Fréttablaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 24
Ef ég hitti á eldra fólk spurði ég oft hvaða leiðir það sjálft færi á milli þorpa og þannig kynntist ég gömlum þjóðleiðum. Sólskinið, Mið­ jarðarhafsmatar­ æðið og afslappaður lífsstíll eru allt ástæður fyrir því að Spánverjar lifa lengur en flestar aðrar þjóðir. Spánn er líklega vinsælasti sumardvalarstaður Íslend- inga og það er engin furða að marga Frónbúa dreymi um að vera þar allan ársins hring. En hvernig ætli það sé í raun og veru að búa á Spáni og hvers vegna flytja svo margir þangað? oddurfreyr@frettabladid.is Spánn er fjölbreytt og fjölmenn- ingarlegt land þar sem siðir, venjur og tungumál eru ólík milli svæða. Í suðrinu er lífsstíllinn almennt afslappaðri og síestan í hávegum höfð, á meðan lífið gerist hraðar í norðrinu. En það eru nokkrir þættir sem eiga almennt við um allt landið. Bongóblíða og fegurð Á Spáni skín sólin næstum alla daga og veturnir eru ekki kaldir. En Spánn er ekki bara sandur og sól, heldur er landslagið mjög fjölbreytt og veðurfarið ólíkt milli svæða, þannig að hver getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Plöntulífið á Spáni er líka fjöl- skrúðugt allan ársins hring, sem fegrar umhverfið. Menning og saga Saga Spánar er viðburðarík og fjöl- breytt, en ýmsir ólíkir hópar fólks hafa stjórnað landinu í gegnum árþúsundin. Fyrir vikið hefur hvert svæði sína ólíku sögu og menningu og því er hægt að sjá ótrúlega mikið af alls kyns fornminjum, gömlum listaverkum, söfnum, sögulegum stöðum og mögnuðum arkitektúr á Spáni. Frábær heilbrigðisþjónusta Allir íbúar Spánar fá góða ókeypis heilbrigðisþjónustu. Þegar þarf að leita til sérfræðinga er það líka almennt ódýrara en á öðrum Vesturlöndum. Mikil lífsgæði Það er mikið talað um lífsgæðin á Spáni. Sólskinið, Miðjarðar- hafsmataræðið og afslappaður lífsstíll eru allt ástæður fyrir því að Spánverjar lifa lengur en flestar aðrar þjóðir. Mjög víða er síestan höfð í heiðri, sem þýðir að tíminn milli tvö og fjögur er hvíldartími, líka á virkum dögum. Fólk byrjar almennt að vinna klukkan 10 á morgnana og hættir klukkan 20, en það er líka algengt að Spán- verjar vinni bara 35 stundir á viku. Spánverjar vilja njóta lífsins, taka því rólega og forðast streitu. Það er yfirleitt kostur, en getur samt orðið ókostur þegar liggur á. Ódýrt að lifa Það er ekki dýrt að vera til á Spáni. Matur, skemmtun og hús- næði er allt mun ódýrara en í öðrum Evrópulöndum. Þetta er stór hluti af ástæðunni fyrir því að landið er svo vinsælt hjá þeim sem vilja flytja frá heimalandinu. Það er líka ekki þörf á að vera á bíl í borgunum, því þar eru góðar almenningssamgöngur. Nóg af húsnæði Það er mikið framboð af húsnæði á Spáni þannig að það er úr nægu að velja, sama í hvaða verðflokki fólk er að leita. Það er bæði mikið af ódýrum húsum og íbúðum og líka fínum. Fasteignamarkaðurinn á Spáni er fjölbreyttur og býður upp á mikið af tækifærum. Gott næturlíf Næturlífið á Spáni er frægt. Spán- verjum finnst gaman að djamma og frægustu plötusnúðarnir heim- sækja spænskar borgir reglulega. En auk næturklúbbanna er líka alltaf mikið líf á veitingastöðum og það skemmir ekki fyrir að matur- inn á Spáni er almennt frábær og spænsk vín eru talin meðal þeirra bestu í heimi. Gott skólakerfi Grunn- og framhaldsskóli eru skylda á Spáni og það eru ókeypis ríkisskólar í boði fyrir alla íbúa, en þar er einungis kennt á spænsku. Þeir sem vilja senda börn í skóla á öðru tungumáli eða njóta annarra fríðinda geta nýtt sér einkaskóla, sem eru vinsælir á Spáni, en þá er aðallega að finna í stórborg- unum. Á Spáni eru líka mjög góðir háskólar, en líkt og hér á Íslandi er háskólamenntun ekki ókeypis. n Ástæður til að búa á Spáni Það eru margar góðar ástæður fyrir því að kjósa að búa á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Steinunn Harðardóttir er frumkvöðull á sviði göngu- ferða erlendis. Hún hefur farið með fjölmarga hópa til Spánar í göngur um Maj- orka, Pýreneafjöllin, Tener- ife, Andalúsíu og Kanaríeyjar og segir það mikla upplifun. sis@frettabladid.is Steinunn fór í fyrstu ferðina með gönguhóp til Majorka árið 1993 og eftir það varð ekki aftur snúið. „Ég er leiðsögumaður að mennt og var mikið með hópa af sænskum líffræðingum sem voru á ferða- lagi hér á landi. Þeir komu hingað eftir ferðalag til Majorka og töluðu mikið um hvað það væri fallegt þar. Ég hélt að þessi