Fréttablaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 6
FUNDARBOÐ AÐALFUNDAR
LANDSSAMBANDS VEIÐIFÉLAGA 2021
Til aðildarfélaga Landssambands veiðifélaga.
Aðalfundur Landssambands veiðifélaga verður haldinn föstudaginn
8. október, kl. 11:00-15:00, í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.
Þátttaka á aðalfundi
Óskað er eftir því að aðildarfélög sendi framkvæmdastjóra Lands-
sambandsins tilkynningu um þátttöku á aðalfundinum eigi síðar en
20. september nk. Vinsamlegast sendið tilkynninguna á netfangið
gunnar@angling.is.
Nánari upplýsingar um þátttöku á fundinum er að finna á vef
sambandsins á www.angling.is.
Dagskrá
1. Setning.
2. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
3. Kosning kjörbréfanefndar.
4. Skýrsla stjórnar Landssambands veiðifélaga, sbr. 6. gr. samþykktar
Landssambandsins. Jón Helgi Björnsson.
5. Tillaga um breytingar á samþykkt Landssambands veiðifélaga.
Fyrir liggur tillaga stjórnar Landssambandsins um breytingar á
samþykktinni og fylgir hún þessu fundarboði.
6. Tillaga að skipun millifundanefndar. Fyrir liggur tillaga stjórnar
Landssambandsins um umboð til stjórnar til skipunar nefndar um
heildarendurskoðun á gjaldskrárgrunni félagsgjalda og fylgir hún
þessu fundarboði.
7. Ársreikningur fyrir árið 2020 lagður fram til staðfestingar, sbr. 6. gr.
samþykktar Landssambands veiðifélaga. Ólafur Þór Þórarinsson.
8. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 lögð fram., sbr. 6. gr. samþykktar
Landssambands veiðifélaga, og ákvörðun um félagsgjöld, sbr. 7. gr.
samþykktarinnar.
9. Tillögur aðildarfélaga, sbr. 2. mgr. 4. gr. samþykktar Landssambands
veiðifélaga.
10. Stjórnarkjör, sbr. 9. gr. samþykkta Landssambands veiðifélaga.
Í ár er kosið um formann stjórnar.
11. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga, sbr. 5. mgr. 9. gr.
samþykkta Landssambands veiðifélaga.
12. Önnur mál.
13. Fundi slitið.
Fyrrverandi starfsmaður
forsetaembættisins leitaði til
Stígamóta vegna samstarfs
manns.
bth@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Fyrrverandi starfs
maður forsetaembættisins hefur
kært til lögreglu kynferðislega
áreitni af hálfu samstarfsmanns hjá
embættinu. Maðurinn hefur leitað
aðstoðar hjá Stígamótum. Hann
gagnrýnir lausatök innan embættis
ins þegar vandræðin hófust fyrir
mörgum árum.
Maðurinn starfaði fyrir embættið
um árabil og bjó á Bessastöðum.
Hann kýs nafnleynd að sinni, en
segir að framkoma geranda hafi
valdið sér og fjölskyldu sinni sárs
auka og fjárhagstjóni. Hann hafi að
lokum hrökklast úr starfi og f lutt
burt frá Bessastöðum.
„Þessi mál hafa tekið gríðarlegan
toll,“ segir maðurinn.
Angar málsins eru sagðir teygja
sig mörg ár aftur í tímann eða allt
til 2015. Mörg dæmi hafi verið um
óviðeigandi orð og athafnir en
steininn tekið úr í starfsmannaferð
til Parísar 2018. Þá þuklaði gerand
inn, karlmaður, á manninum og
braut á f leirum. Gerandinn fékk
skrif lega áminningu frá forseta
embættinu, baðst afsökunar og var
sendur í tímabundið leyfi. Að hann
skyldi fá að snúa aftur til starfa kom
þolandanum í opna skjöldu.
Maðurinn telur sig ekki hafa feng
ið viðeigandi málsmeðferð innan
forsetaembættisins. Á hann þar
einkum við afgreiðslu fyrrverandi
forsetaritara. Þegar hann var orðinn
úrkula vonar um raunverulegar
úrbætur segist hann hafa sagt upp
starfi sínu, leitað til Stígamóta og
kært málið til lögreglu. Honum hefur
nú verið skipaður réttargæslumaður.
Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá
forsetaembættinu og spurði meðal
annars hvort kærði einstaklingur
inn væri enn í vinnu hjá embættinu.
Því svarar Sif Gunnarsdóttir for
setaritari ekki með beinum hætti
en vísar í yfirlýsingu Guðna Th.
Jóhannessonar forseta frá október
2019 þar sem segir að þeir aðilar,
sem brotið var gegn, hafi verið upp
lýstir um stöðu og þróun mála og
málinu hafi lokið með samþykki
allra þeirra aðila sem málið varðaði.
„Í kjölfarið var viðkomandi starfs
manni heimilað að snúa aftur til
starfa, að uppfylltum tilteknum
skilyrðum, og var þannig formlegu
ferli málsins lokið.
Í kjölfar þess að málinu lauk
formlega var eigi að síður unnið
áfram með fagaðilum og leituðu
meðal annars þeir starfsmenn sem
um ræðir ráðgjafar og stuðnings á
þeim vettvangi,“ segir Sif.
