Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2021, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 29.06.2021, Qupperneq 8
Mat á hæfni ein- staklings til að fara með ákvarðana- vald í eigin lífi verður aldrei annað en huglægt og háð geðþótta fárra ein- staklinga. ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Halldór n Frá degi til dags Neysla grænmetis og ávaxta er mikil- væg; dreg- ur úr líkum á hjarta- og æðasjúk- dómum, sykursýki 2 og ýmsum tegundum krabba- meina. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Fyrstu niðurstöður landskönnunar á mataræði benda til að neysla grænmetis og ávaxta hafi staðið í stað og jafnvel minnkað. Nú er ávaxta- og græn- metisneyslan að meðaltali um 220 g á dag; 115 g af grænmeti og 105 g af ávöxtum. Þetta er einungis tæplega helmingur af þeim 500 g sem sérfræðingar ráðleggja 10 ára og eldri. Neysla grænmetis og ávaxta er mikilvæg; dregur úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki 2 og ýmsum tegundum krabbameina auk þess að auð- velda okkur að viðhalda heilsusamlegri líkamsþyngd. Hollustan er meðal annars fólgin í ríkulegu magni af vítamínum, steinefnum, trefjum og mörgum hollum efnum. Í grófu grænmeti er sérstaklega mikið af trefjum sem eru mikilvægar fyrir heilbrigða meltingu. Ráðlagt er að borða 5 skammta af grænmeti og ávöxtum á dag, minnst 500 g samtals. Að minnsta kosti helmingurinn ætti að vera grænmeti. Einn skammtur, 100 g, gæti til dæmis verið stór gulrót, stór tómatur, tveir dl af salati, meðalstórt epli eða lítill banani. Kartöflur, hnetur, þurrkaðir ávextir t.d. rús- ínur og hreinir safar, teljast ekki með í fimm á dag. Grænmeti í mismunandi litum inniheldur mis- munandi vítamín og steinefni. Rautt og appelsínu- gult grænmeti inniheldur meðal annars betakarótin (A-vítamín), á meðan dökkgrænt grænmeti inni- heldur til dæmis kalk, fólat og járn. Því er mikilvægt að borða fjölbreytt grænmeti, bæði gróft og trefjaríkt eins og spergilkál, blómkál, hvítkál, rótargrænmeti, lauk, baunir og linsur en einnig fínni og vatnsmeiri tegundir svo sem tómata, salat, agúrku og papriku. Baunir og linsur eru grænmeti og góðir próteingjafar og því mikilvægur hluti af fjölbreyttu fæði. Heilsufarslegur ávinningur af því að auka neyslu á fæðu úr jurtaríkinu, s.s. á grænmeti, ávöxtum, berjum, baunum og linsum er mikill. En það er líka gott fyrir umhverfið. Aukin neysla á jurtaafurðum og minni neysla dýraafurða hjálpar til við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. n Borðum meira af grænmeti og ávöxtum Alma Möller landlæknir toti@frettabladid.is Dælurnar ganga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók til varna á Facebook gegn Twitter-boðskap Dags B. Egg- ertssonar um þriðjungs fækkun bensínstöðva í Reykjavík. Fund- vísum á heit tilfinningamál rann Sigmundi eldsneytið til skyld- unnar hafandi verið sumar- starfsmaður hjá Essó á námsár- unum og alls ekki útilokað að hann hafi rambað á olíuæð sem dugi til þess að keyra fylgið upp á einkabílnum og tryggja Miðflokknum pláss við málþófs- dæluna næsta kjörtímabil. Skódi ljóti Skólafólk sótti stíft í sumarvinnu á bensínstöðvum þegar þær voru á hverju horni og fékk að kynnast pólitískum ráðningum í leiðinni. Nánast var til dæmis vonlaust að komast að hjá Essó án tenginga eða skyldleika við Framsóknarflokkinn sem sjálfsagt hafa komið Sigmundi Davíð í Skógarselið. Þegar hann reis löngu síðar til