Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Page 12
F
átt er meira rætt þessa dagana
en jarðskjálftahrinan á Reykja-
nesi og mögulegt gos. Meira að
segja kórónuveiran hefur þurft
að lúta í lægra haldi fyrir jarð-
skjálftum undanfarið, þótt nú
sé mjótt á munum hvort fái
meira pláss í fréttum. Móðir náttúra er óút-
reiknanleg og þá er gott að eiga sérfræðinga til
að rýna í jörðina, pota og mæla, og upplýsa
okkur hin um gang mála. Kristín Jónsdóttir,
eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur með meiru,
er mætt í viðtal, afslöppuð og glaðleg. Hún er
orðin sjóuð í fjölmiðlum því síðustu daga og
vikur hefur hún sést daglega á skjáum lands-
manna og er álíka vösk og traustvekjandi og
þríeykið. Hún svarar erfiðum spurningum
fréttamanna fumlaust, þótt ekki finnist alltaf
svör, því enn ríkir mikil óvissa og ekki hægt að
segja með vissu hvort fari að gjósa eða hvenær
jarðskjálftahrinan hættir.
Kristín leggur símann á borðið og afsakar að
geta ekki slökkt á honum; hún þurfi jú að vera
til taks ef jörð opnast. Kristín segir þetta anna-
sama en spennandi tíma og vissulega sé óviss-
an mikil.
„Maður er svolítið að vinna eins og rann-
sóknarlögregla; að taka allar þessar vísbend-
ingar, púsla þeim saman og reyna skilja hvað
sé að gerast. Svo kemur alltaf eitthvað nýtt
upp á,“ segir Kristín og brosir.
En áður en við snúum okkar að gosóróa,
óróapúlsi og gikkskjálftum tölum við um upp-
runann, æskuna, tónlistina, ástina, námið og
spennandi rannsóknarvinnu víða um heim.
Fiðluleikari eða vísindamaður?
Kristín er fædd í Reykjavík árið 1973, barn
kennaranna Ingibjargar Júlíusdóttur og Jóns
Kr. Hansen.
„Ég er Breiðhyltingur í húð og hár,“ segir
Kristín.
Varstu brjálaður unglingur í Breiðholti?
„Nei. Mig langar að segja já, en nei,“ segir
Kristín og skellihlær.
„Ég er elst af þremur systrum og kannski er
eitthvert kennaragen í mér, því mér gengur vel
að útskýra flókið efni. Ég hef alltaf verið að
stýra og stjórna,“ segir hún kímin.
Fimmtán ára gömul hélt Kristín á vit ævin-
týranna til Kanada þar sem hún var skiptinemi
í eitt ár. Eftir heimkomuna fór hún í Mennta-
skólann við Hamrahlíð og stundaði ávallt tón-
listarnám samhliða náminu.
„Ég var alltaf í músík og lærði á fiðlu. Ég var
í tónlistarskóla og í MH var ég á tónlistarbraut
og eðlisfræðibraut. Mér fannst bæði skemmti-
legt og ég vissi ekki hvort ég vildi verða tónlist-
armaður eða vísindamaður. Einhvern tímann
mætti ég óæfð í fiðlutíma og kennarinn var
frekar pirraður og sagði að ég yrði að fara að
ákveða mig, hvort ég ætlaði að leggja fyrir mig
tónlist eða ekki. Þá ákvað ég að verða ekki
fiðluleikari,“ segir hún og brosir.
Kristín segir foreldra sína hafa verið dug-
lega að fara með dæturnar þrjár út í náttúruna
og upplýsa þær og fræða um jarðfræði.
„Ég held að áhugi á jarðvísindum hafi ein-
hvern veginn laumast inn. Mamma og pabbi
voru dugleg að fara með okkur út að ganga og
við ferðuðumst um Ísland á sumrin. Mamma
hafði líka verið leiðsögumaður og kunni heil-
mikla jarðfræði þannig að þetta síaðist inn,“
segir Kristín og segist hafa valið jarðeðlisfræði
í háskóla eftir að hafa rekist á kunningja sinn
sem ætlaði í það fag.
„Hann sagði mér að hann ætlaði nefnilega að
finna olíu og verða ríkur. Ég hugsaði, jarð-
fræði, eðlisfræði, að verða rík? Hljómar vel!“
segir Kristín og hlær.
„Þannig að ég hoppaði á þann vagn án þess
að vita í raun út í hvað ég væri að fara,“ segir
hún og segir að sem ríkisstarfsmaður hafi það
tæplega ræst að verða rík, en það skipti ekki
öllu.
„Mér finnst ég hafa fundið mína fjöl. Ég hef
ástríðu fyrir því sem ég er að gera og það skipt-
ir máli.“
Fékk símtal frá Dr. Gunna
Nú veit alþjóð að þú varst í hljómsveitinni Un-
un, hvernig kom það til?
Kristín hlær dátt.
„Ég var alltaf í Hamrahlíðarkórnum, alveg í
Auðvitað eru
eldgos hættuleg
Kristín Jónsdóttir, doktor í jarðeðlisfræði hjá Veðurstofunni, stendur í ströngu þessa
dagana við að túlka gögn, búa til spálíkön og útskýra fyrir þjóðinni hvað sé að gerast
á Reykjanesskaga. Vísindi og tónlist heilluðu hana snemma en Kristín valdi vísindin
og sér ekki eftir því. Hún viðurkennir að hún vilji fá gos; lítið meinlaust gos.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
„Ég held að það væri gaman að fá lítið mein-
laust gos, já. Fólk er spennt fyrir því og þá
hætta kannski jarðskjálftarnir. Við fáum þá í
staðinn fallegan bjarma yfir Reykjanesskag-
anum, er það ekki bara skemmtilegt?“ segir
Kristín Jónsdóttir, doktor í jarðeðlisfræði.
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.3. 2021