Þá segir forsetaritari um starfs
mannamálin að nú standi yfir víð
tækar skipulagsbreytingar á Bessa
stöðum. Markmið þeirra sé að laga
starfsmannahald og skipulag vinnu
í átt að breyttum aðstæðum og for
sendum, sem mótast hafa á undan
förnum árum. „Þessar breytingar
munu meðal annars hafa í för með
sér að lögð verða niður störf þeirra
tveggja starfsmanna sem hafa haft
búsetu á Bessastöðum.“ ■
Kærir kynferðislega áreitni
á Bessastöðum til lögreglu
Erfið mál hafa komið upp sem tengjast starfsmannahaldi á Bessastöðum. Nú síðast er brot sem kostaði áminningu
orðið að lögreglumáli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Í kjölfarið var viðkom-
andi starfsmanni
heimilt að snúa aftur
til starfa, að uppfyllt-
um tilteknum skil-
yrðum.
Sif Gunnars-
dóttir
forsetaritari.
bth@frettabladid.is
FISKELDI „Ég myndi vilja sjá sjókvía
eldi í eigu fólksins sem býr við firð
ina og ætlar sér að búa þar í margar
kynslóðir enn,“ segir Gunnar Smári
Egilsson, frambjóðandi Sósíalista til
þingkosninga.
Fréttablaðið greindi frá því um
helgina að samkvæmt könnun
sem Gallup vann fyrir Verndar
sjóð villtra laxastofna telja um 30
prósent svarenda að ef stjórnmála
flokkur myndi beita sér gegn laxeldi
í sjókví myndi það hafa áhrif á ráð
stöfun atkvæðis þeirra. Helstu rök
gegn eldinu eru samkvæmt könnun
inni skaðleg umhverfisáhrif, dýra
níð og blöndun við villta stofna.
Gunnar Smári virðist á sama báti
og f lestir aðrir leiðtogar íslensku
f lokkanna sem blaðið hefur rætt
við, að fæstir berjast fyrir niðurlagn
ingu alls laxeldis í opinni kví. Hann
vill þó gera uppskurð á framkvæmd
og eignarhaldi eldisins.
„Vandinn við sjókvíaeldi er fyrst
og fremst að eldið er í eigu erlendra
auðhringa sem reka það til að ná
hámarkshagnaði á sem skemmst
um tíma, ganga illa um náttúruna,
greiða starfsfólki lág laun og skilja
sáralítið eftir í samfélögunum. En
ég get ekki afskrifað sjókvíaeldi
almennt og yfirleitt þótt það sé
markmið vellauðugra stangveiði
manna, sem óttast að eldið skaði
sportið þeirra,“ segir Gunnar Smári.
Hann telur sjókvíaeldi í eigu
fólksins kjörið verkefni fyrir eins
konar bæjarútgerðir, þar sem íbú
arnir bæru sameiginlega ábyrgð á
náttúrunni og uppbyggingu fyrir
tækjanna. Óboðlegt sé að auðfólk fái
gefins afnot af íslenskri náttúru og
byggi upp rekstur með það að mark
miði að draga til sín arð af náttúru
gæðum og vinnu verkafólksins.
„Íslenskt samfélag ætti að vera
komið lengra en þetta, að vera í
raun aðeins verstöð þar sem allur
arður er f luttur burt en sáralítið
verður eftir til uppbyggingar sam
félagsins.“ ■
Sjókvíaeldið verði í eigu almennings
Gunnar Smári
Egilsson,
frambjóðandi
Sósíalista.
hjorvaro@frettabladid.is
AFGANISTAN Talibanar kynntu í
gær nýja ríkisstjórn í Afganistan
en Hibatullah Akhundzada, æðsti
yfirmaður hópsins, segir að ríkis
stjórnin muni innleiða íslamska siði
og sjaríalög í landinu.
Í tilkynningu frá talibanastjórn
inni segir að fyrrgreind stefnubreyt
ing sé gerð til þess að tryggja frið,
velsæld og framþróun í Afganistan.
Andstæðingar talibana óttast
hins vegar að réttindi kvenna verði
fótum troðin í framhaldinu en síð
ast þegar hópurinn var við stjórn
völinn var konum bannað að fara
út fyrir hússins dyr án þess að vera
í fylgd karlmanns. Þá var konum
óheimilt að sækja sér menntun.
Myndir frá Afganistan frá því
á mánudaginn var sýna að talib
anar hafi skyldað aðskilnað karla
og kvenna í háskólum landsins. Þá
voru konur með slæður fyrir and
litum. ■
Ríkisstjórn talibana tekin við völdum
Mótmæli brutust út í Kabúl eftir að
ný stjórn var kynnt. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
hjorvaro@frettabladid.is
BRASILÍA Jair Bolsonaro, forseti Bras
ilíu, efndi til mótmæla í höfuðborg
landsins, Brasilíu, á þjóðhátíðardegi
landsins í gær.
Stuðningsmenn Bolsonaro þustu
út á götur eftir hans fyrirmælum en
mótmælin voru öflugust fyrir utan
hæstarétt landsins.
Bolsonaro hefur sakað hæstarétt
um að koma í veg fyrir umbóta
áform sín og kennir dómstólnum um
hversu illa hefur gengið að koma til
framkvæmda aðgerðum til þess að
hemja útbreiðslu kórónaveirunnar.
Gagnrýnendur hins hægrisinnaða
forseta telja þessa háttsemi hans vera
viðbrögð við slæmum niðurstöðum
úr nýjustu skoðanakönnunum
vegna forsetakosninganna sem fram
fara í næsta mánuði.
Nýjustu kannanir benda til þess
að Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrver
andi forseti Brasilíu, hafi tæplega tíu
prósentustiga forskot á Bolsonaro.
Þá var 61 prósent aðspurðra
óánægt með forsetann í annarri
nýlegri könnun. Dómarar við hæsta
rétt hafa sett af stað tvær rannsóknir
vegna spillingarmála tengdra Bol
sonaro. Talið er að hann muni hvetja
til mótmæla í fleiri borgum í landinu
næstu daga. ■
Bolsonaro grípur til örþrifaráða
6 Fréttir 8. september 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