Fréttablaðið - 29.06.2021, Síða 1

Fréttablaðið - 29.06.2021, Síða 1
f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s 1 2 5 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 9 . J Ú N Í 2 0 2 1 HVAR & HVENÆR SEM ER Vefsýningarsalurinn okkar er alltaf opinn! www.hekla.is HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is Í sumar er opið alla virka daga hjá HEKLU á Laugavegi og Kletthálsi. Þótt sumarblíðan sé hvergi betri á landinu en fyrir norðan og austan, nýttu borgarbörnin sumarveðrið í borginni vel. Þessir piltar kunnu vel að meta hjólabrettasvæðið á Miðbakkanum og léku þar listir sínar. Hjólabrettasvæðið var opnað snemma í fyrrasumar og hefur vakið mikla lukku. Góð veðurspá er um allt land næstu daga og aldrei að vita nema hitamet falli í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK HS Orka telur Hvalárvirkjun enn góðan virkjanakost þó framkvæmdir hafi verið stöðvaðar í fyrra. Samningar við landeigendur hafa verið framlengdir. kristinnhaukur@frettabladid.is STRANDIR HS Orka hefur fram- lengt samninga við landeigendur í Árneshreppi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar Hvalárvirkjunar. Verkefnið er í bið og ekkert verður framkvæmt í sumar, hvorki vega- gerð né annað. Gerðar verða vatna- og rennslismælingar á Ófeigsheiði. „Hvalárvirkjun en enn þá áhuga- verður kostur sem við erum með á teikniborðinu,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, upplýsingafulltrúi HS Orku. „Þetta myndi veita HS Orku möguleika á sveigjanlegu raf- magni til að framleiða í takti við þarfir markaðarins.“ Hvalárvirkjun er annar tveggja vatnsaf lskosta í nýtingarf lokki rammaáætlunar, ásamt Blöndu- veitu. Jóhann segir það gera kostinn fýsilegan. Eftir að vega- framkvæmdir stöðvuðust og fram- kvæmdaaðilinn VesturVerk sagði upp öllu starfsfólki sínu á Ísafirði fyrir rúmu ári hefur HS Orka ein- beitt sér að öðrum verkefnum. Það er 30 megawatta stækkun á Reykja- nesi og endurgerðir í Svartsengi til að auka framleiðslu. Jóhann bendir hins vegar á að HS Orka sé með virkjanaleyfi og megi ekki sitja auðum höndum. Með mælingunum haldi verkefnið áfram og einnig hafi verið sótt um endurnýjun rannsóknarleyfis hjá Orkustofnun. Fyrirhuguð Hvalárvirkjun er ein umdeildasta virkjanaframkvæmd undanfarins áratugar. Hafa gengið mörg kærumál til að reyna að stöðva hana, meðal annars af hálfu Landverndar á framkvæmdaleyfi VesturVerks. Sú kæra var dregin til baka að ósk úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál þegar framkvæmdirnar stöðvuðust. Auður Önnu Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Landverndar, segir málið nú í biðstöðu. „Það sem liggur á að gera núna er að friðlýsa svæð- ið,“ segir hún. En árið 2018 sendi Náttúrufræðistofnun erindi til Umhverfisstofnunar um að svæðið verði sett á Náttúruminjaskrá. Þar liggur það enn. „Umhverfisstofnun er ekki að sinna þessu eins og hún á að gera,“ segir Auður. Aðspurð segist Auður ekki eiga von á því að HS Orka fari aftur af stað með verkefnið. Hvalárvirkjun sé einstaklega óhagkvæm virkjun og aðrir kostir mun vænlegri, sem þar að auki spilli ekki verðmætum náttúruminjum. Fari svo að verkefnið fari á fullt skrið aftur muni samtökin að sjálf- sögðu beita sér til að stöðva það. „Þá tökum við upp þráðinn þar sem frá var horfið, bæði með kærunni á framkvæmdaleyfið og með því að þrýsta á friðlýsingu.“ ■ Virkjanaleyfi fyrir Hvalárvirkjun haldið við Umhverfisstofnun er ekki að sinna þessu eins og hún á að gera Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri Land- verndar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.