Fréttablaðið - 20.07.2021, Side 8
Við
verðum
að horfast
í augu við
að glæpa-
maðurinn
Breivik
spratt úr
samfélagi
eins og
okkar.
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
n Halldór
n Frá degi til dags
Breytingar
standa
gegn
íhalds-
sömum
gildum,
enda er
þægilegra
að rugga
ekki bátn-
um heldur
tryggja
frekar
stöðug-
leika með
kyrrstöðu.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
HVAÐ ER
PLANIÐ?
Kíktu á blaðsíðu 13!
Á fimmtudaginn kemur, þann 21. júlí, eru liðin tíu ár frá því að öfgamaðurinn Anders Behring Breivik myrti með köldu blóði sjötíu og sjö manns í miðbæ Oslóar og á sumardvalarstað ungliðahreyfingar
norska Verkamannaflokksins á eyjunni Útey. Á
eyjunni skaut hann til bana sextíu og níu ungmenni
sem þar skemmtu sér áhyggjulaus og særði hundrað
fimmtíu og átta til viðbótar.
Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins um liðna helgi
var rætt við Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á
Íslandi, um tímamótin og hvernig þjóðin hafi unnið
úr þeim gríðarlegu sárum sem hryðjuverkin ollu.
Jens Stoltenberg, þáverandi formaður Verkamanna-
flokksins og forsætisráðherra landsins, lagði í kjölfar
voðaverkanna mikla áherslu á að hatrið fengi ekki að
sigra og segir Aud Lise ástina hafa verið allsráðandi
dagana og vikurnar eftir árásirnar. En svo hafi tónn-
inn því miður breyst og jafnvel mátt heyra ásakanir
um að Verkamannaflokkurinn, og sérlega ungliða-
hreyfingin, væri að nota harmleikinn sér til pólitísks
framdráttar, til að afla sér stuðnings.
Hún segir að nú, að áratugi liðnum, eigi sér stað
nauðsynlegt uppgjör, samtal sem fyrst nú sé hægt
að eiga. Norðmenn tóku aðdáunarlega vel á þessum
harmleik og gáfu Breivik enga rödd eða pláss og
mættu hatrinu með ást. En nú tíu árum síðar getum
við kannski leyft okkur að reyna að skilja þennan
hryllilega glæp.
Breivik er hægri kristinn öfgamaður og það var
hatur hans á fjölmenningu sem rak hann áfram.
Fjölmenning!? Við, rétt eins og aðrir íbúar heimsins,
búum við fjölmenningu og hún er enginn valkostur.
Hver væri annars sá valkostur? Fámenning, einmenn-
ing eða ómenning? Og hvernig getur það gerst að ein-
hver komist að þeirri niðurstöðu að með því að fremja
jafnhryllilegan glæp og morðin í Útey voru, færist
samfélag hans nær því undarlega markmiði að færast
fjær fjölmenningunni?
Við verðum að horfast í augu við að glæpamaðurinn
Breivik spratt úr samfélagi eins og okkar. Við verðum
að horfast í augu við það að hér í okkar samfélagi
þrífst líka hatur í garð þeirra sem ekki falla inn í
þrönga skilgreiningu sumra á einsleitu samfélagi.
Öfgarnar þrífast hér líka. Yfirgnæfandi meirihluti
Íslendinga vill þó opið og frjálst samfélag. Og flestum
okkar finnst sjálfsagt að okkur sé tekið vel hvert sem
við ferðumst eða flytjum. Þessi lífsgæði og þetta frelsi
sem við teljum sjálfsögð verða ekki fengin nema með
opnu samfélagi. Frelsið er ekki einhliða. Fjölmenn-
ingin er þess vegna bein afleiðing af þessu frelsi.
Þó svo að það hafi klárlega verið rétt afstaða að veita
hryðjuverkamanninum og fjöldamorðingjanum sem
minnsta mögulega athygli þá megum við ekki gleyma
hvaðan hann kom og hvaða hugmyndir drifu hann
áfram. Við verðum að halda samtalinu lifandi og við
verðum að halda augunum opnum og gæta þess að
slíkar hugmyndir fái sem allra minnsta næringu.
Fögnum fjölmenningu! n
Fögnum
fjölmenningu
Alþingiskosningar eru handan við hornið. Skoðana-
kannanir benda til þess að enginn hafi skýrt umboð
kjósenda til þess að taka við stjórnartaumunum.
