Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Side 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.3. 2021 Það vakti sennilega athygli einhverraþegar Sigríður Hagalín Björnsdóttir,fréttamaður Ríkisútvarpsins, vildi fá að fara inn fyrir lokun á Keilis- afleggjaranum vegna eldgossins sem hefur verið yfirvofandi. Þar stóð vörður sem til- kynnti henni að almenningur mætti ekki fara inn á svæðið. Fréttamaður spurði: En hvað með fjölmiðla? – og fékk sama svar og reyndar svip sem benti til þess að spurn- ingin væri frekar fyndin. Ég er ekki að áfellast sendiboðann, sem hefur væntanlega fengið ströng fyrirmæli um að halda almenningi úti, en málið er að þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona heyr- ist og það er alltaf jafn pirrandi fyrir okkur sem vinnum við fjölmiðla. Það er nefnilega þannig, án þess að þykjast vera eitthvað merkilegur, að fjölmiðlar eru alls ekki al- menningur. En það var eiginlega það sem vörðurinn ákvað að bæta við sem mér finnst skipta töluverðu máli: Enginn sem ekki á erindi. Nú er það bara þannig að fjölmiðlar eiga erindi. Þeir eiga erindi við fólk og þeirra hlutverk er að færa fólki upplýsingar, eins ómengaðar og þær geta verið. Til þess þurfa þeir að hafa aðgang og það á jafnt við um atburði sem upplýsingar. Til þess að geta gefið áhorfendum, hlustendum og les- endum mynd af því sem er að gerast þurfa þeir að hafa geta nálgast fréttaefnið eins milliliðalaust og hægt er. Þegar kemur að sjónvarpi og ljósmyndara er það sérlega mikilvægt. Ekki bara fyrir þá sem hlamma sér í sófann sama kvöld, heldur líka fyrir komandi kynslóðir. Það er nefnilega ekki eins og fjölmiðlar séu bara að gera þetta að gamni sínu að fara inn á svæði sem teljast kannski ekki alveg örugg. Fjölmiðlamenn fara ekki á átakasvæði heimsins af því þeir séu að safna flugpunktum. Þeirra hlutverk er að segja fréttir og til þess að geta það þurfa þeir að vita hvað er að gerast. Það er mjög áhugavert að velta því fyrir sér hvaða frétt- ir við hefðum fengið af stríðsátökum síðustu ára ef fjölmiðlamenn hefðu ekki fengið að fara að víglínunni. Hvaða mynd við hefðum til dæmis fengið af stríðinu í Vietnam eða Bosníu ef ekki hefðu þar verið hugrakkir blaðamenn til að segja okkur frá því sem raunverulega gerðist. Ég er í nokkuð fjölmennum hópi blaða- manna sem hefur verið handtekinn á vett- vangi. Það gerðist í miklum bruna í verk- smiðju Hörpu á tíunda áratugnum. Þar var ég á ferð með slökkviliðinu og hafði fengið heimild til að fara inn fyrir lokun. Það fannst áhugasömum lögreglumanni hin versta hugmynd, handtók mig á staðnum og flutti mig niður á lögreglustöð. Ég var frekar pirraður. Gott ef hann kærði mig svo ekki fyrir brot gegn valdstjórninni, eins og það heitir í lög- unum og ég kærði hann á móti fyrir að vera asni. Málið var svo fellt niður og lögreglu- maðurinn lét af störfum skömmu síðar. En niðurstaða margra sáttafunda var að fjöl- miðlar ættu rétt umfram almenning þegar kæmi að atburðum á borð við þennan. Svo gerist eitthvað nýtt og þá vilja allar þessar reglur gleymast í spennunni og hinir svokölluðu viðbragðsaðilar (sem er hræði- lega ljótt og stofnanalegt orð) gleyma fjöl- miðlunum aftur. Skilja einn eftir við af- leggjarann til að passa að fjölmiðlar séu nú ekki að fara sér að voða. Stundum heyrast líka þau rök að það sé ekki gott að segja hverjir séu raunverulega fjölmiðlamenn. Þá má benda á að það eru gefin út sérstök skilríki fyrir blaðamenn og flestir bera einhver einkenni fjölmiðils síns. Og ég held ég geti lofað ykkur því að ef þið mætið Sigríði Hagalín aftur eða Krist- jáni Má í gula vestinu, þá eru þau ekki komin þangað til að búa til gott instastory. ’ Fjölmiðlamenn fara ekki á átakasvæði heimsins af því þeir séu að safna flugpunktum. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Þeir sem eiga erindi Í vikunni staldraði ég við tvenntsem snýr að réttindum kvennabeint og óbeint. Hvort tveggja birtist í fjölmiðlum á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, mánudaginn 8. mars. Annað var útvarpsviðtal við talskonu félagsins Femínísk fjár- mál sem útskýrði hvað átt væri við með kynjuðum fjárlögum, nefnilega að hugað væri að áhrif- um sem opinberar fjárveitingar til atvinnusköpunar hefðu á stöðu kynjanna. Þessi nálgun hafi verið innleidd í kjölfar bankahrunsins á árunum upp úr 2009 en fyrst og fremst í orði, síður á borði. Alla tíð hefði hallað á konur, en í stað þess að rétta þeirra hlut, sem eðlilegt hefði verið þegar fjár- munum væri ráðstafað til atvinnu- uppbyggingar, þá hafi verið bætt í hallann þeim í óhag. Talskonan sagði að allt væri þetta þekkt innan Stjórnarráðsins, þar