Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2021, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 23.07.2021, Qupperneq 23
Norðurljósin mála fallegar myndir á himnum á dimmasta tíma ársins, það sama viljum við í Olgu gera með röddum okkar. Sönghópurinn Olga Vocal Ensemble verður á ferðinni á Íslandi í lok júlí og byrjun ágúst. Fyrstu tónleikar Olgu í sumar verða í Akureyrarkirkju sunnudaginn 25.  júlí. Síðan verða tónleikar á Blönduósi, Seyðisfirði, Ólafsfirði, í Flatey, á Ísafirði og síðustu tónleik- arnir verða í Háteigskirkju miðviku- daginn 4. ágúst klukkan 20.00. Hópurinn er skipaður Hol- lendingunum Jonathan Ploeg og Arjan Lienaerts, Englendingnum Matthew Lawrence Smith, hinum rússnesk-bandaríska Philip Barkh- udarov og Íslendingnum Pétri Odd- bergi Heimissyni. Þema tónleikanna er Aurora, norðurljósin. „Norðurljósin mála fallegar myndir á himnum á dimm- asta tíma ársins, það sama viljum við í Olgu gera með röddum okkar,“ segir Pétur Oddbergur sem syngur fyrsta bassa í Olgu. „Efnisskráin er mjög fjölbreytt, þarna er til dæmis Hvert örstutt spor eftir Jón Nordal, Vikivaki eftir Valgeir Guðjónsson og Bare Necessities úr Jungle Book. Svo f lytjum við yfirtónalag sem við sömdum sjálfir sem ber heitið Aurora.“ Mikil tilhlökkun Sönghópurinn Olga Vocal Ensemble hefur verið starfræktur síðan árið 2012. „Við í upprunalega hópnum lærðum allir söng í Hollandi hjá Jóni Þorsteinssyni. Við sungum saman eftir skóla og héldum tón- leika í Belgíu vorið 2013, þá vorum við fjórir, þrír Íslendingar og Philip. Síðan hefur orðið breyting og nú erum við tveir eftir af upprunalegu meðlimunum.“ Hópurinn hélt sína fyrstu tón- leika á Íslandi sumarið 2013 og hefur heimsótt Ísland á hverju ári síðan þá, að undanskildu árinu 2020. Pétur segir mikla tilhlökkun ríkja í hópnum vegna tónleikanna. „Það er tilhlökkunarefni að fara á alla þessa fallegu staði til að syngja og sjá landið um leið.“ Taka upp jólaplötu Olga hefur gefið út þrjá geisladiska, fyrsti diskurinn kom út árið 2013, Vikings kom út árið 2016 og It’s a Woman’s World kom út árið 2018. Í sumar kom út fjórði diskur hópsins, Aurora. Hópurinn er nú að taka upp jóla- plötu í Reykholtskirkju. „Lögin eru ekki öll jólatengd en við erum meðal annars að taka upp Hátíð fer að höndum ein og Christmas Island með örlítið breyttum texta. Við syngjum Go tell it on the Mountain og verk þar sem Philip semur bæði lag og texta. Tónlistin er eins og á hinum plötunum; klassík, djass og popp. Tveir fyrrverandi meðlimir koma fram með okkur á plötunni, Bjarni Guðmundsson og Gulian van Nier op. Á plötunni vinnum við einnig með Drengjakór Reykja- víkur og Diddi fiðla, Sigurður Rúnar Jónsson, er upptökustjóri og honum til halds og trausts er Pétur Hjalte- sted.“ n Raddir Olgu hljóma á Akureyri og í Reykjavík Pétur, Arjan, Jonathan, Matthew og Philip. MYND/ FELIPE PIPI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Reykholtshátíð fer fram helgina 23.–25. júlí og fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. Á hátíðinni verða fernir tónleikar. Upphafstónleikar hátíðarinnar verða í dag, föstudaginn 23. júlí, klukkan 20. Á dagskrá verða kamm- erperlur eftir meðal annars Brahms, Schubert og Glazunov ásamt söng- lögum og aríum. Í tilefni afmælisárs- ins verður frumflutt nýtt verk eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur við ljóð Þorsteins frá Hamri, sem var ættaður úr Borgarfirðinum fagra. Fyrirlestur um ljóðskáldið Þor- stein frá Hamri verður í Snorrastofu á laugardaginn klukkan 14 og er öllum opinn. Fyrirlesari er Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur. Reykholtshátíð er jafnframt vígsluafmæli Reykholtskirkju og því verður fagnað með hátíðarmessu á sunnudaginn klukkan 14. Hljóð- færaleikarar hátíðarinnar í ár eru Auður Hafsteinsdóttir, Gunnhildur Daðadóttir og Sigurbjörn Bern- harðsson fiðluleikarar, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikarar, Bjarni Frí- mann Bjarnason og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikarar ásamt Herdísi Önnu Jónasdóttur sópran- söngkonu. n Reykholtshátíð 25 ára Fyrirlestur verður um Þorstein frá Hamri. ,,Hvíldu, hjarta, hvíldu,“ er yfirskrift tónleika í tónleikaröðinni Englar og menn í Strandarkirkju sunnu- daginn 25. júlí klukkan 14.00. Á tónleikunum kemur fram Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, en yfirskrift tónleik- anna er ljóðlína úr ljóðinu Aftan- söngur eftir Huldu sem verður flutt á tónleikunum. Lay Low til halds og trausts eru Agnes Erna Estherar- dóttir og Anna Margrét Hraundal. n Lay Low í Strandarkirkju Lay Low verður í Strandarkirkju. Erna Vala Arnardóttir píanóleikari heldur tónleika í tónleikaröðinni Velkomin heim í Hörpuhorni sunnudaginn 25. júlí klukkan 16. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Robert Schumann. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Erna Vala, fædd 1995, hefur komið fram víða í Evrópu og Bandaríkj- unum síðustu ár og unnið til fjölda verðlauna fyrir píanóleik sinn. Þar má helst nefna heiðursorðuna Hvítu rósina frá forseta Finnlands árið 2018 og fyrstu verðlaun í efsta flokki EPTA-píanókeppninnar á Íslandi. Erna Vala hefur leikið einleik með bæði Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Hún hefur einnig komið fram sem gestalistamaður ýmissa hátíða, til dæmis Arctic Initiative í Washing- ton D.C., Albignac Piano Festival í Frakklandi og Trinity Laban-sam- tímalistahátíðarinnar í London. n Erna Vala í Hörpuhorni Erna Vala píanóleikari heldur tónleika á sunnudaginn. FÖSTUDAGUR 23. júlí 2021 Menning 19FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.