Fréttablaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 8. september 2021 Stutt er síðan Tinna Þorradóttir kunni lítið fyrir sér í eldhúsinu. Í dag heldur hún úti matarbloggi og er með fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hafði lítinn áhuga á matargerð Tinna Þorradóttir heldur úti matarbloggi auk þess sem hún póstar matreiðslumynd- böndum á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok við miklar vinsældir. 2 Bláber eru einstaklega holl. sandragudrun@frettabladid.com Bláberjaspretta hefur verið ein­ staklega góð í ár og núna er einmitt tíminn til að skella sér í berjamó áður en það verður of kalt og berin skemmast. Bláber eru alveg ein­ staklega holl og því tilvalið að eiga nóg til af þeim í frysti yfir veturinn. Bláber eru troðfull af andoxunar­ efnum en sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á ótrúlega jákvæð áhrif þeirra á líkamann. Eins eru bláber rík af kalíumi og C­ og E­vítamín­ um og eru trefjarík og hafa því góð áhrif á meltinguna. Rannsóknir hafa sýnt að neysla bláberja getur minnkað líkur á hjartasjúkdómum og krabbameini. Bláber geta dregið úr bólgumyndun en það er þekkt að langvinnar bólgur geta aukið líkur á ýmsum sjúkdómum. Holl bæði fersk og frosin Bláber er hægt að borða á ýmsa vegu. Fersk bláber eru einstaklega góð og um að gera að borða eins mikið af ferskjum bláberjum og hægt er meðan þau endast. En þar sem bláber geymast ekkert mjög lengi þarf að frysta þau ef ætlunin er að eiga þau áfram í vetur. Frosin bláber eru ekki síður holl en rannsóknir hafa sýnt að þau halda næringargildi sínu eftir sex mánuði í frysti. Það er því til mikils að vinna að skella sér út í móa og fylla box og dollur af þessari bláu ofurfæðu. n Bláber eru ofurfæða Heilbrigð melting er grunnur að góðri heilsu Heilsan er dýrmætust www.eylif.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.