Fréttablaðið - 20.07.2021, Síða 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@
frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn
Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
„Druslugangan er samstöðuganga
með þolendum kynferðisofbeldis.
Fyrsta Druslugangan á Íslandi fór
fram árið 2011 og síðan þá hefur
hún farið fram árlega helgina fyrir
verslunarmannahelgina og þjónað
sem áminning um að kynferðis
ofbeldi sé aldrei í lagi,“ segir Eva
Sigurðardóttir, ein af skipuleggj
endum Druslugöngunnar.
„Við erum sex sem störfum í
skipulagsteyminu sem sér um
framkvæmd göngunnar í ár,“ segir
hún. „Þetta eru sjálfboðaliðar sem
hafa áhuga á að nýta sína orku og
rödd til að berjast fyrir betra sam
félagi fyrir þolendur kynferðis
ofbeldis. Ef það eru fleiri sem vilja
beita sér er svo alltaf velkomið að
fá fleiri inn í hópinn.“
Peppkvöld og ganga á dagskrá
„Druslugangan sjálf verður næsta
laugardag, 24. júlí, og hefst við
Hallgrímskirkju klukkan 14, en við
verðum mættar milli tólf og eitt
til að sýna stuðning og samstöðu
og selja varning. Það myndast oft
rosalega góð og mögnuð orka við
kirkjuna áður en lagt er af stað,“
útskýrir Eva. „Svo verður gengið
af stað niður Skólavörðustíg í átt
að Austurvelli, þar sem við taka
ræður og tónlistaratriði sem undir
strika málstaðinn.
Við verðum líka með pepp
kvöld fyrir Druslugönguna á KEX
á fimmtudagskvöld. Þangað getur
fólk komið og skemmt sér í öruggu
rými,“ segir Eva. „Það verður tón
list og varningssala og við vonumst
bara eftir góðri stemningu. Það er
hægt að finna báða þessa viðburði
á Facebook.“
Misnotkun valds og trú á
réttarkerfinu
Þetta verður í tíunda sinn sem
gangan fer fram þar sem hún féll
niður á síðasta ári vegna farald
ursins, en það verður engin sérstök
dagskrá í tilefni af stórafmælinu.
„Það hefur alltaf verið mikil
vægt að halda umræðunni á lofti
og undanfarið höfum við séð vel
að þessi þörf er jafn mikil núna
eins og áður. En út frá því sem
hefur verið í gangi að undanförnu
ákváðum við að leggja áherslu á
umræðu um valdamisræmi og
misnotkun valds í ár og hvernig
ákveðnir áhættuþættir geta ýtt
undir misbeitingu valds,“ segir
Eva. „Þetta tengist ýmiss konar
umræðu, til dæmis um rasisma,
fötlunarfordóma, fordóma gegn
hinsegin fólki, fitufordóma, útlits
dýrkun og aldursmun. Við viljum
undirstrika að ofbeldi geti átt sér
stað í öllum kimum samfélagsins
og hafi ótal birtingarmyndir. Það
er líka mjög mikilvægt að tekið sé
tillit til þolenda úr jaðarsettum
hópum og að þeir fái að taka þátt í
umræðunni.
Síðustu vikur höfum við líka
orðið varar við það í umræðunni
að óbilandi trú á réttarkerfinu sé
notuð sem mótvægi eða mótrök
gegn fólki sem er að segja frá
ofbeldi. Það koma alltaf þessi
sömu svör, „af hverju kærði
hún ekki?“ og „hann var aldrei
dæmdur“,“ segir Eva. „En við vitum
að þessi mikla trú á réttarkerfið á
ekki rétt á sér. Það er svo ótrúlega
þung sönnunarbyrði í þessum
málum að einungis 13 prósent
kynferðisafbrotamála sem koma
inn á borð lögreglu enda með sak
fellingu. Þannig að þessi ofurtrú á
réttarkerfið er skortur á stuðningi
við þolendur ofbeldis.“
Mikilvægur vettvangur
fyrir þolendur
„Druslugangan er mikilvæg vegna
þess að það er mikilvægt fyrir
þolendur að hafa þennan vettvang
til að stíga fram ef þeir vilja og að
þeir hafi vettvang til að mæta og fá
stuðning án þess að þurfa að gera
neitt annað,“ segir Eva. „Bara það
að mæta er erfitt skref fyrir marga.
Það er líka mikilvægt fyrir þau sem
eru á móti ofbeldi að koma saman
og sýna stuðning og samstöðu,
hvort sem þau koma með nákomn
um sem eru þolendur eða ekki.“
Eva segir það hafa verið erfitt
að hafa ekki getað haldið Druslu
gönguna í fyrra vegna faraldursins.
„Það var svo mikil umræða um
hvernig ofbeldi varð bara enn
þá meira falið í Covid, því þá var
það allt innan veggja heimilisins.
