Fréttablaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 12
Sam-
félagsleg
umræða
um við-
skiptafrelsi,
athafna-
frelsi og
borgar-
skipulag
verður
ekki vit-
ræn nema
þátttak-
endurnir
séu frjálsar
mann-
eskjur.
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
n Halldór
n Frá degi til dags
Afreksfólk
sem hefur
gert okkur
stolt með
frábærum
árangri á
alþjóða-
vísu auk
þess að
vera mikil-
væg fyrir-
mynd fyrir
börn og
ungmenni.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur
@frettabladid.is
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
Komið og
skoðið úrvalið
arib@frettabladid.is
Pfizerbelgir og Janssynir
Það eru ekki lengur stjörnu
merkin sem skapa ein
staklinginn, það er bóluefnið í
æðunum. Eins og Duran Duran
og Wham á sínum tíma þá
vilja allir að sitt bóluefni sé
það besta. Nokkrir töldu sig
of góða til að ganga til liðs við
Janssyni og vildu bíða eftir að
gerast Pfizerbelgir. Ólíkt því
sem átti við um liðin í Pokém
on GO þá þurfa Zenikkurnar
að bíða óendanlega lengi til að
komast í gang. Spútnikfólkið
er þó allra harðast og ætlar að
bíða með allar utanlandsferðir
þangað til það fær skammtinn
af hinum forboðna rússneska
rúðuvökva.
Brrrr
Þeir Íslendingar sem eru hættir
að metast um hvaða bóluefni
er f lottast ræða gjarnan veðrið.
Tölur ljúga ekki og þurftu
því Akureyringar að kyngja
stoltinu þegar í ljós kom að það
hefur ekki verið jafn kalt þar í
júní frá því Óli Jó sat í Stjórnar
ráðinu. Veðurfræðingurinn
Einar Sveinbjörnsson, best
þekktur sem Einar Veður
guð, segir óvenjukalt loft yfir
landinu sem minni helst á
fræga norðanátt árið 1959. Eftir
allt sem á undan er gengið þá
er ekki útilokað að það verði
f leiri Íslendingar á Tene í júlí
en á Íslandi. n
Á síðasta degi þessa þingvetrar samþykkti Alþingi ein
róma þingsályktunartillögu mína um mótun heild
stæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum. Í því felst að
mennta og menningarmálaráðherra hefur verið falið
af Alþingi að móta stefnuna í samvinnu við Íþrótta og
Ólympíusamband Íslands og sveitarfélög landsins og
skila af sér fyrir 1. júní 2022. Stefnan skal vera tímasett
samhliða því sem tryggður verður fjárhagslegur stuðn
ingur við afreksfólkið.
Síðastliðinn áratug hefur íslenskt afreksíþróttafólk
reglulega vakið athygli á slæmri fjárhags og réttinda
stöðu sinni. Ekki eingöngu hefur verið erfitt fyrir afreks
íþróttafólk að fjármagna keppnis og æfingaferðir, heldur
hafa þeir styrkir sem hafa fengist ekki verið skilgreindir
sem laun með tilheyrandi réttindum. Þessi hópur stend
ur því gjarnan uppi eftir að afreksíþróttaferlinum lýkur
með skuldir á bakinu og án lífeyrisréttinda, stéttarfélags
aðildar, atvinnuleysisbótaréttar, aðgengis að sjúkra og
starfsmenntasjóðum eða réttinda til fæðingarorlofs, svo
að eitthvað sé nefnt.
Í afreksstefnu Íþrótta og Ólympíusambands Íslands
kemur fram að sambandið skuli á hverjum tíma skil
greina viðmið afreka í samvinnu við hvert sérsamband
en um framúrskarandi íþróttafólk sé þá fyrst að ræða
þegar einstaklingur eða flokkur skipar sér með árangri
sínum í fremstu röð í heiminum. Afreksfólk séu þeir ein
staklingar eða flokkar sem standast viðmið í viðkomandi
íþróttagrein skilgreindum af viðkomandi sérsambandi.
Íslendingar hafa í gegnum tíðina átt margt afreks
íþróttafólk, hvort heldur í hópíþróttum eða einstakl
ingsíþróttum. Afreksfólk sem hefur gert okkur stolt með
frábærum árangri á alþjóðavísu auk þess að vera mikil
væg fyrirmynd fyrir börn og ungmenni. Fyrirmyndir
á þessu sviði eru ómetanlegar fyrir allt forvarnastarf
og fyrir uppbyggingu íþróttastarfs um allt land. Þessa
þætti má telja mikilvægari en nokkru sinni fyrr þegar
kannanir sýna að rúmlega 80% íslenskra barna á aldr
inum 1117 ára fá ekki næga hreyfingu á degi hverjum
sem hefur ekki eingöngu áhrif á líkamsburði heldur líka
þroska heilans.
