Fréttablaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 10
n Skotsilfur Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Almenn umræða er nú um þróun vaxta enda hefur það vakið athygli hversu mikið vextir hafa lækkað, samhliða því að aðgengi og áhugi almennings á óverðtryggðum íbúða lánum hefur aukist umtals- vert. Núna þegar hagkerfið jafnar sig á bakslaginu sem fylgdi sam- komu- og ferðatakmörkunum vegna Covid-faraldursins þá er vaxtastefna Seðlabankans að snú- ast og vaxtahækkunarferli hafið. Óhjákvæmilega hefur það áhrif á vexti á nýjum útlánum en einn- ig á lán með breytilegum vöxtum. Virkni vaxtahækkana er því meiri en áður á greiðslubyrði og er það jákvæð þróun að vaxtastefna veki almenna athygli. Taylor, verðbólga og hagvöxtur Vaxtaákvarðanir Seðlabanka þurfa að vera gagnsæjar og samkvæmt lögum á Seðlabankinn að halda verðbólgu í skefjum eða í 2,5% árlegum takti. Samkvæmt svo- nefndri Taylor-jöfnu ákvarða tvær meginbreytur skammtímavexti það er verðbólguvæntingar ásamt framleiðsluspennu eða -slaka í hagkerfinu. Tvær aðrar breytur eru mat á jafnvægisvöxtum og svo sjálft verðbólgumarkmiðið. Í hnotskurn eru það því verðbólga og umsvifin í hagkerfinu sem hafa mestu áhrifin á vaxtaákvarðanir. Hér má hafa í huga að horft er til verðbólgu fram í tímann; það skipt- ir ekki öllu máli hver verðbólgan er í dag ef væntingar eru til þess að hún náist í markmið. Það má því búast við því að minna atvinnuleysi, meiri hagvöxtur og há verðbólga sé líklegt til að valda vaxtahækkunum. Og síðan öfugt ef atvinnuleysi er mikið, hagvöxtur lítill og verðbólga lág að þá sé það tilefni til vaxtalækkana. Gagnsæi og framsýn leiðsögn Það er því ákveðið gagnsæi í vaxta- ákvörðunarferlinu sem byggir í grunninn á tölum um spennu eða slaka í hagkerfinu og verðbólguhorf- um. Framsýn leiðsögn Seðlabankans og trúverðugleiki virðast vera í nokk- uð góðum skorðum. Það sést af því að Seðlabankinn hefur nú í tvígang hækkað vexti um 0,25% og skulda- bréfamarkaðurinn sveif last ekki mikið í kjölfarið. Vaxtaákvörðun Seðlabankans á ekki að vera óvænt tíðindi, enda er hann einfaldlega að bregðast við aðstæðum í hagkerfinu og væntingum. Líklegt er að vextir verði hækkaðir áfram á þessu ári í hóflegum skrefum og í framhaldinu er útlit fyrir frekari vaxtahækkanir eftir því sem slakanum í hagkerfinu vindur niður, atvinnuleysi minnkar og verðbólga hjaðnar. Skuldabréfa- markaðurinn verðleggur áframhald- andi vaxtahækkanir og framvirkir vextir sýna væntingar um stýrivexti í jafnvægisstigi eftir 2-3 ár. Hins vegar erum við ekki að fara í gamla far hávaxtastefnunnar og ef vel tekst til, þá verða vextir hér á landi varan- lega lægri til framtíðar. n Framsýn leiðsögn Seðlabankans Valdimar Ármann forstöðumaður Eignastýringar Arctica Finance. A nd r i Guð - m u n d s s o n fyrrverandi fram- k v æ m d a s t j ó r i f y r ir t æk ja r áð - gjafar hjá Fossum mörkuðum, hefur ráðið sig til að sinna viðskipta- þróun hjá hátæknigróðurhúsinu Vaxa sem stundar lóðréttan landbúnað. Fyrirtækið horfir til tækifæra á Íslandi og erlendis. Andri á 15 prósenta hlut í Vaxa en stærsti hluthafinn er félag á vegum Björgólfs Thors Björgólfssonar, Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar með 40 prósenta hlut. Andri verður Fossum mörkuðum áfram innan handar sem ráðgjafi en hann var ef til vill atkvæðamestur í útgáfu grænna skuldabréfa á Íslandi. Andri hefur starfað hjá Fossum mörkuðum í sjö ár, fyrst á vettvangi stjórnar en var um árabil með skrif- stofu í Stokkhólmi. n Andri til Vaxa Novator og General Catalyst komu gagnaverinu Verne Glob al á fót á Reykjanesi. Undirbúningur að rekstr- inum hófst árið 2007 en SF VI, sem er að mestu fjármagn- aður af lífeyrissjóðum, kom í hluthafahópinn árið 2014. helgivifill@frettabladid.is SF VI, sem er að mestu fjármagnað af lífeyrissjóðum, fékk um tíu millj- arða króna í sinn hlut þegar gagna- verið Verne Global sem er á Reykja- nesi var selt fyrir um 40,5 milljarða króna til innviðasjóðsins Digital 9 Infrastructure sem stýrt er af Triple Point. Þetta segir Arnar Ragnars- son, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni, í samtali við Markaðinn. Hann upplýsir að SF VI hafi lagt gagnaverinu