Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.07.2021, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 20.07.2021, Qupperneq 36
Í náinni fortíð þótti sjálf­ sagt mál að skreppa í banka til þess að sinna fjármálum, millifæra og telja smámynt. Þá var líka hlustað á vasa­ diskó og horft á vídeóspólur sem safna nú ryki á ösku­ haugum sögunnar þar sem áður ómissandi hlutir hrann­ ast nú upp sem aldrei fyrr. benediktboas@frettabladid.is toti@frettabladid.is Þeim fer fækkandi sem eiga daufar minningar um að hafa tekið ljós­ myndir með þar til gerðum vélum á filmur sem síðan þurfti að fara með í framköllun. Þetta fólk getur einnig státað sig af því að kunna á skífusíma og að hafa átt mikilvæg símtöl í svokölluðum heimasíma sem var landlínutengdur. Þessi þarfaþing fortíðarinnar eru nú í frjálsu falli í gleymskunnar dá ásamt myndböndum, gjaldkera­ stimplum og kassettum. Úrelding áður nauðsynlegra hluta hefur aldrei verið jafn hröð og meira að segja einkaverslun ríkisins með áfengi, ÁTVR, virðist vera á sömu leið ásamt eftirtöldum hlutum sem eru komnir á válista. n Ómissandi hlutir á öskuhaugum sögunnar Línuleg dagskrá Er einna líklegust til þess að geta haft taumhald á nú­ tímatruntunni. Henni hafa verið sýnd ófá banatilræði á síðustu árum en hún úreldist varla fyrr en síðasti áskrifandi Morgunblaðsins endar á minningargreina­ síðum þess. Lífdagar línulögunarinnar lifa á fram­ lengingu íþróttaviðburða sem verða alltaf línulaga auk þess sem krafa fólks um að fá fréttirnar sínar á sínum fasta tíma (þótt þær séu í raun endursýning af vefmiðlum) er ótrúlega rótgróin. Síðan verða sjálfsagt alltaf til ríkismiðlar, rótfastir í 20. öldinni og bólusettir fyrir öllum tækninýjungum, svo lengi sem ríkiskassarnir tæmast ekki. Afruglarinn Myndlyklar og afruglarar hljóta að hafna á sömu endastöð og myndbandstækin. Það er að verða svo­ lítið gamalt trix að þurfa að leigja sérstök tæki og tól til þess að hafa aðgang að sjónvarpsefni þannig að eftir nokkur ár mun skrýtnum snúrum snarfækka á hverju heimili. Bókin Vissulega er varasamt að spá bókinni dauða þar sem hún hefur staðið allar árásir og ógnir af sér hingað til og heldur enn velli. Þeim sem hafa prófað lesbretti og hljóðbækur fjölgar hins vegar stöðugt og að sama skapi fækkar þeim sem nenna að fletta gamaldags bókum. Snúrur Snúrur hvers konar eru óþolandi drasl og réttdræpar hvar sem í þær næst fyrir allar sínar flækjur, rembi­ hnúta og slys í heimahúsum. Sameiginlegt takmark gervalls uppfinningamannkyns hlýtur að vera að fækka þeim. Enda eru allir að reyna fela þær hvort sem er. Ljótar, leiðinlegar og það bara hlýtur að koma allsherjar þráðlaus lausn innan tíðar. Tölvumúsin Hlýtur að enda í gleraugum þar sem augnatillit tekur við af hinum óstöðuga og villuráfandi bendli. Tölvu­ músin réttlætir helst tilveru sína í tölvuleikjum en hlýtur að verða úthýst af skrifborðum og skrifstofum eftir nokkur ár. Peningaseðlar Covid gerði endanlega út af við peningaseðilinn. Hver vill taka við notuðum seðli í dag? Ekki þú. Einungis svarta hagkerfið þarf á sínum seðlum að halda og þar sem það er hvergi á förum hlýtur það að neyðast til þess að uppfæra sig í stafrænar lausnir. Bankastarfsmaðurinn Hinn hefðbundni bankastarfsmaður er að deyja út. Bankarnir hafa núorðið takmarkaðan áhuga á að fá fólk inn á gafl með einfaldar fyrirspurnir. Nokkrum úti­ búum er þó haldið gangandi fyrir þau sem þvermóast við að læra á heimabanka og skilja ekki öpp, stafræn smáforrit sem eru ígildi bankaútibúa í snjalltækjum. Eftir að þetta fólk hverfur yfir móðuna miklu eiga litlu börnin eftir að hlæja að því að einu sinni hafi verið til fólk sem starfaði í bönkum við að aðstoða fólk. Heimasíminn Þetta byltingarkennda samskiptatól er í raun þegar útdautt og sennilega einfaldasta mál í heimi að aka því lóðbeint á ruslahaug sögunnar þar sem heima­ síminn lifir hvergi nema ef til vill í furðusögum fyrir börn og barnabörn um að símanúmerið hafi verið ein stutt og tvær langar. Eða að það hafi verið tækni­ bylting þegar öll símanúmer urðu sjö stafir og takkar tóku við af skífunni. Beinskiptir bílar Gamla góða kúplingin er krúttkynslóðinni í raun þegar ofviða og hlýtur að víkja á næstunni, jafnvel á undan bensínbílnum sem þó er við það að bræða úr sér og umhverfinu. Hver kaupir sér beinskiptan bíl eftir tíu ár? Það verður ekkert eðlilega fyndið að segja litlum gröllurum frá því að einu sinni hafi verið til bílar með þremur pedölum, svokallaðir bein­ skiptir. Er ekki tími til kominn að tengja? Undirbúningsstyrkir Styrkir til sýningaverkefna Útgáfu-, rannsóknastyrkir og aðrir styrkir M yn dl is ta rs jó ðu r Veittir verða styrkir allt að 3.000.000 kr. Umsóknafrestur er til kl. 16:00 þann 23. ágúst 2021 Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunar­ reglur og leiðbeiningar má finna á vefsíðu myndlistarsjóðs, myndlistarsjodur.is Úthlutað verður í september­ mánuði. Um er að ræða seinni úthlutun úr sjóðnum árið 2021. Umsóknarfrestur í myndlistarsjóð rennur út 23. ágúst Þessi þarfaþing fortíð- arinnar eru nú í frjálsu falli í gleymskunnar dá ásamt myndböndum, gjaldkera stimplum og kassettum. 16 Lífið 20. júlí 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 20. júlí 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.