Fréttablaðið - 29.06.2021, Page 16
fara þangað og sennilega fljót-
legra en að fara milli hverfa innan
Reykjavíkur. Okkur finnst við bara
vera eins og úthverfi frá Akureyri.
Það tekur 10 mínútur að keyra
að flugvellinum, það er örstutt til
Akureyrar og engin umferðarljós
að stoppa mann á leiðinni.“
Opið og bjart umhverfi
Björg segir sveitarfélagið víðlent.
Þar er fullt af gönguleiðum og fjöl-
breyttir möguleikar til útivistar
og fjörðurinn ævintýraheimur
kajakræðara.
„Svalbarðseyri er frábær kostur
fyrir fólk sem vill f lytja í rólegt
umhverfi sem er samt stutt frá allri
þjónustu. Það er auðvitað líka gott
að búa á Akureyri, Grindavík, í
Reykjavík eða annars staðar. Allir
staðir hafa eitthvað gott fram að
færa. Það sem við höfum er rólegt
samfélag og nándina við nátt-
úruna um leið og stutt er í alla
þjónustu og fjölbreytt menningar-
líf,“ útskýrir Björg.
„Auk nýrra lóða er sveitarfélagið
að byggja tvö parhús sem verða
seld. Við erum reyndar nú þegar
búin að selja eina íbúð. Sveitar-
félagið hefur byggt fleiri parhús og
einkaaðilar hafa verið að byggja
myndarleg einbýlishús. Gatan sem
verið er að klára núna stendur hátt
og þar eru stórar einbýlishúsalóðir
með fallegu útsýni yfir fjörðinn.
Fallegt útsýni er yfir Eyjafjörðinn,
út fjörðinn eða í suður til Akur-
eyrar. Skip og bátar sigla reglulega
fram hjá og fyrir neðan nýja hverfið
eru fallegar tjarnir og mikið fuglalíf.
Þetta er mjög fallegt svæði.“
Björg útskýrir að gert sé ráð fyrir
því að allar lóðirnar hafi eina hlið
sem snýr að óbyggðu svæði og
lóðirnar rúmgóðar.
„Það er frekar rúmt á milli
húsanna og verið er að búa til
göngustíga svo krakkarnir geti
gengið í skólann. Það verður aldrei
meira en fimm mínútna ganga
milli heimilis og skóla. Við erum
að byggja þetta upp sem opið og
bjart hverfi og brekkan tryggir fal-
legt útsýni yfir fjörðinn okkar.“ n
Svalbarðsstrandarhreppur
er sveitarfélag í austanverð-
um Eyjafirði. Þar er skóli,
leikskóli og örstutt að sækja
menningu og þjónustu á
Akureyri. Náttúran skartar
sínu fegursta og fjölbreyttir
möguleikar eru til útivistar.
Þessa dagana er verið að byggja
nýtt hverfi á Svalbarðseyri og þar
eru til sölu lóðir þaðan sem fal-
legt útsýni er yfir fjörðinn. Björg
Erlingsdóttir, sveitarstjóri í Sval-
barðsstrandarhreppi, segist vonast
til að fá þangað fólk sem sér kosti
þess að búa á þessum fallega stað.
„Hér er þétt og gott samfélag.
Við erum beint á móti Akureyri,
austan megin við Eyjafjörðinn. Hér
er leikskóli sem tekur við börnum
frá 9 mánaða aldri og góður grunn-
skóli,“ segir Björg.
„Eldri krakkar fara til Akureyrar
í Menntaskólann eða Verkmennta-
skólann. Það tekur enga stund að
Nýjar lóðir á Svalbarðseyri
Björg
Erlingsdóttir,
sveitarstjóri
í Svalbarðs-
strandarhreppi.
Mikil nátt-
úrufegurð er í
sveitarfélaginu.
MYNDIR/AÐSENDAR
Allir þekkja norðlensku
sjónvarpsstöðina N4 en
færri vita að N4 er líka öflugt
framleiðslufyrirtæki sem
tekur að sér gerð auglýsinga,
kynningarmyndbanda
og alls sem þarf til góðrar
markaðssetningar.
„Við vinnum fyrir alla, getum leyst
öll verkefni og um allt land. Við
látum verkin tala, vinnum þau
bæði hratt og vel, og á góðu verði,“
segir Stefán Friðrik Friðriksson,
framleiðslu- og markaðsstjóri hjá
N4.
Framleiðsludeild N4 var stofnuð
árið 2013, við góðar undirtektir alls
staðar að á landinu.
„Okkar stærsti kúnnahópur er
í Reykjavík, þar af fyrirtæki og
stofnanir sem eru með höfuð-
stöðvar og starfsemi um land
allt. Það er óneitanlega kostur að
vera með framleiðslufyrirtæki
á landsbyggðinni, því frá okkur
eru vegalengdirnar styttri að fara
í verkefni út í náttúruna. Fæstar
auglýsingar eru enda teknar upp
í Reykjavík; f lestir vilja nýta sér
einstaka náttúrufegurð landsins
og því erum við með útibú og fólk í
öllum landsfjórðungum. Stað-
setningin skiptir því engu máli.
Við látum til okkar taka hvar sem
er,“ segir Stefán.
Góð verk spyrjast út
N4 er með höfuðstöðvar á Akur-
eyri. Þar starfa tíu manns í föstu
starfi en auk þess eru verktakar og
fagfólk á höfuðborgarsvæðinu og
um gjörvallt landið.
„Framleiðsludeild N4 hefur
vaxið hratt undanfarin fjögur
ár og það hefur aldrei verið eins
mikið að gera og einmitt nú.
