtalsverðan eða íþyngjandi kostnað, eða flókna sérfræðiþekkingu fyrir þá sem nýta sér afurðina. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Umsóknareyðublað, lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og nánari upplýsingar um vinnuferli og viðmið vegna styrkumsóknar er að finna á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, www.frae.is Umsóknarfrestur er frá 15. mars og til 19. apríl. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði til nýsköpunar- og þróunarverkefna. Styrkir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.