Fréttablaðið - 20.07.2021, Page 1
f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s
1 4 0 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 0 . J Ú L Í 2 0 2 1
Fullvaxinn fjórhjóladrifinn rafmagnsbíll
Settu saman þinn ID.4 GTX á www.hekla.is/gtx
Verð frá 7.150.000 kr.
Komdu og
prófaðu!
2021
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170
UTANRÍKISMÁL Brennandi áhugi
geðlæknisins Óttars Guðmunds-
sonar á Sturlungu er nánast þrá-
hyggjukenndur. Hann leiðir Þing-
vallagöngu um Snorra Sturluson í
vikunni og ætlar þar að nota tæki-
færið til þess að ítreka kröfu sína
um að Ísland slíti „öllu stjórnmála-
sambandi og öllum samskiptum
við Noreg þangað til þeir biðjast
opinberlega afsökunar á morðinu á
Snorra Sturlusyni.“ SJÁ SÍÐU 18
Vill slíta sambandi
Íslands við Noreg
Óttar Guðmundsson geðlæknir.
Landsvirkjun og Norðurál
hafa komist að samkomulagi
um framlengingu á raforku-
samningi. Norðurál ræðst í 15
milljarða fjárfestingu. Mun
skapa á annað hundrað störf.
Álverð hefur hækkað um 80
prósent á rúmlega ári.
thg@frettabladid.is
Landsvirkjun og Norðurál hafa kom-
ist að samkomulagi um þriggja ára
framlengingu á raforkusölusamningi
sem er í gildi fyrirtækjanna á milli,
samkvæmt tilkynningu í gær. Nýr
samningur tekur gildi 1. janúar 2023.
Norðurál hyggst í framhaldi af
framlengingu samningsins ráðast í
byggingu steypuskála við álverið á
Grundartanga, sem mun framleiða
svokallaða álbolta. Er þar um að ræða
fjárfestingu upp á um 15 milljarða
króna. Framkvæmdir verða fyrst og
fremst á árinu 2024, en þær munu
skapa um það bil 100 tímabundin
störf. Til framtíðar munu skapast
um 40 störf í steypuskála Norðuráls
á Grundartanga.
Tveir raforkusamningar eru í gildi
milli Landsvirkjunar og Norður-
áls. Sá fyrri og stærri var upphaf-
lega gerður árið 1997 og er upp á 161
megavatt. Árið 2016 var samið um
framlengingu samningsins til 2023.
Þær breytingar á samningum tóku
gildi í nóvember 2019, en þær sneru
að raforkuverði og fólust í því að
tenging raforkuverðs við álverð var
afnumin. Raforkuverðið var í stað
þess tengt verði á Nord Pool, raforku-
markaði Norðurlandanna.
Nýja framlengingin verður hins
vegar aftengd Nord Pool markaðn-
um, enda hafa verðsveiflur á þeim
markaði verið töluvert miklar á und-
anförnum árum og töluvert meiri en
á álmarkaði. Einnig mun selt magn
aukast og verða 182 megavött, í stað
161 megavatts. Nýr samningur felur
í sér fast verð sem hækkar þó örlítið
á ári hverju.
Heimsmarkaðsverð á áli hefur
hækkað hratt á undanförnum miss-
erum. Álverð náði einni af sínum
dýpstu lægðum í apríl á síðasta ári
og hjó nærri 1.400 Bandaríkjadölum
á tonnið. Verðið hefur hins vegar
hækkað hratt og stóð í um 2.500
Bandaríkjadölum á tonnið í gær.
Hækkun frá því í apríl í fyrra er því
tæplega 80 prósent.
Verð á svokölluðum álboltum
hefur hins vegar hækkað meira. Í
mars á þessu ári seldust álboltar á
Evrópumarkaði á um það bil 300
Bandaríkjadölum yfir áltonninu.
Það álag hefur hins vegar meira en
þrefaldast síðan þá og stendur í um
1.000 Bandaríkjadölum. n
Ráðast í verk fyrir
fimmtán milljarða
Blíðskaparveður var í Skaftafelli í gær og kældu bæði börn og fullorðnir sig í hylnum undir Þjófafossi í Lambhaga.
Ekkert lát er á blíðunni á Suðaustur- og Austurlandi þar sem spáð er allt að 24 stiga hita í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Framlenging samn-
ingsins og fyrirhugaðar
framkvæmdir Norður-
áls munu skapa á
annað hundrað starfa.
JAFNRÉTTISMÁL Rannsókn And-
reu Sigrúnar Hjálmsdóttur, lekt-
ors í félagsfræði við Háskólann á
Akureyri, leiðir í ljós að viðhorf
ungmenna á Íslandi gagnvart
verkaskiptingu inni á heimilunum
virðast verða jafnréttissinnaðri með
tímanum.
Þróunin er hins vegar ekki línu-
leg samkvæmt rannsókninni sem
birtist í tímaritinu Adolesc ents í
gær. Hún sýnir að ungmenni tóku
íhaldssama dýfu árið 2006 og tengir
Andrea hana ríkjandi andrúmslofti
hér á árunum fyrir hrun. SJÁ SÍÐU 6
Ekki línuleg þróun
í viðhorfum
Andrea Sigrún
Hjálmsdóttir, lektor
í félagsfræði við HA.