Fréttablaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 2
Enn í fullu fjöri eftir fjóra mánuði Ferskur fiskur og fiskréttir, lax á grillið og humarsúpan í hádeginu. Sjávarhornið - fiskverslun, Bergstaðarstræti 14 Elísabet Margeirsdóttir afrekshlaupari kom sjálfri sér á óvart með góðum árangri í Laugavegshlaupinu aðeins fimm mánuðum eftir að hafa eignast barn. svavamarin@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR „Allan tíma sem ég fæ fyrir sjálfa mig er ég búin að nota síðustu fjóra eða fimm mánuði í æfingar,“ segir Elísabet Margeirs- dóttir sem tók þátt í Laugavegs- hlaupinu um helgina, aðeins fimm mánuðum eftir barnsburð. Laugavegshlaupið er 55 kílómetr- ar og Elísabet kom fjórða í mark í kvennaf lokki á f imm klukku- stundum og 48 mínútum. „Að fara í þetta hlaup var gríðarleg áskorun svona stuttu eftir fæðingu,“ segir hún. Sigurvegari í hlaupinu varð Andrea Kolbeinsdóttir sem hljóp á fjórum klukkustundum og tæpum 56 mínútum. Elísabet er þrautreynd afreks- kona í hlaupum og hefur stundað utanvegahlaup í meira en áratug. Hún og kærasti hennar Páll Ólafs- son eignuðust dreng í febrúar sem er nú orðinn fimm mánaða. Það er ekki algengt að konur með lítið barn á brjósti taki þátt í svona löngu hlaupi en Elísabet hélt sér í góðu formi á meðgöngunni sem hún segir hafa vera dásamlega. Sjálf segir Elísabet engan hetju- skap á bak við þennan árangur. „Ég er búin að stunda þetta lengi en það var mögnuð tilfinning að koma í mark á þessum tíma og kom mér og mörgum á óvart,“ segir hlauparinn og undirstrikar að hún hafi notið góðrar aðstoðar þjálfara og sjúkraþjálfara við undirbúning- inn. „Dómgreind manns er ekki alltaf sú besta þegar það kemur að manni sjálfum og þá er gott að hafa þjálfara.“ Elísabet segist hafa hlaupið Laugaveginn í alls kyns aðstæðum. Var þetta tólfta skiptið sem hún tók þátt. Hún kveðst nú stefna á þátt- töku í OCC-keppninni í Frakklandi í lok ágúst þar sem hlaupið er við Mont Blanc. Þá hyggst hún einn- ig verða á heimsmeistaramótinu í Taílandi í nóvember. Covid setji þó líklega strik í þann reikning. „Það er frekar ólíklegt að sú keppni verði haldin og svo er ég náttúrulega með ungbarn. Þetta verður örugglega ekkert voðalega auðvelt ferðalag fyrir mig,“ játar Elísabet varðandi hugsanlega Taí- landsför. Síðustu fimm ár hefur Elísabet, sem einn af eigendum Náttúru- hlaupa, leiðbeint og þjálfað aðra hlaupara. Hún segir hugarfarið skipta miklu máli. „Áskorunin núna fólst til dæmis í því að nýta lausu stundirnar í hlaupin frekar en annað. Maður þarf að velja og hafna. Þú getur verið lengi að ná þér eftir fæðingu þrátt fyrir að vera góður hlaupari. Það getur tekið grindarbotninn sex til tólf mán- uði að jafna sig og ég þurfti að æfa með það í huga,“ segir Elísabet sem kveðst hafa farið rólega af stað og hlustað á líkamann. „Ég var ekki að setja miklar kröfur á mig fyrir þetta hlaup enda byrjaði ég aðeins að æfa reglulega fyrir tveimur mánuðum. Það kom mér því á óvart að að ná þessu á undir sex klukkustundum.“ n Elísabet hljóp Laugaveginn enn með barn sitt á brjósti „Að fara í þetta hlaup var gríðarleg áskorun svona stuttu eftir fæðingu,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, sem er hér með Margeir litla. