Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.3. 2021 LISTIR New York. AFP. | Yfirlitssýning á verkum listamannsins KAWS var opnuð í Brooklyn-safninu í New York í lok febrúar og gefur þar að líta þekktar fígúrur hans. Ein- stakt sköpunarverk listamannsins hefur farið víða, en þetta er fyrsta stóra yfirlitssýningin á 25 ára ferli hans. Sýningin ber yfirskriftina „KAWS: What Party“ og er þar rak- ið listrænt ferðalag Brians Donnel- lys eins og KAWS heitir réttu nafni frá því hann var götulistamaður, sem í upphafi mundaði sprautubrús- ann á lestir í Jersey City, til þess að verða málari og myndhöggvari. Á henni má finna andhetjur hans, Companion og Chum, eða Förunaut og Félaga, með sín sérstöku andlit, sem KAWS sótti innblástur í til höf- uðkúpa á fánum sjóræningja. Líkami Förunauts minnir á Mikka mús og Félaga hefur verið líkt við Michelinmanninn úr vörumerki dekkjaframleiðandans. Donnelly er nýorðinn 46 ára. Hann veitti AFP ekki viðtal um sýn- inguna og hefur ekki látið mikið uppi um hugsunina að baki verkum sín- um. KAWS var í upphafi gagnrýndur í listheiminum fyrir að vera yfirborðs- kenndur, en ávann sér fljótt hylli, þar á meðal í hópi fræga fólksins, áð- ur en hann náði til almennings. KAWS fann fyrst fótfestu í Asíu, einkum í Japan, áður en nafn hans varð áberandi á Vesturlöndum. Með- al þeirra sem keypt hafa verk hans eru tónlistarframleiðandinn Pharrell Williams og rapparinn Jay-Z. Í apríl árið 2019 seldist verk hans „Kaws-albúmið“ þar sem persónur úr þættinum um Simpson- fjölskylduna höfðu verið settar á plötuumslag Bítlanna, „Sgt. Pep- per’s Lonely Hearts Club Band“, fyrir 14,7 milljónir dollara (1,9 millj- arða króna) í Hong Kong. Sýningin stendur til 5. september. Þessarar fígúrur, sem minna á Mikka mús, koma iðulega fyrir í verkum KAWS. Á veggnum eru afskornar hendur, sem einnig minna á Disney-músina. Sýningargestur gengur fram hjá þremur verkum eftir listamanninn KAWS þar sem bregður fyrir kunnuglegum hvirflum persóna úr Simpson-fjölskyldunni. Í New York stendur nú yfir sýning á verkum listamannsins KAWS. Málverkið á myndinni seldist á 1,9 milljarða króna í hittifyrra. AFP Úr lestum New Jersey í listasalina Yfirlitssýning á verkum listamannsins KAWS stendur nú yfir í New York. Hann þykir þurrka út mörkin milli varnings og listar og sækja að því leyti í arfleifð Andys Warhols. Öryggisvörður virðist fyrir sér höggmynd eftir listamanninn KAWS, sem réttu nafni heitir Brian Donnelly, á yfirlitssýningunni í Brooklyn-safninu. Höfuðkúpulíki með X-um í augna stað hafa verið sett inn á auglýsingar í þess- um verkum listamannsins KAWS á yfirlitssýningunni í New York. SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 22. mars Páskablað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 26. mars Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðrumgómsætum réttum ásamt páskaskreytingum, páskaeggjum, ferðalögum og fleira.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.