Fréttablaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 2
Sólarlagsins notið við Gróttu FAXAFEN 11, 108 REYKJAVÍK, S: 534-0534 WWW.PARTYBUDIN.IS Allt fyrir veisluna á einum stað Skraut, borðbúnaður, búningar og tækjaleiga Tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar kom í heiminn fyrir rúmum mánuði. Hann er barnabarn forseta bæjarstjórnar, Guð- brands Einarssonar, sem gekk af fundi vegna símtals um fæðinguna enda lá litla drengnum á í heiminn. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Ég fékk hringingu inn á bæjarráðsfund frá dóttir minni og fór fram þar sem mér bárust þessar gleðifregnir. Þegar ég kom aftur inn baðst ég afsökunar á að hafa yfir- gefið fundinn en sagði frá því að ég hefði verið að eignast barnabarn. Þá sagði Kjartan bæjarstjóri við mig að drengurinn gæti verið númer 20 þúsund,“ segir Guðbrandur Einars- son, forseti bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar, en hann eignaðist þriðja barnabarn sitt 4. ágúst í sumar. Þau Sigríður dóttir hans og Sigur- bergur Bjarnason eignuðust dreng sem greinilega er framtíðar keppn- ismaður, því honum lá á að koma í heiminn til að ná að verða tuttugu- þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar. Kjartan Már Kjartansson bæjar- stjóri hóaði í sitt fólk og lét það telja íbúa bæjarins og kom í ljós að litli guttinn var svo sannarlega íbúi númer 20 þúsund. Kjartan hafði nýlega skrifað færslu um að það styttist óðf luga í þennan merka íbúa. Hann tók einmitt einnig á móti íbúa númer 15 þúsund árið 2014. Á síðustu sjö árum hefur íbúum í Reykjanesbæ fjölgað um 33 prósent. Ekki er að sjá að neitt sé að draga úr fjölguninni því síðan litli prins- inn hennar Sigríðar kom í heiminn hafa yfir 100 börn fæðst í bænum. Geri aðrir betur. „Það er fullt af fólki að f lytja til okkar. Þó að við höfum upp- lifað sveif lur vegna Covid þar sem atvinnuleysi fór mest í 25 prósent þá sér fólk að hér eru tækifæri til framtíðar. Við getum auðvitað sagt að við séum sveitarfélag í sókn,“ segir stoltur afinn í ákveðnum kosningaham. Sigríður sjálf viðurkennir að það sé svolítið skemmtilegt að eiga tuttuguþúsundasta íbúa bæjarins. Drengurinn hafi f lýtt sér svolítið í heiminn en braggist vel eftir nokk- urra daga veru á sjúkrahúsi. Hún er þjónustufulltrúi hjá bænum og Sigurbergur vinnur á bókasafni í Stapaskóla. Sá litli var akkúrat orðinn svangur þegar Fréttablaðið náði tali af henni og hafði hátt til að fá sína mjólk. Viðtal við hana verður því að bíða betri tíma. n Merkisdrengur sem fæddist á miðjum bæjarráðsfundi Foreldrarnir Sigurbergur og Sigríður ásamt litla drengnum þeirra og bæjar- stjóranum, Kjartani Má Kjartanssyni. MYND/VÍKURFRÉTTIR Guðbrandur Ein- arsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Reykjavíkurborg 133.262 Kópavogur 38.332 Hafnarfjörður 29.687 Reykjanesbær 19.676 Akureyrarbær 19.219 Garðabær 17.693 Mosfellsbær 12.589 Árborg 10.452 Akraneskaupstaður 7.697 Fjarðabyggð 5.079 Fjölmennustu sveitarfélögin hjorvaro@frettabladid.is NÁTTÚRA Þróun hlaupsins í Skaftá bendir til þess að hámarksrennslið nú verði minna en í síðustu hlaup- um, árin 2015 og 2018. Hlaupið hefur ekki enn leitt til lokunar á þjóðvegi 1. „Hlaupið hefur náð hámarki við Sveinstind og nú bíðum við bara róleg eftir því að það geri slíkt hið sama við Eldvatn. Það er fremur rólegur og stöðugur kraftur í þessu og við teljum að það verði ekki mikið tjón á mannvirkj- um þó það sé ekki hægt að fullyrða neitt um það á þessum tímapunkti,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefna- stjóri almannavarna á Suðurlandi. „Það hefur gengið vel að koma fé í öruggt skjól og þá höfum við ekki enn þurft að loka þjóðvegi 1. Eins og sakir standa er ekkert sem bendir til þess að við þurfum að loka þjóð- veginum næsta sólarhringinn í það minnsta,“ sagði Björn Ingi í gær- kvöldi. Búist er við að hlaupið muni vara lengur en síðustu hlaup og þar að auki gæti orðið meiri útbreiðsla á hlaupvatni í byggð. n Ekki útlit fyrir mikið tjón í hlaupinu Skaftárhlaup er í fullum gangi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI birnadrofn@frettabladid.is KOSNIGAR Einungis 7,6 prósent karla myndu kjósa Vinstri græn ef gengið yrði til kosninga í dag. Um 24 prósent karla myndu kjósa Sjálfstæðisflokk- inn og 12,7 prósent Framsóknar- flokkinn. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem framkvæmd var af Prósent dag- ana 2. til 7. september. Svarhlutfall könnunarinnar var 51 prósent. Tuttugu prósent kvenna sem gert höfðu upp hug sinn þegar könnunin var lögð fyrir sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga í dag. Þær konur sem ekki höfðu gert upp hug sinn eru líkleg- astar til að kjósa Vinstri græn, eða 21,8 prósent. Rúmlega 22 prósent allra þeirra sem svöruðu könnuninni myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga í dag. Tæplega 15 prósent svarenda sögðust kjósa Vinstri græn og 13 prósent Pírata. Gengið verður til alþingiskosninga þann 25. september næstkomandi. n Fáir karlar myndu kjósa Vinstri græn Gengið verður til alþingiskosninga 25. september. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það var einstaklega fallegt um að litast í höfuðborginni í gær þegar kærkomin veðurblíða lék við borgarbúa. Þessi maður naut þess að horfa á sólarlagið og Gróttuvita á Seltjarnarnesi í gærkvöldi þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Í dag má búast við ágætis veðri á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel gæti sólin brotist fram úr skýjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 2 Fréttir 8. september 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.