Fréttablaðið - 20.07.2021, Side 17
Novus Habitat á Spáni og
Stakfell fasteignasala á
Íslandi hafa tekið höndum
saman og bjóða Íslendingum
einstaka þjónustu beggja
vegna hafsins. Margar góðar
ástæður eru fyrir því að
Íslendingar kjósa að eiga
heimili á báðum stöðum.
Novus Habitat og Stakfell bjóða
upp á heildarlausn fyrir fólk sem
er að hugsa um að kaupa fasteign á
Spáni.
„Fasteignasalan Novus Habitat er
með höfuðstöðvar sínar í Benijofar,
skammt frá Torrevieja í Alicante-
héraðinu á Spáni, sem margir
Íslendingar þekkja,“ segir Kristján
Sveinsson. Hann hefur starfað hjá
Novus Habitat um nokkurt skeið og
er öllum hnútum kunnugur á þessu
svæði.
Novus Habitat er sérhæfð
fasteignasala í sölu nýbygginga á
öllu Costa Blanca og Costa Cálida
svæðinu og Stakfell er rótgróin fast-
eignasala á Íslandi sem hefur verið
starfrækt á Íslandi frá árinu 1984.
„Matthildur Sunna Þorláksdóttir
hjá Stakfelli er okkar aðaltengiliður
á Íslandi og er kletturinn okkar
þeim megin hafsins og ég sé svo
um allt sem við kemur fasteigna-
viðskiptum Spánarmegin,“ segir
Kristján. „Ég tek á móti fólkinu á
flugvellinum, stilli upp skoðunar-
ferðum og sé um allt frá A til Ö,“
segir hann.
Hvers vegna sækja Íslendingar
sérstaklega á þetta svæði?
„Það eru margar góðar ástæður
fyrir því. Fyrir utan hagstætt
verðlag og frábært veður þá eru
skólar góðir og heilbrigðiskerfi
ákaflega gott á svæðinu. Þarna
er öll þjónusta til fyrirmyndar,
lifandi verslunarlíf og veitingahúsa-
menningin er fjölbreytt. Svæðið í
kringum Torrevieja er Íslendingum
einnig flestum vel kunnugt og er
svæðið einstaklega veðursælt með
að meðaltali 320 daga sól á ári,“
segir Kristján en veðurfarið á Spáni
á stóran þátt í því hversu vel fólki
líkar að búa þar.
Aðstoðið þið fólk sem er að hug-
leiða kaup?
„Já, og miklu meira en það. Við
aðstoðum fólk í öllu ferlinu og ekki
síður þegar það er búið að kaupa
fasteign. Þá hefst svokallað eftir-
söluferli þar sem við erum fólki til
halds og trausts við hvað eina sem
þarf. Við höfum lagt okkur fram við
að velja eignir á skrá hjá okkur frá
byggingaraðilum sem við þekkjum
til og treystum að eru með allt sitt í
lagi,“ segir Matthildur Sunna.
„Við bjóðum upp á alla aðstoð
við að innrétta og fullbúa eignina
húsgögnum og öllu því sem þarf.
Við getum einnig boðið þjónustu
frá íslenskum innanhússhönnuði
ef kaupandi kýs það. Við leggjum
öll gögn fram þannig að viðskipta-
vinurinn veit nákvæmlega hver
kostnaðurinn við kaupin eru frá
upphafi, enginn óvæntur kostn-
aður eða gjöld. Einnig sýnum við
fram á hver útgjöldin verða árlega
eftir kaupin,“ segir Matthildur
Sunna.
Og hvernig er svo ferlið ef fólk
hefur áhuga á að koma til Spánar í
skoðunarferð?
„Fólk byrjar á að hafa samband
Splunkunýtt heimili í sólinni á Spáni
Stakfell og Nov-
us Habitat hafa
tekið höndum
saman við sölu
nýbygginga
á öllu Costa
Blanca og Costa
Cálida svæðinu
á Spáni.
Svæðið í kringum Torrevieja er Íslendingum vel kunnugt. Þar er einstök
veðursæld, með að meðaltali 320 daga í sól á ári hverju.
Novus Habitat býður upp á alla aðstoð við að innrétta og fullbúa eignina
húsgögnum og öllu sem til þarf.
Kristján að-
stoðar fólk við
að kaupa réttu
fasteignina á
Spáni. Hann
vinnur hjá
Novus Habitat,
sem er með
höfuðstöðvar
í Benij ofar,
skammt frá
Torrevieja í Ali-
cante-héraðinu.
Matthildur
Sunna hjá
Stakfelli er
aðaltengiliður
Novus Habitat á
Íslandi.
MYNDIR/AÐSENDAR
við okkur hjá Stakfelli og við skipu-
leggjum saman skoðunarferðina.
Kristján tekur svo á móti fólki á
Alicante-flugvellinum og fylgir því
á hótel eða í íbúð þar sem það gistir
í þrjár til sjö nætur í boði okkar,“
segir Matthildur.
„Fyrsta daginn förum við saman
í höfuðstöðvar Novus Habitat og
förum yfir hvaða eignir eru í boði
og hverju fólk er að leita að. Við
förum svo og skoðum þær eignir og
mismunandi hverfi. Ef fólk finnur
draumaeignina aðstoðum við það
við að opna bankareikning, sækja
um N.I.E.-númer, sem er spænsk
kennitala, og fylgjum því í gegnum
ferlið alla leið,“ segir Kristján en
mikið öryggi er fólgið í því að fá
fagfólk til að aðstoða við þessa
hluti.
Áður en nýir eigendur fá fast-
eignina afhenta skoðar gæðastjóri
frá Novus Habitat hana og fer yfir
öll frágangsmál með byggingar-
aðilanum og sér þannig til þess
að eignin sé gallalaus og uppfylli
ströngustu gæðakröfur. „Okkar
viðskiptavinir fara svo sjálfkrafa í
hollustuklúbbinn Novus Habitat
og njóta sérstakra tilboða í hús-
gagna- og tækjabúðum, og á ýmsu
öðru sem þarf til heimilisins, svo
sem nettengingu, tryggingum
og öryggisskerfi, svo eitthvað sé
nefnt,“ segir Kristján.
Að lokum, hvernig getur fólk
nálgast ykkur?
„Það er alltaf hægt að ná í okkur
í síma eða panta tíma með okkur á
skrifstofu Stakfells í Borgartúni 30,“
segir Matthildur. Beint númer hjá
henni er 690 4966 og netfang matt-
hildur@stakfell.is. n
Nánari upplýsingar má fá á vef-
síðunum novushabitat.es og
stakfell.is
Ef fólk finnur
draumaeignina
fylgjum við því í gegnum
ferlið alla leið. Það er
mikið öryggi fólgið í því
að fá fagfólk til aðstoðar.
kynningarblað 5ÞRIÐJUDAGUR 20. júlí 2021 FASTEIGNAK AUP ERLENDIS