Fréttablaðið - 22.07.2021, Síða 1

Fréttablaðið - 22.07.2021, Síða 1
f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s 1 4 2 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 2 . J Ú L Í 2 0 2 1 Pssst ... Góðar á grillið!Nektarínur Krónanmælir með! Mmm ... Nektarínur Bestar núna! Viðgerð og andlitslyfting á styttunni af Kristjáni IX Danakonungi, sem stendur fyrir framan Stjórnarráð Íslands við Lækjartorg, er lokið en lappað hefur verið upp á styttuna síðustu vikurnar. Verið var að taka niður stillansa sem notaðir voru við verkið þegar ljósmyndari Fréttablaðsins var á vappi um miðbæinn. Nú hefur sjónum viðgerðarmanna verið beint að styttunni af Hannesi Hafstein sem stendur við hlið Kristjáns. Að baki styttunum er listaverk eftir Li Hill og John Grant sem prýðir einn veggja Gamla bíós. Það verk er undir áhrifum af laginu Pale Green Ghosts. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Í gær voru 220 einstakl- ingar í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítalans, þar af fimmtán börn. Einn liggur nú á smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. Hertar aðgerðir tóku gildi á spítal- anum í gær, samkvæmt ákvörðun sóttvarnaráðs. Reglur um heim- sóknir voru hertar og brýnt fyrir starfsfólki að forðast mannamót. Í gærmorgun voru 538 manns í sóttkví og yfir 1.100 í skimunar- sóttkví. Sólarhringinn á undan greindust 56 smit innanlands. Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra hefur boðað til upp- lýsingafundar klukkan 11 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang faraldurs- ins hér á landi síðastliðna daga. n Á þriðja hundrað smitaðra í eftirliti Ríkisstjórnin er ekki farin að ræða frekari aðgerðir vegna stöðunnar í faraldrinum. For- sætisráðherra segir stöðuna allt aðra núna en í þriðju bylgjunni. Þar sem Ísland hefur hærra bólusetningar- hlutfall en flest önnur ríki sé engin forskrift til að fylgja. adalheidur@frettabladid.is COVID-19 „Þótt ég skilji þörf fólks fyrir skýr svör um hvað verður, er mikilvægt að við fáum andrými til að meta stöðuna núna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um þá stöðu sem nú er komin upp í faraldr- inum. Tillögur um frekari aðgerðir en þær sem ákveðnar voru á mánu- dag eru ekki komnar á borð ríkis- stjórnarinnar en ráðherrar eiga dag- legt samráð við sóttvarnayfirvöld. „Ég held að fólk skilji mjög vel að það eru engin endanleg svör í þessum faraldri. En við erum auð- vitað ekki á sama stað og við vorum í upphafi þriðju bylgju, þess vegna er ekki hægt að draga bara sömu aðgerðir upp úr poka,“ segir Katrín og vísar til þess að nú sé þjóðin bólu- sett og í stöðu ólíkri þeirri sem flest önnur ríki búa við hvað varðar hátt hlutfall bólusettra. „Við erum þannig að reyna það sem þjóð hvernig bóluefnin virka, en það fylgir því að vera fremstur í röðinni að enginn annar hefur neina forskrift fyrir okkur. Við þurfum sjálf að vega og meta stöðuna sem er það sem okkar góða vísindafólk er að gera.“ Katrín segir þó fylgst með öðrum þjóðum sem gengið hefur vel að bólusetja, til hvaða aðgerða sé verið að grípa og hvernig þær gangi. Hún segir þessa fjölgun smita að ein- hverju leyti koma á óvart en á móti komi að sjá að alvarleg veikindi séu ekki farin að gera vart við sig, en bólusetningunni hafi meðal annars verið ætlað að koma í veg fyrir þau. Aðspurð um stjórnarsamstarfið í aðdraganda kosninga og samstöðu í baráttu við faraldurinn segist Katrín nálgast faraldurinn þannig að skyn- samlegustu ákvarðanirnar séu tekn- ar á hverjum tíma. Hún tekur dæmi um ákvörðun ríkisstjórnarinnar á mánudag. Þá hafi verið skynsamlegt að líta til landamæranna eftir mat á stöðunni sem uppi var. „Ábyrgð okkar er að stýra þessu farsællega áfram og kosningar mega ekki hafa áhrif á það. Það er á okkar ábyrgð að tryggja það,“ segir Katrín n Meta þarf stöðuna upp á nýtt Það fylgir því að vera fremstur í röðinni að enginn annar hefur neina forskrift fyrir okkur. Katrín Jakobs- dóttir, forsætis- ráðherra.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.