Fréttablaðið - 29.06.2021, Qupperneq 13
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
ÞRIÐJUDAGUR 29. júní 2021
Stuðlagil á Héraði dregur að ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum enda með fallegri stöðum á landinu. MYND/AÐSEND
Bjartsýnn á framtíðina
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir sveitarfélagið einkennast af fjölbreytileika
og góðum möguleika til menntunar og atvinnu. Múlaþing er alvöru valkostur. 2
Ed Sheeran þegar hann mætti í
Magic Radio studio í síðustu viku.
elin@frettabladid.is
Það hefur verið heldur hljótt um
poppstjörnuna Ed Sheeran í lang-
an tíma en aðdáendur hans fengu
nýjan smell fyrir nokkrum dögum,
Bad Habits, en það er fyrsta lagið
sem hann gefur út síðan 2017. Nú
þegar hafa yfir sextán milljónir
hlustað á lagið á Youtube. Mynd-
bandið þykir frumlegt og vamp-
írur koma mikið við sögu.
Ed Sheeran var í einlægu viðtali
við BBC radio 1 nýlega þar sem
hann lýsti óhóflegri drykkju sinni
en segist hafa tekið á því vanda-
máli þegar hann eignaðist sitt
fyrsta barn fyrir 10 mánuðum.
Dóttirin, Lyra Antarctica, og eigin-
konan, Cherry Seaborn, hafa haft
hann út af fyrir sig. „Ég hef einbeitt
mér að föðurhlutverkinu og það er
stórkostlegt. Ég las allar bækur um
börn sem ég komst yfir en stærsta
uppgötvun mín var að maður
vissi ekkert um það hvernig er að
eignast barn,“ segir hann. „Um leið
og dóttir mín fæddist fann ég fyrir
einhverra sérstakri tegund af ást.
Það opnaði nýjar víddir fyrir mér.
Ed viðurkennir að hafa barist
við fíkn frá unglingsaldri. „Ég hafði
aldrei neina afsökun til að hætta
að drekka fyrir fullt og allt fyrr en
ég varð faðir. Ed, sem er þrítugur,
hefur keypt fjölda fasteigna í Suf-
fork þar sem hann ólst upp og er nú
með fyrirtæki í kringum eigurnar.
Hann hefur notið einstakra vin-
sælda síðustu tíu árin og átt í
samstarfi við stórstjörnur á borð
við Beyoncé, Justin Bieber og The
Weeknd.
„Núna er ég ábyrgur faðir og
drekk vatn,“ sagði hann á BBC. Auk
þess hefur hann verið að þjálfa
líkamann og huga að heilsunni. ■
Ed kominn aftur
NÝTT
C-vítamín
munnúði
KOMIN
AFTUR!