Fréttablaðið - 23.07.2021, Side 11
n Í dag
Árni
Helgason
fjölskylduna“
„Ég kem með
Á ferdalag.is getur þú fundið allt það helsta
um ævintýrin sem Ísland hefur upp á að bjóða.
Komdu með í ferðalag!
Það er skammt stórra högga á milli.
Á örfáum dögum höfum við farið
úr því að upplifa það sem átti að
vera sumar hins eilífa frelsis yfir í
að hlusta á vangaveltur Þórólfs um
að sennilega verði takmarkanir og
hömlur vegna kórónaveirunnar
næstu árin. Gengið er meira að
segja komið saman aftur, Víðir að
segja okkur að hann sé alveg jafn-
fúll og við hin og skilji okkur bara
mjög vel, Kári að sjá fyrir sér miklu
harðari aðgerðir og svo er „minnis-
blað í smíðum“ sem við vitum öll að
er milda leiðin til að segja okkur að
veturinn sé að skella á.
Högg fyrir Janssen
Ég verð að játa að þessi takmarkaða
geta bóluefnanna til að verja okkur
fyrir smiti er ákveðið högg fyrir
mann eins og mig og þá sérfræði-
þekkingu á bóluefnum sem ég hef
aflað mér, byggða á því að hafa
hlustað á tvo hlaðvarpsþætti og
lesið talsvert af tvítum.
Við sem höfum hingað til stolt
tilheyrt Janssen-fjölskyldunni
erum víst í sérstakri hættu. Get
ekki sagt að þetta komi manni
alveg á óvart, Janssen-bóluefnið var
svolítið eins og að vera að ferðast
á framandi slóðum, slysast inn á
subbulega knæpu og taka staup af
einhverjum drykk sem barþjóninn
útskýrir fyrir manni með glott á
vör að sé mjög hressandi. Eftir á að
hyggja var þetta kannski ekkert
svo góð hugmynd. Við verðum víst
kölluð inn í viðbótarbólusetningu
í ágúst. Ég auðvitað bjóst við því
á einhverjum tímapunkti í mínu
lífi að ég þyrfti á örvunarskammti
að halda en þetta er aðeins fyrr á
ferðinni en ég reiknaði með.
Gamla lífið
Þetta breytir því ekki að í nokkrar
dásamlegar vikur höfum við verið
frjáls og fengum gamla lífið okkar
aftur. Ég hafði ekki gert mér grein
fyrir því en það eru ákveðin menn-
ingarverðmæti fólgin í íslenska
djamminu, með öllum sínum
skrúfusleikjum, slagsmálum og
löðrandi, hálfétnum Hlöllum
fjúkandi um miðbæinn.
Ferðalög tóku við sér, það
hefur verið loftbrú héðan til Tene
og Toscana, allt eftir því hversu
menningarlegt fólk telur sig vera.
Fjölskyldan lét sér hins vegar
nægja að elta sólina innanlands.
Stemningin á þjóðvegunum er
eiginlega alveg eins og síðasta
sumar, mikið af Íslendingum á ferli
en nú hafa erlendu ferðamennirnir
bæst við. Tjaldstæðin eru suðu-
punktur þessarar mannlífsflóru,
þar finnur maður allt frá neyslu-
hetjum úthverfanna yfir í mínímal-
íska Þjóðverja sem margsjóða sömu
pakkasúpuna.
Fasteign með rafmagni
Hryggjarstykkið á öllum tjald-
stæðum er jeppafólkið. Hópurinn
sem fer að nafninu til í útilegu
en framkvæmir í raun og veru
búslóðarflutninga og setur upp
fasteign með rafmagni á tjald-
svæðinu. Umfangið á farangri,
búnaði og Costco-græjum á við
þriggja herbergja íbúð. Skottið er
smekkfullt, það þarf að hoppa ofan
á tengdamömmuboxið til að loka
því og svo er búið að fylla fellihýsið
líka. Mótvægið eru náttúrudýrk-
endurnir sem lifa á soðnu vatni úr
Sumar hins eilífa frelsis
prímusnum og gista í einmenn-
ingstjaldi, sem eru orðin svo lítil að
maður fær innilokunarkennd við
að sjá fólk troða sér í þetta.
Svo var vinalegt að sjá aftur
erlendu ferðamennina. Háværa og
óþarflega skrafhreifna Bandaríkja-
menn, vel skipulagða Þjóðverja
og Frakka sem eru svo grannir og
nettir að bakpokinn nánast steypir
þeim um koll. Ég held sérstaklega
upp á þýsku teknóklúbbs-hipster-
ana sem ég mætti, hann með blátt
hár og hún bleikt, svolítið lifuð að
sjá en bæði í rándýrum 66 gráður
norður útivistargalla. Falleg blanda
af uppreisn og neyslukapítalisma.
Í hitakófi í sumarbústaðnum
Við komum líka við í sumarbústað.
Þar glímir fólk við sinn eigin vágest,
sem er lúsmýið. Ef Kári Stefánsson
vill gulltryggja sér Nóbelsverð-
launin býr hann til séríslenska
útgáfu af bóluefni sem virkar bæði
gegn kórónaveirunni og lúsmýinu.
Gæti kallast MýKóróna, borið fram
eins og My Sharona sem yrði svo
auðvitað spilað þegar þetta töfralyf
verður kynnt. Kári gæti jafnvel
tekið nokkur dansspor eins og Bill
Gates og Microsoft-lúðarnir þegar
þeir kynntu Windows ’95.
Lúsmýið er snjallt. Þa’ð eru ekki
bara bitin heldur þessi andlega
skák sem fylgir, hvernig fórnar-
lömb þurfa að hírast inni við þessa
örfáu íslensku sólardaga, því það
má alls ekki opna dyr eða glugga.
Fólk hefur sér svo helst til dundurs
að banna hvert öðru að klóra sér í
bitin.
Þar sem ég sat á tjaldstæði með
lítið batterí og reyndi að pikka
þennan pistil á Notes í símanum,
fékk konan mín afdrifaríkt símtal. Í
síðasta pistli mínum skrifaði ég um
yfirvofandi fertugsafmæli mitt og
þá andlegu pressu sem því fylgir að
eiga stórafmæli á tímum samfélags-
miðla þar sem væntingarnar eru
um að maður geri eitthvað stór-
kostlegt. Nú hefur kosmósinn leyst
þetta vandamál fyrir mig því ég og
fjölskyldan verðum saman í sóttkví
á afmælisdaginn. n
FÖSTUDAGUR 23. júlí 2021 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