pólitískra metorða rifjaðist upp fyrir vinnufélögum hans að bensín- lokin á gamla Skóda hafi reynst forsætisráðherranum, eins og mörgum nýliðanum, býsna erfið viðureignar. Hafi þeim tekist að útskrifa hann í þeim tékk- nesku verkfræðiundrum ættu þó lausnir á vandamálum á borð við þverrandi fylgi að leika í höndum hans. n Betri svefn með Lín Design Betri svefn með Lín Design Betri svefn með Lín Design www.lindesign.is Málefni tónlistarkonunnar Britney Spears komst í hámæli í síðustu viku þegar hún ávarpaði dómstóla í Los Angeles í tilraun sinni til að losna undan forsjá föður síns. Þó svo að um sé að ræða öfgakennt mál þar sem beinir fjár- hagslegir hagsmunir hlutaðeigandi eru óumdeildir, hefur umræða um réttinn til sjálfræðis komið upp í kjölfarið og það einnig hérlendis þar sem formaður Geðhjálpar hefur tjáð sig um málið. Britney, sem er 39 ára gömul, var svipt sjálfræði árið 2008 þegar faðir hennar, Jamie Spears, var skipaður lögráðamaður hennar. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar þess að árið 2007 var tónlistarkonan nauðungarvistuð á geðdeild eftir taugaáfall. Britney, sem þá var ein skærasta poppstjarna heims, var hundelt af ljósmyndurum og aðdáendum og eðli málsins samkvæmt undir gríðarlegu álagi. Árið 2019 steig Jamie tímabundið til hliðar sem lögráðamaður dóttur sinnar og hefur Britney farið fram á að hann fái það hlutverk ekki á ný. En þó hann sé ekki lög- ráðamaður hennar er hann fjárhaldsmaður hennar og fer því fyrir eignum hennar sem metnar eru á rúmlega sjö milljarða króna. Þessu fyrirkomulagi hefur verið viðhaldið af dóm- stólum sem hafa metið það svo að Britney sé sökum andlegra veikinda ekki fær um að fara sjálf með vald yfir sjálfri sér, börnum sínum eða eignum. Aftur á móti hefur hún á þessum tíma verið virk í tónlistar- senunni og aflað fólkinu í kringum sig mikilla tekna með plötuútgáfu og tónleikum. Við átján ára aldur öðlast einstaklingur hér á landi lögræði en saman mynda sjálfræði og fjárræði lög- ræði. Samkvæmt skilgreiningu verður ekki tæmandi talið hvað í sjálfræði felst, heldur er þar um að ræða öll þau lagalegu réttindi og skyldur sem fullorðnir bera. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, hefur bent á að sjálfræðissvipting Britney sé byggð á sömu lögmálum og nauðungarvistun og sjálfræðissvipting hér á landi. En samkvæmt skaðalögmáli breska heimspekingsins John Stuart Mill er hverju siðuðu samfélagi heimilt að svipta einstakling frelsi sé hann hættulegur sjálfum sér eða öðrum og eru lög vest- rænna ríkja mikið til byggð á þeim kenningum. Heildarendurskoðun laga um lögræði liggur nú fyrir á Alþingi og kallar Héðinn í því samhengi eftir samtali um svokallaðar þvingunaraðgerðir sem eru sjálfræðis- og lögræðissviptingar og nauðungarvist- anir. Full ástæða er til stöðugrar endurskoðunar laga sem fela í sér svo gríðarleg höft á grundvallarfrelsi en núgildandi lög eru frá árinu 1998. Mat á hæfni einstaklings til að fara með ákvarðanavald í eigin lífi verður aldrei annað en huglægt og háð geðþótta fárra einstaklinga. Þó svo ég ætli engum að misnota slíkt vald og viti sem er að ákvarðanir um sjálfræðis- sviptingu séu hlutaðeigandi oftast þungbærar er mikilvægt að við veltum sem oftast upp grundvallar- spurningum því tengdum. Slíku valdi yfir lífi annarra verður að setja skorður – og endurskoða í sífellu. n Sjálfræðið SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.