Ofbeldið var ekki eins sýnilegt,
en það varð aukning á heimilis
ofbeldi, samkvæmt lögreglunni,“
útskýrir Eva. „Það var mjög erfitt
að geta ekki verið með þessa sam
stöðugöngu svo fólk geti komið,
fengið stuðning og vitað að þarna
er fólk sem stendur með því og
trúir því. Maður hefur fundið
að fólk þarf þessa samstöðu og
þennan vettvang til að skila
skömminni.
Við höldum áfram að vera með
Druslugönguna á meðan þörfin er
til staðar og það hefur sýnt sig að
það er ennþá rosalega mikil ger
endameðvirkni og þolendaskömm
í samfélaginu, sem er nákvæmlega
það sem við erum að berjast gegn,“
segir Eva. „Á meðan þetta er enn til
staðar er enn tilefni fyrir Druslu
göngu.“
Eva segist vonast til að sjá sem
fjölbreyttastan hóp í göngunni á
laugardaginn.
„Vonandi verður þetta bara
alls konar fólk og þverskurður af
samfélaginu okkar sem kemur og
sýnir málefninu stuðning, enda
eru þolendur í öllum stéttum og
hópum samfélagsins,“ segir hún.
„Til þessa hefur þetta alltaf verið
fjölbreyttur hópur sem mætir en
við viljum undirstrika að gangan
er fyrir alla og við viljum endilega
fá fólk sem hefur ekki fengið pláss
eða vettvang til að beita rödd sinni
áður. Við viljum vera þessi vett
vangur og vonandi fara fleiri að
nýta það.“
Langt komin en mikið eftir
„Umræðan um kynferðisofbeldi
sem er að fara fram í samfélaginu
er mikilvæg vegna þess að það er
svo mikilvægt að taka slaginn. En
það er ótrúlega flókið og erfitt og
það er rosalega þungt að stíga fram
og fá svo framan í sig mótstöðuna
sem verður til í samfélaginu,“ segir
Eva. „En það er líka mikil samstaða
og stuðningur í samfélaginu. Það
vill enginn að kynferðisofbeldi
sé vandamál og það er mikilvægt
að ræða hlutina svo það geti orðið
breytingar.
Umræðan núna sýnir bæði
hversu stutt en líka hversu langt
við erum komin. Þetta er tvíbent.
En mótstaðan sem við sjáum sýnir
okkur að við þurfum að halda
áfram að vekja máls á þessu til að
sýna hversu stórt vandamálið er,“
segir Eva.
En hún segir að það hafi líka
greinilega náðst árangur.
„Við sjáum að stuðningurinn
er miklu útbreiddari en hann var
þegar Druslugangan fór fyrst fram.
Það hefur orðið breyting, sam
félagsumræðan er þolendavænni,
það er auðveldara að stíga fram og
segja frá ofbeldi núna en áður og
þöggunin er minni. Einhvern veg
inn hafa líka skapast þessir sterku
hópar sem styðja við þolendur og
úrræðin eru mun fleiri og fjöl
breyttari en áður,“ segir Eva. „Það
er kannski samfélagsumræðan
sem hefur komist hvað lengst, en
kerfið fylgir aðeins hægar á eftir.
Það er hægt og rólega að verða
þolendavænna en breytingarnar
þurfa að gerast hraðar og því þarf
samfélagsumræðan að tvíeflast til
að fá kerfið til að fylgja á eftir.“
Eva hefur einfalt svar þegar
hún er spurð hvað sé enn eftir í
baráttunni gegn kynferðisofbeldi:
„Það þarf bara að útrýma því.“ n
Eva segir að Druslugangan sé mikilvæg vegna þess að þolendur þurfi þennan vettvang, bæði til að stíga fram og líka til að fá stuðning. Hún segir líka mikilvægt að þau sem eru á
móti ofbeldi komi saman til að sýna stuðning og samstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr
@frettabladid.is
Það vill enginn að
kynferðisofbeldi sé
vandamál og það er
mikilvægt að ræða
hlutina svo það geti
orðið breytingar.
info@arcticstar.is - www.arcticstar.is
Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618
MARINE COLLAGEN FYRIR HÚÐ, HÁR OG NEGLUR
Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans.
Kollagen er í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum
og beinum mannslíkamans og:
• Seinkar öldrun húðarinnar
• Dregur úr sýnilegum hrukkum og fínum
línum í húðinni
• Eykur rakastig og stinnleika húðarinnar
• Lagfæra háræðaslitasvæði
• Stuðlar að upptöku kalsíums og
kalsíumuppbótar.
Vítamín C:
• Stuðlar að eðlilegri myndun kollagens
fyrir starfsemi brjósks, beina og húðar
• Stuðlar að eðlilegri starfsemi tauga- og
ónæmiskerfisins
• Stuðlar að því að verja frumur fyrir
oxunarálagi og draga úr þreytu
• Stuðlar að endurnýjun afoxaðs forms
E-vítamíns og aukinni upptöku járns.
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA,
Framleiðandi er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fast á
www.arcticstar.is
Arctic Star Marine Collagen
Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum,
Hagkaupum, og Fjarðakaup.
2 kynningarblað A L LT 20. júlí 2021 ÞRIÐJUDAGUR