Fréttablaðið - 20.07.2021, Side 18
Að ýmsu er að huga þegar
fasteign er keypt á Spáni.
Félag húseigenda á Spáni var
stofnað árið 1989 og hefur
aðstoðað fjölda Íslendinga á
þeim tíma.
Það var fyrir algjöra tilviljun að
Jón Hólm Stefánsson og eigin-
kona hans, Rósa Signý Finnsdóttir,
eignuðust einbýlishús í grónu og
öruggu einbýlishúsahverfi á Spáni,
nánar tiltekið í Los Altos-hverfinu
nærri Torrevieja en húsið eiga þau
með dóttur sinni og tengdasyni.
Jón er formaður stjórnar Félags
húseigenda á Spáni (FHS) sem
stofnað var árið 1989 en félagið
leggur áherslu á að félagsmenn
kynnist Spáni, menningu og
fegurð landsins. „Félagið vinnur
auk þess að því að koma upp gæða-
vottunarkerfi þar sem viðkomandi
þjónustuaðilar fá sérstaka viður-
kenningu frá FHS fyrir góða og
trausta þjónustu við félagsmenn
ásamt því að veita félagsmönnum
ýmsa afslætti. Það má segja að
aðaláhersla félagsins snúist um
öryggis- og þjónustumál fyrir
félagsmenn enda er mottó félags-
ins: FHS, öryggisins vegna.“
Hann segir þau hjónin hafa
notið öryggis nágranna sem búa
allt árið í húsum sínum, þar á
meðal Spánverja, Þjóðverja og
Rússa. „Við höfum notað húsið
fyrir fjölskylduna eingöngu og
notið þess mjög að dvelja þarna.
Við eigum stóran fjölskyldubíl
sem við geymum í sérstakri
bílageymslu rétt við flugvöllinn
á Alicante. Þegar við komum á
flugvöllinn erum við sótt og ekið
að okkar bíl. Svipað fyrirkomulag
er þegar við förum heim til Íslands,
þá ökum við að bílageymslunni
og erum keyrð á flugvöllinn. Þetta
gera mjög margir Íslendingar sem
búa hér hluta árs og er afar gott
fyrirkomulag.“
Mikill áhugi
Tilurð félagsins má rekja til
ársins 1987 en þá höfðu nokkrir
Íslendingar keypt sér húseignir
á suðurströnd Spánar. „Fleiri
landsmenn höfðu áhuga en helsta
áhyggjuefnið var hversu erfiðar
samgöngur til Spánar voru. Reynt
var að gera samninga við ferða-
skrifstofur um flug en erfiðlega
gekk og hópurinn var ekki nægi-
lega samstilltur til átaka. Það var
því ákveðið að stofna félag til að
gera samningsstöðu betri og var
ákveðið að nefna félagið Félag hús-
eigenda á Spáni. Nokkur óvissa var
um hversu margir myndu mæta
til slíks stofnfundar en þegar til
fundarins kom mætti mikill fjöldi
fólks, sem sýndi hversu áhugi var
mikill. Félagið var stofnað þann
12. nóvember árið 1989 og er því
rúmlega 30 ára gamalt.“
Fjölbreytt verkefni
Hann segir helstu verkefni félags-
ins í dag vera ýmiss konar þjónustu
við félagsmenn. „Félagið hefur
meðal annars í sinni þjónustu
öryggis- og þjónustufulltrúa.
Núverandi fulltrúi hefur stundað
nám við spænskan háskóla, talar
spænsku og þekkir vel opinbert
regluverk og menningu Spánar.
Starf öryggis- og þjónustufulltrúa
hefur meðal annars falist í aðstoð
vegna samskipta við fjármála-
stofnanir, samskipta við hið opin-
bera varðandi ýmis mál, að setja
fólk inn í heilbrigðiskerfi Spánar
og aðstoða við almenn skattamál.
Drjúgur tími fer einnig í samskipti
við lögfræðistofur vegna erfða-
skrármála, eigendaskiptingu fast-
eigna og samskipti við lögregluna
vegna til dæmis tjóna, innbrota,
þjófnaðar og glataðra skilríkja.“
Vikulega er haldnir fundir
með öryggisfulltrúa FHS fyrir
félagsmenn auk þess sem hann
miðlar einnig upplýsingum og
fræðslupistlum á Facebook-síðu og
vef félagsins. „Öryggis- og þjón-
ustufulltrúi er með öryggissíma
opinn allan sólarhringinn, ef um
neyðartilfelli er að ræða, og einnig
almennan síma og netfang. Þá
eru náin og mikilvæg samskipti
milli FHS og ræðismanns Íslands á
svæðinu þegar kemur til dæmis að
því að útvega ný skilríki og að leysa
ýmis persónuleg mál sem koma
upp.“
Hagstætt verðlag
Það eru ýmsir kostir við að kaupa
fasteign á Spáni að sögn Jóns þótt
erfitt sé að mæla með einu svæði
umfram annað. „Hér er verð-
lagið hagstætt og meira verður úr
framfærslulífeyrinum en á Íslandi.
Þá er veðurfar afar gott, einkan-
lega á svæði Orihuela Costa eða
Torrevieja-svæðinu, en þar bæta
saltvötnin andrúmsloftið sem er
að mati Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar eitt það heilsusam-
legasta í heiminum. Þessi land-
svæði sem ég minntist á eru syðst á
Spáni en innar í landinu og norðar
er veðurfar og umhverfi nokkuð
annað en þó heillandi fyrir marga.
Ef fólk þarf næði og slökun, þá er
gott að kynnast mannlífi á Spáni,
sem er afslappað og róandi. Þar
gildir að draga andann djúpt og
bíða afgreiðslu, þangað til að þér
kemur í röðinni. Engan æsing, bara
slökun og njóta.“
Staðsetning skiptir máli
Þegar fólk hefur í hyggju að
kaupa húseign á Spáni þarf að
liggja fyrir hvar á Spáni fólk vill
vera, segir Jón. Síðan þarf að
velja traustan fasteignasala og
ákveða hvort kaupa eigi fasteign
til útleigu, þegar eigendur eru
ekki að nota fasteignina, eða
hvort um er að ræða bústað fyrir
fjölskylduna eingöngu. „Þetta
atriði er mikilvægt varðandi stað-
setningu fasteignarinnar. Ef leigja
á fasteignina, er betra að hún sé í
fjölbýlishúsi með góðri sameign,
til dæmis sundlaug, leiktækjum,
líkamsrækt og bílakjallara ásamt
góðri staðsetningu upp á verslanir
og matsölustaði. Sé húsið hugsað
eingöngu fyrir fjölskylduna er
hægt að skoða eign á rólegum og
öruggum stað, innan um heima-
fólk.“
Skoða þarf vel lánamöguleika
lánastofnana og athuga að aldur
lántakenda takmarkar lánstíma.
„Svo þarf að huga vel að því hvern-
ig fasteignin snýr við sól. Ekki
er gott að lenda snemma dags í
skugga frá öðrum húsum en sumir
flaska á þessu atriði. Svo er einnig
nauðsynlegt að fá skoðunarvott-
orð frá viðurkenndum matsmanni
á ástandi fasteignar, ef fasteignin
er ekki ný.“
Bíða spennt eftir haustinu
Vegna heimsfaraldursins hafa
hjónin ekki getað dvalið í húsinu
sínu í langan tíma en hafa í staðinn
nýtt tímann til að láta vinna
viðhaldsverkefni í húsinu. „Við
semjum við Spánverja varðandi
viðhaldsvinnu og breytingar.
Okkar reynsla er sú, að þessir
innfæddu séu hvort tveggja í senn
vandvirkir og ábyggilegir. Á næstu
mánuðum vonumst við til að
geta glaðst með afmælisbörnum
haustsins í stóra húsinu okkar þar
sem allir komast fyrir.“ n
Enginn æsingur í sólinni á Spáni
Jón og Rósa eignuðust einbýlishús í grónu og öruggu einbýlishúsahverfi á Spáni, nánar tiltekið í Los Altos-hverfinu nærri Torrevieja. MYNDIR/AÐSENDAR
Jón Hólm Stefánsson, formaður
stjórnar Félags húseigenda á Spáni.
Hjónin Jón
Hólm og
Rósa Signý á
góðri stundu
á spænskum
veitingastað.
Hér er verðlagið
hagstætt og meira
verður úr framfærslu
lífeyrinum en á Íslandi.
Þá er veðurfar afar gott,
einkanlega á svæði
Orihuela Costa eða
Torreviejasvæðinu.
6 kynningarblað 20. júlí 2021 ÞRIÐJUDAGURFASTEIGNAK AUP ERLENDIS