Fréttablaðið - 22.07.2021, Page 28

Fréttablaðið - 22.07.2021, Page 28
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Ég hef verið í söng- námi í mörg ár en hef aldrei getað lesið nótur almennilega. 20 Lífið 22. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ 990 1.590 1.990 8” Pizza af matseðli og ½ ltr gos 12” Pizza af matseðli og 2x ½ ltr gos 16” Pizza af matseðli og 2 ltr gos Hádegis tilboð 2 1 3 Fjarðargata 11 · Dalvegur 32b spadinn.is Í boði alla daga frá kl. 11:00–16:00 Heilatengd sjónskerðing veldur því að sópransöng- konan Dagbjört Andrésdóttir getur ekki lesið nótur. Þetta hefur þó hvergi slegið á tón- listarástríðuna og hún stefnir á burtfararpróf í einsöng og er ein aðalsöngkonan á Söng- hátíð Möggu Pálma á Húsavík um helgina. toti@frettabladid.is Sópransöngkonan Dagbjört Andrés- dóttir hefur verið með heilatengda sjónskerðingu, CVI, frá fæðingu. Hún getur því ekki lesið nótur en hefur mætt mótlætinu af einurð og festu. Hún stefnir á burfararpróf í einsöng næsta vor og verður ein þriggja aðalsöngkvenna á Háslætti, Sönghátíð Möggu Pálma, á Húsavík á sunnudagskvöld. „Ég fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann og ein af mörgum afleiðingum þess er taugaskaði sem veldur meðal annars þessu. Þetta tengist augunum eiginlega ekki neitt, bara því að heilinn vinnur vitlaust úr upplýsingunum,“ segir Dagbjört sem er með mjög skert sjónsvið, svo skert að þó að sjón- skerpan sé í lagi telst hún aðeins með 4-5% sjón. Heilaskaði olli einnig hreyfi- hömlun, aðallega í fótum og á vinstri hlið en Dagbjört segir þó sjónskerðinguna vera það sem hái henni mest. „Ég hef verið í söngnámi í mörg ár en hef aldrei getað lesið nótur almennilega,“ segir Dagbjört og bætir við að það sé örugglega vegna þess að línurnar fimm sem skráðar eru á nótnastreng liggja of þétt saman og renni fyrir henni saman í eina. Lesið með eyrunum „Þetta er bara búið að vera þvílíkt ströggl og það að geta ekki séð, eða lesið, nóturnar hefur háð mér veru- lega í bóklegu söngnámi,“ segir Dag- björt sem hefur þó ekki látið þetta stoppa sig heldur farið sínar eigin leiðir í nótnalestri þar sem hún treystir nær eingöngu á eyrun til þess að læra lögin. „Ég læri eftir eyranu þótt ég geti náttúrlega lesið textaupplýsingar upp að vissu marki. Aðalmálið er að staðsetja nóturnar á strengnum. Það er í rauninni það sem ég get ekki gert. Ég þarf í rauninni að stóla næstum eingöngu á eyrun.“ Hún segir að þótt skólinn sé allur af vilja gerður og kennararnir henn- ar frábærir þá upplifi hún almennt ekki mikinn skilning á stöðu sinni enda séu fáir nemendur með sér- þarfir í tónlistarskólum. Hún hefur því lagt sig fram um að vekja athygli á sjúkdómnum og því að fá hann viðurkenndan. Brennandi ástríða „Það væri í raun auðveldara ef ég væri bara blind,“ segir hún og hlær. „Vegna þess að það vita allir hvað það er að vera blindur. Þannig lagað, en það að vera sjónskertur er í raun allt annað mál.“ Dagbjört segist hafa haft brenn- andi ástríðu fyrir tónlistinni og söngnum frá blautu barnsbeini. „Mamma og pabbi voru alltaf mjög dugleg að hvetja mig áfram í því. Ég hef í rauninni bara sungið allt mitt líf.“ Dagbjört byrjaði tíu ára gömul í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Mar- gréti Pálmadóttur og hóf svo upp úr því klassískt nám í Domus Vox, fjórtán ára, hjá Hönnu Björk Guð- jónsdóttur. Hún hóf síðan nám í Söngskóla Sigurðar Demetz 2015 undir handleiðslu Sigrúnar Hjálm- týsdóttur. Þaðan lauk hún fram- haldsprófi 2018 og lærir nú til burt- fararprófs sem hún gerir ráð fyrir að ljúka 2022. Tækifæri hjá Margréti Segja má að Dagbjört loki ákveðn- um hring á Húsavík á sunnudaginn þegar hún verður einn aðalgestur- inn á Háslætti, Sönghátíð Möggu Pálma en allt saman byrjaði þetta í Stúlknakórnum hjá henni. „Þar var ég sleitulaust í sautján ár og lærði fyrst söng í skólanum hennar,“ segir Dagbjört sem hefur allar götur síðan haldið sambandi við Möggu. „Og hún er núna að gefa mér þetta tækifæri til að koma fram á Háslættinum sínum. Huldumál er undirtitill hinnar árlegu sönghátíðar Möggu Pálma á Húsavík að þessu sinni en tón- leikarnir verða í Húsavíkurkirkju klukkan 20 á sunnudagskvöld. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en aðalgestir hátíðarinnar, auk Dagbjartar, eru Una Stefáns- dóttir og Særún Rúnudóttir. Mar- grét sjálf er listrænn stjórnandi, Sigríður Soffía Hafliðadóttir er kór- stjóri og Jón Elíasson leikur á píanó. Kórinn er síðan skipaður Ingibjörgu Hrönn Jónsdóttur, Kristínu Vil- bergsdóttur, Maríu Sigríði Ágústs- dóttur og Sif Arnardóttur. n Sjónskert sópransöngkona les nóturnar með eyrunum Dagbjört leggur í sannkallaða tónleikaferð til Húsavíkur en auk þess að vera ein aðalsöngkonan á Háslætti ætlar hún að syngja á elliheimilinu. „Þá er ég aðallega að syngja þessi gömlu, íslensku klassísku lög.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.