Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.03.2021, Blaðsíða 29
vatni ausið hlaut það nafnið Neurotic Boy Outsiders. Idol og Stevens hurfu á braut eins skjótt og þeir birtust, eins Boy- liðurinn í nafninu. Hvort það var af tillitssemi við Boy George, sem var á dýpstu halamiðum í sínu skrautlega lífi á þessum tíma, skal ósagt látið. Víða liggja þræðirnir Inn komu Steve Jones og John Tay- lor, bassaleikarinn úr Duran Duran. Ég botnaði hvorki upp né niður í tengingunni og hélt því grúski mínu áfram. Kom þá á daginn að sjálfur Axl Rose hafði sungið eitt lag á sóló- plötu Jones, Fire and Gasoline, árið 1989. Ian Astbury og Billy Duffy úr The Cult komu einnig við sögu á plöt- unni og sá fyrrnefndi var enn fremur annar upptökustjóranna. Matt Sor- um lék sem kunnugt er með The Cult bæði áður og eftir að hann var í Guns N’ Roses. Á þessari ágætu plötu er meðal annars að finna ábreiðu af Bowie-slagaranum Suffragette City. Fyrir þá sem hafa áhuga á því. Hitt var forvitnilegra, hvar lágu leiðir Jones og Taylor saman? Sex Pistols hafði komið, farið með him- inskautum og kvatt áður en Duran Duran kom fram á sjónarsviðið í Bretlandi og markhópurinn allt ann- ar. Hrátt pönk annars vegar og vin- sældalistapopp hins vegar. Jones rekst greinilega vel í hópi og skaut upp kollinum á ótrúlegustu stöðum á níunda áratugnum, meðal annars í gamanþættinum vinsæla Roseanne í Bandaríkjunum. Löngu áður en Roseanne sjálf var rekin úr þættinum. Þetta vita bara hans hörð- ustu aðdáendur; fleiri gætu munað eftir kappanum úr Ladies and Gentlemen, The Fabulous Stains, þar sem Diane Lane og Laura Dern voru í aðalhlutverkum. Jones lék þar sjálfan sig af fumleysi og aðdáunar- verðu listrænu innsæi. En jæja, hér erum við komin full- langt út fyrir efnið. Hvernig er það, er enginn að ritstýra þessari grein? Jones músíseraði einnig með ófáum á þessum árum, svo sem Andy Taylor, gítarleikara Duran Duran. Þannig hefur hann líklega komist í kynni við John Taylor. Maður þekkir mann sem þekkir mann, þið vitið. Vel hefur greinilega farið á með þeim fé- lögum en Jones var kvaddur á vett- vang löngu síðar, nánar tiltekið árið 2015, til að leika á gítar í einu lagi á breiðskífu Duran Duran, Paper Gods. Gerðu eina breiðskífu Neurotic Outsiders sendu frá sér eina breiðskífu, árið 1996, sem bar nafn sveitarinnar. Þar er að finna slagara á borð við Nasty Ho, Always Wrong og Six Feet Under. Ári seinna kom út fimm laga EP-plata, Angelina, en eingöngu í Japan. Breiðskífunni var fylgt eftir með tón- leikaferð um Bandaríkin og Evrópu, þar sem pönkbandið Fluffy hitaði upp. Amanda Rootes, söngkona sveitarinnar, minntist þeirrar ferðar með hlýju í samtali við tónlistar- tímaritið Select, ekki síst samveru- stundanna með Jones. „Ég kalla hann Stebba frænda. Hann minnir mig svo á frændur mína, sem eru svona glæpamannatýpur úr austur- bænum.“ Sem kunnugt er þá komst Jones oft og iðulega í kast við lögin á yngri árum og hlaut nokkra dóma. Í endur- minningum sínum, Lonely Boy, sem komu út 2016, fullyrðir Jones að Sex Pistols hafi bjargað honum frá því að verða ótíndur glæpamaður. Gítarinn tók við; hljóðfærið sem Jones kenndi sér á sjálfur. Sagan segir að hann hafi aðeins verið búinn að spila í þrjá mánuði á gítar þegar Sex Pistols kom fram á sínum fyrstu tónleikum. En pönkið snerist svo sem, eins og við munum, meira um einarða afstöðu en listrænt atgervi. Við hliðina á Sid Vi- cious var Jones líka eins og hver ann- ar virtúós. Hann spilar líka flestar bassalínurnar á Never Mind the Bol- locks, Vicious réð hreinlega ekki við það. En sá lúkkaði, maður lifandi. Sá lúkkaði! Jones var lengra kominn í tónlist þegar Neurotic Outsiders voru og hétu. Verst að platan þeirra er víst með öllu ófáanleg. Bandið lagði upp laupana árið 1997 en kom aftur saman á nokkrum tón- leikum 1999 og að því er virðist 2006 líka. Ekkert hefur heyrst um frekara samstarf og mögulega tónleikahald en vel yrði án efa tekið á móti Neuro- tic Outsiders hérna uppi á skerinu. Ég meina, Pistols, Guns og Duran. Það er allt í málinu ... AFP 14.