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Laugavegshlaupið 2021 – úrslit í kvennaflokki 1. Andrea Kolbeinsdóttir 04:55:49 2. Rannveig Oddsdóttir 05:09:55 3. Íris Anna Skúladóttir 05:20:20 4. Elísabet Margeirsdóttir 05:48:16 hjorvaro@frettabladid.is AKRANES Bæjarráð Akraness sam- þykkti á fundi sínum í síðustu viku að heimila veitingu vínveitingaleyfis til Knattspyrnufélagsins ÍA en Skaga- menn hyggjast opna lítið og settlegt kaffihús við Aggapall. Aggapallur er rólegur og þægi- legur staður við Langasand en þar er leikstaður fyrir krakka og sólbaðs- staður. Bæjarráð leggur áherslu á að ÍA gæti vel að því að tryggja ásættan- lega umgjörð rekstrarins með tilliti til þeirrar starfsemi sem fer fram í íþróttamannvirkjum Akraness. Til þess að kaffihúsið geti orðið að veruleika þarf Sýslumaðurinn á Vest- urlandi að veita heimild til reksturs veitingastaðar á svæðinu en umsókn þess efnis liggur fyrir hjá embættinu. „Planið er að vera með kaffihús með ýmiss konar veitingum og hafa opið yfir sumartímann. Við höfum verið með veitingasölu þarna í kringum leiki ÍA og viljum fá að hafa opið lengur en bara í kringum leikina,“ segir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KFÍA. „Við erum með afmarkaðan opn- unartíma og ætlum bara að selja það helsta sem gestir og gangandi við Aggapall geta gætt sér á þegar þeir njóta útiverunnar þar. Þetta er vinsæll staður sem Skagamenn nota í kringum starfsemi ÍA og bara á góð- viðrisdögum,“ segir Geir enn fremur. Í umsókn Skagamanna til Sýslu- manns er þess óskað að kaffihúsið megi vera opið frá 12.00 til 22.00 virka daga og 09.00 til 23.00 aðfara- nótt frídaga og að heimilt verði að taka við 50 gestum í sæti. n ÍA fær vínveitingaleyfi fyrir Aggapall Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KFÍA. Fjórir mánuðir er liðnir frá því að eldgos hófst í Geldingadölum. Virkni gossins hefur verið kaflaskipt síðustu daga. Vísindamenn mæla nú kvikustrókavirkni gossins og eðli og vöxt hraunsins. Skyggni hefur verið lélegt undanfarið en hægt var að fara í þyrluflug í fyrsta skipti í þrjár vikur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR mhj@frettabladid.is COVID-19 Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður telur það ekki rétt metið hjá ríkisstjórninni að það hefði brotið gegn jafnræðisreglu að skikka alla sem eru búsettir á Íslandi í skimun á landamærunum, eins og sóttvarnalæknir mælti með. Það hefði jafnvel verið meira meðal- hóf í því að skima bara þá sem eru búsettir á Íslandi fremur en alla sem koma til landsins. „Það er grunnþáttur í þessari jafn- ræðisreglu að það má „mismuna“ ef það styðst við málefnaleg rök. Mér finnst það alveg styðjast við málefnaleg rök að Íslendingar, eða réttara sagt þeir sem eru búsettir á Íslandi, þurfi að sæta skimun í Leifs- stöð eða framvísa PCR-prófi,“ segir Arnar Þór. Hann segir greinarmun leyfi- legan ef hann er málefnalegur: „Það má alveg gera greinarmun á hópum fólks ef það byggir á málefnalegum rökum og málefnalegu rökin eru að Íslendingar eru líklegri til að fara inn í tengslanetið sitt.“ n Gagnrýnir túlkun á jafnræðisreglu Arnar Þór Stefáns- son hæstaréttar- lögmaður. 2 Fréttir 20. júlí 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.