Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.3. 2021 AKSTURSÍÞÓTTIR Sigurður Óli, Gunnar Karl, Ólafía Kristín, Áslaug Svava og Elsa Krist- ín tilheyra mikilli rallfjölskyldu. Þ að er líf og fjör á heimilinu þegar blaðamann ber að garði til rallfjöl- skyldunnar í Grafarvogi. Fyrir ut- an má sjá bíla af ýmsum stærðum og gerðum og flestir komnir til ára sinna. Í húsinu búa þrjár kynslóðir; afinn Sig- urður Óli Gunnarsson á neðri hæð og mæðg- urnar Elsa Kristín Sigurðardóttir, Ólafía Kristín og yngri systir hennar Áslaug Svava á þeirri efri. Fyrsti meistarinn í fjölskyldunni „Ég er nýbyrjuð í rallýkrossi,“ segir Ólafía og segir líklegt að Áslaug Svava byrji í sportinu þegar hún hafi aldur til eftir tvö ár. „Þetta gengur í ættir. Afi og mamma og Jói frændi sem er pabbi Gunnars hafa öll verið í þessu,“ segir hún. „Gunnar er fyrsti Íslandsmeistarinn í fjöl- skyldunni, loksins,“ segir Elsa og í þeim töluðu orðum mætir Gunnar Karl Jóhannesson upp á aðra hæð. Hann er 24 ára og hefur stundað akstursíþróttir í níu ár. „Hér er Gunnar Íslandsmeistari! Nú er hann ekki lengur kallaður Gunnar frændi, heldur Gunnar Íslandsmeistari,“ segir Elsa og brosir breitt. Hvernig byrjaði rall- og rallýkrossáhugi fjölskyldunnar? „Það byrjaði hjá afa. Eigum við að ná í hann?“ spyr Ólafía. „Hann á eftir að yfirtaka viðtalið,“ segir Gunnar og hlær. „Hann talar mjög mikið,“ segir Ólafía. „Hann er búinn að vera í ralli í fjörutíu ár og dró pabba minn með sér í þetta, og þannig kynntist ég þessu,“ segir Gunnar. Kallað er í afann sem röltir upp stigann, reffi- legur með mikið grátt skegg og blik í auga. Lent í flestum árekstrum Gunnar útskýrir fyrir blaðamanni muninn á ralli og rallýkrossi. „Þetta eru tvær mismunandi íþróttir. Rall er á þjóðvegum, lokuðum svæðum og keyrt er frá A til B. Í rallýkrossi er keyrt í hringi og sá vinnur sem er fyrstur,“ segir Gunnar. „Í rallýkrossi eru alltaf sömu beygjur en í ralli eru þúsund beygjur. Tíminn ræður í ralli en í rallýkrossi er það sá sem er fyrst- ur,“ útskýrir Gunnar og segist hafa byrjað ungur. „Ég byrjaði um leið og ég gat, í unglinga- flokki, fimmtán ára. Alveg eins og hún er að gera núna,“ segir Gunnar um Ólafíu. Athygli blaðamanns færist yfir á höfuð ætt- arinnar, en Sigurður er þúsundþjalasmiður; duglegur að gera upp bíla, smíðar veltibúr og getur að sögn fjölskyldunnar gert við allt milli himins og jarðar. „Ég smíðaði bíl og fór að keppa á honum ár- ið 1987,“ segir Sigurður en þá var dóttir hans Elsa aðeins fimm ára. „Ég man eftir mér á brautinni að horfa á og fannst það mjög spennandi,“ segir Elsa. Sigurði gekk vel en segist aldrei hafa lent í fyrsta sæti. „Ég vann aldrei, fékk kannski annað og þriðja sætið. Það kostar mikla vinnu og pen- inga að vera fyrstur, að keppa um fyrsta sæt- ið,“ segir Sigurður sem segir það hafa komið fyrir að lenda í árekstri eða bílveltu í keppni. Gunnar hefur líka lent í skakkaföllum; það fylgir íþróttinni. „Ég hef lent í flestum árekstrum hérna en ekkert slasast, bara einu sinni fengið hálsríg,“ segir Gunnar. „Ég og pabbi hans fórum eina veltu saman,“ skýtur Elsa inn í og hlær, en hún var öflug í sportinu á sínum yngri árum. Eins og tónlistarnótur „Ég hef verið aðstoðarökumaður í ralli en fór aldrei í rallýkrossið. Ég er blind á öðru auga og ég hef því bara verið aðstoðarökumaður,“ segir Elsa. „Þetta gengur í ættir“ Hin fimmtán ára Ólafía Kristín Helgadóttir á ekki langt að sækja rallakstursáhugann. Afi hennar, Sigurður Óli, móðirin Elsa Kristín og frændinn Gunnar Karl eru öll heltekin af íþróttinni. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ólafía Kristín Helga- dóttir er að stíga sín fyrstu skref í aksturs- íþróttinni rallýkrossi. Ólafía er spennt að keppa í rallýkrossi. Hún er aðeins fimmtán ára og á framtíðina fyrir sér í íþróttinni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.