hefði verið unnin vönduð greiningarvinna á undanförnum árum, en pólitískar ákvarðanir hefðu hins vegar geng- ið þvert á niðurstöður þeirrar vinnu. Þetta held ég að sé hárrétt og ég tel auk þess mikilvægt að taka þessar ábendingar alvarlega, þær snúa nefnilega að sjálfum undir- stöðum samfélagsins. Kynjuð fjárlög þýða á manna- máli að hjá okkur Íslendingum þarf hlutfall fjárfestinga í heil- brigðisþjónustu og umönnunar- störfum að hækka samanborið við fjárfestingu í malbiki. Það er ekki að gerast. Hróðug segist ríkis- stjórnin ætla að spýta inn tólf hundruð milljörðum á næstu fimmtán árum í samgöngubætur, þar eru karlastörfin. Ekki hef ég heyrt áþekk loforð fyrir kvenna- störf. Naumt skammtað til vel- ferðarþjónustunnar bitnar á kvennastörfum og hefur auk þess í för með sér álag á konur heima við. Enn er reynslan sú þótt margt hafi breyst. Þetta er jafnréttisvinkillinn, hann snýr líka að því að jafna byrðarnar við heimilisstörfin og í launakjörum þarf að vera jöfn- uður. Síðan mætti taka alla kyngrein- ingu út, sleppa jafnréttisvinkl- inum og tala bara um malbik og umönnun. Niðurstaðan væri hin sama; því veikara velferðarkerfi, þeim mun kraftminna samfélag. Og öfugt; kröftugt velferðarkerfi er forsenda öflugs efnahagslífs. Þetta skildi ég sem kjarnann í boðskap félagsins Femínísk fjár- mál. Fyrir hálfri öld, kannski tæp- lega, þegar kvennahreyfingin var að hefja sig til flugs, trúði ég því að þess væri skammt að bíða að hætt yrði að tala um konur og karla í þessu samhengi, bara um malbik og velferð. Svo langt myndum við hafa náð í jafnréttis- baráttu þegar komið væri fram yfir aldamótin, hvað þá um tvo áratugi inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Á árunum upp úr 1970 var áhersla lögð á að við værum öll sömu gerðar þegar komið væri út í efnahagslífið, konur og karlar, óháð kyni værum við einfaldlega mismunandi einstaklingar. Í öðru samhengi kynnu karlar og konur að vera ólík en ekki þegar kæmi að því að reikna, rökstyðja, finna veirur, lækna fólk, hlynna að sjúk- um, kenna börnum, hanna vél- búnað, stjórna flugvél, leggja raf- magn og aka bíl. En viti menn og er þá komið að framvæmdastjóraþætti þessa pist- ils. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, sendi frá sér grein sem birtist meðal annars í Morgunblaðinu á umræddum bar- áttudegi kvenna. Hann vakti máls á ýmsum réttinda- málum kvenna víðs vegar um heiminn og gerði það prýði- lega. Það var þörf áminning og hvatn- ing. En svo kom hann að getunni til að stjórna okkur hin- um. Á honum var svo að skilja að konur væru þar miklu betri en karlar og til marks um það væri viðureignin við Co- vid. Sú viðureign gengi betur í ríkjum þar sem konur stjórnuðu! Annars staðar í blaðinu voru í til- efni dagsins birtar myndir af kon- um sem sitja við stjórnvölinn bæði í valdastofnunum, ríkjum og ríkja- samböndum; virtist eiga að vera til marks um framfarir að þessar konur sitji á valdastóli. Ekki höfðuðu þær valda- persónur sem þarna voru taldar upp til mín. Langt í frá. Það gerði heldur ekki þessi málflutningur aðalritarans sem mér þótti byggj- ast á stjórnendahyggju og auk þess vera niðrandi í garð karla og kvenna sem engan áhuga hafa á því að láta stýra sér, hvorki af körlum né konum. Þá má spyrja hvort konum almennt þyki eftir- sóknarvert að vera sviptar per- sónu sinni með því að vera dregn- ar í dilk með þessum hætti. Eigum við ekki að leyfa okkur að meta forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, framkvæmdastjóra seðlabanka Evrópu, kanslara Þýskalands, varaforseta Bandaríkjanna og aðrar konur sem þarna voru tald- ar upp samkvæmt eiginleikum sem þær kunna að búa yfir, já- kvæðum eða neikvæðum eftir at- vikum, í stað þess að einblína á kynferði þeirra? En vissulega er þetta leið til að forðast umræðu um pólitískan fer- il einstaklinganna, afstöðu þeirra til mála, baráttuaðferðir og fram- komu gagnvart öðru fólki. Með því móti verða þessir ein- staklingar fyrst og fremst konur og ég sem gagnrýni þær, sem ég vissulega geri, bara karl. Varla var að þessu stefnt. Femínistinn og aðalritarinn Úr ólíkum átttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ Með því móti verða þessir einstaklingar fyrst og fremst konur og ég sem gagnrýni þær, sem ég vissu- lega geri, bara karl. HLÍÐASMÁRI 19, 2.HÆÐ · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 534 9600 Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin. Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi. Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi. Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn. NÝ TÆKNI! NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.