Fréttablaðið - 23.07.2021, Síða 14
Fjórir íslenskir kepp-
endur taka þátt í
Ólympíuleikunum að
þessu sinni.
Ég skrifaði í árbókina
mína þegar ég kláraði
grunnskólann árið
2015 að ég væri með
það markmið að spila í
sænsku úrvalsdeild-
inni einhvern tímann á
ferlinum.
Ég er mjög spennt fyrir
þessu og ég tel þetta
vera stórt tækifæri fyrir
mig til þess að vaxa
sem leikmaður.
hjorvaro@frettabladid.is
ÓLYMPÍULEIK AR Setningarhátíð
Ólympíuleikanna, sem fram fara í
Japan þessa dagana, verður haldin
í Tókýó í dag. Hátíðin hefst klukkan
11.00 að íslenskum tíma. Keppni
hófst á leikunum á miðvikudaginn
síðastliðinn en þeir verða hins
vegar settir formlega í dag.
Sundfólkið Snæfríður Sól Jórunn
ardóttir og Anton Sveinn McKee
verða fánaberar Íslands á setning
arhátíðinni. Auk þeirra munu skot
fimimaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson
og kringlukastarinn Guðni Valur
Guðnason keppa fyrir Íslands hönd
á leikunum að þessu sinni.
Þetta verður í fyrsta skipti sem
fánaberar þátttökulandanna eru
tveir, ein kona og einn karl. Á leik
Ásgeir mun ríða á vaðið í Japan á morgun
Snæfríður Sól
og Anton Sveinn
verða fána-
berar íslenska
hópsins.
MYND/ÍSÍ
hjorvaro@frettabladid.is
KÖRFUBOLTI Kvennalið Hauka í
körfubolta hef ur ákveðið að taka
þátt í Evr ópu bik ar fé lagsliða, FIBA
EuroCup, á kom andi tíma bili.
Haukar verða fyrsta íslenska
kvennaliðið í körfubolta til þess að
taka þátt í Evrópukeppni í 15 ár en
Haukar eru eina íslenska liðið sem
hefur spilað á þeim vettvangi.
Forkeppni Evrópubikarsins fer
fram í lok september en þar er keppt
um þátttökurétt í riðlakeppni.
Vinna þarf eina viðureign til þess að
komast í riðlakeppnina en spilað er
heima og að heiman.
Fyrr í sumar endurheimtu Haukar
Helenu Sverrisdóttur sem var í liði
Hafnarfjarðarliðsins síðast þegar
það spilaði í Evrópukeppni. n
Haukar taka
slaginn í Evrópu
unum í Tókýó er nánast jafn fjöldi
kvenkyns og karlkyns keppenda og
hafa hlutföllin aldrei verið jafnari á
nokkrum Ólympíuleikum.
Íslenski hópurinn, með Anton
Svein og Snæfríði Sól í fararbroddi,
mun verða fyrstur inn á leik
vanginn á eftir gríska hópnum
sem gengur ávallt fyrstur inn á
leikvanginn á Ólympíuleikum og
f lóttamannaliði Alþjóðaólympíu
nefndarinnar (IOC Refugee Olymp
ic Team).
Ásgeir, sem mun keppa í loft
sk ammbyssu , verðu r f y r st u r
íslensku keppendanna til þess að
hefja keppni á leikunum. Hann
tekur þátt í skotfimkeppni leikanna
á morgun, laugardag.
Snæfríður Sól, sem keppir í 100
og 200 metra skriðsundi á sínum
fyrstu leikum, mun stinga sér til
sunds í undanrásum í 200 metra
skriðsundi á mánudaginn og svo
100 metra skriðsundi á miðviku
daginn. Anton Sveinn mun síðan
synda í undanrásum 200 metra
bringusunds á þriðjudaginn kemur.
Guðni Valur tekur svo þátt í
kringlu kastkeppni leikanna á
föstudaginn eftir slétta viku. n
Valur - Haukar körfubolti kvenna
14 Íþróttir 23. júlí 2021 FÖSTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 23. júlí 2021 FÖSTUDAGUR
Silvía Rán Björgvinsdóttir
setti sér háleit markmið þegar
hún kláraði grunnskólann.
Nú hefur henni tekist ætlun
arverk sitt sem var að semja
við félag í sænsku úrvals
deildinni, einni af sterkustu
íshokkídeildum heims.
hjorvaro@frettabladid.is
ÍSHOKKÍ Ak ur eyr ing ur inn Sil vía
Rán Björg vins dótt ir, landsliðskona
í íshokkí, varð á dögunum fyrsti
Íslend ing ur inn til þess að skrifa
undir samning við félag í sænsku
úrvalsdeildinni þegar hún samdi
við Göte borg HC.
Þessi 22 ára leikmaður er marg
faldur Íslandsmeistari með Skauta
félagi Akureyrar en Silvía Rán hefur
einnig verið í burðarhlutverki með
íslenska landsliðinu undanfarin ár.
