Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.3. 2021 J oe Biden forseti Bandaríkjanna lýsti yfir stuðningi við Meghan Markle vegna viðtals hennar og eiginmanns hennar, Harry prins, við Oprah Winfrey, drottingu sjónvarps- spjallara. Biden sagði hertogaynjunina hafa sýnt hugrekki með samtalinu. Er það virkilega? Hafði forsetinn virkilega tíma og áhuga á að sitja yfir þessu? Ef ekki, af hverju var Biden látinn skrifa undir slíka yfirlýsingu. Það kemst enginn frétta- maður nokkru sinni að Biden og spyr skyndilega, eins og hinn auðveldi aðgangur að Trump tryggði iðulega og einnig fyrirsjáanlega útúrsnúninga og teygjur sjón- varpsstöðva sem voru í stríðsham allt kjörtímabilið. Annað hékk á spýtunni, en hvað? En hugrekki var ekki undirrót þessarar uppákomu sem var um margt óskiljanleg. Oprah Winfrey er metin til mikils fjár, sem hún var svo sannarlega ekki borin til. Dugnaður, heppni og hæfileikar settu hana úr mjög litlu í þessar miklu upp- hæðir, í báðum merkingum orðsins. Opinberlega er fullyrt og ekki andmælt að eignir Op- rah nemi nærri þremur milljörðum dollara (400 millj- örðum íslenskra króna) og sagt að árlegar nýjar tekjur hennar (auk ávöxtunar fjár) séu um 300 milljónir doll- ara (40 milljarðar króna). Gestir fá ekki að skammta smátt Þátturinn frægi er ekkert líkur neinu af því sem við eigum að venjast af slíkum á okkar slóðum. Hver þátt- ur, oft byggður utan um frægðarfólk eða verðandi frægðarfólk í kjölfar slíks þáttar, eða þá aðra drama- tíska atburði, er jafnan skipulagður út í æsar. Minnir það helst á byggingu húss frá grunni. Allt er teiknað upp, frá minnstu einingum upp í heildarmynd. Sá und- irbúningur tekur ríkulegan tíma. Ekkert ræðst af til- viljun þegar að útsendingu kemur. En allt þarf að líta út eins og spilað sé af fingrum fram og allt hið óvænta geti gerst. Oprah lifir þá í núinu í þykjustu og áhorf- endur telja sig viðstadda eitthvað sem enginn gat séð fyrir. Viðfangsefnin verða að uppfylla lágmarkskröfur stjórnandans um „afhjúpun“ og „hneykslun“ og lág- mörkin eru há í samræmi við frægð og áhorf þáttarins. Viðfangsefnin verða að skaffa það sem þarf. Yfir það allt er farið vandlega fyrir fram og það er forsenda þess að náðarsól Oprah Winfrey skíni og geislarnir þeir nái til milljóna sem standi á öndinni. Skaffi viðfangsefnin ekki grípandi og jafnvel trega- þrungnar lýsingar hafna handlangarar stjörnunnar þeim umsvifalaust. Oprah Winfrey er fyrir löngu hafin yfir að nokkur geri mistök á hennar kostnað. Það gildir sama um við- fangsefnin og laxinn að það er ekki fyrr en flugan, svo freistandi og seiðandi sem hún er, hefur fengið festu í kjaftvikinu, sem þeim verður ljóst báðum hvernig komið er. Og þá er of seint að iðrast. Munurinn er hins vegar sá að laxinn, samkvæmt eðli sínu, þráir frelsið og skynjar að líf hans er að auki undir. Og hann brýst um og á sem betur fer von. Ekki er hins vegar hægt að átta sig á til fulls hvað fyrir þeim hjónum vakti með því að taka þátt í slíkum auglýsingaviðburði og þessum. Haldið hefur verið fram að þau hafi fengið mikið fé í sinn vasa en því var neitað opinberlega í þættinum sjálfum. En hitt sýnist augljóst að stöðin og stjórnand- inn hafa hagnast, því áhorf var mjög mikið. Honum er vorkunn, en ekki afsökun Harry er enginn Einstein eins og dæmin sanna, en hann hefur eftir meðferð breskra fjölmiðla loksins átt- að sig á að hann fær ekki bæði misst og haldið. Hann setti á sína vogarskál hagsmuni konungsfjölskyld- unnar og velvilja bresku þjóðarinnar í sinn garð og al- gjörlega er óljóst hvað kom á móti. Elísabet II er ást- sælasti þjóðhöfðingi Breta og hefur staðið vaktina í næstum sjö áratugi, og óskiljanlegt er hvað sonarsyni hennar gekk til með framtaki sínu. Augljóst er að henni var mjög misboðið. Í samræmi við þá umræðu sem Bandaríkjamenn eru sokknir djúpt í um þessar mundir varð að sjóða það í þennan leikþátt að breska konungsfjölskyldan væri samansafn „rasista“ eins og allir sem ekki eru í „góðu klíkunni“ eru núna. Eftir bullandi reiði breskra fjölmiðla á þessum sérstaka þætti skrípaleiksins reyndu hertogahjúin að draga í það land að þar væri ekki átt við Elísabetu eða Karl (og svo ekki Philip prins á spítalanum). Við hverja var þá átt? Nú síðast var þetta komið í það að þjónustufólkið og aðrir starfsmenn sem þau höfðu umgengist hefðu átt þessar ásakanir inni. En það var ekki heppilegt heldur fyrir Meghan að draga lágt sett fólk hallarinnar upp með þessum hætti og ekkert sem staðfestir sögu- burðinn. En þetta umsamda tal um rasisma gerði ann- an skaða. Það dró aftur upp á yfirborðið þegar Harry prins tvítugur mætti í afmælisboð í búningi nasista með hakakross í bak og fyrir og hélt að hann væri snið- ugur. Mikil reiði varð í þjóðfélaginu. Howard, þáver- andi leiðtogi stjórnarandstöðunnar, krafðist opin- berlegra afsökunar (en hann var sonur helfarar- flóttamanna). Þessu ósmekklega uppátæki voru flestir búnir að gleyma. Kallar fram gamlar minningar Í umræðunni er gjarnan horft til Wallis Simpson hinn- ar bandarísku sem Játvarður áttundi, þá nýorðinn kóngur, vildi kvænast, en hún var tvífráskilin. Í desem- ber 1936 afsalaði Játvarður sér krúnunni. Síðari tímar benda raunar til að Bretar eigi Simpson skuld að gjalda því að kóngur sá verðskuldaði ekki traust þjóð- ar sinnar. Áður hefur verið minnst á að Morgunblaðið hafði vísnasamkeppni um þessa atburði rúmum mánuði síð- ar, 27. janúar 1937. Morgunblaðið birti fyrri part og bað um botn og hét veglegum verðlaunum. Fyrri parturinn var svona: „Simpson kemur víða við og veldur breyttum högum.“ Heitið var 25 króna verðlaunum fyrir besta botninn (það samsvaraði rúmlega átta mánaða áskrift að blaðinu) og önnur verðlaun áttu að vera 10 krónur. Gefinn var vikufrestur til að senda botna undir dul- nefni. Í dómnefnd voru Jón Magnússon rithöfundur og Einar E. Sæmundsson, skógarvörður og hagyrðingur. Samkeppnin vakti mikla athygli. Það er svo til marks um hörkuna í stjórnmálunum á þessum tíma að Þjóð- viljinn notaði tækifærið til að gera lítið úr áhuga Morg- unblaðsins á kóngafólkinu og birti niðrandi botn 4. febrúar og varð þá vísan svona: „Simpson kemur víða við og veldur breyttum högum. Moggi og allt hans lúalið lifir á slúðursögum.“ Alls bárust 1.250 vísuhelmingar frá 400 höfundum til blaðsins. Fyrstu verðlaun hlaut þessi botn: „Enn er sama siðferðið sem á Jósefs dögum.“ Höfundur botnsins var sagður M. Stefánsson í Hafn- arfirði. Viku síðar kom fram í útvarpsþættinum Um daginn og veginn að þetta væri Magnús Stefánsson skáld, sem orti undir dulnefninu Örn Arnarson. Tvenn önnur verðlaun voru veitt fyrir þessa botna: „Hvað er það sem kvenfólkið kemst ei nú á dögum?“ og „Krúnu-rakar kvenfólkið karlmenn nú á dögum.“ Höfundur fyrri botnsins var hin þekkta skáldkona Herdís Andrésdóttir. Síðari botninn var eftir Magnús Kn. Sigurðsson verkamann. Þau voru bæði búsett í Reykjavík. Drottning samtalsþáttanna gæti hugsanlega þráð að fá raunverulega og án vafa virtustu drottningu ver- Klukkan glymur innan tíðar. Það verða ófögur hljóð Reykjavíkurbréf12.03.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.