Fréttablaðið - 23.07.2021, Side 2

Fréttablaðið - 23.07.2021, Side 2
Minningin lifir SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS LOKADAGAR ÚTSÖLU ENN MEIRI VERÐLÆKKUN Lítið lát er á heimsóknum lúxussnekkja til Íslands. Þessa dagana er skip rússnesks auðjöfurs í Reykjavíkurhöfn. Skipið er sagt vera hlaðið leikföngum á borð við kafbát og þyrlu. Það fæst keypt fyrir jafnvirði tíu milljarða króna. odduraevar@frettabladid.is SIGLINGAR Skemmti- og ævintýra- skip rússneska milljarðamærings- ins Vladimírs Strzhalkovskí er nú í Reykjavíkurhöfn. Lúxussnekkjan sem metin er á tíu milljarða króna er til sölu og heitir Ragnar. Ragnar var smíðaður árið 2012 í Hollandi og er snekkjan nefnd í höf- uðið á víkingnum Ragnari loðbrók sem fékk skip frá konungnum föður sínum og lagðist í víking. Nafngiftin er til marks um það að hér er um ævintýraskip að ræða. Tólf gestir geta verið um borð í Ragnari hverju sinni og skip- inu fylgir sautján manna áhöfn. Rekstrarkostnaður snekkjunnar á ári hverju er sagður vera á bilinu 629 milljónir til milljarður króna. Í ævintýrasnekkjunni er að sjálf- sögðu þyrlupallur og sundlaug. Þá fylgir sérútbúinn torfærubíll skip- inu og líkamsræktarsalur er um borð í hinu 68 metra langa fleyi. „Ragnar var smíðaður til að taka gesti út úr þægindarammanum og inn í ókortlagðan heim snæviþaktra fjallstinda, óblíðra sífrera og kol- svartra hafdjúpa sem iða af sjávar- lífi,“ segir um skipið á á vefnum superyachttimes.com. Innanstokks bera innréttingar keim af áhugamálum Strzhal- kovskís. „Eigandinn er gríðarlega áhugasamur um miðaldaorrustur og -vopn,“ segir á superyachttimes. com. Ragnar getur brotist í gegn um heimskautaís og hefur af l til að takast á við öll veður,“ segir á burg- essy achts.com. Gestir munu þurfa að minnsta kosti viku til að reyna öll leikföngin um borð, þar með talda Airbus EC145-þyrlu og þriggja manna kafbát,“ segir enn fremur á burgessyachts.com þar sem fleyið hefur verið boðið til sölu. Auðævi Vladimírs Strzhalkovskí, eiganda Ragnars, eru metin á 400 milljónir Bandaríkjadollara eða því sem nemur 50 milljörðum íslenskra króna. Hinn 67 ára Strzhalkovskí er hagfræðimenntaður frá Lenín- grad háskólanum í St. Pétursborg í Rússlandi. Hann starfaði innan stjórnsýslunnar í heimalandi sínu, meðal annars innan leyniþjónust- unnar KBG, þar sem hann komst í kynni við Vladímír Pútín, síðar forseta Rússlands. Strzhalkovskí auðgaðist meðal annars á 100 millj- óna dala starfslokasamningi hjá málmfyrirtækinu Norilsk Nickel árið 2011. Fyrir áhugasama er myndasyrpa af þessu forvitnilega skipi á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, í dag. Virðast sumar myndanna jafnvel teknar við Íslandsstrendur og gætu lesendur spreytt sig og kannað hvort þeir þekkja landslagið í bakgrunni myndanna. n Ævintýraskip til sölu á tíu milljarða í Reykjavíkurhöfn Ævintýraskipið Ragnar getur brotist í gegnum ís og siglt í öllum veðrum með tólf farþega og sautján manna áhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ragnar var smíðaður til að taka gesti út úr þægindarammanum og inn í ókortlagðan heim snæviþaktra fjallstinda, óblíðra sífrera og kolsvartra hafdjúpa sem iða af sjávarlífi. superyachttimes.com Minningarathöfn fór fram í gær fyrir þá sem létust í hryðjuverkaárásinni í Noregi fyrir tíu árum. Meðal þeirra sem minntust fórnarlambanna var forseti Ís- lands. Ungir jafnaðarmenn stóðu fyrir friðargöngu að minningarlundi í Vatnsmýri. Alls létust 77 í árásinni, þar af 55 undir tvítugu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VESTMANNAEYJAR „Það er ekkert búið að gefa neitt út en það óhætt að segja að maður bíði með öndina í hálsinum eftir frekari fregnum. Það verður áhugavert að fylgjast með vendingum þessa máls í dag.“ Þetta segir Bergvin Oddsson, annar eigandi 900 Grillhúss í Vestmanna- eyjum, aðspurður um óvissuna sem ríkir um hvort Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum fari fram þetta árið í ljósi þess að von er á hertum aðgerð- um stjórnvalda vegna nýrrar bylgju kóróna veiru smita. Ríkisstjórn ræðir í dag nýjar til- lögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarna- læknis, viku fyrir stærstu ferðahelgi ársins. Óhætt er að segja að íbúar Vestmannaeyja fylgist spenntir með frekari tíðindum eftir að Þjóðhátíð var blásin af á síðasta ári. Um er að ræða gríðarlega mikilvæga tekju- lind fyrir ÍBV en um leið veitinga- rekstur á svæðinu. „Það er ekkert víst að öll fyrirtækin í Vestmannaeyjum þrauki af annað ár án Þjóðhátíðar. Þessi helgi er yfirleitt að skila tutt- ugu til þrjátíu prósentum af heildar- tekjum ársins hjá veitingastöðunum og yfirleitt aldrei undir fimmtán pró- sentum,“ segir Bergvin og ályktar að aflýsing myndi verða samfélaginu í Vestmannaeyjum dýr. „Það eru líka margir íbúar sem hafa aukatekjur af hátíðinni, ýmist með því að leigja út húsnæði eða sem vinna á hátíð- inni.“ n Stór hluti af árstekjunum þessa helgi Bergvin Oddsson, annar eigandi 900 Grillhúss. kristinnpall@frettabladid.is COVID -19 Viðbúnaðarstig Land- spítalans hefur verið fært á hættu- stig. Tveir liggja á smitsjúkdómadeild  með Covid-19. Þá er 301 einstakling- ur í eftirliti á Covid-göngudeildinni, þar af 25 börn. Tíu sjúklingar eru í sérstöku eftirliti með tilliti til inn- lagnar og eru alls fimm starfsmenn  spítalans í einangrun og 225 í vinnu- sóttkví. „Í ljósi þess að faraldurinn er í veldisvexti, verkefni Covid-göngu- deildar aukast daglega í samræmi við það, f leiri sjúklingar í eftir- liti eru veikir, fjöldi starfsfólks er í sóttkví vegna útsetninga og nýlegrar komu erlendis frá, mönnun er með minnsta móti vegna sumarleyfa auk þess sem mikil óvissa ríkir um þróun faraldursins, innlagnatíðni og alvar- leika veikinda, hafa farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákveðið að setja spítalann á hættustig,“ segir í tilkynningu. n Landspítalinn yfir á hættustig Í gær var óbólusettur einstaklingur lagður inn á smitsjúkdómadeildina. 2 Fréttir 23. júlí 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.