Því skiptir hver einasta prósenta öllu máli upp á það
hverjir mynda meirihluta og móta þannig farveg
Íslands næstu fjögur árin.
Undanfarin kjörtímabil hafa gert það að verkum
að hugmyndin um vinstri og hægri skiptir minna
máli en nokkru sinni fyrr. Þess í stað má greina
f lokka í sundur eftir því hversu frjálslyndir þeir eru
annars vegar og svo hversu íhaldssamir þeir eru
hins vegar. Frjálslyndið virðist vera eftirsóknarvert
í ljósi þess að nær allir f lokkar reyna að eigna sér
þann stimpil. Engu að síður treysta ekki allir f lokkar
neytendum til að velja sjálfir hvað þeir kaupa í mat-
vöruverslunum, hvernig þeir ferðast á milli staða eða
einfaldlega hvernig og hversu lengi þeir skemmta sér.
Þá eru allnokkrir f lokkar sem kjósa frekar áfram-
haldandi stríð við fíkniefni þrátt fyrir að það stríð
sé ósigrandi. Í raun uppfylla ekki margir f lokkar
skilyrði frjálslyndis.
Breytingar standa gegn íhaldssömum gildum,
enda er þægilegra að rugga ekki bátnum heldur
tryggja frekar stöðugleika með kyrrstöðu. Það var
á þessum forsendum sem núverandi ríkisstjórn var
mynduð. Þótt ríkisstjórnarflokkarnir séu á önd-
verðum meiði á mælikvarða hægri og vinstri hefur
það skipt sáralitlu því þeir ná allir saman um íhalds-
semi: Að hrófla ekki við kerfinu að neinu leyti. Slík
hefur verið raunin í bráðum fjögur ár. Kyrrstaðan
hefur ekkert gert til að gera lífið frjálsara, réttlátara
og einfaldara.
Einn f lokkur hefur mælst hæstur allra í kosninga-
vitum þegar kemur að frjálslyndi og auk þess talað
fyrir margvíslegum frelsismálum á yfirstandandi
kjörtímabili. Sá f lokkur er Viðreisn. Miðað við skoð-
anakannanir skiptir hvert einasta atkvæði máli upp
á það hvort Viðreisn takist að mynda meirihluta um
frjálslyndi, framfarir og mannúð án forræðishyggju
frekar en áframhaldandi stöðnun. Í haust getur þú
haft áhrif á það með atkvæði þínu. n
Ekkert gerist í íhaldi
Geir Finnsson
varaborgarfull-
trúi og for-
maður innan-
ríkismálanefndar
Viðreisnar.
toti@frettabladid.is
Hákarl í lóninu
Eigendur Sky Lagoon tróðu
marvaðann með nokkuð fyrir-
sjáanlegum bægslagangi um
helgina en römbuðu loks á
réttu björgunarsundtökin með
yfirlýsingu um að ekki verði
lengur gerður greinarmunur
á sundfötum karla og kvenna.
Konur megi því vera berar að
ofan í lóninu. Varla þarf mjög
sterk sundgleraugu til þess að
sjá hversu augljósa mismunun
hitt felur í sér og hjá þjóð sem
tekur á móti erlendu ferðafólki
með því að reyna að troða ofan
í það úldnum hákarli með slurk
af brennivíni heldur auðvitað
engu vatni að banna ber bjóst af
tillitssemi við gesti frá öðrum
menningarheimum.
Kúbudeila Sósíalista
Ástandið á Kúbu hefur verið í
brennidepli í Facebook-hópi
Sósíalistaflokksins þar sem
málshefjandinn, Gunnar
Smári Egilsson, lýsti því yfir
að Sósíalistar hlytu að styðja
kröfur almennings um lækkun
matarverðs og betri heilbrigðis-
þjónustu. Deildar meiningar
eru innan hópsins og í samtali
við Fréttablaðið.is í gær sagðist
Gunnar Smári ekki „kalla þetta
gáfulegustu umræðuna um
Kúbu sem hefur verið til í heim-
inum en fólk bregst bara við
með ýmsum hætti, eins og oft
gerist í f lóknum málum.“ n
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 20. júlí 2021 ÞRIÐJUDAGUR