til um 52 millj- ónir Bandaríkjadala frá árinu 2014. Það er jafnvirði um 6,6 milljarða króna í dag. „Uppbygging gagna- vera er kostnaðarsöm og tekur tíma. Það þarf að bæta við tækja- búnaði og stækka húsnæðið eftir því sem umsvifin aukast. SF IV hefur reglulega tekið þátt í hluta- fjáraukningum Verne Global til að styðja við vegferðina. Verne Global er gott dæmi um samstarf íslenskra stofnanafjárfesta og framtakssjóða við uppbyggingu í atvinnulífinu,“ segir Arnar. Fram hefur komið í Markaðnum að hugmyndin að rekstri alþjóðlegs gagnavers á Íslandi hafi sprottið upp innan veggja tölvuleikjafyrir- tækisins CCP, þar sem Novator og General Catalyst voru hluthafar. Starfsmenn fjárfestingafélaganna tóku höndum saman og komu á fót Verne Global. Undirbúningur að rekstrinum hófst árið 2007 en fjármálahrunið 2008 gerði það að verkum að uppbyggingin fór ekki á fullt skrið fyrr en árið 2011 þegar hafist var handa við að reisa fyrsta áfanga gagnaversins. Starfsemin hófst í ársbyrjun 2012. Arnar segir að SF VI hafi fjárfest í uppbyggingu gagnaversins því sjóð- stjórar framtakssjóða Stefnis hafi talið að Ísland væri hentugur staður til að reka gagnaver. „Hér er græn orka og loftslagið er hentugt til að kæla tölvubúnaðinn sem dregur úr rekstrarkostnaði. Að auki var stjórn- endateymið öflugt með reynslu af uppbyggingu gagnavera í Banda- ríkjunum og hluthafahópurinn var með mikla reynslu úr tækniheim- inum og gat miðlað af reynslu sinni,“ segir hann. Að hans sögn hefur stjórnendum Verne Global tekist vel til við að auka veltu fyrirtækisins. Þeir hafi ekki treyst á viðskiptavini sem sinni námugrefti á rafmyntum á borð við Bitcoin sem sé áhættusamt í eðli sínu heldur lagt höfuðáherslu á stórfyrirtæki. Vöxturinn hafi verið mikilvægur af tveimur ástæðum: Annars vegar til að skapa stærðar- hagkvæmni og hins vegar til að vekja athygli á fyrirtækinu á meðal stærri gagnavera og fjárfesta sem kynnu að hafa áhuga á að yfirtaka reksturinn. Enda þurfi ríkulegt fjár- magn til að standa straum af vexti fyrirtækisins á næstu árum. „Gagnaversfyrirtæki reka oft nokkur gagnaver enda kalla stórir viðskiptavinir eftir því að geta dreift gögnum sínum niður á nokkra staði,“ segir Arnar. Verne Global var fyrsta tæknifjár- festing sem sjóður á vegum Stefnis tók þátt í. Eina eign SF VI var Verne Global en framtakssjóðurinn SÍA II, sem stýrt er af Stefni, leiðir fjár- festinguna og á um 19 prósent í félaginu. Aðrir hluthafar SF VI eru lífeyrissjóðir en SÍA II er aukin- heldur að mestu í eigu lífeyrissjóða. „Hugmyndin með fjárfestingunni á Verne Global var meðal annars að auka áhættudreifingu á meðal eigna sjóðsins en hann hafði á þeim tíma fjárfest umtalsvert á neytenda- markaði hér á landi,“ segir Arnar. n Lífeyrissjóðir fengu tíu milljarða króna við söluna á Verne Global Uppbygging getur tekið langan tíma Aðspurður hver lærdómurinn af fyrstu tæknifjárfestingunni hafi verið segir Arnar að það geti tekið langan tíma að byggja upp fyrir- tæki, sér í lagi í nýrri atvinnugrein og ekki megi vanmeta mikilvægi sölu og markaðsstarfs. Þá skiptir lykilmáli að hafa öflugt stjórn- endateymi og hluthafa sem séu reiðubúnir að styðja við reksturinn. „Hér er græn orka og lofts- lagið er hentugt til að kæla tölvubúnaðinn sem dregur úr rekstrarkostn- aði,“ segir Arnar Ragnarsson, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni. K r i s t j a n a Milla Snorra- dóttir hef u r verið ráðin fram- k væmd a st jór i mannauðs hjá Nordic Visitor og Terra Nova. Milla er með meistara- gráðu í verkefna- stjórnun (MPM) og B.Sc. í iðjuþjálf- unarfræðum. Áður starfaði hún sem mannauðsstjóri Borgarleikhússins, þar áður sem mannauðs- og rekstrar- stjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og þá var hún einnig mannauðsstjóri hjá Nordic Visitor til loka árs 2018. Eins og fram kom í umfjöllun Mark- aðarins í sumar verða ferðaskrifstof- urnar Nordic Visitor, Iceland Travel og Terra Nova þriðja stærsta ferða- þjónustufyrirtæki landsins, þegar kaup Nordic Visitor á Iceland Travel ganga í gegn. n Milla aftur til Nordic Visitor MARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 8. september 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.