Það er því ekki að undra að Alþingi vilji styðja við
afreksíþróttastarf. Gleðilegt íþróttasumar! n
Loksins afreksstefna
Hanna Katrín
Friðriksson
þingmaður Við-
reisnar.
Fögur fyrirheit um betri tíð hafa nú ómað í nokkra
mánuði. Þetta er alveg að verða búið. Nú er fátt eftir af
frelsisskerðingu annað en djammbann. Einhverjum
finnst það eflaust léttvæg mannréttindaskerðing og
jafnvel ákjósanleg. Það er hins vegar á byrgðar hlut verk
stjórn valda, sem þurfa að skerða grund vallar réttindi
og frelsi fólks tímabundið, að draga skerðinguna til
baka um leið og hún á ekki rétt á sér lengur.
Heimilt er samkvæmt Mannréttindasáttmála
Evrópu að takmarka tímabundið þau réttindi sem þar
eru tryggð á tímum styrjaldar eða annars almenns
neyðarástands, sem ógnar tilveru þjóðarinnar. Slík
takmörkun er aðeins heimil að því marki sem ýtrasta
nauðsyn krefur til þess að firra áföllum. Þessa heimild
til að takmarka mannréttindi í neyðartilvikum, ber
eðli málsins samkvæmt að nota sparlega.
Öfugt við það sem margir halda eru mannréttindi
verulega íþyngjandi í mannlegu samfélagi. Þau vernda
rétt til athafna og framferðis sem fer mjög gjarnan í
taugarnar á öðru fólki og þó einkum stjórnvöldum.
Þeim er ekki sérstaklega ætlað að vernda ákjósanlega
hegðun. Þau er hins vegar grundvöllur frjáls samfélags
þar sem íbúar eru frjálsir til að gera það sem þeim
sýnist. Það er reynsla sögunnar sem orðið hefur til þess
að ákvæði um frelsi til óæskilegs athæfis og óvinsællar
háttsemi hafa verið sett í stjórnarskrár og mann
réttindasamninga. Reynsla af kúgun yfirvalda hefur
margítrekað sýnt að frelsið er farsælast.
Það kom engum á óvart að lögreglan skyldi fara að
ámálga það nú, þegar 70 til 80 prósent fullorðinna hafa
þegið bólusetningu og það hillir undir langþráð frelsi
til mannfagnaða, að réttast væri að banna djamm
eftir miðnætti varanlega vegna þess hve vel það hafi
gefist. Ofbeldisbrotum í miðborginni hafi fækkað í
faraldrinum, kynferðisbrotum sömuleiðis. Þó það nú
væri. Lögbrotum á skemmtistöðum hlýtur að fækka ef
bannað er að hafa þá opna. Það verður þó seint sagt að
einhver ofbeldisfaraldur hafi gengið yfir í miðborginni
áður en veiran rak alla heim af djamminu. Kynferðis
brot eiga sér oftast stað inni á heimilum fólks. Lang
flestir fara gegnum ævina án þess að vera nauðgað á
skemmtistað og fæstir sem stunda skemmtanalífið
verða fyrir líkamsárás.
Allt frá fyrstu skrefum sem tekin voru í sóttvarnaað
gerðum og samkomutakmörkunum hefur verið varað
við freistnivandanum sem slíkar aðgerðir gætu skapað
og að reynt yrði að nýta samhug þjóðarinnar gegn
veirunni til að færa samfélagið áratugi aftur í tímann.
Þessi varnaðarorð hafa þó sem betur fer gert að verkum
að beiðni lögreglunnar um samtal hefur fallið í grýttan
jarðveg. Ekki aðeins hafa djammarar látið í sér heyra og
vertar í miðborginni, heldur hefur borgarstjóri lýst því
yfir að ekki standi til að stytta opnunartíma skemmti
staða í miðborg Reykjavíkur varanlega.
Þegar við höfum jafnað okkur á síðustu fimm
tán mánuðum er sjálfsagt að taka umræðuna um
skemmtanalífið og aðrar athafnir mannlegs samfélags.
Þá umræðu getum við ekki tekið ófrjáls. Samfélagsleg
umræða um viðskiptafrelsi, athafnafrelsi og borgar
skipulag verður ekki vitræn nema þátttakendurnir séu
frjálsar manneskjur.
Afléttum fyrst öllum frelsisskerðingum, svo skulum
við tala saman. n
Lifi næturlífið
SKOÐUN 16. júní 2021 MIÐVIKUDAGUR