Fréttablaðið - 22.07.2021, Side 2

Fréttablaðið - 22.07.2021, Side 2
Það eru mjög margir góðir kokteilbarir í Reykjavík en okkur langaði að koma með eitthvað nýtt. Magnús Már Kristinsson, bareigandi. Einbeittir nemar í Svínahrauni STÖKKTU TIL KRÍTAR Á MORGUN! 23. JÚLÍ - 03. ÁGÚST FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ: 99.900 KR. *Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA FLUG, SKATTUR OG HANDFARANGUR FLUG EINGÖNGU VERÐ FRÁ: 49.900 KR. * WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS odduraevar@frettabladid.is JAFNRÉTTISMÁL „Þau buðu mér og kærastanum að kíkja í lónið og það getur vel verið að við gerum það við tækifæri,“ segir Diljá Sigurðar- dóttir sem var vísað úr baðlóni Sky Lagoon í Kópavogi um síðustu helgi fyrir að vera ber að ofan en hefur nú verið boðið aftur ofan í. „Eftir að hafa skoðað málið betur komumst við að þeirri niðurstöðu að túlkun viðkomandi á skilmálum okkar átti rétt á sér,“ sagði í til- kynningu frá Sky Lagoon. Konum væri því ekki lengur skylt að vera í baðfötum að ofan. Sjálf hefur Diljá fengið afsökun- arbeiðni frá Dagnýju Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Sky Lagoon. Segist Diljá vilja skoða hvað þurfi að gera til að hindra að sams konar atvik komi aftur upp á Íslandi. n Beðin afsökunar og boðið aftur ofan í Diljá Sigurðardóttir segir koma til greina að þiggja boðið. MYND/AÐSEND mhj@frettabladid.is SAMFÉLAG Félagarnir Magnús Már Kristinsson og Vilhjálmur Þór Krist- jánsson hafa lengi verið þekktir meðal kraftbjóraunnenda hérlend- is. Ásamt því að vera hlutaeigendur Session Craft bar hafa þeir komið að bruggun á ýmsum bjórum, meðal annars hjá Malbyggi og Reykjavík Brewing. Þegar heimsfaraldurinn skall á og ölhúsum borgarinnar var lokað ákváðu þeir hins vegar að finna sér nýja áskorun: Kokteila. Þeir ákváðu því að opna sinn eigin kokteilbar á Skólavörðustíg, Stereo Bar, með það í huga að taka öðruvísi snúning á kokteila en aðrir staðir á Íslandi. Á Stereo verður einblínt á kokteila á krana til að flýta fyrir afgreiðslu. Niturgas er notað svo það þurfi ekki að hrista drykkina en að þeirra sögn er það í fyrsta sinn sem niturgas verður notað til að hrista kokteila. Hægt verður að fá allt frá Espresso Martini á krana yfir í óáfenga kok- teila. Einnig verður boðið upp á Hard-seltzer á krana en viðskipta- vinir geta síðan valið á milli fimm til sex bragðtegunda líkt og í ísbúð. Langaði að feta nýjar slóðir „Við vildum prófa að gera eitthvað nýtt í þessu Covid-ástandi. Það lá vel við að nýta tímann,“ segir Vilhjálm- ur Þór. „Við höfum báðir verið í bjór- bransanum lengi og okkur vantaði nýja áskorun,“ bætir Magnús Már við. „Það halda margir að við séum rosalega góðir barþjónar en þegar kemur að kokteilum þá vitum við ekki neitt,“ segir Magnús Már og hlær. „Við kunnum bara að brosa bak við barinn og vera fyndnir,“ bætir hann við. „Það eru mjög margir góðir kok- teilbarir í Reykjavík en okkur lang- aði að koma með eitthvað nýtt. Við erum mjög góðir að setja bjórkúta undir dælur og þess vegna ætlum við að vera með kokteila á kút,“ segir Magnús léttur. „Það sparar tíma og ætti koma út í lægra vöruverði fyrir neytandann án þess að gæðin ættu að skerðast neitt svakalega.“ Vilhjálmur Þór hannaði staðinn sjálfur en hann vann áður hjá Haf Studio. Staðurinn er mjög litríkur en Vilhjálmur segir það vera hugsað til að lífga upp á veturinn á Íslandi. „Það er gott að hafa bjart rými og smá liti þegar grámyglan hellist yfir mann,“ segir Vilhjálmur. „Litavalið eru í raun litir sem eru of æpandi til að hafa heima hjá þér en þeir eru góðir í svona rými.“ Þeir félagar hafa ráðið til sín kok- teilabarþjón til að hrista sérpantaða drykki. „Hann heitir Andreas og er Svíi,“ segir Magnús. Stereo Bar opnar dyr sínar í fyrsta sinn í dag klukkan 17.00 og mun DJ flugvél og geimskip spila fyrir gesti. n Þekktir bruggarar fara úr kraftbjórum yfir í kokteila Magnús Már og Vilhjálmur Þór hafa opnað kokteilbar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þessir bandarísku jarðvísindanemar voru staddir skammt frá Litlu Kaffistofunni í Svínahrauni. Þar voru þeir að fá leiðsögn um hvernig setja á upp gosmæli sem nemur hreyfingar á jarðskorpunni. Sjónir vísindamanna hafa beinst að Íslandi undanfarnar vikur vegna eldgossins í Geldingadölum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR kristinnpall@frettabladid.is VESTFIRÐIR Bæjarráð Ísafjarðar- bæjar samþykkti í gær beiðni lista- mannsins Jean Larson um að mála stórt vegglistaverk af skarfi á einn af veggjum íþróttahússins á Flateyri. Samþykkið er háð því að hverfisráð Önundarfjarðar taki vel í beiðnina. Í beiðni listamannsins kemur fram að hann sé að vinna að verk- efni fyrir bæinn Flateyri þar sem hann málar tólf mismunandi fugla á tólf mismunandi staðsetningum. Markmið verkefnisins er að gestir og gangandi geti gengið meðal fuglanna sem dvelji allir í Önundarfirði. Nú þegar hefur Larson hlotið styrk fyrir öllum efniskostnaði verkefnis- ins fyrir utan málningu sem nýtt verður á veggi hússins þegar fugl- inn er tilbúinn. Því felst ekki mikill kostnaður fyrir bæinn í uppsetningu vegglistaverksins. n Leyfa skarfamynd á sundlaugarhúsið Hægt verður fara á fuglarölt á Flat- eyri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 2 Fréttir 22. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.