Fréttablaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR SUMARÚTSALA BETRA BAKS SUMARÚTSALAN E R Í FULLU FJÖRI! STILLANLEG RÚM | HEILSURÚM OG -DÝNUR | GAFLAR | SÆNGUR | KODDAR | SVEFNSÓFAR | STÓLAR | SÆNGURFÖT, O.FL. Jóhönnu Vigdísar Guðmundsdóttur n Bakþankar Hvernig líður okkur þegar ein- staklingur sem við lítum upp til er sakaður um að brjóta af sér? Ég verð að viðurkenna að ég er í einhvers konar áfalli. Ég er leið, eiginlega sorgmædd, og ég vona að þær sakir sem eru bornar upp á þjóðhetjuna okkar, fyrir- mynd barnanna okkar, eigi ekki við rök að styðjast. Ég vil í það minnsta ekki trúa þeim. Rithöfundurinn C.S. Lewis sagði að afneitunin væri dempari sálarinnar, vegna þess að hún verndar okkur þar til við erum tilbúin til að takast á við raunveruleikann. Er þessi afneitun gerendameð- virkni? Í mörgum tilvikum, já. Í tilviki þjóðhetjunnar okkar hef ég ekki hugmynd um hvað afneitun mín er yfirleitt. Ég veit ekki hver raunveruleikinn er, og er sannarlega ekki tilbúin til að takast á við þá mynd sem dregin er upp. Ef hetjurnar okkar gera eitthvað slæmt þurfum við hins vegar f leiri bjargráð en afneitunina til að takast á við það. Við sem einstaklingar og við sem samfélag. Bjargráðin felast þó ekki í því að hlaupa niður í geymslu og sækja heykvíslarnar, finna til efnið í bálköstinn og leita að stjak- anum. Ég er ekki með svarið. Við getum hins vegar rýnt við- brögð okkar og velt því fyrir okkur hvaðan þau koma. Skiljið heykvíslarnar eftir inni í geymslu um leið og við munum að of beldi fer ekki í mann- greinarálit. Það ætla ég í það minnsta að reyna. n Demparar sálarinnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.