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 GLÆÐUR Eins afdráttarlaust og það var þegar bandið lagði upp laupana árið 2019 þá halda menn áfram að spyrja um endurkomu þrasskónganna í Slayer. Gary Holt gítarleikari fékk þessa spurningu í hlaðvarpinu Rocking With Jam Man á dögunum og gat litlu svarað. „Persónulega væri ég til í tuskið en það er ekki í mínum verkahring að taka þá ákvörðun, ekki einu sinni að velta vöngum yfir þessu. Ég veit ekki betur en bandið sé hætt. Ég hugsa bara um Exodus í dag.“ Oft er í holti heyrandi nær Gary Holt væri svo sem til í tuskið. AFP BÓKSALA 3.-9. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Það hófst með leyndarmáli Jill Mansell 2 Dulmál Katharinu Jørn Lier Horst 3 Fyrsta málið Angela Marsons 4 Vítisfnykur Mons Kallentoft 5 Leyndarmálið okkar Ninni Schulman 6 Eldarnir Sigríður Hagalín Björnsdóttir 7 Spegilmennið Lars Kepler 8 Hulduheimar 10 Rosie Banks 9 Hulduheimar 9 Rosie Banks 10 Herbergi í öðrum heimi María Elísabet Bragadóttir 1 Hulduheimar 10 – vatnaliljutjörn Rosie Banks 2 Hulduheimar 9 – draumadalurinn Rosie Banks 3 Litlir lærdómshestar – stafir Elizabeth Golding 4 Sóley og töfrasverðið Eygló Jónsdóttir 5 Tryllti tannlæknirinn Huginn Þór Grétarsson 6 Vampirína – heima er hryllilega best Walt Disney 7 Litlir lærdómshestar – orðin Elizabeth Golding 8 Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf Snæbjörn Arngrímsson 9 Risasyrpa – botnlaus byggingarvinna Walt Disney 10 Undraverð dýr 2 Huginn Þór Grétarsson Allar bækur Barnabækur Á tímum jarðhræringa, heimsfar- aldurs og óróapúlsa er ágætt (eða jafnvel nauðsynlegt) að leiða hugann að öðru með lestri. Þeg- ar við hverfum inn í heim bók- anna skiptum við út eigin vanda- málum fyrir áhyggjur sögupersóna. Þannig getum við sótt innblástur eða einfaldlega flúið veruleikann um stundarsakir og gleymt nöfn- um eins og Þrá- insskjaldarhraun og Litli-hrútur … að því gefnu að snarpur skjálfti fái okkur ekki til þess að líta upp úr bókinni og týna staðnum. Á undanförnum vikum hafa þrjár bækur staðið upp úr hjá mér en þær eru Mynd af ósýni- legum manni eftir Paul Auster, Becoming Beauvoir eftir Kate Kirkpatrick og The Idiot eftir Elif Batuman. Mynd af ósýnilegum manni er sjálfs- ævisöguleg nóv- ella eftir Paul Auster. Bókin segir frá sambandi bandaríska rit- höfundarins við föður sinn, Samuel Auster, sem er nýlátinn þegar drepið er niður í sögunni. Það kemur í hlut sonarins að ganga frá dánarbúi föður síns sem var bæði einrænn og fjar- lægur. Sagan fylgir Paul í gegnum þessa einmanalegu daga þar sem hann fer í gegnum eignir Samu- els Austers og reynir að koma heimili hans á sölu. Í tiltektunum afhjúpast síðan fjölskylduleynd- armál sem varpa ljósi á þennan hlédræga mann sem hleypti eng- um að sér. Bókin er skrifuð af einlægni og trega en það er eins og hún sé tilraun Pauls til þess að halda lífi í þessum dularfulla föð- ur sem hann vill ekki kveðja al- veg strax. Textinn er ljóðrænn (íslensk þýðing Jóns Karls Helga- sonar frá 2004 er afar góð) og hefur að geyma sígildar vanga- veltur um lífið og dauðann. The Idiot er þroskasaga hinnar 18 ára Selin sem stundar nám við Harvard á 10. áratug síðustu aldar. Selin dreymir um að verða rithöfundur og á í flóknu sam- bandi við ung- verska stærð- fræðinginn Ivan. Frásögnin er fyndin og djúpvitur lýsing á heimssýn ungrar listakonu. Þetta er fyrsta skáldsaga Elif Batumann sem var tilnefnd til Pulitzer- verðlauna árið 2018. Loks vil ég mæla með Becom- ing Beauvoir eftir Kate Kirkpat- rick. Bókin er nýleg ævisaga franska heimspekingsins Simone de Beauvoir. Kirkpatrick byggir á áður óbirtum dagbókum og bréf- um de Beauvoir sem varpa nýju ljósi á þessa merkilegu konu sem var meðal helstu hugsuða Evrópu á 20. öld. VICTOR KARL MAGNÚSSON ER AÐ LESA Að gleyma nöfnum eins og Þráinsskjaldarhraun Victor Karl Magnússon er meistaranemi í rökfræði við háskólann í München. R GUNA GÓÐAR I

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.