eyja væri bara einn stór sandkassi, en þetta varð til þess að vekja áhuga minn á henni,“ segir Steinunn, en hún á og rekur Göngu-Hrólf, sem skipulegg- ur göngur hér heima og erlendis. Steinunn og fyrrverandi eigin- maður hennar höfðu samband við sænsku ferðaskrifstofuna sem skipulagði bæði ferðirnar til Maj- orka og Íslands og fengu að hoppa með í eina ferð. „Sonur okkar fór með og við vorum aðallega í fjöllunum í norður- og vesturhluta Majorka. Við heilluðumst alveg af þessu svæði og vildum leyfa fleirum að njóta þess með okkur. Við fórum út með vinum og fjöl- skyldu og í kjölfarið á því hófum við samstarf við Úrval Útsýn. Á tímabili fórum við í fjórar til sex ferðir með hópa á ári, bæði á vorin og haustin en á þessum tíma voru ekki aðrir sem buðu upp á svona gönguferðir,“ segir hún. Kæla sig niður á fjöllum Síðar bættust við gönguferðir um Pýreneafjöllin, sem skilja Íberíu- skagann frá meginlandinu og mynda náttúrleg landamæri á milli Spánar og Frakklands, og einnig um Tenerife, Andalúsíu og Kanaríeyjar, en Steinunn segist mest hafa verið á Majorka og í Pýreneafjöllunum. Árið 2018 fór hún svo í Montserratfjöllin í Kata- lóníu, sem hún segir frábært svæði rétt hjá Barcelóna. „Í Pýreneafjöllunum hef ég farið í einstakar göngur um tvo þjóðgarða, sem eru í Katalóníu og Aragóníu. Umhverfið er sér- lega fjölbreytt og kemur sífellt á óvart. Fjöllin eru há með hvassar eggjar yfir fagurbláum vötnum og djúpum dölum, og gróðurfarið er einstakt,“ segir Steinunn. Veðursældin er mikil á Spáni og Steinunn segir gott að fara upp í fjöllin yfir hásumarið til að kæla sig aðeins niður. „Ég fór til dæmis með hópa upp í Pýreneafjöllin í byrjun júlí. Margir héldu að þá væri of heitt, en svo er ekki. Þorpin þarna eru í fimmtán hundruð metra hæð og þar er ekki eins heitt og við ströndina. Göngurnar voru ýmist um fjalllendi eða á milli þorpa,“ segir Steinunn, sem var ófeimin við að fá ráðleggingar frá heima- mönnum varðandi göngurnar. „Ef ég hitti á eldra fólk spurði ég oft hvaða leiðir það sjálft færi á milli þorpa og þannig kynntist ég gömlum þjóðleiðum,“ segir hún. Göngurnar um Spán leiddu Steinunni til f leiri staða með ferðalanga, svo sem Krítar, Tosk- ana á Ítalíu og til Tyrklands, en ferðir þangað voru mjög vinsælar. Þegar Steinunn er spurð hvað sé heillandi við gönguferðir á Spáni stendur ekki á svari: „Upphaflega var það hitinn sem heillaði. Það er svo frábært að geta farið í fjall- göngur á stuttbuxum. Ég veit fátt skemmtilegra en göngur, og mér finnst forréttindi að fara og kynn- ast litlu svæði vel, vita hvenær komið er í næsta þorp og fylgjast með náttúrunni og hvernig hún tekur breytingum eftir árstíðum. Það færir manni miklu dýpri upplifun að kynnast landinu með því að ganga um það. Ég hef lagt mikið upp úr því að finna litlar og persónulegar ferðaskrifstofur sem ég hef unnið með í gegnum tíðina,“ segir hún. Undanfarin ár hefur Steinunn átt gott samstarf við ferðaskrifstofuna Vita. Ekki lenda í ógöngum Á Spáni eru fjölmargar göngu- leiðir sem vert er að kynna sér nánar. Steinunn segir einfalt að finna þær á netinu og mælir með að lesa leiðarlýsingar vel og skoða sérstaklega lengd og erfiðleika- stig. „Það er gott að fara í göngur sem eru í hring, það er sem byrja á sama stað og gangan endar. Með því að kynna sér leiðarlýsingar er minni hætta á að lenda í ein- hverjum ógöngum,“ segir hún. Þessa dagana hefur Steinunn einbeitt sér að gönguferðum innanlands. „Ég fer gjarnan með hópa í léttar göngur á höfuðborgarsvæðinu, svo sem um Búrfellsgjá og meðfram strand- lengjunni. Einnig fer ég með hópa að gosinu. Svo er ég nýkomin úr pílagrímagöngu frá Þingvöllum yfir í Skálholt, sem var stórkost- legt. Gangan sú er í tengslum við Skálholtshátíð. Um næstu helgi ætla ég að ganga í kringum Bæ í Borgarfirði á vegum Göngu- Hrólfs,“ segir Steinunn. n Í fjallgöngu á stuttbuxum Steinunn segir forréttindi að kynn- ast litlu svæði vel og fylgjast með náttúrunni og hvernig hún breytist eftir árstíðum. MYND/AÐSEND Á Spáni eru fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir sem vert er að kynna sér nánar, að sögn Steinunnar. Hún mælir með að skoða vel leiðarlýsingar til að átta sig á vegalengdum og erfiðleikastigi göngunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 8 kynningarblað 20. júlí 2021 ÞRIÐJUDAGURFASTEIGNAK AUP ERLENDIS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.