Fréttablaðið - 20.07.2021, Side 16
Þegar dvalið er á Spáni er
nauðsynlegt að fá sér paellu
og tapasrétti. Veljið góðan
veitingastað eða prófið að
gera réttina heima. Það
skapar skemmtilega stemm-
ingu að sitja yfir paellu eða
rækjum í hvítlauk.
elin@frettabladid.is
Réttir eins og paella eða tapas hafa
fylgt mannkyninu í spænsku-
mælandi löndum lengi. Paella á
uppruna sinn í Valencia-héraði
á Spáni og er sagður hafa komið
þangað með márum sem voru að
uppruna berbar eða hirðingjar
frá Vestur- og Norður-Afríku. Það
var síðan á tímum Franco sem
paellan varð þjóðartákn en það
mun vera vegna þess að þetta var
uppáhaldsréttur einræðisherr-
ans. Franco sameinaði ýmsa siði
einstakra héraða á Spáni og setti
þá undir einn hatt, þar á meðal er
f lamenco-dansinn sem er ættaður
frá Andalúsíu.
Paellan er orðin klassík og f lestir
sem koma til Spánar smakka
á þessum þjóðarrétti. Hann er
gerður á mismunandi hátt þótt
alltaf séu notuð hrísgrjón ekki
ólík þeim sem notuð eru í risotto
á Ítalíu. Paella er alltaf löguð fyrir
nokkra í einu enda elduð á stórri
pönnu sem rétturinn ber nafn
sitt af. Það er mjög skemmtilegt
að bjóða gestum upp á heima-
gerða paellu og hér er uppskrift
sem inniheldur spænska chorizo
pylsu, smokkfisk og bláskel. Oft er
kjúklingur í uppskriftunum með
sjávarfangi, allt eftir smekk hvers
og eins. Paella er gjarnan borin
fram með hvítlauksmajónesi og
brauði.n
Paella
fyrir fjóra
500 g paella-hrísgrjón
1-2 kg bláskel
2 dl hvítvín
200 g chorizo-pylsur
2 tómatar
1 laukur, smátt skorinn
4 hvítlauksrif
1,5 l kjúklinga- eða sjávarréttasoð
0,5 tsk. saffran
1 tsk. paprikuduft
2 dl grænar baunir, ferskar
1 paprika, grilluð og húðin fjar-
lægð ásamt kjarna
200 g smokkfiskur skorinn í skífur
(má sleppa)
1 sítróna
Fersk steinselja, smátt skorin
Ólífuolía
Salt og nýmalaður pipar
Skolið bláskelina undir köldu
rennandi vatni og fjarlægið það
sem er kallað „skegg“. Hendið þeim
skeljum sem virðast skaddaðar.
Setjið í stóran pott ásamt hvítvíni.
Leggið lok á pottinn og látið sjóða
í 5 mínútur eða þangað til skelin
opnast. Hendið þeim sem ekki
opnast. Sigtið soðið frá og geymið.
Losið kjötið úr skelinni en skiljið
nokkrar eftir til skrauts.
Skerið chorizo í bita, takið
kjarnann úr tómötunum og gróf-
hakkið þá.
Hitið olíu á víðri pönnu, best að
nota paella-pönnu. Bætið við lauk
og hvítlauk og steikið smástund.
Hrærið á meðan. Bætið helmingn-
um af pylsubitunum út í, saffran og
paprikuduftinu. Látið malla smá
stund og hrærið.
Setjið tómatana út á pönnuna
ásamt hrísgrjónum og hrærið allt
saman í nokkrar mínútur. Þá er
krafturinn af bláskelinni settur
út í og 1/3 af kjúklingakraftinum.
Hrærið og látið suðuna koma upp.
Bætið krafti eftir þörfum og látið
hrísgrjónin malla rólega í 15-18
mínútur. Hrærið af og til. Saltið ef
með þarf.
Þá er bláskelin sett saman við
ásamt baunum og papriku. Bætið
við kjúklingakrafti eftir þörfum.
Hitið upp aðra pönnu og setjið
ólífuolíu á hana. Steikið afganginn
af pylsubitunum á meðalhita.
Bætið smokkfiskinum á pönnuna
og kryddið með salti og pipar.
Þegar paellan er borin fram er
skreytt með bláskel, smokkfisk og
chorizo ásamt olíunni sem þetta
var steikt upp úr. Dreifið sítrónu-
safa yfir, steinselju og nýmöluðum
pipar.
Hvítlauksrækjur með chilli
fyrir fjóra
500 g rækjur
2 dl ólífuolía, mild
7 hvítlauksrif
2 tsk. þurrkaðar chilliflögur
4 msk. blaðsteinselja, söxuð
Bragðmiklar rækjur með miklum
hvítlauk eru hluti af spænska tapas-
hlaðborðinu.
Skerið hvítlaukinn í þunnar
sneiðar. Blandið olíu, hvítlauk og
chilli á litla steikarpönnu. Hitið upp
yfir meðalhita þar sem hvítlaukur-
inn fer að taka á sig lit. Lækkið
hitann og setjið rækjurnar út í og
steikið í örlitla stund. Berið strax
fram vel heitt. Dreifið steinselju yfir
og berið fram með góðu brauði.
Uppáhald Spánverja
Paella með bláskel og smokkfiski. Sannkallaður veislumatur að spænskum sið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Hvítlauksrækjur eru tapasréttur sem flestir fá sér þegar Spánn er heimsóttur.
Actinica® sólarvörn
með UVA og UVB vörn
rakagefandi og með SPF 50+
án ilmefna og PEG-ýruefna
skammtari aðstoðar þig við að nota hæfilegt magn
Actinica sólarvörn er fyrsta og eina sólarvörnin sem sýnt hefur verið
fram á með klínískum rannsóknum að hafi fyrirbyggjandi áhrif gegn
húðkrabbameini, öðru en sortuæxli (NMSC, Non-melanoma skin cancer)
hjá ónæmisbældum sjúklingum.1
Actinica fæst í öllum apótekum og á H verslun, hverslun.is.
Vinsamlegast lesið notkunarleiðbeiningar sem fylgja í pakkningunni fyrir
notkun.
Dreifingaraðili: Icepharma Lyngháls 13 110 Reykjavík S: 540 8000
Heimild 1: Ulrich C ofl. Prevention of NMSC in OTR, BJD (S3)2009
GAL210401, Apríl 2021
4 kynningarblað 20. júlí 2021 ÞRIÐJUDAGURFASTEIGNAK AUP ERLENDIS