Fréttablaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 10
Nýtt sjónarspil sem bíður gosgesta á hverjum degi Um helgina verða þrír mán- uðir liðnir frá því að eldgos hófst við Fagradalsfjall og hraunflæðið um svæðið er enn sem fyrr síbreytilegt og í raun lítt útreiknanlegt. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins, tók þessar myndir af nýjustu stöðu mála við eldstöðvarnar. ELDGOS Gönguleiðin sem fjöldi Íslendinga hefur nýtt sér til að komast að eldgosinu í Geldingadöl- um undanfarnar vikur er að hluta komin undir hraun. Þrátt fyrir það er ekkert lát á heimsóknum fólks á gosstöðvarn- ar eftir nýjum leiðum og hefur nú fjölgað þeim erlendu ferðamönnum sem koma á svæðið til að upplifa hið ótrúlega náttúrufyrirbæri sem eld- gosið er. Trúlegt er að þeir ferðamenn sem sjá gosið úr lofti í aðflugi að Kefla- víkurflugvelli muni hugsa sér gott til glóðarinnar að komast á gos- stöðvarnar landveginn til frekari skoðunar. Og heimafólk fer að gos- stöðvunum aftur og aftur til að berja síkvikar breytingarnar augum. n 10 Fréttir 16. júní 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.