Fréttablaðið - 20.07.2021, Side 23
Fasteignasalan Perla Invest-
ments er rekin af íslenskum
hjónum og var stofnuð fyrir
meira en tveimur áratug-
um. Fyrirtækið selur aðal-
lega nýtt íbúðarhúsnæði og
leggur áherslu á að kaupin
séu bæði áreynslulaus og
ánægjuleg.
Fasteignasalan Perla Investments
var stofnuð af hjónunum Auði
Hansen og Orra Ingvasyni þegar
þau f luttu búferlum til Spánar
árið 1999 og hefur því verið starf-
andi í yfir 20 ár. Auður, sem er
eigandi og skrifstofustjóri Perlu,
lauk námi til löggilts fasteigna-
sala á Íslandi árið 1999 og hefur
auk þess B.A.-próf í spænsku frá
Háskóla Íslands. Hún hefur unnið
þó nokkur þýðingaverkefni fyrir
spænsk yfirvöld í gegnum tíðina
og stundar um þessar mundir
mastersnám í þýðingafræði sam-
hliða starfi sínu hjá fasteigna-
sölunni.
Auður segir að frá upphafi hafi
stöðugleiki og gæði verið leiðar-
ljós þeirra hjóna við reksturinn,
en þau hafa séð tímana tvenna
í fasteignaviðskiptum á síðustu
áratugum.
„Þegar við byrjuðum var að
hefjast hérna mikill uppgangstími
og þegar mest var vorum við með
fjórar skrifstofur á Spáni og eina
á Íslandi,“ segir Auður. „Jafnframt
fórum við í þó nokkra fasteigna-
þróun, meðal annars í Brasilíu
og víðar, og það má því segja að
síðustu rúmlega tvo áratugi hafi
líf okkar snúist algjörlega um
fasteignir og aftur fasteignir.“
Alþjóðlegt fjölskyldufyrirtæki
„Hjarta fyrirtækisins og höfuð-
stöðvar fasteignasölunnar hafa
alla tíð verið hérna á skrifstofunni
okkar í Villamartin á Orih uela
Costa-svæðinu, þar sem við
störfum enn í dag. Við erum líka
svo lánsöm að hafa nýlega fengið
son okkar, Birgir Hans Birgis-
son, til starfa hjá okkur. Hann er
menntaður löggiltur spænskur
fasteignasali, auk þess sem hann
hefur lokið B.A.-prófi í alþjóða-
samskiptum frá háskólanum í Val-
ensía,“ segir Orri. „Hjá fyrirtækinu
starfa einnig spænskur lög-
fræðingur og spænskur þjónustu-
fulltrúi, auk afleysingastarfsfólks,
sem meðal annars telur yngsta
son okkar hjónanna.“
Áreynslulaust og ánægjulegt
Perla Investments selur aðal-
lega nýtt íbúðarhúsnæði ásamt
endursölueignum, en Orri segir
þau leggja aðaláherslu á nýbygg-
ingar vegna þess að það hafa orðið
miklar framfarir í byggingar-
gæðum á Spáni síðustu árin.
„Það felur í sér aukið einangr-
unargildi og betra efnisval, sem
þýðir lægri rekstrarkostnað,
auk þess sem eignirnar eru betri
fjárfesting til framtíðar,“ segir
Fasteignasalan Perla hefur yfir 20 ára reynslu
Hjónin Auður
Hansen og Orri
Ingvason stofn-
uðu fasteigna-
söluna Perla
Investments
þegar þau fluttu
til Spánar árið
1999, svo þau
búa yfir mikilli
reynslu.
MYNDIR/AÐSENDAR
Orri segir þau leggja aðaláherslu á
nýbyggingar vegna þess að það hafa
orðið miklar framfarir í byggingar-
gæðum á Spáni síðustu árin.
Spánn er mikil paradís fyrir golf-
áhugamenn, þar eru margir góðir
vellir og alltaf veður til að spila.
Frá upphafi hafa stöðugleiki
og gæði verið leiðarljós Auð-
ar og Orra við reksturinn.
Marga dreymir um að eiga sitt
eigið afdrep á Spáni, annaðhvort
til að heimsækja reglulega eða til
að flytja suður í hlýrra loftslag.
Í nýbyggingum er efnisval
betra og einangrun meiri, sem
þýðir lægri rekstrarkostnað,
auk þess sem eignirnar eru
betri fjárfesting til framtíðar.
Starfsfólk Perlu er
á Spáni allan ársins
hring og er því með
viðskiptavinum þegar
kaupin fara fram.
Starfsfólk Perlu sér til þess að
kaupin verði áreynslulaus og
ánægjuleg frá fyrstu stundu.
hann. „Við bjóðum fólki líka upp á
aðstoð við að byggja sín eigin hús,
hafi fólk áhuga á því.“
Auður segir að sérstaða fast-
eignasölunnar felist ekki síst í því
að starfsfólk hennar sjái til þess
að kaupin verði áreynslulaus og
ánægjuleg frá fyrstu stundu og sé
til staðar þegar kaupin fara fram.
„Við erum hér á Spáni allt árið
um kring og sendum því íslenska
viðskiptavini okkar ekki út eina
til að ganga frá kaupunum, heldur
erum við til staðar og með við-
skiptavinum á meðan kaupin fara
fram,“ segir hún. „Auk þess eru
allir samningar þýddir
og/eða túlkaðir yfir á
íslensku fyrir kaup-
endur og fullkomið
tvítyngi og skilningur
á fasteignalögum á
Spáni er sannarlega
mikill styrkur sem endur-
speglast í öllu daglegu starfi
fasteignasölunnar.“
„Við bjóðum alla velkomna
í hóp ánægðra viðskiptavina
okkar og hvetjum áhugasama til
að kynna sér eignirnar og ferlið á
vefnum okkar, perlainvest.com,“
segja Auður og Orri að lokum. n
Fullkomið tvítyngi
og skilningur á
fasteignalögum á Spáni
er sannarlega mikill
styrkur sem endurspegl-
ast í öllu daglegu starfi
fasteignasölunnar.
Auður Hansen.
kynningarblað 7ÞRIÐJUDAGUR 20. júlí 2021 FASTEIGNAK AUP ERLENDIS