Fréttablaðið - 22.07.2021, Side 16

Fréttablaðið - 22.07.2021, Side 16
Coco sagði að vel- gengni sín byggðist á einni peysu sem hún klæddist vegna kulda. Ástin, lúxusinn, fataskápur- inn og út að borða er það sem nýja þáttaröðin um vinkonurnar í Sex and the City fjallar um. Upptökur fara nú fram í New York og aðdáendur þyrpast að til að mynda stjörnurnar. elin@frettabladid.is Þættirnir hafa fengið nafnið And Just Like That. Samantha Jones (Kim Cattrall) er þó fjarri góðu gamni því einungis þrjár vin- konur koma saman í þessum nýju þáttum. Áhorfendur hitta fyrir Charlotte York, Miröndu Hobbes og Carrie Bradshaw en þættirnir sýna hvernig líf þeirra hefur breyst enda komnar um fimmtugt. Sumum þótti fyrri þátta- röðin sem sýnd var frá árunum 1998-2004 sýna óraunverulega veröld glæsilegs lúxuslífs þrítugra kvenna. Aðdáendur voru þó mun fleiri sem máttu ekki missa af þætti úr heimi ástalífs, starfsframa og merkjavöru vinkvennanna. Unglingsstúlkur sátu og ræddu stíft um hvað þeim fannst um ást og ástarsorg Carrie sem um leið veitti mikinn innblástur inn í tískuveröldina. Ef þeim leiddist var alltaf hægt að horfa á þættina aftur og aftur og láta sér líða betur með glansveröldinni á skjánum. Hjá mörgum eru bleiku DVD-diskarnir safngripir. Ætli sé kominn tími til að dusta rykið af Manolo-skónum og hella cosmopolitan-kokteil í glas? Ekki hefur verið gefið út hvenær þáttaröðin verður frumsýnd. Alls verða tíu þættir og það er HBO sem framleiðir þá. Miranda hefur ekki lengur þetta fallega rauða hár því hún er orðin gráhærð. Hinn geð- þekki Big (Chris North) kemur við sögu í þáttunum sem fyrr og Aiden (John Corbett) og Steve hennar Miröndu (David Eigenberg). Þótt Samantha sé fjarverandi bætast nýir vinir í hópinn, meðal þeirra er Sara Ramirez sem er þekkt úr þáttunum Grey’s Anatomy. Í gömlu þáttunum skrifaði Carrie dálka í tímariti en í þeim nýju gerir hún hlaðvarpsþætti. Fataskápur- inn hefur þó ekkert breyst og þar munu birtast merkjavörur frá Dior, YSL, Celine, Fendi, Givenchy og Chanel. Búningahönnuður gömlu þáttanna, Patricia Fields, er um þessar mundir upptekin við gerð þáttanna um Emily in Paris númer 2 en Molly Rogers var fengin í hennar stað. New York borg er sem fyrr aðalstaðsetning þáttanna. Hvernig unnið verður úr efninu fáum við að sjá von bráðar. n Lúxusdrottningar hittast Cynthia, Kristin og Sarah Jessica ganga hér um í New York þegar upptökur fóru fram fyrr í vikunni. Kjóllinn sem Sarah klæðist er frá Carolina Herrera. Coco Chanel ruddi brautina í hönnun á kvenfatnaði, þar sem einfaldleiki og glæsi- leiki var í fyrirrúmi. Coco ólst upp á munaðarleys- ingjahæli hjá nunnum sem kenndu henni að sauma. sis@frettabladid.is Fatnaður og töskur frá Coco Chanel virðast aldrei fara úr tísku og fólk stendur jafnvel í biðröð eftir að komast inn í verslanir til að festa kaup á þeim, þrátt fyrir hátt verð. Um er að ræða sígilda hönnun, enda ganga dragtir og veski frá Chanel gjarnan í erfðir. Í sumarlínunni 2021 má sjá að áhrifa hennar gætir enn hjá tísku- húsinu, þótt í ár séu fimm áratugir frá því að Coco kvaddi þennan heim. Þar eru stuttir jakkar án kraga og klæðileg pils áberandi. Ólst upp hjá nunnum Fáum hefði dottið í hug að Gabrielle Bonheur, eins og Coco Chanel var skírð, myndi eiga eftir að fagna mikilli velgengni þegar hún fæddist þann 19. ágúst árið 1883 í Frakk- landi. Foreldrar hennar voru litlum efnum búnir og móðirin lést þegar Coco var aðeins tólf ára. Faðirinn kom ungu dótturinni þá fyrir á munaðarleysingjahæli og lét sig hverfa á braut. Það var engin sæla að alast upp á slíku heimili sem var rekið af nunnum en þar lærði Coco að sauma. Sú kunnátta kom sér vel þegar hún byrjaði að hanna og sauma föt síðar á ævinni. Coco átti eftir að sækja innblástur í búning- ana sem hún og aðrar stelpur þurftu daglega að klæðast á munaðarleys- ingjahælinu. Það voru svartir kjólar með hvítum kraga. Síðar gekk hún í kristilegan heimavistarskóla og síðan lá leiðin í afgreiðslustörf. Undirföt, sokkar og hattar Fyrst fékk Coco vinnu við afgreiðslu í undirfata- og sokkaverslun en þegar hún var að nálgast þrítugt opnaði hún sína eigin hattaverslun. Þremur árum síðar, árið 1913, færði hún út kvíarnar og opnaði tísku- verslun þar sem til sölu voru kjólar og prjóna flíkur. Ekki liðu nema tvö ár þar til Coco opnaði tísku- hús og um ári síðar sýndi hún sína fyrstu fatalínu. Hún vakti mikla athygli fyrir óvenjulegt efnisval en hún notaði prjón og flannel í sína hönnun. Á þessum tíma var prjón helst notað í nærfatnað og vinnu- föt, en ekki hátískufatnað, en Coco var heldur aldrei hrædd við að fara ótroðnar slóðir. Peysa varð að kjól Ein fyrsta flíkin sem Coco hannaði og vakti óvænta athygli var kjóll sem hún bjó til úr gamalli jakka- peysu og klæddist á köldum degi. Kjóllinn vakti svo mikla eftirtekt að hún var beðin um að sauma fleiri slíka, sem hún og gerði. Síðar sagði Coco að velgengni sín byggðist á einni peysu, sem hún hefði klæðst því það var kalt úti. Árið 1925 kynnti Coco til sögunnar kragalausan jakka og lát- laust pils, sem enn í dag er vinsælt sem Chanel-dragtin. Hönnun þessi þótti byltingarkennd því hér var komin valdaflík fyrir konur, sem mótvægi við herrajakkaföt. Svarti kjóllinn var einnig ein- kennisflík úr smiðju Coco Chanel. Fram að þeim tíma voru svartir kjólar álitnir sorgarklæði en henni tókst að breyta því þannig að svartur kjóll varð nánast skyldu- eign allra kvenna. Tímalaust ilmvatn Á þriðja áratug síðustu aldar setti Coco fyrsta ilmvatnið á markað, Chanel No. 5. Hún fékk fjárfesta með sér í lið við framleiðsluna á því en samdi í raun af sér, því þeir fengu níutíu prósent af öllum ágóða af sölu þess, en hún aðeins tíu prósent. Ilmvatnið hefur frá upphafi selst gríðarlega vel og er eitt það vinsælasta í heimi. Það varð ekki til að minnka vinsæld- irnar þegar sjálf Marilyn Monroe sagðist aðeins klæðast Chanel No. 5 þegar hún svæfi. Coco átti eftir að stefna þessum fjárfestum oftar en einu sinni til að fá þessum samningi hnekkt. Eftir að Coco lést árið 1971 héldu vörur undir hennar nafni áfram að seljast vel en það var í raun ekki fyrr en eftir að þýski fata- hönnuðurinn Karl Lagerfeld varð yfirhönnuður og síðar stjórnandi Chanel-tískuhússins að það hófst aftur til fyrri vegs og virðingar. Í dag er tískuhúsið í eigu Alain Wert- heimer og Gérard Wertheimer en afi þeirra var Pierre Wertheimer, sem studdi Coco Chanel fjárhags- lega á sínum tíma við að koma undir sig fótunum. n Litli risinn í tískuheiminum Á tískuvikunni í París, sem haldin var í fyrrahaust, var vor- og sumarlínan frá Chanel sýnd. Þar mátti já að Coco Chanel hefur enn áhrif á hönnun tískuhússins, jakkar með rúnnuðum kraga og pils voru áberandi. FRÉTTAABLAÐIÐ/GETTY Coco Chanel í París árið 1959, hér fyrir miðri mynd. Hún var alltaf smekk- lega klædd, gjarnan í eigin hönnun. Díana prinsessa sást oftar en einu sinni í dragt frá Chanel. Hér er hún í einni slíkri, sem nú er komin á safn. 4 kynningarblað A L LT 22. júlí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.