Ástæðan er sú að við höfum skilað
mjög góðu verki og það spyrst út,“
segir Stefán.
Framleiðsludeildin er mest-
megnis í framleiðslu kynningar-
myndbanda fyrir fyrirtæki, stofn-
anir og á öllum skalanum.
„Nú er mikill vöxtur í mynd-
bandagerð. Í Covid varð sprengja í
gerð lifandi myndefnis þegar fólk
vildi nota tímann sem það hafði
fyrir sér til að gera sig sýnilegt í
markaðsefni og myndbandagerð.
Við búum líka til lógó, vinnum
grafíska vinnu og sinnum mjög
fjölbreyttum verkefnum, auk þess
að gefa út N4-blaðið með greinum
og lesefni og reka fréttasíðuna
N4.is,“ upplýsir Stefán um fjöl-
þætta starfsemina.
„Fólk velur N4 í samstarf við sig
vegna þess að við erum fagleg og
höfum mikla reynslu og þekk-
ingu, ekki síst á öllu sem viðkemur
landsbyggðinni. Hjá okkur starfar
dagskrárgerðarfólk með víð-
tæka þekkingu á samfélaginu og
atvinnulífinu, það spyr viðmæl-
endur réttu spurninganna og ljær
myndefninu þægilega nærveru.
Það er mikill kostur og enn einn
þátturinn sem skapar okkur sér-
stöðu, auk framúrskarandi töku-
manna sem ná óviðjafnanlegum
myndum af landi og þjóð, og
leikstjóra sem hafa sannað sig svo
um munar,“ segir Stefán og heldur
áfram:
„Við höfum unnið efni í hverjum
krók og kima Íslands og erum
með mikil og góð sambönd um
allt land. Þá búum við yfir gríðar-
legri landfræðilegri þekkingu, og
vitum um margar faldar perlur
sem tökustaði sem og einstaka við-
mælendur.“
N4 gefur hugmyndir í ferðalagið
Sjónvarpsstöðin N4 er rómuð fyrir
vandaða ferða- og viðtalsþætti.
„Það er staðreynd að helsta
áhugamál 70 prósent Íslend-
inga eru ferðalög og landið okkar
er að sönnu ótrúlegt. Í sumar-
leyfinu ferðast landsmenn vítt og
breitt um landið en áður en þeir
leggja af stað hafa margir orðið
margs vísari og fengið hugmyndir
með því að horfa á ferðaþætti N4.
Í Covid sendum við út mikið af
ferðaþáttum, til að næra ferðaþrá
landans og gefa honum kost á að
ferðast í huganum heiman frá sér
og nú vinnum við að þáttum undir
yfirskriftinni Uppskrift að góðum
degi á Austurlandi og höfum þegar
gert Uppskrift að góðum degi á
Norðurlandi eystra og vestra, við
góðar undirtektir,“ greinir Stefán
frá.
Hann segir aðalsmerki sjón-
varpsþáttagerðar N4 vera lands-
byggðaraugun. Þau sjái land og
þjóð öðrum augum en gestsins
sem sér það frekar framandi
augum.
„Við gefum landsbyggðarfólki
pláss, hittum fólk og fáum sögur
þess þar sem það er og allt annan
vinkil en fæst ella. Okkur finnst
það eðlilegra en hin framandi sýn
sem stundum er sýnd því við erum
jú öll Íslendingar og í þessu saman,
rétt rúmlega 360 þúsund manna
þjóð. Því má segja að við höfum
sérhæft okkur í landsbyggðinni
og náttúru Íslands, ekki bara
á Norðurlandi heldur um land
allt, til dæmis með þáttunum Að
norðan, Að vestan, Að austan og
Að sunnan.“
Reynsla og gæði frá A til Ö hjá N4
Á síðustu þremur árum hefur áhorf
á sjónvarpsstöðina N4 aukist um
200 prósent.
„Við finnum vel fyrir með-
byrnum og áhuga fólks á N4. Allar
mælingar sýna sífellda aukningu
og það er ekkert stopp á því. Við
ákváðum því að takmarka efnið
okkar ekki við ákveðnar veitur
heldur viljum við að fólk sjái N4
þegar það vill, þar sem það vill.
Efnið okkar er alltaf opið og
aðgengilegt, til dæmis í N4-safninu
í Sjónvarpi Símans þar sem sjá má
alla þættina okkar, líka á Nova TV,
og auðvitað heimasíðunni okkar og
Facebook,“ upplýsir Stefán.
„Markmið okkar er að vinna
með fólki og finna lendingu sem
virkar best fyrir hvern og einn. Það
er einfalt og gott að fá N4 í lið með
sér, enda gerum við allt frá A til Ö
og komum með heildarpakkann í
verkið. Við einfaldlega tökum verk-
efnin og klárum þau, getum unnið
tiltölulega hratt og án þess að það
komi niður á gæðum, vel tækjum
búin og með afburða þekkingu og
reynslu í farteskinu.“
N4 er á Hvannavöllum 14 á Akur-
eyri. Sími 412 4400. Sjá nánar n4.is
og N4 á Facebook.
Látum góðu verkin tala
Stefán Friðrik
Friðriksson er
framleiðslu- og
markaðsstjóri
hjá N4, sem er
ekki einungis
sjónvarpsstöð
heldur líka stór
framleiðandi á
sviði auglýsinga
og kynningar-
myndbanda.
FRÉTTABLAÐIÐ/
AUÐUNN
4 kynningarblað A L LT 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGUR