Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Síða 8
VIÐTAL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.3. 2021
É
g byrjaði í pólitík 1986, þegar ég
var ráðinn bæjarstjóri heima á
Dalvík, 29 ára gamall. Ég var
kennari og sjómaður, nýbúinn að
ráða mig sem skipstjóra á togbát
þegar þetta kom upp og það var bæði spenn-
andi og forréttindi að fá að stýra heimabyggð-
inni, til þess að gera bráðungur maður. Þá
voru Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag
búin að mynda meirihluta, ungt og drífandi
fólk, og við áttum þarna góð ár, blésum lífi í
bæinn og atvinnulífið.
Átta árum seinna fór ég svo til þess að verða
bæjarstjóri á Ísafirði, þar sem biðu allt öðru
vísi en ekki síður áhugaverð verkefni. Þar var
ég í nýjum landshluta, sem var að mörgu leyti í
vörn, og við sameinuðumst þarna allmörg
sveitarfélög í Ísafjarðarbæ, sem ég held að
hafi verið hárrétt skref og hefði mátt vera
stærra.
Hræðilegir tímar
Síðan komu þessi gríðarlegu áföll, snjóflóðin í
Súðavík og á Flateyri 1995. Það var ekki auð-
velt að taka á því, þar sem maður þurfti að fást
við bæði sjálfan sig og aðra í þeim hremm-
ingum öllum. Þegar ég var sendur til Súðavík-
ur með Fagranesinu þarna um nóttina, þá upp-
lifði ég þetta erfiða sambýli við náttúruna svo
sterkt, hversu mikil átök þetta geta verið. Og í
framhaldinu þessa miklu samkennd, sem
svona áföll skapa með fólki og þjappa því sam-
an á slíkum stundum.
Það er skrýtið að segja það, en þessir hræði-
legu tímar voru líka gefandi á sinn hátt.“
Hvernig er það fyrir til þess að gera ungan
mann að standa frammi fyrir slíku, að finna að
nú reynir á þig og úr hverju þú ert gerður?
„Maður hugsar ekkert út í það þannig.
Hugsunin snýst ekki um sjálfan þig, heldur
hvaða öfl eru að verki í náttúrunni og sam-
félaginu og hvernig þú getur komið að gagni.
Að því leyti sem maður á annað borð hugsar
það, þá er það leiðarljósið í gegnum svona
hörmungar, sem breyta sýn manns á lífið.“
Svo ferðu aftur í Eyjafjörðinn.
„Já, 1998 hélt ég aftur heim á fornar slóðir
og verð bæjarstjóri á Akureyri og þá koma enn
önnur og öðru vísi verkefni. Bærinn og sam-
félagið höfðu gengið í gegnum þrengingar og
við, nýr meirihluti og ég, þurftum að snúa það í
gang aftur. Þá tók við uppbyggingarskeið á
sviði leikskóla-, grunnskóla-, íþrótta- og menn-
ingarmála, blésum til sóknar í samfélaginu og
markaðssettum sveitarfélagið með slagorðinu
„Akureyri – öll lífsins gæði“ í ljósi bjartsýni og
trúar á gæði samfélagsins, sem við byggðum
og vildum byggja. Ég held í það enn.“
Það sem máli skiptir
2007 ferðu í landsmálin, ert kosinn á þing og
þið og Samfylking myndið ríkisstjórn með
mesta meirihluta þingsögunnar og allt í blóma.
Rétt rúmu ári síðar dynur hrunið yfir.
„Já, þetta var stormur og gríðarleg átök í
samfélaginu. Ég hef á minni pólitísku ævi upp-
lifað margt, en kosningarnar 2009 voru engu
líkar. Að heyja kosningabaráttu undir þeirri
umræðu var ömurlegt.“
Mótaði þetta þig eða leiddi eitthvað í ljós um
þig? Þá á ég bæði við þessar náttúruhamfarir
og hrunið.
„Þetta hefur allt áhrif á mann. Mótar mann
með einhverjum hætti. Og maður áttar sig á því
að þetta pólitíska dægurþras er ósköp lítilvægt
hjá hinu. Um leið fær maður skráp gagnvart
þessu daglega áreiti sem litlu skiptir; lærir að
meta allt aðra og dýpri þætti, sem snúa að sam-
félagsgerðinni, samheldni, fjölskyldu og öðru
því í lífi sérhverrar manneskju sem mestu varð-
ar: Ást, væntumþykju og ámóta tilfinningum.“
Ef þú værir ungur maður aftur, færir þú
jafnóhikað í stjórnmálin, svona í ljósi þessa
álags á stjórnmálamenn og fjölskyldur þeirra?
„Ef þú brennur fyrir það að hafa áhrif á
gang mála í þjóðfélaginu og hefur skapferli í
það, þá er það engin spurning. En það snýr
ekki bara að manni sjálfum, maður þarf að
geta treyst á fjölskylduna, að fólkið þitt standi
með þér og umberi þessa vinnu. Og þetta er
heilmikil vinna.“
Mismikil eftir fólki þó?
„Ja, ég er þeirrar gerðar að ég er gefnari
fyrir vinnuna í þessu en málafylgjuna út á við.
Ég er juðari. En það útheimtir oft mikið og
krefst mikils af þínum nánustu, því þetta er
ekki hægt án góðs stuðnings þeirra.
Svo ef ég ætti að velja, þá já, tækifærin til
þess að hafa áhrif til góðs hafa alla tíð heillað
mig. Mér hefur verið trúað og treyst fyrir mik-
illi ábyrgð, jafnt í stjórnmálum og atvinnulífi,
og ég hef ekki beðist undan henni. Það er ekki
lítil ábyrgð fyrir ungt fólk að vera í forsvari
fyrir áhöfn um borð í stálkassa, sem flýtur úti
á hafi, ábyrgð á því að bæði skip og áhöfn komi
heil heim í höfn. Ég hef alltaf verið þakklátur
fyrir slíkt traust og hef notið þess. Það á jafnt
við á sjó og í ráðuneyti.“
Samyrkjubúið á Dalvík
Þú ert með skipstjórnarréttindi og varst kenn-
ari, sem er kannski ekki alveg klassískur bak-
grunnur í stjórnmál, en er það ekki einmitt
ágætur grunnur í þau?
„Bara helvíti góður.“
Þú þarft að horfa á heildina, leiða hópinn
áfram og hafa hann með þér …
„Einmitt. Þú gerir þetta aldrei einn, það
lærði ég snemma.
Ég ólst upp á Dalvík, í fjörunni nánast, og er
í grunninn bara þessi sveitastrákur, sem er al-
inn upp við sjó, og dreg eðlilega dám því. Ég
var að þvælast á netaverkstæðinu hjá pabba
og körlunum, sem allir voru meira og minna
hægrimenn en ráku sig eins og þeir væru á
samyrkjubúi. Uppeldið var þannig í þessu litla
sjávarþorpi að liðið verður að standa saman til
þess að hafa afkomu og skila verki til næstu
kynslóða. Þessi grunnur, kennarinn, sjómað-
urinn og skipstjórinn – þú getur ekki gert
þetta vel nema með því að hafa fólk með þér,
kunna að gefa eftir þegar þarf og sækja þegar
þess þarf. Vinna með fólki og treysta því.
Það þýðir ekki að allir þurfi að vera sam-
mála, ágreiningur er eðlilegur og menn eiga að
geta tekið snerrur við fólk án eftirmála. Ég hef
til dæmis aldrei ráðið til mín já-fólk til að-
stoðar eða sem stjórnendur. Ég vil að fólk
treysti sér til þess að vera á öndverðum meiði
við mig og segi hug sinn. Ákvörðunin og
ábyrgðin er eftir sem áður mín, en það gerir
engum gott að hafa já-kór í kringum sig. Og
mín lukka að ég hef alla tíð haft mjög gott fólk
með mér.“
Þetta með karlana á samyrkjubúinu, þú
býrð greinilega að því?
„Ja, ekki bara því. Fólk talar stundum um
samfélagssáttmála, en hann er ekki bara hér
og nú, hann nær líka til þeirra sem á undan
gengu og þeirra sem á eftir koma.
Það getur líka náð til býsna veraldlegra
þátta. Tökum til dæmis þrjá staði, sem allir
byrja á S: Seyðisfjörð, Siglufjörð og Súganda.
Þetta eru allt staðir sem hafa lagt alveg gríð-
arleg verðmæti inn í íslenskt samfélag og
stuðlað að uppbyggingu þess. Til þess þurfum
við að líta þegar þessi tiltölulega litlu samfélög
eru að kalla á betri samgöngur og samskipti.
Af því að þau eru búin að leggja mikið fram og
eiga eftir að leggja meira til. Og þá kann að
vera að við þurfum að leggja út í kostnað til
þess að gera upp við söguna, gera upp við fólk-
ið þar og gera vel við framtíðina. Þetta er sam-
fella og lífið er ekki bara núvitund.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra hyggst ekki
leita endurkjörs í kosningunum í
haust, en ætlar sér ekki að vera verk-
laus þótt hann hverfi úr brúnni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lífið kemur
alltaf til manns
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
hefur staðið í brúnni í 35 ár. Lengur ef við teljum árin til sjós
með. Hann er þakklátur fyrir allt það traust sem honum hefur
verið sýnt, en nú líður að breytingum á högum Stjána bláa.
Andrés Magnússon andres@mbl.is
’
Þetta hefur allt áhrif á mann.
Mótar mann með einhverjum
hætti. Og maður áttar sig á því
að þetta pólitíska dægurþras er
ósköp lítilvægt hjá hinu.