„Ég er mjög spennt fyrir þessu en
þetta er eitthvað sem ég hef stefnt
að frá því að ég var unglingur. Ég
skrifaði í árbókina þegar ég kláraði
grunnskólann árið 2015 að ég væri
með það markmið að spila í sænsku
úrvalsdeildinni einhvern tímann á
ferlinum.
Það er frábær tilfinning að hafa
náð að tikka í það box. Þetta er ein
sterkasta deild heims en þarna spila
leikmenn frá Bandaríkjunum, Finn
landi, Tékklandi og fleiri af sterkum
íshokkíþjóðum heims. Það er líka
spennandi að mæta leikmönnum
héðan og þaðan úr heiminum og
spila við fjölbreyttan hóp af íshokk
íspilurum.
Hlakkar til að fá meiri áskorun
Eftir að hafa spilað með Skauta
félagi Akureyrar allan minn feril
þar sem sumir leikir eru þannig
að við vinnum stórt verður gaman
að spreyta sig á móti sterkari leik
mönnum og spila alla jafna í jöfnum
leikjum.
Ég mun klárlega bæta mig mikið
þarna en Göte borg HC komst nýver
ið upp í úrvalsdeildina. Liðið hefur
verið í neðri hluta deildarinnar
undanfarin ár og það er ekki mikil
pressa á því að vinna í þeim leikjum
sem við spilum þó að það sé auð
vitað það sem stefnt er að.
Þetta er stór gluggi og mig langar
að spila í f leiri deildum seinna á
ferlinum og nú er einbeiting hjá
mér bara á því að standa mig vel hjá
Göte borg HC.
Ég flyt út um miðjan ágústmán
uð en ég mun búa í miðborginni í
huggulegri íbúð,“ segir hún. Fram
kom í umfjöllun um félagaskipti Sil
víu Ránar til Götaborgar HC að þess
væri vænst að hún myndi hrella
markverði andstæðinga liðsins með
markaskorun sinni.
Fetar í fótspor systur sinnar
Sænska k vennalandsliðið er í
níunda sæti á heimslista alþjóða
íshokkísambandsins og sænska
úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í
heiminum.
Silvía Rán er hins vegar ekki fyrsti
íslenski íshokkíleikmaðurinn sem
leikur með liðinu en systir hennar,
Diljá Sif Björgvinsdóttir, lék með
Göte borg HC. Þá lék liðið aftur á
móti í næstefstu deild.
„Það er svo einnig á markmiða
listanum hjá mér að komast upp
um deild með landsliðinu. Það
hefur verið unnið gott starf í ungl
ingastarfinu á Íslandi og ekki síst
hjá Skautafélagi Akureyrar þar sem
Sarah Smiley hefur gert stórkostlega
hluti.
Smiley hefur verið fyrirmynd
innan vallar hjá mér en hún hefur
þjálfað mig frá því að ég byrjaði
að æfa íshokkí. Sú sem hefur stutt
mig mest á íshokkíferlinum er hins
vegar mamma sem hefur hefur
reynst mér einkar vel þegar ég hef
verið í æfingabúðum erlendis og
búið í Bandaríkjunum og Stokk
hólmi,“ segir landsliðskonan.
Næsta verkefni hjá íslenska
kvennalandsliðinu er þátttaka
liðsins í undankeppni Ólympíu
leikanna en riðill íslenska liðsins
verður spilaður í Egilshöll í ágúst. n
Fyrst til þess að spila í þessari deild
Silvía Rán Björg-
vinsdóttir sem
verið hefur
burðarás ís-
lenska kvenna-
landsliðsins í
íshokkí undan-
farin ár er að
taka stórt skref
á ferlinum með
því að semja
við lið í sænsku
úrvalsdeildinni.
MYND/ELVAR FREYR
PÁLSSON
hjorvaro@frettabladid.is
FÓTBOLTI Guðrún Arnardóttir,
landsliðskona í fótbolta, hefur
samið við Rosengård. Guðrún
kemur til félagsins frá Djurgårdens.
Þessi 26 ára gamli varnarmaður
lék með Selfossi og Breiðabliki áður
en hún fór til Bandaríkjanna og lék
með Santa Claraháskólanum.
Þá hefur hún leikið 11 landsleiki.
Guðrún er að fylla skarðið eftir liðs
félaga sinn hjá landsliðinu, Glódísi
Perlu Viggósdóttur, sem samdi við
Bayern München á dögunum.
„Ég er mjög spennt fyrir þessu og
ég tel þetta vera stórt tækifæri fyrir
mig til þess að vaxa sem leikmaður.
Þetta er réttur tímapunktur til þess
að taka næsta skref á ferlinum. Ég
hlakka mikið til þess að sanna mig
hjá Rosengård,“ segir Guðrún.
Rosengård trónir á toppi sænsku
úrvalsdeildarinnar en liðið er með
32 stig eftir 12 umferðir. n
Guðrún færir sig
til toppliðsins
Guðrún í leik með Djurgårdens.
Lovísa Björt og Helena munu spila í
EuroCup í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI